Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Blaðsíða 15
15 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 DV___________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Aðalstoínsdóttir silja@dv.is Myndir málaðar með orðum Albúm - skáldsaga er fjórða bók Guð- rúnar Evu Mínervu- dóttur sem kvaddi sér hljóðs árið 1998 með smásagnasafn- inu Á meðan hann horfir á þig ertu Mar- ía mey. Guðrún Eva er frumlegur og hug- myndaríkur rithöf- undur sem í hverri bók reynir fyrir sér á nýjan hátt, bæði hvað efni og form snertir, og Albúm er engin imd- antekning. Albúm Guðrúnar Evu er ekki ólíkt fjölskyldualbúmum þar sem mynd- um er raðað í rétta tímaröð, hugsan- lega með athugasemdum eiganda skrifuðum við sem upplýsa nánar tíma, stað og tilfmningar. Hennar albúm er þó ólíkt dæmigerðum fjöl- skyldualbúmum að þvi leyti að það geymir ekki bara hátíðis- og gleði- stundir heldur líka sárar og erfiðar stundir. í bókinni er ofíð saman raunverulegum atburðum og skáld- skap en hér eru dregnar upp níutíu og niu myndir úr lífi sögumanns frá frumbernsku til unglingsára. Bygg- ing bókarinnar er í samræmi við gloppótt minni þess fullorðna sem nær meiri tengslum við sumar myndir en aðrar. Þannig eru fyrstu þrjár frásagnirnar stuttar en því eldri sem stúlkan verður því skýrari verða myndir og minningar. Þetta er forvitin og fróðleiksfús stúlka sem ýmist fær last eða hrós hinna fuli- orðnu fyrir uppátæki sín; lærir til dæmis að maður étur ekki sígarettur af því að það kallar á last! Hún kann- ar ókunnar slóðir af einurð heims- hornaflakkarans en villist af leið því hún er svo ógnarsmá. Seinna lærir hún að rata en þá er hún stærri, komin með vit og dregur eigin álykt- anir. Stúlkan í Albúmi er skýr, skemmtileg og hugsandi og þarf snemma að bera ábyrgð á sjálfri sér og líðan sinni. Hún elst upp hjá einstæðri móður og er enn á Tónlist Guðrún Eva Mínervudóttlr Atbúmiö hennar geymir hátíöis- og gleðistundir en líka sárar og erfiöar stundir. barnaheimili þegar móðir hennar kynnist manni sem hún fer að búa með. Maðurinn á dreng á svipuðum aldri og bömin verða fljótt óaðskiljanleg. Það er því mikill harmur þegar samvistum er slitið. Sorgin fylgir stelpunni inn í ung- lingsárin og þótt Guðrún Eva hafi ekki mörg orð um tilfinningar per- sóna sinna er ljóst af athöfnum og látbragði stúlkunnar að hún hefur misst hluta af sjálfri sér. Hún fylg- ir móður sinni úr stað í stað af mismikilli þolinmæði og neitar að meðtaka nýja manninn i lifi þeirra mæðgna, kannski af ótta við að mynda tengsl sem síðar rofna. Bókmenntir Hér er sögð saga ótal íslenskra barna sem lifa við flókið fjöl- skyldumynstur, og í Albúmi er ástandinu lýst af æðruleysi, hlýju og kímni. Sagan er sögð út frá sjónarhóli bams sem þrátt fyrir ákveðna upplausn virðist njóta til- verunnar til fullnustu, enda hefur það auðugt ímyndunarafl og nýtur botnlauss ástrikis móður. Og þessi uppskrift: upplausn, ástríki og ímyndunarafl, skilar heiminum sterkri stelpu sem veit hvað hún vill og fer sínar eigin leiðir. Albúm Guðrúnar Evu er óður til lífsins og hversdagsleikans. Þess hversdags- leika sem bömin gera að ævintýri dag hvem burtséð frá aðstæðum. Höfundur dregur bæði fram gott og slæmt úr bernskunnar minni og nær að koma hugmyndaheimi og hugsunum barnsins vel til skila. Eins og börnum er lagið er hin litla Guðrún Eva ekki að flækja lífið um of heldur dregur snarpar ályktanir af upplifunum og aðstæðum og fer siðan að gera eitthvað annað! Útkomcm er sann- færandi, lifleg og á stundum sár frásögn af uppvexti skapandi stelpu sem málar myndir fjöi- skyldualbúmsins fjörlegum og lit- rikum orðum. Sigríður Albertsdóttir Guörún Eva Mínervudóttir: Albúm - skáldsaga. Bjartur 2002. Stórslys í Múlanum - fimm tónlistarmenn komust af, óskaddaðir! Það hefur lítið annað en hrós verið skrifað um leik trompetleikarans