Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Blaðsíða 21
21
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002
DV Tilvera
Angelina Jolie 26 ára
Angelina Jolie á af-
mæli í dag. Jolie á ekki
langt að sækja leik-
hæfileikana, hún er
dóttir leikarans Jon
Voight sem ávallt hef-
ur verið talinn meðal betri leikara
sinnar kynslóðar. Hún var snemma
ákveðin i að feta í fótspor fóður síns
og á unglingsaldri sótti hún leiknám í
hinum þekkta skóla Lees Strasbergs,
Theatre Institute, þar sem hún fékk
reynslu í sviðsleik. Áður en hún sneri
sér alfarið að kvikmyndum varrn hún
fyrir sér sem sýningarstúika. Eigin-
máður hennar er leikarinn og leik-
stjórinn Billy Bob Thornton.
Gildir fyrir miövikudaginn 5. júní
Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l:
I Vertu tillitssamur við
" vin þinn sem hefur
orðið fyrir óhappi eða
vonbrigðum. Gefðu þér
meiri tíma fyrir einkalifið.
Happatölur þínar eru 5, 12 og 28.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars':
Ástvinur þinn þarfnast
Imeiri athygli. Þú færð
hrós í vinnunni fyrir
vel unnið starf og
verður við það afar kátur.
Happatölur þinar eru 9, 10 og 35.
Hrúturinn (21. mars-19. apriP:
k Reyndu að skipuleggja
'daginn vel svo að þú
komist yfir allt sem
þú þarft að gera og
náir einnig að slappa af seinni
hluta dagsins.
Nautið (20. apríl-20. maí):
/ Þú mætir góðvild og
jákvæðu hugarfari hjá
vinum þínum í dag.
xsact’ Þú nýtur þess að
vera f margmenni.
Happatölur þínar eru 3, 7 og 8.
Tvíburarnir (21. maí-2i. iúníi:
Einhver er að reyna að
/^N'ná betra sambandi við
mmf / Þig en þú hefur ekki
\ sýut þessari mann-
eskju næga athygli. Kvöldið
verður mjög ánægjulegt.
Krabbinn (22. iúní-22. iúiíi:
Víæaðu þig á þeim sem
k sýna vinum þínum
' óvirðingu. Líklegt er
að þú hittir fólk í dag
sem kemur þannig fram.
Happatölur þínar eru 15, 18 og 38.
Liónið (23. iúlí- 22. áeústl:
i Að eiga góða og sam-
heldna fjölskyldu
skiptir miklu máli og
þú verður að gæta þess
að vanrækja hana ekki. Forðastu
að gera úlfalda úr mýflugu.
Mevian (23. áeúst-22. sept.i:
Ekki láta það fara í
<\VS\ taugamar á þér þótt
samstarfsfólk þitt sé
^ f svartsýnt. Reyndu
að skapa betra andrúmsloft
í vinnunni.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
J Vinur þinn segir þér
Oy fréttir sem eiga eftir
\ f að hafa mikil áhrif á
/ f þig á næstunni. Þú
hefur mikið að gera í dag.
Happatölur þínar eru 2,10 og 17.
Sporðdrekinn (24. okt.-2l. nðv.):
í kringum þig er fólk
sem þú gætir fengið
^góð ráð hjá ef þú ein-
ungis gæflr þér meiri
tíma til að hlusta á það.
Happatölur þínar eru 6, 13 og 15.
Bogmaðurinn (22. nóv.-?i. ries.i:
jForðastu óhóflega
reyðslu í dag og hugaðu
að fjármálunum. Þetta
er ekki besti timinn til
að gera fjárfestingar.
Happatölur þinar eru 1, 2 og 7.
Steingeitin (22. des.-19. ian.):
Vertu bjartsýnn varð-
andi frama í vinnunni.
Þú nýtur æ meiri virð-
ingar og fólk treystir
þér. Þér gengur vel að vinna fram
úr vandamálum.
Flöskuskeyti með fornum upplýsingum:
í þessu húsi gisti Lindberg
Maður lifandi
mmmm
Boltinn hefur forgang
Þetta hús var flutt frá Bíldudal
1909 og byggt upp í Viöey af Millj-
ónafélaginu sem starfaöi þar. Ég bjó
í því í 19 ár í Viöey, reif þaó 1943 og
flutti þaó hingaö og byggöi þaö mest
sjálfur. Byggingarmeistari var Berg-
sveinn Guðmundsson, Ránargötu 14.
