Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 19
35 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 DV Tilvera lí f ið E F T I R V I N N U • T ónleikar ■Megas Tónlistarmaöurinn góðkunni Megas ætlar að leika nokkur lög á O’Briens, Laugavegi, í kvöld. Allir eru velkomnir á meðan pláss leyfir. ■KK í Grundarfirði Hinn þjóðþekkti tónlistar- maður KK heldur áfram för sinni um landið og í kvöld veröur hann staddur á Hótel Framnesi í Grundarfirði. ■ Tesco Value Danska hljómsveitin Tesco Value leikur í kvöld fyrir gesti skemmtistaðarins 22. Tónleik- arnir hefjast kl. 23 og standa eitthvað fram yfir miðnætti. Eftir það tekur við taumlaus gleði eins og venjulega. •Leikhús ■Með fulla vasa af grjóti í kvöld sýnir Þjóðleikhúsið verkið Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones. Leikendur eru Stefán Karl Stefánsson og Hilmir Snær Guðnason en leikritið er nýtt írskt verð- launaleikrit sem nú fer sigur- för um leikhúsheiminn. Verk- ið fjallar um tvo írska náunga sem taka að sér að leika í al- þjóðlegri stórmynd. Fjölskrúð- ugar persónur verksins eru allar leiknar af leikurunum tveimur. Sýningin hefst i kvöld kl. 20 og hægt er að nálg- ast miða í síma 551 1200 eða í afgreiðslu Þjóðleikhússins. ■ Jón Gnarr í kvöld kl. 21 sýnir Borgar- leikhúsið sýningu sem ber heitið Jón Gnarr og er sjálf- stætt framhald á hinni geysi- vinsælu sýningu Ég var einu sinni nörd sem sýnd var við miklar vinsældir leikárið 1999-2000. f sýningunni fjallar Jón m.a. um ýmsar umbreyt- ingar í lífi sínu, samskipti kynjanna, fallega fólkið, hvernig best sé að borða rækj- ur, erfiðleika sem fylgja því að vera frægur meðal dýrateg- unda og ýmislegt fleira. Með Jóni kemur fram ung stúlka sem segir sögur úr reynslu- heimi kvenna.Miðapantanir eru í síma 568 800. • Krár ■ Mannakorn á Kringlu- kránni Hin sívinsæla stórsveit Mannakorn hefur verið að gera það ansi gott að undan- förnu. Mannakornsmenn eru búnir að troðfylla Kringlu- krána að undanförnu. Sökum gríðarlegrar eftirspurnar hafa þeir ákveðið að spila enn eina helgina. Sem sagt: síðasta tækifærið til að sjá Manna- korn á Kringlukránni. ■ Geirmundur á Catalínu Geirmundur Valtýsson og hljómsveit hans munu leika fyrir dansi á skemmtistaðnum Catalínu í kvöld. ■ íslands eina von á Kaffi Rvík Hljómsveitin íslands eina von ætlar að skemmta höfuð- borgarbúum á Kaffi Reykjavík í kvöld. Krossgáta Lárétt: 1 gagnslaus, 4 fjötrar, 7 fjandi, 8 aðsjáll, 10 stafn 12 kona, 13 haldi, 14 uggur, 15 blekking, 16 þroski, 18 keppur, 21 háðglósa, 22 gapti, 23 þrábeiðni. Lóðrétt: 1 mynnis, 2 hrópa, 3 hnýsinn, 4 kær, 5 gjafmilda, 6 tæki, 9 karlmannsnafn, 11 fatla, 16 hlýðin, 17 reyki, 19 sudda, 20 land. Lausn neðst á síöunni. Umsjón: Sævar Bjamason Hvitur á leik! Borís Spasskí hefur