Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002_________________________________________________________________________________________________ DV____________________________Útlönd CIA vissi af tveimur flugræningjanna löngu fyrir árásirnar 11. september: Liðsmenn al-Qaeda töl- uðu um árásir á dulmáli REUTERSMYND Viö lok hreinsunarstarfsins Síðasti stálbitinn úr World Trade Center sem uppi stóð eftir árásirnar í fyrra var fluttur á brott fyrir helgi, sveipaður bandaríska fánanum. Þar með var lok- ið hreinsunarstarfinu eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september síðastliðinn. REUTERSMYND Dansaö fyrir drottninguna Maður klæddur að hætti lífvarðasveitar Englandsdrottningar dansar við nágrannakonu sína í götuveislu í austurhluta Lundúna í gær. Veislan var haldin til að minnast 50 ára krýningarafmælis Elísabetar drottningar. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist Afgönum Starfsmenn bandarlsku leyni- þjónustimnar heyrðu samskipti liðsmanna hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda þar sem þeir ræddu um stórfellda árás áður en til árásanna á New York og Washington kom þann 11. september síðastliðinn. Að sögn bandaríska dagblaðsins USA Today í morgun kom þó hvergi fram, hvorki í þeim samræðum né í skýrslum leyniþjónustumanna, hvar og hvenær árás yrði gerð. Blaðið haíði eftir ónafngreindum embættismönnum að upplýsingar þessar sé að finna meðal þeirra 350 þúsund blaðsíðna sem leyniþjónust- an CLA afhenti þinginu vegna rann- sóknar þess á því hvort viðvaranir um árásimar hafi farið fram hjá mönnum. Meðal visbendinganna eru sam- ræður al-Qaeda-manna á dulmáli frá 10. september um stórárás þar sem meðal annars á að hafa komið fram að næsti dagur yrði merkur. Yfirheyrslur í Bandaríkjaþingi m Jean-Marie Le Pen Franski stjórnmálaleiðtoginn neitar að hafa tekið þátt í pyntingum í frelsisstríði Alsírbúa gegn Frökkum. Le Pen sakaður um pyntingar Franska dagblaðið Le Monde birti í gær staðhæfingar um að hægriöfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, hefði pyntað alsírska fanga í al- sirska frelsisstríðinu gegn franska hemum. Le Pen vísaði ásökununum á bug og sagðist aldrei hafa verið þar sem pyntingarnar eru sagðar hafa farið fram. Ásakanimar í Le Monde komu fram aðeins sex dögum fyrir fyrri umferð þingkosninganna þar sem flokkur Le Pens býður fram. Le Pen kom löndum sinum í opna skjöldu þegar hann komst í síðari umferð forsetakosninganna í síðasta mán- uði og keppti við Chirac forseta. Le Pen gegndi herþjónustu í Alsir á 6. áratugnum og hann er sakaður um að hafa tekið þátt í pyntingum á liðsmönnum alsírsku þjóðfrelsis- fylkingarinnar. Samráð haft við Grænlendingana Svend Aage Jensby, landvama- ráðherra Danmerkur, vísar á bug að hann hafi fyrir fram gefið samþykki sitt fyrir því að herstöðin í Thule á Grænlandi verði hluti af eldflauga- vamakerfi Bandarikjamanna. Á fundi í danska þinginu í gær sagði Jensby að fyrst þyrfti að ber- ast erindi þar um frá Bandaríkja- mönnum og síðan yrði að heyra í Grænlendingum sjálfum. Anders Fogh Rasmussen forsætis- ráðherra lofaði við sama tækifæri að Grænlendingar yrðu hafðir með í ráðum þegar fjallað verður um ut- anrikis- og vamarmál sem snerta Grænland. Landvamaráðherrann sagði það misskilning ef Grænlendingar teldu að um stefnubreytingu væri að ræða hjá stjóm Venstre og íhalds- flokksins. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja loforð alþjóðasamfélagsins um hundruð milljóna dollara styrki til uppbyggingar í Afganistan hafa brugðist og segir Nigel Fisher, sendi- fúlltrúi SÞ í Afganistan, að stjómvöld i landinu hafi aðeins fengið greiddar um 45 milljónir dollara frá sérstökum uppbyggingarsjóði Alþjóðabankans, af þeim 400 milljónum sem áætlað var aö þyrfti til að reka ríkissjóð. Afgönum hafði verið lofað 4,5 millj- arða dollara styrk tii uppbyggingar- starfsins í landinu frá alþjóðasamfé- laginu á ráðstefnunni sem haldin var í Tokyo í Japan í janúar sl., eftir að talibanastjómin hafði verið hrakin frá völdum í landinu og höföu Sam- einuðu þjóðfrnar farið ffarn á að 1,8 milljarðar bærust til verkefnisins á tímabilinu október 2001 til desember 2002. Þörfin fyrir hjálp