Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 4. JUNI 2002 Sími: 533 5040 / www.allianz.is DV-MYNDIR GVA Umferð að glæðast í Grafarvogi í morgun Vegurinn um Gullinbrú annar greinilega ekki umferðinni úr hverfinu eins og greinilega gerist þegar Víkurvegur lokast. Litháen og Rússland utan samkomulags um notkun grænna korta: Dæmi um tjón af völd um otryggðra bíla - sem fluttir hafa verið hingað til lands með skipum Dæmi eru um að hingað til lands komi, með skipum, bílar sem vá- tryggingum er þannig háttað á að þær gilda ekki hér á landi. Þessir bílar eru því ótryggðir meðan þeir eru hér. Sigmar Ármannsson, hjá Alþjóð- legum bifreiðatryggingum á íslandi sf., sagði í samtali við DV að dæmi væru um að ökutæki frá Litháen hefðu valdið tjóni hér á landi og virst vera óvátryggð miðað við akst- ur hér. Einkum mun vera um að ræða ökutæki frá Litháen sem flutt eru hingað til lands án þess að gengið hafi verið frá tryggingum á þeim áður. Samkvæmt upplýsingum DV hafa tolla- og lögregluyfirvöld víða í Evrópu sérstakar gætur á ökutækj- um þaðan af þessum sökum, að gefnu tilefni. Aö sögn Sigmars er málið þannig vaxið að fjölmargar þjóöir Evrópu hafa verið í samstarfi um notkun svokallaðra grænna korta. Það þýð- ir að bifreið sem er innan þess sam- starfs er vátryggð í heimalandi sínu. Bifreiðin fær grænt kort hjá tryggingafélagi sínu ef hún fer til annars lands. í kortinu felst að bíll- inn sé einnig tryggður í þvi ríki sem farið er með hann til, og að valdi hann tjóni þá verði það bætt. Ef við- komandi bifreið lendir í tjóni, t.d. hér á landi, leitar tjónþolinn til Al- þjóðlegra bifreiðatrygginga á ís- landi sf., sem gerir upp tjónið og endurkrefur tryggingafélagið í heimalandi viðkomandi bifreiðar. Þetta samstarf um græna kortið tek- ur fyrst og fremst til Evrópuríkja og nokkurra rikja í kringum Miðjarð- arhafið, sem hafa samskipti við Evr- ópurikin. Litháen er ekki aðili að þessu al- þjóðlega samkomulagi, né heldur Rússland, svo dæmi séu nefnd. Það þýðir að eigandi ökutækis, sem skráð er þar, verður að kaupa sér tryggingu í einhverju öðru landi, sem á aðild að þessu sam- starfi, áður en farið er með öku- tækið frá heimalandinu. Það eru einkum ökutæki frá Litháen, eins og áður sagði, sem tryggingafélög hafa haft áhyggjur af í þessu sam- bandi. -JSS Sérstæður sýningargripur á Akureyri: Lek fata með hlandi A laugardag var opnuð í Listasafni Akureyrar sýningin „Akureyri mynd- list tvö“. Þetta er sýning 23 brottfluttra listamanna frá Akureyri. Að sögn Hannesar Sigurðssonar, forstöðu- manns safnsins, eru verkin jafn ólík og listamennimir eru margir. Á meðal verkanna munu m.a. vera hjól úr óskilamunum lögreglu, sem er verk eftir Þorvald Flosason, og lokuð fata með hlandi. Fatan er verk Ásmundar Asmundssonar og er hún reyndar ör- lítið lek. Hannes vildi lítið tjá sig um fótuna en sagði þó að hún yrði lokuð og innsigluð. Samkvæmt heimildum DV mun nokkuð hafa verið tekist á um hvort fatan fengi að vera á sýningunni en Hannes sagðist þó ekki kannast við nein átök um málið. Sýningin mun standa til 21. júlí en Hannes hafði ekki áhyggjur af því að fatan tæmdist á sýn- ingartímanum þótt hún iæki. -HKr. Hrafnkell Brynjarsson fangi í ísrael: Gæti komið með næsta flugi - ef hann samþykkir að yfirgefa landið sjálfviljugur Hrafnkell Brynjarsson, sem situr í varðhaldi í ísrael eftir að hann var handtekinn ásamt sjö öðrum við sjálf- boðaliðastörf í flóttamannabúðum í Palestínu um helgina, getur annað hvort samþykkt að yfirgefa landið af fúsum og frjálsum vilja - og komið heim með fýrsta flugi - eða mótmælt ákvörðun innanríkisráðuneytisins um að reka hann úr landi. Ethan Alexander Naschitz, ræðis- maður íslands í ísrael, sagði í samtali við DV í morgun að Hrafhkell gæti komið með fyrsta flugi heim til Is- lands ef hann samþykkir að fara sjálf- viljugur. Neiti hann hins vegar að fara komi fulltrúi skipaður af dóms- málaráðuneytinu og ræði við hann. Sá hafl dómaravald og geti hnekkt ákvörðun innanríkisráðuneytisins um brottrekstur. Málalyktir gætu hins vegar dregist fram á þamæsta laugardag veröi þessi leið farin. Naschitz hitti Hrafnkel í fangelsinu í bænum Ramlí, miðja vegu milli Tel Aviv og Jerúsalem, síðdegis í gær og segir að honum líði vel. Raunar sé vart hægt að tala um