Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 Skoðun DV Hvernig líst þér á nýjan meirihluta D- og B-lista? (Spurt á Akureyrí): Þorstelnn Guðbjörnsson þjónustustjóri: Mér líst djöfullega á hann. Ég vil enga framsóknarmenn í stjórn þessa bæjar. Ekki nógu vel. Ég heföi kosiO aOra samsetningu. Aðalsteinn Hreinsson bóndi: „Mér líst þokkalega á hann. ViO megum ekki dæma þá fyrir fram. Slgríður Pálsdóttir verslunarstjóri: Mér líst mjög vel á hann. Margrét Sigurðardóttir afgreiðsludama: Bara alveg þokkalega. Ég vona aO þau standi sig vel. Eva BJörk Heiöarsdóttir neml: Mér líst ágætlega á hann. Ég kaus framsókn þannig aö ég er sátt. Fyrir sig - ekki S amfylkinguna Gunnar Gunnarsson skrifar:________________________ Margir setja eins konar samasem- merki á milli R-listans og Samfylk- ingarinnar. Líklega má rekja þetta til þess að forystumenn Samfylking- arinnar og R-listans eru venslaðir. En R-listinn og Samfylkingin eru að öðru leyti tvö aðskilin stjómmálaöfl - þótt náskyld séu pólitískt. Án máttarstólpans Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur væri R-listinn einskis virði. Fylgismenn R-listans bera því kvíðboga fyrir framvindu mála eftir því sem nær dregur al- þingiskosningum ef fara mun sem horfir að kallað verði eftir liðsinni Ingibjargar Sólrúnar við Samfylk- inguna. Og fylgismenn Samfylkingarinn- ar búast við verulegu fylgishruni berist henni ekki nýr liðstyrkur í forystuna - raunar nýr formaður sem er þess umkominn að stýra flokki sem þá er einn og óstuddur en ekki í skjóli annarra likt og í borgarstjómarkosningunum. Formaður Samfylkingarinnar hefur ekki reynst sú pólitíska drif- fjöður til að halda fylginu, hvað þá auka það. Pólitískur forgrunnur hans úr Alþýðubandalaginu og á rit- stjórastóli Þjóðviljans þykir mörg- um samfylkingarmönnum ekki beysin undirstaða þegar höfða á til almennra kjósenda nú - segja hann vinna meira fyrir sig en flokkinn í heild. Til alþingiskosninga gengur Samfylkingin þvi verulega löskuð með núverandi forystu. Það er því eðlilegt að gægjast inn i raðir R-list- ans og sjá hvort hann geti séð af ein- Össur Skarphéðlnsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - vensluö en ólíkir stjórnendur. „Þar sem telja verður nokkuð víst að Ingíbjörg Sólrún gefi ekki kost á sér í þriðja sinn til borgarstjóra í Reykjavfk og Sjálfstœðisflokkur yfirtaki borgina eftir fjögur ár má litlu skipta fyrir Ingibjörgu Sólrúnu hvort hún hverfur frá borginni eftir eitt ár eða fjögur. “ hverjum sem gagnast megi til for- ystu Samfylkingarinnar. En þar er engan að sjá nema 8. mann listans, sjálfan borgarstjórann. Þar sem telja verður nokkuð víst að Ingibjörg Sólrún gefi ekki kost á sér í þriðja sinn til borgarstjóra í Reykjavík og Sjálfstæðisflokkur yf- irtaki borgina eftir fjögur ár má litlu skipta fyrir Ingibjörgu Sólrúnu hvort hún hverfur frá borginni eftir eitt ár eða fjögur. Því verður að telja næsta öruggt að hún muni verða við óskum um að bjarga Samfylk- ingunni fyrir hom í komandi kosn- ingabaráttu að ári. Auðvitað að því tilskildu að hún verði í fyrsta sæti sem formannsefni - og að fráfarandi formaður geti horfið að góðu og tryggu embætti (ríkistryggðu að sjálfsögðu). Það fer því hver að verða síðastur í borgarstjómarflokki R-listans til aö fmna sér nýjan starfsvettvang því eftir að Ingibjörg Sólrún hættir sem oddamaður listans er þar ekki einn maður eftir sem nýtur trausts og virðingar fyrir störf sín að borg- armálum. Raunar ekki í stjórnmál- um yfírleitt. Verður Hringbrautin flutt? Egill skrífar: Hringbrautin á að fara niður fyrir Umferðarmiðstöðina samkvæmt nýju skipulagi. Heyrst hafði að byrja hefði átt á verkinu á síðasta ári, en ekkert varð af flutningnum. Nú era bifreiða- stæði á Landspítalalóðinni, við Fæð- ingardeild og Bamaspítala yfirfull og gatan sjálf orðin flöskuháls á anna- tímum. Það er mál margra sem til þekkja, ekki síst fagmanna í flug- rekstrinum í Vatnsmýrinni, að verði Hringbrautin flutt niður í mýrina sé úti um allt flug frá þeim stað þar sem nú er Reykjavíkurflugvöllur, nema austur-vesturbrautin verði