Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002
Fréttir
JOV
Hallur Helgason, stjórnarformaður Leikfélags íslands:
Viö steyttum á skerjum
- lína úr menntamálaráðuneyti að selja hljóðverið, segir stjórnarformaðurinn
Tjaldiö falliö
Starfsemi Leikfélags ísiands er hætt og félagiö komiö í þrot. Hiuthafar þurfa
aö axla þungar þyröar.
„Meirihluti
stjórnar sam-
þykkti að selja
hljóðverið. Við
Stefán Hjörleifs-
son sátum hjá
þar sem við til-
heyrðum hvor
sínum hópnum
sem voru að
bjóða í eignina.
Fyrir þessa eign fékkst hæsta mögu-
lega verð,“ segir Hallur Helgason,
stjómarformaður Leikfélags ís-
lands, sem nú er komið í gjaldþrot.
Meðal þess sem gagnrýnt hefur
verið er sala félagsins á fullkomnu
hljóðveri sem var í eigu Spaugstofu-
manna og fleiri en var langverð-
mætasta eignin sem kom inn í sam-
einað leikfélag fyrir tveimur árum
þegar Hljóðsetning ehf. rann inn í
sameininguna.
Þegar hljóðverið var selt nýverið
til Lótus-hljóðsetningar voru aðilar
gamla félagsins ósáttir og könnuðu
leiðir til riftunar án þess þó að að-
hafast. Nú er horft til þess hvort sal-
an á hljóðverinu fyrir rúmar 40
milljónir króna sé lögleg í ljósi
hagsmuna þrotabúsins.
Hallur segir að ástæður þess að
gengið hafi verið til sölu á hljóðver-
inu hafi verið meðal annars þær að
menntamálaráðuneytið hafi talið að
meðan hljóðverið væri hluti af
rekstrinum gæti ráðuneytið ekki
fallist á að leikfélagið fengi styrk frá
ríkinu.
„Okkur var nauðsynlegt að gera
þríhliða samning um styrk við ríki
og borg til að standast samkeppni.
Við fengum línu frá menntamála-
ráðuneytinu um að þessi hluti
rekstrarins kynni að vera á sam-
keppnismarkaði og því ekki styrk-
hæfur. Þess vegna gripum við til
þessa ráðs og stjórnarmenn voru
sammála,“ segir Hallur.
Hann segir nokkrar meginástæður
hafa orðið til þess að félagið lenti í
gjaldþroti. í fyrsta lagi hafi hlutafjár-
markaðurinn brugðist. Þá hafi ekki
tekist að gera umræddan þríhliða
samning. Þá hafi einnig brugðist af
framangreindum ástæðum að gera
stuðningsamninga við fyrirtæki.
„Örlagavefurinn spannst um
Leikfélagið og því fór illa. Við þurft-
um á því að halda að fá styrki frá
ríki og borg þar sem slíkt hefði orð-
iö rekstrinum ákveðið öryggisnet. I
Hafnarfirði er rekið leikhúsið Her-
móður og Háðvör sem fær sam-
kvæmt samningi á þriðja tug millj-
óna króna árlega. Þeir peningar
hefðu dugað okkur fyrir grunnþátt-
um í rekstrinum en náðust ekki.
Stóru leikhúsin fá niðurgreiðslur á
hverjum miða sem nema frá tveim-
ur og upp i 13 þúsund krónum á
meðan við fengum frá 30 til 215
krónur á miða. Þegar forráðamenn
Borgarleikhússins og Þjóðleikhúss-
ins sáu hvar okkur gekk best hófu
þeir sókn inn á það svið og yfirbuðu
hráefni og niðurgreiddu aðgöngu-
miða. Gjaldþrot Leikfélagsins er
áfall fyrir leikhúsgesti, skattborgara
og greinina í heild,“ segir hann.
Meöal þess sem er ógreitt hjá
stjómendum Leikfélags Islands eru
vörslugjöld að upphæð um 14 millj-
ónir króna. Það varðar við lög að
greiða ekki vörslugjöld og stjórn
ásamt framkvæmdastjóra bera þar
fulla ábyrgð. Hallur segir að vissu-
lega sé þetta áhyggjuefni fyrir hann
sem stjómarformann.
„Þetta er slæmt en ég mun ekki
víkja mér undan ábyrgð. Þarna er
um að ræða áætlanir og ekki víst að
talan sé þetta há. Við erum að láta
skoða hver raunveruleg skuld er,“
segir Hallur.