í þessu húsi gistu Lindberg og
kona hans þegar þau komu fljúg-
andi frá Ameríku, meó viökomu á
Grœnlandi, 1933, 15. ágúst, og stóð
húsið þá í Vióey og var ég þá eigandi
þess eins og nú og er ég aö klára aö
smíöa þaö með meistaranum sem
fyrr er nefndur. Ég bý á Túngötu
36/A á meðan verið er að byggja.
Björn Bjarnason verkstjóri
19/1 1944 Reykjavík.
Svohljóðandi bréf, skrifað með
blekpenna og fomlegum rithætti,
(þaug, jeg), fannst í flösku í fjörunni
við Ægisíðu nýlega. Finnandi var
Margrét Eliasdóttir sem þar var á
rölti með tveimur bömum sínum, sex
ára, og fyrrverandi tengdadóttur.
„Flaskan var dálítið langt uppi í fjör-
unni og að mestu grafin í sand en
stúturinn stóð upp úr. Ég byrjaði á að
sparka í hana, dró hana svo upp og sá
þá að eitthvað var I henni. Forvitni
okkar fjörulallanna var vakin og þar
sem við gátum ekki með nokkra móti
náð tappanum úr þá brutum við flösk-
una og bréfið kom í ijós. Auð örk af
sömu sort var vafin utan um tO hlífð-
ar og blöðin voru bæði svolítið rök en
þornuðu við gustinn ffá miðstöðinni á
heimleiðinni upp í Breiðholt," segir
Margrét.
Veit hvaöa hús þetta er
Þar sem Viðey kemur við sögu í
bréflnu hafði DV samband við „Viðey-
Þau fundu floskuna
Margrét Elíasdóttír og tvíburarnir hennar, Björgvin Andri og Þorbjörg Jónína Þorfinnsbörn, ásamt Önnu Dóru Ólafsdóttur.
ing númer eitt“, eins og einhver kall-
aöi hann, Örlyg Háifdánarson bókaút-
gefanda. Hann kannaðist vel við mál-
ið og það skrítna er að hann á afrit af
þessu sama bréfi. „Björn Bjamason
verkstjóri var móðurbróðir minn og
ég þekkti hann vel,“ segir hann og
heldur áfram: „Ég veit líka hvaða hús
þetta er og á myndir af því. Bjöm
reisti það við Langholtsveginn, þar
sem bílastæðið við Landsbankann er
nú. Þetta var lítið hús og síðar var
það flutt í heilu lagi suður tO Grinda-
víkur, þar sem það stendur enn að
Austurvegi 48, en nú autt.“
Sögustund hjá Orlygi
„MOijónafélagið rak fiskverkunar-
hús og bryggjur í Viðey, einu haf-
skipabryggjuna við Faxaflóa á þeim
tíma. Hlutafé félagsins nam einni
mOljón, sem svaraði tO ríkisútgjald-
anna á Islandi, en þó fór félagið á
hausinn árið 1914. Stöðin var rekin af
bankanum sem eignaðist hana og átti
þar tO Kárafélagið kom tO sögunnar
1924 og keypti stöðina með öllu tO-
heyrandi. Þá flutti Bjöm Bjamason tO
Viðeyjar. Hann hafði verið verkstjóri
hjá félaginu í Reykjavík og hélt því
áfram í Viðey tO 1931, þegar Kárafé-
lagið var gert upp. En þótt félagið
Gamla húsiö
Svona var þaö í Viöey.
Endurbyggt
Viö Langholtsveginn.
legðist af hafði Björn umsjón með
eignum þess í Viðey og var ferjumað-
ur mOli lands og eyjar. Meðal annars
ferjaði hann Lindberg og hans konu
sem hann getur um í bréfinu. En svo
fluttu allir úr Viðey upp úr 1940 og
Bjöm þar á meðal. Hann dó árið 1957.
Nokkrum árum sfðar, þegar Bjöm
Kári, sonur hans, var vitavörður á
Reykjanesi og var að koma akandi
sunnan að, mætti hann húsi fóður
síns á bOpaOi á Keflavíkurveginum.
