Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 15
15 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 DV__________________________________________________________________________________________________Menning Málstofa Sesselju heitir „Listin í nýju ljósi: Tónlist, leiMist, myndlist og dans sem hluti af íslenskum menningararfl“. Hópstjóri þar er Sesselja sjáif enda á hún hugmyndina að mál- stofunni. „Þegar ég heyrði félaga mína í Reykjavíkur- akademíunni ræða um söguþingið í ársbyrjun í fyrra hleraði ég eftir því hvort eitthvað yrði á dagskrá sem ég hefði áhuga á. Svo ákvað ég að til þess að vera viss yrði ég að gera eitthvað sjáifT segir Sesselja. „Ég fékk í lið með mér Kára Bjamason sem er að rannsaka gömul ís- lensk tónlistarhandrit og Guðmund Brynjólfs- son sem rannsakar leiklist og þjóðemisstefnu, og þar sem ég skrifa sjálf um dans var málstof- an framan af bundin við sviðslistir. Síðan kom Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur í hópinn og þá bættist myndlistin við því hún hefur rann- sakað myndlistarsögu fyrri alda á íslandi. Þetta verður því málstofa af allt öðru tagi en aðrar á þinginu.“ Sterkar myndir Jóns Leifs - annaö íslenska söguþingið er í fullum gangi og lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi Guðleg skemmtan Þrátt fyrir ágæta erlenda gesti á Listahátíð trúi ég að flutningur- inn á Hrafnagaldri Óðins í Laug- ardalshöll verði sá viðburður sem lengst situr í minninu. Um- sjónarmaður menningarsíðu hef- ur verið fúll út í Höllina siðan á sinni misheppnuðu ferð á tón- leika Jose Ccureras i fyrra en nú liggur við að hún sé tekin i sátt. Skilji það þó enginn svo að það fríi yfírvöld við að reisa tónlistar- hús; tónleikar Sigur Rósar, sin- fóníettunnar og Schola cantorum hefðu verið ennþá áfengari í góðu húsi. Alföður orkar, álfar skilja, vanir vitu, vísa nornir, elur íviöja, aldir bera, þreyja þursar, þrá valkyrjur. „Söguþing eru mikils virði fyrir sagnfrœðinga og aðra áhugamenn um sögu vegna þess að þar er iðu- lega kynnt það nýjasta í frœóunum, “ segir Sesselja G. Magnúsdóttir, sagnfræðingur og dansgagnrýn- andi, sem verður með framlag á 2. íslenska sögu- þinginu í Odda á morgun. „Slík þing eru mikilvœg fyrirfrœóin af því þar geta menn viörað hugmynd- ir sínar og kenningar og fengió inngrip í þaó sem aðrir sagnfrœðingar eru aö gera. Ekki eru þau síó- ur mikilvœg fyrir einstaklinga vegna þess að þar hittast menn og skapa tengsl á milli sín. Frœðastörf eru einangrandi ef fólk vinnur ekki í háskólunum eóa í Reykjavíkurakademíunni sem er hinn nýi un- aðsreitur sjálfstœðra frœöimanna hér á landi." Annað íslenska söguþingið hófst í gær og verður fram haldið í dag. Á lokadegi þess á morgun hefst það kl. 9 í þremur málstofum. Eftir hádegi verður al- menningi boðið að hlýða á erindi í málstofum án end- urgjalds en fram að því er hægt að kaupa sig inn á einstaka liði. Kynjasaga og ritmenning Þingið er ekki eins viðamikið og hið fyrsta sem haldið var vorið 1997 en Sesselja er á því að umfang- ið sé passlegt að þessu sinni. „Mér finnst líka athygl- isvert að nú er hópum boðið að halda málstofur," seg- ir hún. „Þingið gefúr að vísu ramma en setur ekki niður þemu. Stjóm þingsins býr því ekki til málstof- ur en bæði heldur hún utan um þingið í heild og vel- ur erlenda gesti.“ - Hvaða málstofur ætlar þú að sækja fyrir utan þina eigin? „Málstofan um kynjasögu frnnst mér spennandi og líka málstofan um ritmenningu, lestur og samfélag DV-MYND GVA Sesselja G. Magnúsdóttir Hún skoðar upphaflegar hugmyndir Jóns Leifs um dans viö tónverk sitt. sem verður í fyrramálið undir stjóm Lofts Guttorms- sonar. Annars er erfltt að velja - þetta hljómar allt svo vel.