Fjöldi hluthafa Leikfélagsins er
í persónulegum ábyrgðum vegna
rekstrarins. Samkvæmt heimild-
um DV eru dæmi um að einstak-
lingar þurfi að selja íbúð eða bíla
til að losa um fé svo þeir geti stað-
ið við Skuldbindingar. Allt að 18
hluthafar hafa með þessum hætti
þurft að axla byrðar auk þess að
yflr stjórnarmönnum vofa ógreidd
vörslugjöld. Hallur staðfestir að
margir þurfi að taka á sig skell en
vill ekki ræða það nánar.
„Við steyttum harkalega á skerj-
um og verðum nú að borga," segir
hann. -rt
Hallur Helgason.
Ný herbergjaálma tekin í notkun við Hótel Selfoss:
Verður fullbúið eitt full-
komnasta hótel landsins
Ný 100 herbergja álma við Hótel
Selfoss var vígð á laugardag. Aðeins
hefur tekið eitt ár að reisa bygging-
una sem nú er komin i gagnið. Hótel
Selfoss var búið að vera lengi í rekstri
en fá herbergi stóðu því fyrir þrifum i
Hótel Selfoss.
að verða öflugt hótel með fjölbreyttri
afþreyingu. Nú hefur verið stigið stórt
skref í að gera hótelið eitt fullkomn-
asta og best búna hótel landsins. I því
eru 100 herbergi og fundar- og veit-
ingasalir.
Eftir er að klára viðbygginguna þar
sem verða veitingasalir. Þá er i hótel-
inu stór salur en um hann var nýlega
stofnað félag í þeim tilgangi að klára
hann. Þá er gert ráð fyrir bíósölum í
húsinu.
Eignarhaldsfélagið Brú sá um fram-
kvæmdir við hótelið, en á laugardag
tók KÁ formlega við lyklunum að hús-
inu. KÁ mun reka hótelið undir
merkjum Icelandair Hotels. -NH
Frá vígslu hótelsins
Karl Björnsson og Drífa Hjartardóttir kliþþa á boröa og opna meö því
formlega gistiálmu nýja hótelsins.
Ný verslanakeðja í burðarliðnum hérlendis:
Stefnt aö opnun
„Europrice" á næstunni
- mun keppa við aðrar lágvöruverðsverslanir
Niðurlagning Parísarstofu:
Veikir ekki
markaðinn
Niðurlagning
skrifstofu Ferða-
málaráðs í Frakk-
landi og flutningur
hennar til Þýska-
lands þýðir ekki að
fjámunir til mark-
aðsverkefna í
Frakklandi muni
dragast saman, að
sögn Magnúsar
Oddssonar ferða-
málastjðra. „Rétt er að minna á að Mark-
aðsráðið ákvað á sínum tíma að leggja
áherslu á norðaustursvæði íslands og hef-
ur m.a. fjármagnað heimsóknir fjölmiðla-
fólks og ferðaskrifstofuaðila frá Frakk-
landi og fleiri löndum, ekki síst utan há-
annar til þessa svæðis á síðustu árum,“
segir Magnús.
DV greindi frá því að Atvinnuþróunar-
félag Eyjaflarðar teldi miöur að loka ætti
skrifstofunni í Frakklandi enda góður og
vaxandi markaður ferðamanna þaöan til
landsins. Magnús segir að þeim markaði
verði áfram sinnt af krafti. -BÞ
Verið er að undirbúa stofnun
nýrrar verslanakeðju á lágvöru-
verðsmarkaði hér á landi. Sam-
kvæmt heimildum DV mun þar
vera um keðju í tengslum við er-
lendu verslanakeðjuna Europrice að
ræða. Mun ætlunin að koma fyrstu
versluninni í gang á næstu vikum.
Sömu heimildir herma að náin
tengsl séu einnig við norskan anga
keðjunnar sem mun vera í helming-
seigu Terje Höili A.S. í Friðriksstað.
Hafa Lárus Guðmundsson og Ottó
Guðmundson í Bein kaup og sala
verið nefndir meðal helstu aðstand-
enda Europrice á íslandi. Auk
þeirra hefur verið nefndur til sög-
unnar Matthías Sigurðsson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Nóatúns.
Matthías sagði í samtali við DV í
gær að hann vildi
á þessu stigi ekki
staðfesta hvort
verslanir yrðu
settar upp hér á
landi undir nafni
Europrice eða
einhverju öðru.
Þar væri þó um
að ræða aðila
sem væru vel
samkeppnisfærir
á lágvöruverðsmarkaði.
„Hugmyndin er að setja upp
verslanakeðju með allt að fjórum
verslunum á Reykjavíkursvæðinu.
