Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 29 Sport Dóra á réttum stað - skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3-1 sigri Vals á ÍBV 1.DE1LD KVENNA A-riöill Þróttur R.-ÍR..............12-0 Anna Björg Bjömsdóttir 4, Heiða Sól- ey Haraldsdóttir 3, Ólöf Dröfh Matt- híasdóttir 2, Hrafnhildur Kristins- dóttir, Jóna Soffia Baldursdóttir, Tínna Sigurðardóttir. RKV-HK/Víklngur.............4-3 Ágústa Jóna Heiðdal 2, Bima Eiríks- dóttir, Lilja íris Gunnarsdóttir - Hansina Gunnarsdóttir, Lára Hafliða- dóttir, Salóme Ingólfsdóttir. Bikarkeppni Coca-Cola ÍA(u-23)-HK.................1-0 Hermann Geir Þórsson. FH (u-23)-Breiðablik (u-23) . . 3-1 Benedikt Egill Ámason 3 - Rannver Sigurjónsson. Fjölnir-Njarðvík ...........1-5 Pétur Björn Jónsson - Eyþór Guðnason 2, Sigurður Karlsson 2, Snorri Már Jónsson. Reynir S.-Afturelding ......1-2 Eysteinn Guðvarðsson - Þorvaldur Már Guðmundsson 2. ÍBV sótti Val heim í gærkvöld i 1. deild kvenna og var hart barist um stigin þrjú enda þurftu bæði lið á þeim að halda til að eiga einhvem möguleika á að vera í alvöru toppbar- áttu. Heimastúlkur reyndust sterkari og unnu sanngjaman 3-1 sigur og var það hin unga og efnilega Dóra María Lárasdóttir sem gerði út um leikinn með tveimur mörkum í seinni hálf- leik eftir að staðan hafði verið jöfn 1-1 í hálfleik. Valur byrjaði leikinn með stórsókn en uppskar ekki mark. Fyrsta mark leiksins kom á 10. mínútu og var það fyrrum leikmaður Vals, Rakel Loga- dóttir, sem það gerði. Hún lét vaða á markið af 25-30 m færi og boltinn hcifnaði í markinu rétt undir þver- slánni og átti Þóra Reyn Rögnvalds- dóttir, markvörður Vals, litla mögu- leika á að verja skotið. En Adam var ekki lengi í Paradís því aðeins þrem- ur mínútum seinna jafnaði Ema Er- lendsdóttir fyrir Val með marki af stuttu færi. Dóra María kom boltan- um á Ernu sem beið við fjarstöng og átti Ema ekki i vandræðum með að skora jöfnunarmarkið. Valur var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og vantaði nokkram sinnum aðeins herslumuninn að liðið næði að komast yfir fyrir hlé. Besta færið fékk Soffia Ámundadóttir sjö mínút- um fyrir hlé en hún skaut fram hjá í finu færi. Eftir 11. minútna leik í seinni hálf- leik átti Dóra Stefánsdóttir frábæra sendingu fram á nöfhu sína Láras- dóttur sem afgreiddi boltann vel i markið með því að vippa yfir mark- vörð gestanna. Þessar tvær hafa margoft gert þetta í gegnum tíðina og upp alla yngri flokkana og gaman að sjá að þær eru byrjaðar að vinna eins vel saman í meistaraflokki. Elísabet Gunnarsdóttir er vön að fagna þegar þessar tvær skora svona mörk en í þetta skiptið var hún ekki eins ánægð. ÍBV sótti í sig veðrið eftir markið og var líklegt til að jafna um tíma en eitthvað vantaði upp á. Dóra María gerði síðan út um leikinn á 77. mín- útu með sínu öðru marki og þriðja marki Vals eftir að vörn ÍBV mistókst að hreinsa boltann frá eftir horn- spymu. Boltinn barst til Dóru Maríu sem þakkaði fyrir sig með góðu marki. Það er ljóst að Dóra María kann betur við sig í framlínunni en á kant- inum þar sem hún var í fyrsta leik liðsins gegn FH. Málfríður Sigurðar- dóttir byijar sumarið vel og virðist vera laus við meiðsli sem háðu