Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 Menning DV Skandinavar í sígaunaveislu Umsjón: Silja Aöalsteinsdottir silja@dv.is Þekking mín á sígaunum er mjög takmörkuð og byggist helst á grundvallarritinu Vand- ræði Valíu eftir Hergé. Ég veit þó að sígaunar hafa á sér þann alþjóðlega stimpil að vera síflakkandi skítapakk sem hugsar um fátt annað en að reyna að græða peninga með prútti og svindli. Að þessu sögðu er furðulegt að sígaunar skuli ekki vera í öllum hásæt- um í okkar rammkapitalíska samkeppnisþjóðfélagi. Kannski rúmensku sígaunamir, sem komu á dögunum, hafi ætlað að koma sér þægilega fyrir við ís- lenska kjötkatla en þeim var sparkað úr landi áður en það tókst, enda líklega vitalaglausir og ekki í boði Listahátíðar. í boði Listahátíðar voru hins vegar rúmenskir sígaunakarlar sem skipa stórbandið Taraf de Ha'idouks sem spilaði á þrennum tónleikum á Broadway í vikunni. Hljómsveitin var „uppgötvuð“ í smábænum Clejani hjá Búkarest fyrir rúmlega áratug af ungum þjóðlagaáhugamönnum. Þeir hafa með elju komið sveitinni á kortið, hún hefur spilað um heim allan og geflð út fimm plötur. Breiðvangur var þéttsetinn og gestir líklega að hugsa um senu í evrópskri kvikmynd sem þeir hafa margoft séð. Myndin gerist austan fallins jámtjalds og úti í sveit; það er rjómablíða og giftingarveisla í gangi. Snögglega birtist hljómsveit, hún byrjar að spiia ægihressa tónlist og veislan leysist upp i mik- inn fögnuð þar sem ungir og gamlir dansa og skemmta sér hlið við hlið. „Þetta fólk kann svo sannarlega að skemmta sér og veit hvað sönn gleði Stórbandið Taraf de Haidouks Þegar þeir spila vildum viö aö viö værum sætir sígaunar en ekki skandinavískir stiröbusar. er þó það hafi ekki mikið á milli handanna," segjum við stundum við þetta tækifæri og vildum að við værum sælir sígaunar en ekki skandinavískir stirð- busar. Tónlist Nú eru karlamir komnir á svið. Músíkin fer óð- ara að renna af þeim, áreynslulaust og náttúrulega, enda meðfædd og sjálfsögð á þeirra slóðum. Fyrsta lagið er keyrt á 230 km hraða, geysifjörugt og minn- ir á hoppandi flær. Lögin eru annaðhvort svona hoppandi flóafjörug eða hæg og dáleiðandi, þar sem karlamir fara með langa óskiljanlega bálka um líf- ið í sveitinni. Þeir em hátt í funmtán talsins en ít- rekað er skipt inn á og út af og minnsta útgáfa bandsins er fimm manna. Sá sem aldrei fær frí er þrekvaxinn kontrabassaleikarinn en nokkur hrum gamalmenni fá mesta hvíld. í pásum sitja menn við langborð við hliðina á sviðinu, horfa á fé- laga sina og svæla rettur. Hljómsveitin hefur yfir að ráða þrem harmonikuleikur- um, fjórum fiðluleikurum, flautuleikara og þrem symbal-leikurum, en symball er einhvers konar sambland hörpu, píanós og marimbu og setur mikinn svip á tónlistina. Þetta eru allt snillingar á hljóðfærin - sólóstælar sumra í síðasta lagi fyrir hlé voru nánast ofurmann- legir. Nokkrir karlanna heija stundum upp raust sína, sumir jarmandi skrækir eins og grát- kerlingar, aðrir rámir og tann- lausir. í einni ægikeyrslunni eftir hlé gerist það að stútungskarl í svörtum jakkafótum fer að góla og dansa villtan dans um eyðilegt svið Broadway, sem er varðað kvikmyndatökumönnum og risastórri bómu sem sveiflar kvikmyndavél fram- an í hijómsveitina allt kvöldið. Við eggjandi dans