teflt sparlega undanfarin ár - hálfpartinn sestur í helgan stein í París. Þó kemur fyrir að hann tefli og gerir þá mörg jafn- tefli. Heldur var þessi skák jafnteflis leg framan af en hún er tefld i bikar- keppni í París. Allt í einu sofnaði hvítur þó á verðinum og þá kom Spasskí með lúmskan leik! „Sko Spasskí!" eins og sagt er á Akureyri þegar menn koma á óvart í skákinni. Hrókar hvíts eru alls ekki hrókar alls fagnaðar! Hvítt: Mario Santo Roman (2417) Svart: Borís Spasskí (2551) Skoski leikurinn. París (1), 25.05. 2002 1. e4 e5 2. RÍ3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Bc5 5. Rxc6 Df6 6. Dd2 dxc6 7. Rc3 De7 8. Bd3 RfB 9. 0-0 Rg4 10. Ra4 De5 11. Df4 Bd6 12. Dxe5+ Rxe5 13. Be2 fB 14. f4 Rg6 15. Be3 b6 16. Hael 0-0 17. Rc3 Bd7 18. Bd3 Hfe8 19. Rdl He7 20. g3 Bh3 21. Hf2 RfB 22. Hd2 Rd7 23. Bc4+ Be6 24. Bxe6+ Hxe6 25. RÍ2 He7 26. Hde2 b5 27. Kg2 c5 28. b3 a5 29. Bd2 a4 30. Bc3 Hee8 31. Rd3 axb3 32. axb3 Rb6 33. e5 fxe5 34. Rxe5 Ha2 35. Hal (Stöðumyndin) 35. - Rd5!! 0-1 Lausn á krossgátu 'Q?t 02 ‘tQú 61 ‘tso ii ‘§æcj 9i ‘n;aj n ‘jnjaj 6 ‘191 9 ‘bjo s ‘ui§[oj§nq p ‘uuiiiajoj g ‘Bdæ z ‘sso \ IUQJQQT 'QnBU ‘uiaS ZZ ‘Qiaus \z ‘nnS 81 ‘TQJCl 91 ‘tBj'si ‘Uio n ‘ipæ ei ‘jia z\ ‘UB§ 01 ‘JBds 8 ‘Jm[od i ‘UQq P ‘jæi[Q \ :ijaJBq Dagfari Jafnrétti og dekk Það var siður í minni sveit að fara sómasamlega útlítandi á kjörstað og þótt ég dubbi mig ekki upp í peysuföt þá ákvað ég að fara í klippingu og litun daginn fyrir kosning- arnar í ár. Var komin að stað á elleftu stundu eins og ævin- lega þegar bíllinn fór að rása á götunni og virtist ætla að taka af mér ráðin. Það var ekki um að villast. Annað framdekkið var sprungið. Ég hugsaði til þess með hálf- gerðri skelfingu að ég yrði í dekkjaskiptingu það sem eftir Myndasögur lifði dagsins, enda hefði ég aldrei snert tjakkinn og óvíst hvernig gengi að losa rærnar sem halda felgunni. Bíllinn minn er nefnilega svo hús- bóndahollur að þegar sprung- ið hefur á honum undanfarin ár hefur það gerst þá sjaldan ég hef lánað hann eða aðstæð- ur verið þannig að aðrir hafi tekið af mér ómakiö að skipta. Nú var ég alein á ferð. í þessum hugrenningum rangaði ég farartækinu upp að gangstéttarbrún og steig út því ekki varð lengra komist. Haldið þið þá ekki að blá- ókunnur herramaður, sem var þarna á göngu og kominn fram hjá þessum óvænta án- ingarstað mínum, hafi snúið við til að bjóða fram hjálp sína? Þessu göfugmannlega boði gat ég auðvitað ekki neit- að því þótt ég sé fylgjandi jafnrétti kynjanna á sem flest- um sviðum þá forðast maður að hugsa um það á svona stundum - nýtur þess bara að vera hið veikara kyn - ekki síst þegar útlit manns á kjör- stað er i húfi. Æk ■P^. ¥ Gunnþóra ■' * Gunnarsdóttir 9^ blaðamaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.