henni síðasta sumar. Þá léku íris Andrés- dóttir og Rósa Júlía Steinþórsdóttir einnig vel i vörninni. ÍBV-liðið er ekki komið í gang enn þá en hefur alla burði til að gera bet- ur en liðið hefur sýnt í sumar til þessa. Liðið lék ágætlega á köflum en Valsliðið var einfaldlega betra að þessu sinni. -Ben - hefur gert 20 mörk og haldið marki sínu hreinu í fyrstu þremur leikjunum KR-stúlkur sýndu fá veikleika- merki á sínu sterka og skemmtilega liði þegar þær unnu sannfærandi 0-3 sigur á Breiðabliki í Símadeild kvenna í Kópavogi i gær. Mörkin þrjú komu öll fyrir hlé þegar ein- stefna var að marki Blika en Kópa- vogstúlkur komu aðeins meira inn í leikinn eftir hlé, þökk sé góðri inn- komu Erlu Amardóttur, 19 ára stelpu sem er nýkomin til liðsins frá Svíþjóð. KR-stúlkur áttu samt sem áður góð færi í seinni hálfleik þegar boltinn skall þrisvar sinnum í tré- verki Breiðabliksmarksins KR-liðið er í sérflokki í kvenna- fótboltanum hér á landi, boltinn gengur vel á milli allra leikmanna liðsins og þrátt fyrir vel skipulagðar og mannmargar vamarlínu Blika áttu þær fá svör við stórsókn KR- liðsins með þær Ásthildi Helgadótt- ur og Olgu Færseth sem lykilmenn og aðalarkitekta. Aðrar studdu einnig vel við bakið á fyrmefndum tveimur, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hreinsaði nán- ast allt upp sem kom nærri teignum og Edda Garðarsdóttir átti miðjuna. Margrét Ólafsdóttir reyndi sitt í liði Blika og var oft mjög nálægt því að spila sig í gegn en fékk litla hjálp og það var ekki fyrr en eftir hlé er henni bættist liðsauki í Erlu Amar- dóttur að hún fór að fá einhver færi. En það er ekki nóg því að baki hinnar sterku miðju og vamar var Þóra Björg Helgadóttir enn ósigruð og varði öll skot hennar vel. Þóra fékk loksins að reyna við skot en það fyrsta kom eftir 217 mínútna leik. „Verður nokkuð skorað á þig í sumar?" var fyrsta spumingin sem undirrituðum datt í hug að spyrja þennan snjalla markvörð í leikslok. „Ég vona ekki. Ætli það sé ekki orðin stefnan hjá mér að halda hreinu í sumar en annars var ég ánægð með að fá loksins eitthvað að gera enda var þetta orðið hálfdapurt hjá mér í markinu í síðustu tveim- ur leikjum. Það er alltaf erfitt að koma á gamlan heimavöll í Kópa- vogi og við höfum spilað betur en 3-0 er stórsigur," sagði Þóra og líkt og margar landsliðsstelpur í liðinu hafði hún hugann við landsleikinn á laugardaginn og fór varlega í seinni hálfleik. „Þetta er stærsti leikur sem við allar höfum spilað á ferlinum og viö hugsuðum ósjálfrátt um að passa okkur og taka ekki óþarfa áhættu þegar við vorum komnar með góð tök á leiknum." Breiðabliksliðið var bitlaust fram á viö fyrir hlé og mannmörg vörn skilaði einnig litlum árangri því KR-liðið gerði þá þrjú mörk. Ólafur Þór Guðbjömsson þjálfari geröi góð- ar breytingar í hálfleik og innkoma þeirra Erlu Amardóttur og Ingu Láru Jónsdóttur hjálpaði liðinu sitt á hvorum enda vallarsins. „Við breyttum skipulaginu í hálf- leik og fengum færi eins og þær eft- ir hlé og þá var þetta mikið jafn- ara,“ sagði Ólafur Þór Guðbjöms- son, þjálfari Blika. Fullt hús, 20 mörk og hreint mark er draumabyrjun hvers liðs og hvers þjálfara. Vanda Sigurgeirs- dóttir, þjálfari