Birkis Freys Matthíasson- ar undanfama mánuði. Birkir á hrósið skilið. Hann hefur sýnt mikla tæknilega framfor, tónn- inn er góður, „be-bop“-línumar vel mótaðar og skemmtilega útfærðar og síðast en ekki síst er flest sem hann spilar ákaflega músíkalskt. Þessir hæfileikar hins unga trompet- og flygel- homleikara vom ánægjulega til staðar þegar hann lék með hljómsveit sinni í djassklúbbnum Múlanum, fimmtudagskvöldið 16.5. ‘02. Það gætti örlítilla erfiðleika í tónmyndun í upphafi, en siðan ekki söguna meir. Hápunktur leiks hans var Vala, lag eftir Viðar heitinn Al- freðsson, einn af okkar ágætustu djassleikumm á sínum tíma. Bókmenntir 1 sannleika sagt er ekki hægt að segja fleira um tónleikana. Hljómsveitin var illa samspiluð. Ástvaldur Traustason, pno, var ekki upp á sitt besta. Ólafur Stolzenwald, bs, lék fjöldann allan af nótum, virtist vera, en þær heyrðust fæstar. Ásgeir Ásgeirsson, gtr, sýndist alltaf vera að bíða eftir því að röðin kæmi að honum með git- arsóló, en trommuleikarinn Kristinn Snær Agn- arsson sýndi tónleikagestum að hann á mjög fal- leg symbalastatív. Efnisskráin var prýdd klassískum djasslögum, s.s. ril Remember April, A Child is Bom, I Can’t Get Started with You, og fleiri lögum sem tónlist- armennimir hefðu aUir getað gert góð skil ef æf- ingar og samspil hefði verið fyrir hendi. í stað þess jaðraði leikur þeirra við katastrófu þegar verst lét. Því miður! í reynd ætti ekki að skrifa umsögn um svona tónleika. En þessar línur era skrifaðar í þeirri von að þær stuðli að því að djassleikarar, sem koma fram með hljómsveitir á tónleikum, hvort sem þeir eru í Múlanum eða annars staðar, sjái sóma sinn í betri undirbúningi, - þeirra sjálfra vegna og áheyrenda sinna. Ólafur Stephensen Djassklúbburinn Múlinn I Kaffileikhúsinu 16.5. '02: Kvintett Birkis Freys Matthíassonar. Birkir Freyr, trpt & flygilhorn, Ásgeir Ásgeirsson, gtr, Ástvaldur Traustason, pno, Ólafur Stolzenwald, bs, og Kristinn Snær Agnars- son, trm. Blaðakona á bömmer Út er komin á íslensku Stúd- íó sex eftir Lizu Marklund sem einnig skrifaði hina prýðilegu spennusögu Sprengivarginn. Hér segir aftur &á blaðakon- unni Anniku Bengtzon sem les- endur kynntust í fyrri bókinni en nýja bókin er þó ekki fram- hald hennar. Marklund fer Stjömustríðsröðina; þessi saga gerist átta árum fyrr og lýsir upphafl blaðamannsferils Anniku. Ung stúlka flnnst kyrkt í kirkjugarði í miðborg Stokk- hólms. Annika er í sumar- afleysingum á Kvöldblaðinu og þar sem hún fær ábendinguna um líkið fær hún að fjaila um málið. Hún er ákveðin í að leysa það vel af hendi í von um áframhaldandi starf á blaðinu. Málið reynist hins vegar teygja anga sína víða og verður flóknara eftir því sem á líður. í umfjöllun i tímaritinu Nordisk litteratur í fyrra var talað um nor- rænu glæpasöguna sem áhyggju- fulla bókmenntagrein ffemur en af- þreyingu, og þessi hugsun skaut öðru hverju upp kollinum við lest- ur á Stúdíó sex. Annika þjáist alla söguna; hún svitnar stanslaust og er sífellt við það að kasta upp. Hræringar í einkalíflnu og erfitt starf blaöamannsins eru við það að buga hana og ekki er laust við að lesandinn verði dálítið þreyttur á hitanum, svitanum og tárunum. Annika er því fremur þreytandi en sjálf sagan er hins vegar mjög spennandi. Nokkur mál era fléttuð saman á sannfærandi hátt og nýtt til að varpa ljósi á samfélagið. Þegar í ljós kem- ur að hin myrta hafði unnið á nektarstað hverf- ur samúð samfélagsins snarlega enda kalla slík- ar stúlkur á ill örlög með starfl sínu. Þetta og fleira er meðal þess sem Annika veltir fyrir sér. Þá snýst sagan ekki sist um sænskt stjórnmála- líf sem reynist gruggugra en virðist við fyrstu sýn. Það er helst í sögulok sem sagan verður fuUæsileg og fer út á mörk hins trúverðuga. Það er óhætt að mæla með Stúdíó sex sem prýðilegri glæpasögu þó að hún sé