“ Æsist upp af girnd ... Erindi Sesselju heitir „Ballettverkið Baldr eftir Jón Leifs: Danssögulegt samhengi þess“ og Sesselja skýrir efhisvalið með því að þegar hún hafi farið að undir- búa málstofuna hafi hún enn þá verið hátt uppi eftir að hafa séð og heyrt verkið í Laugardalshöll sumarið 2000. „Ég skrifaði um sýninguna fyrir DV og frétti á eft- ir hjá Hjálmari H. Ragnarssyni að til væri nákvæm lýsing á dansdramanu eftir Jón. Mér fannst spennandi að skoða kóreógraflskar hugmyndir Jóns og komst í ljósrit af handritum hans á íslenskri tónverkamiðstöð - frumritin era geymd í Þjóðarbókhlöðu en þeim þor- ir maður ekki að fletta af ótta við að skemma þau. Millistríðsárin voru mjög spennandi i nútímadansi í Evrópu og það er greinilegt á handritinu að Jón hefur fylgst vel með. Hugmyndir hans eru fjarri því að vera hefðbundnar. Hann gerir ráð fyrir fjölbreyttum hópi dansara, söngvara, leikara og íþróttamanna á sviðinu en tekur þó fram að hugmyndir hans séu aðeins gmnnur, þeir sem vinni úr þeim eigi að leyfa ímynd- unaraflinu að ráöa.“ í handriti Jóns að tónlistinni er samfelldur texti fyrir neðan hverja línu af nótnaskrift þar sem segir hveijir eru á sviðinu. Ekki er lýst hreyfmgum eða spomm heldur tilfmningum sem dansaramir eiga að tjá. TO dæmis segir um Loka þegar hann liggur á gægjum þar sem Nanna býr sig undir að baða sig í fossinum að hann „æsist upp af gimd“! „Þetta eru oft sterkar myndir hjá Jóni og góður grunnur fyrir danshöfunda - eins og sýningin á Menn- ingarborgarárinu bar skýrt vitni um,“ segir Sesselja. Nánar má heyra um efnið i erindi hennar á morg- un kl. 15.15 í stofu 101 í Odda og eins og áður gat er aðgangur ókeypis. Tónlist Sinfóníuhljómsveit fslands í HSskólabíói 30.5. 2002: Jean Sibelius: Fiölukonsert f d-moll, op. 47. Elnlelkarl: Guöný Guö- mundsdóttir. Dmitri Sjostakovitsj: Sinfón- fa nr. 8 í c-moll, op. 65. Hljómsveltar- stjórl: Rumon Gamba. Guðný Guömundsdóttir konsertmelstarl Tónninn var skýr og yfírbragöiö ákveöiö. kraftur sparað og það hugarfar virtist bráðsmitandi. Hljómsveitin lék ólýsanlega vel á köflum og einstakir hljóðfæraleikarar tóku frá- bærar strófur - má t.d. nefha Martial Nardeau sem lék á piccolo-flautu. Ógemingur er í raun að nefna alla þá sem gerðu vel 1 einleiksstrófum og kannski óviðeigandi. Það hvíldi ekki minna á hljóðfæraleik- urum í t.d. samleik trompeta, horna og hjá fiðlum. Hver einasta ein- ing inn- an hljóm- sveit- arinn- ar skiláöi . og inn- blásnum hljóðfæraleik, þar sem einbeitingin og krafturinn gat orðið nánast yfirþyrmandi. Þetta skynjuðu gestir því þrátt fyrir það úthald sem þurfti til að fara þessa miklu andlega ferð með hljómsveitinni í gegnum stór- virki Sjostakovitsj vom fagnaðar- læti mikil og innileg í lokin. Sigfríður Bjömsdóttir Oft hefur verið talað um risa-béin þrjú í tón- listinni: Bach, Beethoven og Brahms. Margir hafa svo viljað bæta Berg við þennan lista. En það voru essin sem réðu lögum og lofum á tón- leikum Sinfóniuhljómsveitar íslands í gær- kvöld. Ekki Sch’ubert, Schumann og heldur ekki Strauss. Ekki Saint-Saens, Schnittke né heldur Stravinsky. Þeir sem áttu verkin tvö á efnis- skránni voru óumdeildir snillingar eins og nær allir fyrmefhdir - þeir Sibelius og Sjostakovitsj. Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari Sin- fóníuhljómsveitar íslands, lék einleik í einu þekktasta verki sinnar tegvmdar, fiðlukonsertin- um eftir Sibelius. Verkið var endurskoðað af höfundi eftir fyrsta flutning og þá ekki síst með tilliti til þess hve fiðluhlutverkið hafði upphaf- lega reynst erfitt. í dag er hægt að fá verðlaun- aðar upptökur þar sem heyra má bæði þá útgáfu sem talin var óspilandi og svo þá sem tónskáld- ið lét frá sér eftir yfirferð. Hann virðist þó hafa skilið töluvert eftir fyrir fiðluleikarann að glíma við. Guðný lék konsertinn að mörgu leyti vel. Tónninn var skýr og yfirbragðið ákveðið. Hryn- rænt sat fyrsti kaflinn oft ekki nógu vel og upp- hafsstef þriðja kafla var órólegt í takti líka. Sam- spil við hljómsveitina gegnum stjómandann var líka of viðkvæmt. Nánast eins og stjómandinn, Rumon Gamba, væri að taka ímyndað tillit til einleikarans á kostnað kraftsins sem hljómsveit- in gat gefíð verkinu. Þó tóku báðir aðilar góða spretti. Dæmi um það var þegar Guð- ný leiddi fagurlega inn í samleikinn í lok cadensunnar miklu í fyrsta kafla og hljóm- sveitin sýndi sínar bestu hliðar þegar ástríðan draup af hljómunum í síðari hluta annars kafla. Þeir dropar reyndust þó bara upphitun fyrir hreint frábæran flutning á áttundu sinfóníu Sjostakovitsj. Verkið er meitluð snilld og á það ekki síst við um fyrsta kaflann. Gamba tókst að magna upp seið, svo kröftugan og svo magnþrung- inn að sjaldan eða aldrei hefur loftið í sal Háskólabíós verið eins rafmagnað. Gildir þá einu hvort rætt er um nánast glannaleg en alltaf úthugsuð augnablikin þegar svo örveikt var leikið að tónninn var við það að hverfa, eða þeg ar hljómsveitin þrumaði af öllum sfnum mætti hinum grófu stríðsmyndum skáldsins yfir hlustendur. Gamba náði greinilega framúrskarandi sam- bandi við hljómsveitina og nýtti það til fulln- ustu. Það fór ekki fram hjá neinum sem á hlýddi að Gamba lagði allt i söl- umar við mót- un verksins. Þama var hvergi til Þetta var ekkert minna en upp- lifun. Tónlistin einkennilega tælandi og söngur Steindórs And- ersens kallaðist á við eitthvað djúpt djúpt ofan í sál manns. Þetta var ekki óperusöngur eða ljóðasöngur, þaðan af síður vísnasöngur eða popp. Þetta var held ég hinn upprunalegi söngur: sjálfur frumsöngurinn, sunginn af frummanninum. Bæði er rödd hans sérkennilega fogur og svo nýtir hann sér það besta úr kvæðamannsgaldri sínum til að búa til söngstíl sem er alveg nýr og merkilega nýstárlegur. Það er til marks um dularfull tengsl Steindórs við foman tíma að maður skildi hinn óskiljanlega texta kvæðisins þegar hann bar hann fram! Rétt eins og hann hefði ort hann sjálfur. Aldrei hef ég fyllst eins mikilli löngun til að faðma mér alókunnugan mann og Steindór Andersen eftir þessa tónleika. Með ráðum gert Gagnrýnendur hafa kvartað undan því að á tímabili hafi tón- listin orðið endurtekningasöm og ert geispann. Ég er sammála þessu en kvarta þó ekki því ég er viss um að þetta var með ráðum gert. Sefandi endurtekningin slævði og svæfði mann uns sálin fló í aðra heima, maður var alveg rór, eins og bam í skjóli móður, grandalaus... Uns jötnar fóru á kreik undir lokin og höllin lék á reiðiskjálfi undan þungu fótataki þeirra. Það fór þytur um salinn þegar allir réttu úr bökunum í einu og spenningsblandin skelf- ing greip um sig. Áhrifin líktust einna helst áköfum svima - og þó flæddi adrenalínið um kroppinn. Jörmungrundar íjódyr nyrðra und rót ystu aðalþollar gengu til rekkju gýgjur og þursar náir, dvergar og dökkálfar. Vonandi verður Hrafnagaldur- inn gefinn út á hljómdiski, en áhriftn úr heimilisgrammófónin- um verða aldrei neitt svipuð upp- lifuninni í Höllinni - einfaldlega vegna þess að maður getur aldrei stillt græjumar sínar nógu hátt til að finna jörðina nötra þegar jötnar skunda um sali...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.