Þetta yrðu lágvöruverðsverslanir I
sérvöru og matvöru." Segir Matthi-
as að hér sé um nýja samsetningu á
verslun að ræða sem sé ekki stefnt
gegn neinum einstökum aðila á ís-
lenskum markaði.
„Það verður þó vel samkeppnis-
hæft við það verð sem þekkist á
markaði hér i dag.“ Matthias vildi
ekki tjá sig frekar um hverjir aðrir
stæðu þama að baki en sagði þó að
þar væri um að ræða nokkra at-
hafnamenn í samvinnu við erlend-
an aðila.
Samkvæmt heimildum DV er nú
m.a. rætt um verslun í húsnæði
Eyktar hf. á Lynghálsi. Vildi Matt-
hías hvorki játa því né neita að
þetta húsnæði væri inni í mynd-
inni. Hann sagöi þó að verið væri
að ræða við fleiri en einn aðila
varðandi hugsanlegt verslunarhús-
næði og það skýrðist á næstu dög-
um. -HKr.
Magnús
Oddsson.
Listahátíð:
Veltan aldrei
verið meiri
Heildarvelta nýafstaðinnar listahá-
tíðar er sem nemur um 120 milljónum
króna. Þar af eru um 50 milljónir frá
ríki og borg og aðrar tekjur, þar sem
innifalið er m.a. miðasala, fé frá sam-
starfsaðiium og fleira, eru um 70 millj-
ónir. í fyrra var heildarveltan heldur
minni, eða um 90 milljónir, og árið
1998 var veltan 60 milljónir. Heildar-
velta listahátíðar hefur því tvöfaldast
á 4 árum.
Að sögn Þórunnar Sigurðardóttur,
listræns stjómanda listahátíðarinnar,
stóðst kostnaðurinn nokkum veginn
allar áætlanir. „Af heildarveltu eru
eigin tekjur um 50% sem er mjög gott
ef miðað er við svipaðar hátiðir er-
lendis. Miðasala er yfír áætlun og var
hærri nú en nokkru sinni áður, þrátt
fyrir að ýmsir atburðir hafl verið
ókeypis, og það er ljóst að vel hefur
verið haldið um hlutina íjárhagslega
séð.“ -vig
Bíóborgin:
Starfsemi hætt
Sambióin, Snorrabraut, sem áður
hétu Austurbæjarbíó, verða líklega
seld fyrir næstu mánaðamót og
starfsmönnum þeirra sagt upp.
Bjöm Alfreðsson, framkvæmda-
stjóri Sambíóanna, segir að ef af söl-
unni verði muni starfsmönnum
Sambíóanna, Snorrabraut, öllum 20,
þó boðin vinna í öðrum bíóum Sam-
bíóanna.
Hugsanlegir kaupendur eru að
húsinu en ekki fékkst gefið upp
hverjir þeir séu, hvað verði í hús-
inu eða hversu mikið fáist fyrir það.
Sambíóin reka Sambíóin Akur-
eyri, Sambíóin Keflavík, Sambióin
Álfabakka, Sambíóin Kringlunni og
Sambíóin Snorrabraut. -ss
Heimilistæki :
Öllu starfsfólki
sagt upp
Öllu starfsfólki Heimilistækja, 29
manns, hefur verið sagt upp störf-
um, en eins og kunnugt er reka
Heimilistæki einnig raftækjaversl-
animar Euronics. Gunnlaugur Sæv-
ar Gunnlaugsson, nýr stjómarfor-
maður Esjubergs, sem er móðurfé-
lag Heimilistækja, segir að til standi
að endurskipuleggja reksturinn og
því hafl uppsagnimar verið nauð-
synlegar. „Framhaldið mun síðar
skýrast á næstu dögum en ég vil
ekki tjá mig neitt frekar um það
mál,“ sagði Gunnlaugur Sævar í
gærkvöldi. -ÓSB
Líkamsárás
eftir bílaþvott
Líkamsárás var kærð á Húsavík
um helgina. Nokkrir ungir menn
voru komnir saman á bíla-
þvottaplani við söluskála Shell að-
faranótt laugardagsins en þvottur-
inn gekk ekki fyrir sig sem skyldi.
Einhverjir vatnsdropar munu hafa
sprautast yfir menn sem tóku því
illa og gengu fjórir í skrokk á einum
með þeim afleiðingum að hann
lemstraðist nokkuð og braut í sér
tönn. Að sögn lögreglunnar á Húsa-
vík voru flestir ungu mannanna á
bilinu 17-19 ára og er talið að
Bakkus hafi komið við sögu. -BÞ