síðri en Sprengivargurinn. Glæpamálið sjálft er spenn- andi en hræringar einkalífsins koma fullmikið við sögu. Ljósi er varpað á persónuleika Anniku Bengtzon og persónan sem við kynntumst í Sprengivarginum verður enn skýrari. En óhætt er fyrir lesendur að lesa þessa sögu þó að þeir hafl ekki lesið Sprengivarginn, hún er alveg sjálfstæð. Katrín Jakobsdóttir Llza Marklund: Stúdíó sex. Anna Ragnhildur Ingólfsdótt- ir þýddi. Mál og menning 2002. Tólfta Griplan Gripla 12, ársrit Árnastofnunar 2001, er nýkomið út, að venju helgað rann- sóknum íslenskra fræða fyrri alda. Meðal efnis er grein Bergljótar Soff- íu Kristjánsdóttur um styttri gerð Gísla sögu, Hinn seki túlkandi. Sverrir Tóm- asson gerir því skil í greininni Ferðir þessar heims og annars hvernig Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga tengjast ferðasögum og trúarbók- menntum miðalda. Vésteinn Ólason fjallar um frásagnarlist Snorra Sturlu- sonar í greininni List og tvísæi i Snorra Eddu og bendir á hvernig fræðimenn hafa vanmetið kímnigáfu Snorra og þrotlausan áhuga hans á valdabaráttu mannfólksins. Ólafur Halldórsson skrifar um alkunn frá- sagnarbrögð í nokkrum sögum, Guð- rún Ása Grímsdóttir skrifar þátt um ævi Jóns Ólafssonar úr Grunnavík og Aðalsteinn Eyþórsson birtir rannsókn sína á íslenskum nautanöfnum í nútíð og fortíð og setur í samband við bók- menntir, siði og venjur íslenska bændasamfélagsins. í Málstofu Griplu eru andmæli Sverris Tómassonar, Bo Almqvists og Einars G. Péturssonar (ex auditorio) við doktorsvöm Ólínu Þorvarðardótt- ur og svör hennar. Loks er í ritinu minningargrein Torfa H. Tulinius um dr. phil Bjarna Einarsson. Ritstjórar Griplu eru Guðvarður Már Gunnlaugsson, Guðrún Ása Grímsdóttir og Sverrir Tómasson. Úlfhams saga Stofnun Árna Magn- ússonar hefur líka gef- ið út Úlíhams sögu sem Aðalheiður Guð- mundsdóttir bjó til prentunar. Þetta er sagan af Hálfdani vargstakki Gautakon- ungi og Úlfhami syni hans, átökum þeirra feðga við menn og vættir og samskipt- um þeirra við konur sem skapa þeim örlög, ill eða góð. Það sérkennilega er að sagan á sér enga varðveitta frumgerð heldur birt- ist hún i rímnaflokki frá miðöldum og í þremur harla ólíkum lausamálsgerð- um frá 17., 18. og 19. öld sem rekja má beint eða óbeint til rímnanna. í útgáfu Aðalheiðar eru allar þessar gerðir prentaðar og í inngangi lýsir hún handritunum og ber þau saman. Meg- inefni inngangsins er þó rannsókn á sögunni og leidd rök að því að frum- sagan glataða hafi verið fomaldarsaga. Stjúpu-, álaga- og varúlfsminni gegna miklu hlutverki og Aðalheiður setur þau í samhengi við islenskar og erlend- ar miðaldasögur. Útgáfan sýnir hvem- ig ákveðin saga lifír gegnum aldir en er löguð að ólíkum aðstæðum og frá- sagnaraðferðum. ÖLFHAMS SAGA Skírnir líka kominn Vorhefti Skímis er komið með fjölbreyttu efni. Meðal annars eru þar þrjár greinar sem snerta Evrópustjómmál og afstöðu okkar til Evr- ópusambandsins eftir Svan Kristjánsson, Sig- ríði Þorgeirsdóttur og Bjöm Þorsteinsson. Tvær greinar eru helgaðar Halldóri Laxness: Þorleifur Hauksson kannar byltingarkenndan ritgerðastíl Halldórs og tengir hann við skáldsögumar. Helga Kress skoðar tónlistina í verkum Halldórs og tengir hana við kvenmynd eilífðarinnar. í Skímismálum andmælir Þorsteinn Þorsteinsson tíu ára gamalli grein Inga Boga Bogasonar um frægasta kvæði Jóhanns Jónssonar, Söknuð. Ármann Jakobsson skrifar um ástarsöguna Flóres og Blankiflúr, og umsagnir eru um bókina Kvenna megin eftir Sigríði Þorgeirsdóttur og þýðingar Gunnars Ragnarssonar á tveimur ritum eftir John Dewey. Skáld Skírnis er Sigfús Bjartmars- son en myndlistarmaðurinn Margrét Blöndal. Eva Heisler skrifar um list hennar. Svavar Hrafn Svavarsson og Sveinn Yngvi Egilsson ritstýra Skími. SKÍRNIR JsðKlst' ascisSiÉ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.