stuðboltans hleypur tveim konum úr Kramhúsinu kapp í kinn, þær standa upp og hrista skankana framan í karlinn. Því miður brast hér ekki á alltum- vefjandi sígaunaveisla, enda gestir plagaðir af Ikea- bælingu. Gráhvítar krosslagðar lappir í svörtum nælonsokkum undir borðum fóru þó á taktfasta fleygiferð við þennan andlega núning og um tíma lék kofmn á reiðiskjálfi. Af þessum ósköpum fóru gestir eðlilega skælbrosandi en hljómsveitin fór að leggja sig eða beint að tékka áðí hve mikið heföi selst af T-bolum. Dr. Gunni Tónlist Seiðandi - en ekki áleitið Hinn heimsfrægi Kronoskvartett lék á öðrum tón- leikum sínum á Listahátíð í Borgarleikhúsinu í fyrrakvöld, að þessu sinni dagskrá sem byggð var upp á samsafni af útsetningum á mexíkóskum söngvum og ýmsum smáverkum auk Altar de Muer- tos eftir mexíkóska tónskáldið Gabrielu Ortiz. Kronoskvartettinn er þekktur fyrir nýjungagirni hvað sviðsframkomu og listræna nálgun varðar og kom fram skemmtilega frjálslegur í klæðaburði og fasi, meðlimir liktust öllu heldur poppurum en klassíkerum, notfærðu sér ljós og ljósabreytingar í takt við tónlistina og brydduðu upp á alls kyns skemmtilegheitum. Fyrsti fiðlari greip míkrófón milli verka og kynnti með afslöppuðum hætti eins og söngvari í rokkgrúppu á pöbb seint um nótt, sagði sögur frá Mexíkó og útskýrði útsetningamar. Kvartettinn notfærði sér tónband í fyrri hlutanum og lék með og undir því, þar gat að heyra m.a. radd- ir og götuhljóð frá Mexíkóborg, götulistamann leika á bergfléttulauf og ýmis konar trumbur og bumbur. Nokkuð var þetta skemmtilegt áheymar og frum- lega útfært, bráðfyndið á köflum eins og í laginu Pínupils eftir J. G. Esquivel þar sem meðlimir bæði blístruðu og líktu eftir blístri á hljóðfæri sín. Gall- inn var þó sá að sveitin var mögnuð upp og það var svo sérkennilega gert að líktist einna helst dósa- hljóði og gerði meira að segja að verkum að á stöku staö virkaði tóninn, einkum í fiðlum, hreinlega ekki alveg tandurhreinn. Hvort hér hefur húsinu verið um að kenna og hljóðkerfi þess er ekki vitað en sýn- ir enn hversu mikill vandi það er að magna vel upp klassísk hljóðfæri. Eftir hlé lék kvartettinn verkið Altar de Muertos í fjórum þáttum eftir ungu mexíkósku tónskáldkon- una Gabrielu Ortiz en tónlist hennar hefur verið flutt víða. Þetta var stemningsfull tónlist og víða mögnuð, samin í kringum hugmyndina um dauð- ann og viðhorf mexíkana til hans. Verkið minnti á köflum nokkuð á Stravinsky hvað þráláta hrynjand- ina varðaði sem var talsvert flókin, og lék kvartett- inn þetta verk frábærlega vel, hnifjafnt og með seið- andi innlifun. Meðlimir höföu á fótum sér sérkenni- leg ásláttarhljóðfæri með mörgum kúlum á sem slógust saman er þeir stöppuðu og þannig varð til fimmta víddin í kvartettinn i þessu verki. í loka- þættinum settu þeir svo upp grimur sem jók enn á dulúðugt andrúmsloftið. En Kronoskvartettinn er ekki aðeins þekktur fyr- ir nýjungar i sviðsetningu, þeir hafa einnig unnið með og fengið fremstu samtímatónskáld heims til að skrifa fyrir sig, má þar nefna George Crumb, Philip Glass, Sofiu Gubaidulinu og fleiri og fleiri. Nokkra furðu vekur á þessari Listahátíð að kvartettinn skuli flytja tvo nokkuð svo lík prógrömm, þ.e. mest útsetningar á popp-, djass- og þjóðlögum, aðallega með