Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 DV Fréttir DV kannar viðhorf kjósenda til hvalveiða: Þeim fjölgar sem vilja hvalveiðar - 86,4 prósent vilja veiðar að nýju Hátt í 9 af hverjum 10 kjósendum vilja að hvalveiðar verði hafnar að nýju. Kjósendur á landsbygðinni eru ákveðnari í afstöðu sinni en einungis 5 prósent þeirra eru óákveðin eða svara ekki spumingunni á móti 16 prósentum kjósenda á höfuðborgar- svæðinu. Þetta eru helstu niðurstöður skoðanakönnunar DV sem gerð var sunnudaginn 2. júní. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jafnt skipt á milli höfuðborg- arsvæðis og landsbyggðar sem og kynja. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að hvalveiðar verði teknar upp að nýju? Af öllu úrtakinu sögðust 77,3 pró- sent vera fylgjandi því að hvalveiðar yrðu hafnar á ný, 12,2 prósent sögðust andvíg, 8,8 prósent voru óákveðin og 1,7 prósent neituðu að svara spuming- unni. Afstöðu tóku því 89,5 prósent. Ef einungis er litið til þeirra sem af- stöðu tóku sögðust 86,4 prósent fylgj- andi því að hvalveiðar yrðu hafnar á ný en 13,6 prósent andvíg. Fleiri fylgjandi en 1997 Stuðningur við hvalveiðar mælist meiri en í sambærilegri skoðanakönnun sem DV gerði í mars 1997 eða fyrir rúmum 5 árum. Þá sögðust 83 prósent vera fylgjandi því að hvalveiðar hæfust á ný en 17 prósent á móti. Óá- kveðnir og þeir sem ekki svöruðu voru þá 13 prósent, 2,5 prósentu- stigum fleiri en nú. Meiri stuðningur úti á landi Þegar niðurstöðurnar eru greind- ar eftir búsetu og aðeins horft til þeirra sem afstöðu tóku kemur í ljós að ekki er marktækur munur á afstöðu til hvalveiða. Hins vegar eru mun fleiri óákveðnir eða svara ekki á höfuðborgarsvæðinu, 16 pró- sent á móti 5 prósentum á lands- bygðinni. Þegar afstaða alls úrtaks- ins er skoðuð eru 72 prósent kjós- enda á höfuðborgarsvæðinu fylgj- andi því að hvalveiðar verði hafnar að nýju, 12 prósent á móti en 16 pró- sent óákveðin eða svara ekki. Á landsbyggðinni eru hins vegar 82,7 prósent fylgjandi, 12,3 prósent á móti og einungis 5 prósent sem eru óákveðin eða svara ekki. Ekki er marktækur munur milli kynjanna nema stuðningur við veiðar er meiri meðal karlmanna en kvenna. Skýrist það af því að að- eins 6 prósent karla eru óákveðin eða svara ekki á móti 15 prósentum kvenna. í könnun DV í mars 1997 var stuðn- ingur við hvalveiðar einnig meiri úti á landi. Þá voru hins vegar tvöfalt fleiri á landsbyggðinni sem voru óákveðnir eða svöruðu ekki. Þar eru kjósendur nú ákveðnari i afstöðu sinni, hvalveiðum í hag. -hlh Fannst heill á húfi Maður, sem björgunarsveitir leituðu að á Álftaversafrétti í Skaftafellssýslu í gær, fannst heill á húfi. Björgunarsveit- ir frá Vík, Kirkjubæjarklaustri, Álfta- veri og Skaftártungu leituðu mannsins auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki skoðanakúgun Þorsteinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Sam- heija, vísar því á bug að fyrirtækið hafi beitt þrýstingi í þeim tilgangi að Ámi Steinar Jóhannsson, þingmaður VG, flytti ekki ræðu i hátíðar- höldum vegna sjó- mannadagsins á Akureyri. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra flutti ræðuna í í stað Áma. mbl.is sagði frá. Skipaður skólameistari Halldór Páll Halldórsson hefur verið skipaður í embætti skólameistara Menntaskólans á Laugarvatni til flmm ára, frá 1. september á þessu ári. Hall- dór hefur gegnt stöðu skólameistara að Laugarvatni síðastliðið ár í fjarveru Kristins Kristmundssonar sem fengið hefur lausn frá embætti að eigin ósk. Aukiö fylgi við ríkisstjórn Rikisstjómin eykur lítillega fylgi sitt samkvæmt nýrri könnun Gailups. Alls sögðust 59% aðspurðra styðja ríkis- stjómina samanborið við 57% í sam- bærilegri könnun frá þvi í apríl. Lést af völd- um áverka Magnús Freyr Sveinbjörnsson. Ungi maðurinn sem varð fyr- ir fólskulegri líkamsárás í Hafn- arstræti þann 25. maí síðastlið- inn lést af völdum áverka sinna á gjörgæslu- deild Land- spítalans á sunnudags- morgun. Hinn látni hét Magnús Freyr Svein- björnsson, til heimilis að Sundstræti 34 á ísa- firði. Magnús Freyr var fæddur 3. mars 1980. Tveir menn hafa játað að hafa ráðist á Magnús Frey að morgni laugardagsins 25. maí. Magnús Freyr hlaut alvarlega höfuð- áverka í árásinni og komst aldrei til meðvitundar. Gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur rennur