er mikil. „Enn höfum við aðeins fengið greiddar 870 milljónir dollara og þar af 526 milljónir strax eftir ráðstefnuna í Tokyo. Það vantar því mikið á að staðið sé við gefin loforð og það veld- vegna atburða þessara hefjast í dag. Sjónir manna hafa síðustu daga beinst að CIA eftir að tímaritið Newsweek upplýsti á sunnudag að CIA hefði vitað af því löngu áður að tveir flugræningjanna sem tóku þátt í árásunum í september væru komnir til Bandaríkjanna. Að sögn Newsweek vissu starfsmenn CIA um tengsl tvímenninganna, Khalids Almidhars og Nawafs Alhazmis, við al-Qaeda, samtök Osama bin Ladens. Tímaritið sagði að CIA hefði ekki greint alríkislögreglunni FBI frá vitneskju sinni. CIA sagði aftur á móti í gær að FBI hefði verið látin vita af Almidh- ar í janúar árið 2000. Ekki er vitað hvað gert var við upplýsingarnar um Alhazmi. Mennimir tveir voru í flugvélinni sem var flogið á Pentagon, höfuð- stöðvar landvamaráðuneytisins. Talsmaður FBI vildi ekkert tjá sig um málið þegar fréttamaður Reuters leitaði eftir því í gær. ur miklum vonbrigðum og efasemd- um að nægilegt fjármagn muni nokkum tíma berast,“ sagði Fisher. Aðspurður hvort SÞ hafi vanmetið fjárþörfina sagði hann að svo væri ekki. „Þetta er fyrst og fremst spum- ing um að standa við gefin loforð. Það sem farið var fram á mun samt aldrei duga til að bæta allt það tjón sem stanslaus 23ja ára stríð hafa valdið þjóðinni," sagði Fisher og bætti við aö alþjóðlegar hjálparstofnanir, sem þeg- ar hefðu hjálpað um 250 þúsund flótta- mönnum aftur heim til Afganistans, hefðu stöðvað alla fólksflutninga um helgina vegna fjárskorts. Matvælaað- stoð SÞ hefur séð um að fæða og klæða níu milljónir Afgana. „Hjá þeim em birgðir á þrotum þannig að ástandið á eftir að versna á næstu dögum ef ekkert verður að gert,“ sagði Fisher. Eduardo Duhalde Eduardo Duhalde, forseti Argentínu, fékk kaldar kveðjur frá starfsbróður sínum í Úrúgvæ. Kallaði nágranna sína ræningjalýö Jorge Batlle, forseti Úrúgvæ, hefur valdið miklu pólitísku uppnámi í sam- skiptum Úrúgvæ og nágrannanna í Argentínu, með þvi að lýsa þeim sem versta ræningjalýð. Þetta kom fram í nýlegu viðtali sem útvarpað var víða um Argentínu, en þar sagði Batlle einnig að starfsbróðir hans í Argent- ínu, Eduardo Duhalde forseti, hefði engin pólitísk völd og enga hugmynd um það hvemig hann ætti að stjórna landinu. Duhalde var að vonum óhress með þessi ummæli Batlles og hafa þeir nú ákveðið að hittast á fundi í dag til að ræða málið, eftir að hafa rætt saman í síma í gær. Að sögn talsmanna stjómvalda í Argentínu mun Batlles hafa beðist afsökunar á ummælum sínum sem hafi fallið í hita leiksins, en Úrúgvæar hafa mátt þola miklar þrengingar vegna efna- hagsástandisns í Argentínu. Skotárás á skólabíl í Taílandi Að sögn yfirvalda í Taílandi lét- ust tvö böm og að minnsta kosti fimmtán særðust þegar þrír byssu- menn hófu í morgun skotárás á skólabíl í Ratchaburi-héraði, um 100 kílómetra vestur af höfuðborginni Bangkok, við landamæri Burma. Um tuttugu böm voru í bifreiðinni sem voru á leið til Ban Kha Witt- haya-miðskólans í héraðinu, þegar byssumennimir hófu fyrirvaralaust skothríð. Ekki er vitað um ástæðu árásarinnar, en grunur leikur á að byssumennimir séu liðsmenn Kar- ens-skæruliða sem berjast fyrir sjálfstæði frá Burma, en þeir hafa haldið uppi skærum í héraðinu að undanförnu. REUTERSMYND Ólga og átök í Belfast Lögreglan hefur mikinn viðbúnað í austurhluta Belfast vegna átaka milli kaþólskra og mótmælenda. Tveir urðu fyrir skotum í Belfast Tveir menn hlutu skotsár og allt að því eitt þúsund manns slógust á götum úti í austurhluta Belfast í gærkvöld, fjórða kvöldið í röð. Lögreglustjórinn á Norður-ír- landi hafði fyrr um daginn varað við því að héraðið væri eins og „svefngengill á leið fram af hengifluginu". Átökin milli kaþólskra og mót- mælenda undanfarna daga hafa einkum verið i Short Strand-hverf- inu, þar sem kaþólikkar búa um- kringdir mótmælendum. Mennimir sem urðu fyrir skotum eru á þrítugsaldri. Aö sögn lögregl- unnar fékk annar skot í brjóstið en hinn í fótinn. Þrír menn urðu fyrir skotsárum á sunnudag en meiðsl þeirra voru ekki talin alvarleg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.