íslensku-, suðuramerísku- og sígaunaívafi. Hér kann að vera um innri vísanir að ræða í annað efni á dagskrá Listahátíðar, svo sem tónleika Sigur Rós- ar, tangódansarana frá Argentínu og sígaunahljóm- sveitina Taraf De Háidouks, og engu líkara en for- ráðamenn hátíðarinnar hafi valið efnið saman. En hvað um það, vonandi kemur þessi frábæri kvartett sem fyrst hingað aftur og flytur áleitnara efni sem er, þegar öllu er á botninn hvolft, það sem þeir eru hvað mest virtir fyrir. Hrafnhildur Hagalín Bókmenntir Reglur leiksins „Maðurinn er ekki frjáls í leiknum,“ segir sögumaður í sögunni „Ferðaleikur“ í smásagnasafni Milans Kundera, Hlálegar ástir. Unga parið í sögunni er á leið í stutt frf. Fyrir hálf- gerða tilviljun snúast sam- skipti þeirra upp í hlut- verkaleik sem leiðir í ljós óvæntar hliðar á þeim sjálfum, losta og grimmd sem líklega mun setja mark sitt á líf þeirra framvegis. Og þegar leikurinn er einu sinni hafinn er ekki auðvelt að sleppa úr honum eða breyta reglunum, enda segir sögumaður líka: „Undankoma er engin úr leik.“ Sögurnar í Hlálegum ástum fjalla flestar um leiki sem fólk verður þátttakandi í, vilj- andi eða óviljandi. Samskipti fólks í þessum sögum eru aldrei hrein og bein heldur ávallt hluti af leikfléttu eða þvingaðri atburðarás sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Þannig verður léttúð listasögukennarans í fyrstu sögunni, „Enginn mun hlæja", til þess aö skapa honum óvini sem smám saman leggja líf hans í rúst. Aðrar persónur verða fómarlömb leikja sem þær hafa sjálfar búið til. Þetta á til dæmis við um flagarann Martein í sögunni „Gull- epli eilífrar löngunar" og Havel lækni sem kem- ur fyrir í tveimur sögum. Báðir hafa gert kvenna- Mllan Kundera undankoma er engin úr ieik. “ veiðar að flóknum leik með reglum og leikflétt- um. Veiðamar eru kjami lífs þeirra, enda verða þeir báðir fangar í eigin leik og geta ekki hætt. Sjálfsmynd þeirra er samofin kvennafarinu. Manni verður stundum hugsað til landa Kund- era, Franz Kafka, við lestur þessara sagna en á sögum Kundera og Kafka er einn gmndvallar- munur. í sögmn Kundera lenda menn í að- stæðum sem þeir ráða ekki við og skilja ekki alltaf en uppsprettu þessara pinlegu að- stæðna er alltaf að finna í samskiptum per- sónanna sjálfra - aldrei í óskiljanlegu eða dularfullu kerfi. Leikimir og það ófrelsi sem fylgir þeim er alltaf sjálfskaparvíti. Friðrik Rafnsson hefur lengi verið ötull þýðandi Milans Kundera á íslensku og hefur þýtt verk hans, stór og smá, á íslensku jafn- óðum og jafnvel áður en þau koma út á frum- málunum, frönsku og tékknesku. Nú virðist hilla undir að allt höfundarverk Kundera liggi fyrir á íslensku. Hlálegar ástir eru með- al eldri verka hans; komu fyrst út árið 1968. Þá eru bara tvær skáldsögur þessa merka nú- timahöfundar óþýddar, Brandarinn frá 1967 og Lífið er annars staðar frá 1973. Stíllinn á Hlálegum ástum er svipaður þeim sem ís- lenskir lesendur þekkja af öðrum verkum þeirra Kundera og Friðriks, sambland af létt- leika og húmor annars vegar og gáfutali menntamannsins hins vegar. Þýðingin á Hlá- legum ástum er þó stirðari en oft áður og stundum tekst ekki að ná því flæði og léttleika sem alla jafna einkennir texta Kundera. Jón Yngvi Jóhannsson Milan Kundera: Hlálegar ástir. Smásögur. Friðrik Rafns- son þýddi. Mál og menning 2002. 