Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Blaðsíða 7
7 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002___________________________________________________________________ 13 V Fréttir Mývetningum færður glænýr fjarfundabúnaður sem stolið var daginn eftir: Þetta er hryllingur - segir skólastjórinn í Reykjahlíð - aðkomumenn grunaðir Þjófnaöur / Mývatnssveit er reiði vegna þjófnaðar sem átti sér stað á dögunum. Glænýjum fjarfundabúnaði auk annarra verðmæta var stolið úr Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit um kosningahelgina. Grur.ur leikur á að innbrotið hafi átt sér stað á svipuðum tíma og fyrstu kosninga- tölur litu dagsins ljós, eða aðeins rúmum sólarhring eftir að Fræðslu- miðstöð Þingeyinga færði Mývetn- ingum búnaðinn til varðveislu og ráðstöfunar. Málið hefur vakið reiði og undrun, enda fátítt að innbrot eigi sér stað í Mývatnssveit. Málið er óupplýst en grunur leikur á að aðkomumenn hafi verið að verki. Að sögn talsmanns lögreglunnar á Húsavík varð fyrst kunnugt um atburðinn mánudagsmorguninn fyr- Vill Jóhann Óli Hilmarsson, formað- ur Fuglaverndarfélags íslands, segir æskilegt að halda áfram reglulegu eftirliti með fálkanum á varptímanum. Eins og DV greindi frá í gær hefur ekkert eftirlit ver- ið með helstu varpstöðvum fálkans i rúmt ár og eru rök Nátt- úruvemdar ríkisins m.a. þau að ásókn hafi minnkað í þennan eft- Kristín Bjamadóttir varð á dög- unum fyrsta íslenska konan sem lýkur sveinsprófi í múraraiðn hér á landi. Ein önnur íslensk kona hefur þessi réttindi en það er Elísabet Fin- sen sem lauk prófi í Danmörku árið 1942. En hvað var það sem fékk Kristínu til aö skella sér í múrar- ann? „Ég var í rekstramámi í Tækni- skólanum og er með gráðu í vöru- stjómun þaðan og langaði einfaid- lega að ná mér í smásérþekkingu. Það er svo oft að rekstrarmenntað fólk hefur ekki hundsvit á bygging- artækni og þar sem byggingariðnað- ur er sá iönaður sem veltur hvað mestu, eins og hér á landi, verður að vera hægt að treysta fólkinu sem vinnur fyrir mann,“ segir Kristín og bætir við að með þessu hafi hún náð sér í mun breiðari þekkingu á starf- inu. Kristín rekur ásamt manni sínum ir rúmri viku. „Við höfum engan sérstakan grunaðan en hins vegar má segja að upplýsingar hafi borist til lögreglu um hverjir hafi hugsan- irsótta prins íslenskra fugla. Fuglafræðingur frá Náttúrufræði- stofnun ferðast hins vegar til- fallandi um landið og kannar fálkaslóðir. Jóhann Óli telur brýnt aö hafa öflugt eftirlit meö fálkaslóðunum þótt óprúttnir aðilar sýni nú minni áhuga en t.d. á níunda ára- tugnum að ræna fálkaeggjum. lítið fyrirtæki sem kallast Veggham- ar og sér það aðallega um flísalagn- ir, sem og alls kyns óhefðbundin verk, eins og t.d. múrun innrétt- inga. Elísabet Finsen er byggingarfræð- ingur og lauk námi í múraraiðn í Danmörku árið 1942. Á þeim tíma varð fólk að hafa lokið prófi í iðn- grein til að komast í tækniskóla. En hvernig lágu leiðir þeirra saman? Kristín segir að sonur Elísabetar sé jámsmiður og hann hafi verið við vinnu ásamt múrurum sem hún kannast við. „Oft skapast mikUl ríg- ur milli stétta i byggingarbransan- um þar sem starfsmenn gagnrýna hver annan, og þaö varð raunin í þetta skipti. Það rifrildi endaði með því að hann sagði við múrarana að mamma sín gæti gert betur,“ segir Kristin og hlær. „Út frá þessu frétt- um við hvor af annarri og ákváðum að hittast." -Vignir lega verið að verki,“ segir Sigurður Brynjúlfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík. Hólmfríður Guðmundsdóttir, Stofn fálkans sé afar lítill eða að- eins um 300 pör. „Þetta eru við- kvæmir fuglar eins og emimir. Það má ekki mikið út af bregða,“ segir Jóhann Óli. Hins vegar telur formaður Fuglavemdarfélags íslands að koma verði upp aðstöðu til að sýna ferðamönnum fálkann, jafn- vel fálkahreiður. Ásókn gæti orðið skólastjóri í Grunnskólanum í Reykjahlíð, segist telja að tjón geti numið allt að einni milljón króna. Auk fjarfundabúnaðarins hafi myndbandstæki