KR-liðsins, var líka ánægð i leikslok. „Ég er mjög ánægð með leikinn, þær spiluðu á köflum mjög vel, gerðu fin mörk og viö áttum að skora miklu fleiri mörk. Ég var líka ánægð með baráttuna því þær börð- ust eins og ljón og pressuðu á Blikana. Þóra vill örugglega ekki fá á sig mark en ég trú ekki öðru en við fáum á okkur mark en við stefn- um á aö halda áfram hreinu en það getur allt gerst ef við mætum ekki tilbúnar í leikina," sagði Vanda í leikslok. Eins og staðan er í dag kemur ekkert nema þær sjálfar í veg fyrir að KR vinni ömggan sigur á mótinu því þær em í sérflokki. -ÓÓJ Valur-ÍBV 3-1 0-1 Rakel Logadóttir ........10. skot utan teigs.....30 metra færi 1- 1 Ema Erlendsdóttir.......13. skot úr markteig . Dóra María Lárusd. 2- 1 Dóra Maria Lámsdóttir . . 56. skot úr teig .... Dóra Stefánsdóttir 3- 1 Dóra Maria Lámsdóttir .. 77. skot úr teig ......náði boltanum Skot (á mark): ! 18 (6) - 18 (8) j Horn: 5-5 í Áukaspyrnur: í 7-n ; j Rangstöóur: I 5 -2 Vartn skot: | Þóra Reyn 7 - j • Petra Fanney 2. I I______________I Best á vellinum: Dóra María Lárusdóttir, Val @@ Dóra María Lárusdóttir, Val. © Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir, íris Andrésdóttir, Rut Bjamadóttir, Mál- fríður Sigurðardóttir, Dóra Stefáns- dóttir, Rósa Júlía Steinþórsdóttir, Val, Margrét Lára Viðarsdóttir, Michelle Barr, Elena Einisdóttir, Laufey Ólafsdóttir, ÍBV. 0 V SÍMA DEILDIN Staðan: KR 3 3 0 0 20-0 9 Valur 3 2 1 0 7-3 7 Breiðablik 3 2 0 1 6-5 6 Stjaman 3 1 2 0 4-1 5 Grindavík 3 1 0 2 2-7 3 Þór/KA/KS 3 1 0 2 4-10 3 FH 3 0 1 2 1-14 1 ÍBV 3 0 0 3 3-7 0 Markahæstar: Olga Færseth, KR.............. Ásthildur Heigadóttir, KR..... Eyrún Oddsdóttir, Breiðabliki . . Lilja Kjalarsdóttir, Stjörnunni .. Dóra María Lárusdóttir, Val ... Ema Erlendsdóttir, Val........ Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, KR Hólmfríður Magnúsdóttir, KR . . Karen Penglase, Grindavik .... Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki Sólveig Þórarinsdóttir, KR .... Næstu leikir: 4. umferð ÍBV-FH..............mið. 12. júní * Þór/KA/KS-Valur .... fim. 13. júní KR-Stjarnan................fim. 13. júni Breiðablik-Grindavík . . íos. 14. júní .8 . 3 .3 .3 .2 . 2 . 2 . 2 .2 . 2 . 2 5. umferð FH-Þór/KA/KS .......sun. 16. júní Stjaman-ÍBV..........mið. 19. júní Valur-Breiöablik.....mið. 19. júni Grindavík-KR.........tös. 21. júní Breiðablik-KR 0-3 0-1 Olga Færseth................22. skot úr teig ... Hrefna Jóhannesdóttir 0-2 Ásthildur Helgadóttlr.......22. skot úr teig..........Olga Færseth 0-3 Olga Færseth................22. vítaspyrna .... Ásthildur Helgadóttir Skot (á mark): 6 (5) - 21 (14) Horn: 1-21 Aukaspyrnur: 10-8 Rangstöóur: 2 -2 Varin skot: Elsa Hlín 7 - Þóra 5. d Best á vellinum: Olga Færseth, KR Margrét Ólafsdóttir, Erla Amar- dóttir, Breiðabliki, Olga Færseth, Ást- hildur Helgadóttir, Edda Garðarsdótt- ir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, KR. @ Björg Ásta Þórðardóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Elín Anna Steinarsdóttir, Inga Lára Jónsdóttir, Breiðabliki, Þóra Björg Helgadóttir, El- ín Jóna Þorsteinsdóttir, Ásdís Þorgils- dóttir KR. í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.