2. íslenska söguþingið Dagskrá Söguþingsins hefst í fyrramálið kl. 9 á málstofunum Rit- menning, lestur og samfélag 1830-1930 (Oddi 101 kl. 9-12.15), íslensk skjala- söfn (Oddi 206 kl. 9-10.30) og Verður sagan sögð í sýn- ingum? (Oddi 201 kl. 9-10.30). Kl. 10.45-12.15 verða málstof- umar Undir- staða sagnfræði- rannsókna: Heim- ildaútgáfur (Oddi 106), Hagrænar for- sendur trúariðkunar í íslenska bændasamfé- laginu (Oddi 206) og málstofa Sue Bennetts um breytingar í sögu- kennslu á undanfömum áratug. Kl. 13.30-15 verða málstofurnar Landshagir, menning og mannfjöldi: Hreyfanleiki í kyrrstæðu samfélagi (Oddi 206), Sögukennsla í skólum (Oddi 201), Minni og vald (Oddi 101). Og kl. 15.15-16.45 verða málstofumar Sjálfsmynd andspænis framandleika (Oddi 206), Þorskastríð og kalt stríð (Oddi 201) og Listin í nýju ljósi (Oddi 101. Sjá nánar viðtal við Sesselju G. Magnúsdóttur hér á opnunni.). Ókeypis er á málstofurnar eftir hádegi. Þingslit verða kl. 17. Opna galleríið Opna galleríið verður haldið í þriðja sinn á morgun, 1. júní, í stóru og spennandi húsnæði að Laugavegi 105 þar sem íslandsbanki var við Hlemm. Bankainnréttingamar eru enn í húsinu og verður forvitnilegt að setja þar upp myndlistarsýningu. Fyrri tilraunir með Opna galleríið hafa tekist prýðilega, að mati for- svarsmanna. Á Laugavegi 70 sýndu rúmlega 20 manns en í Þingholts- stræti í maí tvöfaldaðist fjöldinn. Reglumar era einfaldar: Myndlist- armenn mæta á staðinn kl. 13 með eitt verk eða litla seríu hver og fá klukkutíma til að setja upp. Þátttaka er ókeypis. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Enginn skráir sig fyrir fram. Hver maður kemur meö nauösynleg verkfæri, hamar og nagla, stöpla, sjónvarp og video o.s.frv. Galleríið verður opnað almenn- ingi kl. 14 og því verður lokað kl. 18 og listamenn taka niður verkin og ganga frá. Fyrirspumir og annað innlegg má senda á netfangið opna- gaUeri@hotmail.com eða hringja í Þuríði Sigurðardóttur í sima 899 3689. Sögugerð Land- námabókar Út er komið ritið Sögugerð Land- námabókar. Um ís- lenska sagnaritun á 12. og 13. öld eftir Sveinbjörn Rafns- son, prófessor í sagnfræði við Há- skóla íslands. Það er 35. bindi í ritröð- inni Ritsafn Sagn- fræðistofnunar sem Sagnfræðistofnun Háskóla ís- lands gefur út, en ritstjóri hennar er Guðmundur Hálfdanarson prófessor. í bókinni era rannsökuð fom ís- lensk sagnarit og flókin textatengsl þeirra og varpað ljósi á þróun ís- lenskrar sagnaritunar á 12. og 13. öld. Einkum er athugaö hvemig Landnámabók var breytt og við hana aukið til að þjóna nýjum viðhorfum og söguskilningi þegar leið á miðald- ir. Einnig er fjallað um nokkur önn- ur helstu sagnarit íslenskra miðalda, íslendingabók, Ólafs sögu Tryggva- sonar og íslensku kristniboðsþætt- ina sem henni fylgja, Njálu, Lax- dælu, Heimskringlu og Eyrbyggju, og fleiri fom rit koma við sögu. Bent er á hvemig reynt var í sagnaritun- inni að laga samfélagshætti og stjórnskipan hins foma íslenska þjóðveldis að kristilegum hugmynd- um á átakatímum krossferða og sjálf- stæðisstefnu kirkjunnar, en verald- legir höföingjar andæföu nýjungum kirkjunnar manna og héldu fram íhaldssömum samfélagshugmyndum fomrar Landnámabókar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.