og hljómflutnings- tæki horfið en hins vegar sé bót í máli að engar skemmdir hafi verið unnið á skólanum. „Þetta er alveg hryllingur," segir Hólmfríður. Fræðslumiðstöð Þingeyinga hefur undanfarið afhent helstu þéttbýlis- stöðum sýslunnar fjarfundabúnaö og var Reykjahlíð síðasti kjaminn í því ferli. „Með þessu hefðu opnast dyr fyr- ir Mývetninga til að geta tekið þátt í alls konar fyrirlestmm og fræðslu. Ég veit að margir hugðust nýta þennan búnað," segir skólastjórinn. -BÞ mikil í slík tækifæri en öflugt eft- irlit þurfi tO að þetta gæti gengið. „Það er hins vegar aldrei neinn peningur settur í svona hugmynd- ir. Það er bara hugsað um að ná peningunum af túristunum en ekkert hugsað um að láta þá hafa eitthvað í staðinn," segir Jóhann Óli. -BÞ Kaflaskiptur maí Mánuðurinn sem nú er að liða hefur verið óvenju hlýr í Reykjavík miðað við undanfarin ár en jafhframt mjög kaflaskiptur. Úrkoma var yfir meðal- lagi fýrstu 20 daga mánaðarins en það var ekki fyrr en um og eftir kosningar sem tók að hlýna og þá allverulega. Meðalhiti maímánaðar var 7,18 gráð- ur, eða 0,6 gráðum meiri en í fyrra, þeg- ar hann var 6,58 gráður að meðaltali. Meðalhiti síðustu viku var 10,3 gráður sem er 1,5 gráðum hlýrra er í sömu viku í fyrra. Það þarf að fara allt aftur til ársins 1992 til að finna jafnmikinn hita og í síðustu viku. Veðurstofan segir sólina sem sleikir landsmenn nú ekki geta sagt neitt til um hvemig sumarið verður. Til að mynda var maí hlýjastur í sögunni árin 1954 og 1955 en sumarið var heldur slæmt bæði árin ef horft er til hitastigs. -vig Kópavogur: Tívolíbombur fældu hross íbúar við Fjallalind í Kópavogi tóku sig saman á laugardaginn og héldu eins konar götuhátið með grillveislu og til- heyrandi. Það væri ekki í frásögur fær- andi nema fýrir það að um hálfellefu- leytið um kvöldið ákváðu einhveijir þeirra sem þar vom að gleðjast enn frekar með því að sprengja tívolíbomb- ur og annan skyldan vaming, sem venjulega er nú ekki gert nema á gamlárskvöld eða á þrettándanum. Gríðarlegur hávaði varð af þessu, sem ekki hentaði reiðhrossi í Salahverfi þar ofan við. Hesturinn fældist og knapinn, fertugur maður, datt af baki og axlar- brotnaði. Við skýrslutöku vísuðu íbúar hver á annan, en á staðnum fundust umbúðir utan af hávaðavaldinum. Ólöglegt er að sprengja utan gamlárs- kvölds nema með sérstöku leyfi sem íbúar Fjallalindar hirtu ekki um að verða sér úti um. Ekki var heldur sótt um leyfi til þess að setja hraðahindran- ir í götuna. Málið kemur nú til kasta rannsóknarlögreglunnar. Fyrr um kvöldið datt fimmtugur mað- ur af hestbaki á reiðvegi, Vatnsendavegi, og slasaðist hann nokkuð á höfði og blæddi inn á heila. Líðan hans var í gær betri en á horfðist í fyrstu. -GG Ölfus og Hveragerði: Auglýst ertir bæjarstjórum Samfylkingin og óháðir og Sjálfstæðis- flokkurinn hafa samið um myndun meiri- hluta í bæjarstjóm Ölfúss. Bæði framboð- in, Samfylkingin og óháðir annars vegar og Sjálfstæðisilokkurinn hins vegar, töp- uðu fulltrúa í bæjarstjóm í kosningun- um. Sjálfstæðisflokkurinn hafði áður hreinan meirihluta en hann fékk þijá menn kjöma í síðustu kosningum. Staða bæjarstjóra verður auglýst. Oddviti bæj- arstjómar verður Hjörleifur Brynjólfsson úr Sjálfstæðisflokknum. Þá hafa Framsóknarflokkurinn og Sam- fylkingin i Hveragerði myndað meirihluta í bæjarstjóm eftir kosningamar um síð- ustu helgi. Framsókn fekk tvo menn og Samfylkingin tvo en meirihluti sjálfstæðis- manna féll. Það er þvi ljóst að staða bæjar- stjórans, Hálfdánar Kristjánssonar, sem var bæjarstjóraefni sjálfstæðismanna, verður auglýst laus til umsóknar. -NH Kvenkyns múrari: „Ekki bara fyrir karl- menn" Hér sést Krlstín Bjarnadóttlr vlð vinnu sína. Elísabet Flnsen sér til þess að allt fari vel fram enda kunna þær báðar vel tll verka. Fuglaverndarfélag íslands: áfram fálkaeftirlit - aðeins 300 fálkapör á landinu CPOWERMATE MT { Tölvur ) Verð: 99.900,- m/vsk. Lágmúla 8 - Sími 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.