fangelsi því ör- yggisgæsla sé í lágmarki. Hann segir að Hrafnkell hafi ekki ákveðið hvom kostinn hann taki eftir því sem hann komist næst. Með Hrafnkatli í Ramlí eru Dani, Ástrali og Japani sem handteknir voru með honum. Naschitz var fyrsti fulltrúi sendiráðs til að hitta þessa menn í gær. Ræðismaður Dana hitti hópinn í morgun og kom þá á fram- færi kveðju til Hrafnkels frá móður hans. Daninn í hópnum ætlar að fara sjálfviljugur frá landinu í dag eða á morgun. Bandarísk kona, sem einnig var í hópnum en er í haldi annars staðar, íhugar hins vegar að fara í hungurverkfaU vegna málsins. -ÓTG Léttir á umferð Umferð úr Grafarvogi gekk mun greiðar í morgun en á sama tíma í gær- j dag þegar mikil umferðarteppa mynd-j; ast þar vegna vegaframkvæmda við mislæg gatnamót á Vesturlandsvegi og lokunar á Víkurvegi. Á þeim tíma vari aðeins hægt að aka um Gullinbrú inn ’ og út úr hverfinu. Umferðartafimar í gær ollu megnrif óánægju vegfarenda sem þurftu aðF dúsa í bílum sínum í löngum biðröðum sem þar mynduðust árla dags og síö-f degis. Af þessum sökum lét Vegagerðin opna hjáleið af Víkurvegi inn á Vestur-. landsveg og virðist sem umferðin hafif gengið mun betur út úr þessu einu’ stærsta hverfi borgarinnar eftir að gripið var til þeirra ráðstafana. -HKr. | Gjaldþrot ísafoldar: : V5 Skiptastjóri skipaður Héraðsdómur Reykjavíkur skipaði í gær Jóhann Níelsson hrl. skiptastjóra i i búi ísafoldarprentsmiðju hf„ en for-" svarsmenn fýrirtækisins fóru fram á að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrota-, skipta síðastliðinn fóstudag. Auk prent- j smiðjunnar eru fyrirtæki tengd fsafold- arprentsmiðju; ÍT-prentþjónusta ehf. og> Flatey bókbandsstofa ehf. einnig tekinf til gjaldþrotaskipta. Heildarskuldir ísafoldarprentsmiðju munu nema á bilinu 450 til 500 milljón-1 um króna og á Landsbankinn stærstu * kröfúmar, eða um 250 milljónir króna. ísafoldarprentsmiðja hefur hingað tilá annast prentun Fréttablaðsins en tvoP undanfama daga hefur blaðið hins veg- ar verið prentað í prentsmiðju Morgun-, blaðsins. Þannig era öll dagblöð lands-| ins, DV, Morgunblaðið og Fréttablaðið nú prentuð á sama stað. -aþ Lúðvík verður bæjarstjóri Félagsfundur Samfylkingarinn-; ar ákvað í gær-f kvöld að Lúðvík Geirsson, oddviti^ flokksins, yrði ráðinn næsti bæj- arstjóri í Hafnar- firði. Hann tekur $ y / y i Lúðvík Geirsson. n-Júni nk' við embættinu Magnúsi Gunnarssyni. Lúðvík hef- ur undanfarið starfað sem fram- kvæmdastjóri Blaðamannafélagsins auk þess sem hann hefur verið bæj- arfuíltrúi. -Bí aIdarar Sportvörugerðin Skipholt 5, s. 562 8383 Mundu að kjosa rett Miklum hita spáð Hiti getur farið í allt að 18 stigum í dag. Spáð er hægri norðaustlægri eða breytilegri átt í dag. Austlægari átt er spáð í nótt og snýst i suðlæga átt á morgun, fyrst vestan til. Skýj- að verður með austurströndinni en annars yflrleitt léttskýjað. Hiti verð- ur á bilinu 7 til 18 stig. Síðdegis á morgun þykknar svo upp sunnan- og vestanlands. Hiti verður 6 til 20 stig á landinu, Hlýjast verður sunnanlands í dag, en inn til landsins norðanlands á morgun og svalast við sjóinn norðanlands. Á fimmtudag og fóstudag er spáð rign- ingu og skýjuðu veðri. -ss DV-MYND IVAR Fannst við stein Maðurinn sem saknað var í gær- morgun fannst síðdegis í gær heill á húfi. Björgunarsveitir sem leitað höfðu hans fundu hann við stóran ■ m stein á Öldufellsleið á Álftaversaf- rétti í Skaftafellssýslu. Fjölmargir tóku þátt í leitinni, auk björgunar- sveitamanna, þar á meðal þyrla Landhelgisgæslunnar. Þá voru spor- hundar notaðir við leitina. Á mynd- inni má sjá einn leitarmanna, Magn- ús Kristjánsson, viö steininn sem maðurinn fannst viö. A MAÐUR EKKI AÐ SKELLA SÉR Á LEKANN Garðabær: Unglingar með ólæti Hópur unglinga safnaðist saman á Lundi við Stekkjarflöt i Garðabæ í gærkvöld. Töluverð ölvun var hjá hópnum sem talinn er hafa verið að fagna próflokum. Til stimpinga kom hjá unglingunum og íbúum ná- grennisins og var m.a. brotin rúða í einu húsanna. Orðaskiptin leiddu til þess að lögregla var kölluð á stað- inn og stillti hún fljótlega til friðar. Að sögn lögreglu h£ifa unglingar gert mikiö að því að safnast saman á þessum stað í gegnum árin, íbúum nágrennisins til mikils ama. -vig FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.