Hann hélt hann væri að verða vitlaus
en þama var verið að flytja húsið
einn ganginn enn, og nú suður í
Grindavík. Þess má geta að þessi
Björn Kári, sem nú er látinn, var
heiðraður á sjómannadag er nýr
björgunarbátur var skírður eftir hon-
um.“
Flaskan aö finnast í annað
sinn
Það skrítna er að Örlygur á afrit af
bréfrnu sem fannst í flöskunni á Ægi-
síðu. Hann fékk það sent frá Grinda-
vík fyrir nokkrum árum þegar breyt-
ingar á húsinu stóðu yfir. Þá fannst
flaska mOIi þOja með samhljóða lín-
um. Örlygur fékk afrit og líka Sigurð-
ur, sonur Bjöms, og báðir gæta þeirra
vel.
Hvemig á flöskuskeytinu í fjörunni
við Ægisíðu stendur er því talsverð
ráðgáta. -Gun.
Síðastliðinn fostudag gerði ég
mér ljósa grein fyrir því að ég
myndi eiga í erfiðleikum með að
mæta í vinnu á mánudag. BrasO-
ía átti að spOa klukkan níu, ítal-
ía klukkan eflefu og leikur Króa-
tíu, sem hófst klukkan sex að
morgni, yrði endursýndur klukk-
an tvö. Ég hóf því leit að yfir-
mönnum mínum tO að segja
þeim að ég gæti unnið milli eitt
og tvö þennan mánudag. Ég fann
þá í bakherbergi þar sem þeir
voru aö fylgjast með Senegölum
vinna Frakka. Ég sagði þeim er-
indi mitt. Þeir eru komnir á
þann aldur að vera löngu hættir
að leggja eyran við erindum
kvenna svo þeir sögðu strax í
fyrsta orði mínu: „Já, KoUa mín“
og sneru sér svq að leiknum sem
ég ætlaði að horfa á í endursýn-
ingu seinna um daginn.
Ég var eiginlega bara fegin að
þeir höfðu ekki heyrt orð af því
sem ég sagði. Ég áttaði mig nefni-
lega á því að þar sem sjónvarp
væri á staðnum gæti ég plantað
mér þar á mánudegi og horft á leik-
ina. Miðað við venjulegan dag yrðu
vinnuafköst rýrari en vanalega, en
samt gæti ég þotið að skrifborðinu í
kortershálfleik (sem voru þrír þenn-
an dag) og setið síðan i einni lotu
mOli eitt og tvö, ef ég fómaði mat-
artíma mínum. Ég gæti því sam-
tals unnið í einn klukkutima og
fjörutíu og fimm mínútur þennan
mánudag. Með góðri einbeitingu
gæti ég komið þónokkru í verk.
Mánudagur kom en á undan
honum laugardagur og sunnudag-
ur. Þeim dögum var eytt við sjón-
varpið. Kamerún, Nígería, Senegal
eru mín lið. Já, og ég hélt með Úr-
úgvæ gegn Dönum. Vegna þessa
stuðnings míns við svörtu menn-
ina hef ég uppskorið kuldalegt,
jafnvel fjandsamlegt viðmót ís-
lenskra karlmanna. Mér líður eins
og ég sé komin í ástandið.
Mánudagurinn leið samkvæmt
áætlun og Brasilíumenn unnu
Tyrki. SkemmtOegur leikur en ís-.
lensku þulimir voru ekki nógu já-
kvæðir í garð BrasOíumanna. Það
sama má segja um nokkra félaga
mína hér á DV sem halda með
Englendingum og eru ekki enn
búnir að jafna sig á lélegri
frammistöðu þeirra. Samt óþarfi
af mönnum að láta skap sitt bitna
á BrasOíumönnum og stuðnings-
konum þeirra.
Ég er búin að finna fyrsta kyn-
„Mánudagurínn leið sam-
kvæmt áætlun og Brasilíu-
menn unnu Tyrki.
Skemmtilegur leikur en ís- <
lensku þulirnir voru ekki
nógu jákvæðir í garð Bras-
ilíumanna. Það sama má
segja um nokkra félaga
mína hér á DVsem halda
með Englendingum og eru
ekki enn búnir að jafna sig
á lélegri frammistöðu
þeirra. Samt óþarfi af
mönnum að láta skap sitt
bitna á Brasilíumönnum og *
stuðningskonum þeirra. “
tákn þessarar keppni (en örugglega
ekki það síðasta). Sá er þjálfari
Senegala. Hann er með lokka niður
á herðar og er alveg eins og ég
ímynda mér riddara úr miðalda-
sögu. Senegalar verða að komast v
áfram í keppninni því ég verð að sjá
meira af þessum manni.