út eftir hádegi í dag. Verði þeir ákærðir fyrir manndráp geta þeir átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi. -aþ DV-WYND GVA Sest á milli sekta Blessaðir stöðumælaverðirnir þurfa að hvíla sig eins og aörir vegfarendur, en það varir stutt, enda tíminn peningar. Náttúruvernd ríkisins: Leggst gegn Norðlingaölduveitu - enn mikilvægara eftir Kárahnjúka að vernda svæðið að mati NR Náttúruvemd ríkisins leggst ein- dregið gegn því að virkjað verði við Norðlingaöldu sunnan Hofsjökuls í Þjórsárverum. Skipulagsstofnun óskaði í lok apríl sl. eftir umsögn NR um mat á umhverfisáhrifum veitunnar og er niðurstaða NR sam- hliða ályktun Þjórsárveranefndar. Búið sé að raska verum austan Þjórsár og með framkvæmdum við Norðlingaöldu mundi náttúruvernd- argildi Þjórsárvera rýma óhæfilega. Náttúruvemd ríkisins og áður Náttúruvemdarráð hefur fallist á allar virkjanir og lón í Þjórsá og Tungná sem hafa farið i mat á um- hverfisáhrifum. Má þar nefna Sult- artangavirkjun, Búðarhálsvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Há- göngumiðlun. Einnig sam- þykkti Náttúruverndarráð 1.-5. áfanga Kvíslaveitna en NR telur að nýting á efri hluta Þjórsár, sem hafi í fór með sér frekari skeröingu á Þjórsárverum, sé ekki ásættanleg. í greinargerð með um- sögn NR segir m.a. að Nátt- úruvernd ríkisins hafni hugleiðing- um um að Norðlingaöldulón sé mót- vægisaðgerð vegna gróðurhúsa- áhrifa. Breytingar á gróðurfari og grunnvatni verði verulegar. Rann- sóknir á vistfræðilegri þýðingu smádýralífs vanti og lítið þurfi út af að bregða til að heiðagæsa- stofninn gæti rýmað um allt að 50% á 20 árum ef virkjað verður. Þá hafi Norðlingaölduveita fyrst og fremst neikvæð áhrif á ferðamennsku. Landsvirkjun á öðru máli Lokaniðurstaða fram- kvæmdaraðila var hins vegar sú að Landsvirkjun taldi matsskýrsluna sýna að framkvæmd kæmi ekki til með að hafa umtalsverð neikvæö áhrif á umhverfið og að nýting og vemdun Þjórsárvera gæti farið samEm. Þjórsárveranefnd hafnar því alfarið og segir: „Þjórsárver eru í hópi örfárra svæða á landinu öllu sem hafa sérstaklega mikla líffræði- lega fjölbreytni sem er óvenju mik- ilvægt þegar litið er til hversu stórt svæðið er og búsvæði þess fjöl- breytt. Svæðið er því óvenju mikil- vægt til viðhalds sterkum stofnum af dýrum og plöntum. Það er ekkert sem bendir til þess að í framtíðinni muni finnast ný svæði sem hafi að geyma svipuð náttúruverðmæti þó hægt sé að tína saman fundarstaði einstakra teg- unda. Verðmæti Þjórsárvera hafa margfaldast eftir að Kárahnjúka- virkjun var leyfð.“ -BÞ Árni Bragason. Lyfjalisti á rangan stað Landlæknisemb- ættið lítur það alvar- legum augum að starfsmaður eins apó- teka Lyfju skuli hafa sent lyfjalista læknis með faxi en ekki tókst betur til en svo að listinn fór á vit- laust númer. í stað þess að berast Ljfja- stofriun hafiiaði listinn hjá ónefndu fyr- irtæki. Læknirinn mun sæta rannsókn embættisins. Haukur Valdimarsson að- stoðarlandlæknir segir í samtali við mbl.is vmnubrögð sem þessi ekki góð, lyfjalista eigi að senda með ábyrgðar- pósti en ekki í faxi. Gæsluvarðhald framlengt Maðurinn sem grunaður er um aðild að hvarfi Valgeirs Víðissonar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald eða til næstkomandi fóstudags. Hann hefúr ekki í hyggju að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Slasaöist í bílveltu Bíll valt á veginum um Miðnesheiði um fimmleytið í morgun. Ökumaður, sem var einn i bílnum, slasaðist á öxl og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilsugæsluna í Reykjanesbæ. TOdrög slyssins eru að sögn lögreglu ókunn. Minni búferlaflutningar Búferlaflutningar af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar hafa dregist sam- an en flutningar innanlands af höfuð- borgarsvæðinu hafa haldist stöðugir. Þetta kemur fram í Hagvísum Þjóð- hagsstofiiunar en samkvæmt þeim gæti farið svo að flutningar af lands- byggðinni verði minni í ár en verið hef- ur um langt árabil. -aþ/vig Lögmaður Fréttablaðsins í umfjöllun DV í gær um gjald- þrot ísafoldarprent- smiðju og Frjálsrar fjölmiðlunar var ranglega hermt að Helgi Jóhannesson væri lögmaður Frjálsrar fjölmiðl- unar. Hið rétta er að hann er lögmað- ur Fréttablaðsins. Eru hlutaðeig- endur beðnir velvirðingar á mistök- unum. -JSS %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.