notuð sem aðalbraut um ókomna tíð. Það þykir þó þeim sem til þekkja ekki líklegt. Margir vilja meina að af þessari framkvæmd muni aldrei verða af „Margir vilja meina að af þessari framkvœmd muni aldrei verða af ótta við að þá verði flugvöllurinn ekki lengur sá flugvöllur sem hann á að vera og öryggis- þœttir standist ekki lengur alþjóðlegan mœlikvarða. “ ótta við að þá verði flugvöllurinn ekki lengur sá flugvöllur sem hann á að vera og öryggisþættir standist ekki lengur alþjóðlegan mælikvarða. Rekstraraðilar vilja hins vegar fá úr því skorið hið fyrsta hver niðurstað- an verður. Fróðlegt væri að fjölmiðl- ar fæm ofan í saumana á þessu máli og greindu frá hvort óttinn um færslu Hringbrautarinnar á við rök að styðjast. Lesendasíða DV hafði samband við skrifstofu Borgarverkfræðings. Þar var upplýst að í raun væm þessar framkvæmdir háðar því hve skipu- lagsvinna gengi fljótt fyrir sig. Nýtt Skipulagsráð tekur við eftir kosning- arnar og eftir að það lýkur störfum tekur við hönnunarþátturinn, þá út- boð og aðrir skyldir þættir. Ekki em því neinar líkur á því að verklegar framkvæmdir hefjist á þessu ári, hvað sem síðar verður. - Því er kannski ekki fjarri lagi skoðun bréf- ritara um að viss ótti (og þá pólitísk- ur ótti) sé samfara flutningi Hring- brautarinnar niður í Vatnsmýrina. Allt skýrist það þó við „samanburð“ eins og annað. Garri Holdið selur Garri hefur aldrei kosið Framsóknarflokkinn en hlakkar nú mjög til að setja x við B í næstu alþingiskosningum. Garri er hluti af þeirri fylg- isaukningu flokksins sem mældist í síðustu skoðanakönnun DV. Garri hafði nokkra áður fengið upphringingu frá könnunarfyrirtæki þar sem hann var spurður um stuðning viö stjóm- málaflokka. „Ef það yrði kosið einmitt núna kysi ég Framsókn," heyrði Garri sjálfan sig segja við könnunarkonuna. Siðan lagði hann á - sat smá- stund agndofa í símastólnum. Honum leið eins og eftir tíma hjá vönduðum sálfræðingi sem hefði bent honum á að æska hans væri í raun handónýt og hann væri ekki svona heldur hinsegin. Hvaðan kom þessi rödd sem svaraði símakönnuninni? Framsóknarballett Garri las það í viðtali við Jörmund Inga alls- herjargoöa að hann taldi að heiðnin hefði síast inn í sig þegar amma hans hélt á honum og fór með rímur fyrir hann og gamlan fróðleik. Kannski átti Garri framsóknarformæður. Hann spurðist fyrir hjá ættfræðibrjáluðum frænda sin- um. „Nei, Garri minn,“ sagði frændinn. „Ætt þín er öll annaðhvort helblátt íhald eða svarrauöir kommúnistar." „Gæti þá ekki framsóknar- mennskan verið einhver blanda af þessu tvennu?“ spurði Garri. „Nei, því fer fjarri, góði minn. Ekki frekar en blanda af stífkrampa og parkinson er ballettdansari," svaraði frændi. Hálfnakinn Ætli Framsóknarflokkurinn hafi auglýst eitt- hvað að undanförnu? hugsaði Garri með sér en mundi ekki eftir neinni auglýsingu nema þeirri er sýndi Alfreð Þorsteinsson í gallabuxum. Spes gæi hann Alfreð. Engar aðrar auglýsingar komu upp í hugann. Guðni Ágústsson hafði haldið sig nokkuð til hlés að undanfómu og kannski hafði það áhrif á framsókn Garra. Obbobobb hugsaði hann með sér, hvar er svo Sif með vaffl? Hún var nánast horfln úr umræðunni. Það var eigin- lega bara Halldór sem hafði sést í fjölmiðlum. Já, hann hafði sést, já, heldur betur hafði hann sést. Og nánast allur hafði Halldór sést. Hann var nú í Bláa lóninu með einhverju útlendingi, svo var hann í sundi, svo var hann á þrekhjólinu fá- klæddur og nú síðast lá hann nánast nakinn í Dauðahafinu á forsíðu Moggans. Hold selur, hugsaöi Garri, hold selur. „Ég veit ekki hvað kom yfir hann,“ sagði ná- inn vinur Halldórs Ásgrímssonar við Garra í trúnaði. „Hann var ekki svona áður en hann fékk selskinnsjakkann." En holdið selur, hugsaði Garri, það er alveg ábyggilegt að holdiö selur. CyOurrl Handtekni drengurinn Magnús Sigur6sson skrifar: Ekki er nú öll vitleysan eins! Drengur einn sem sagður er hafa verið sjálfboðaliði á hættusvæðinu í Mið-Austurlönd- um og var hand- tekinn er nú orð- Brynjarssön 11111 aöalfrétt is- sjálfboðaliði. lenskra flölmiöla. - í umsjé utan- Og það sem meira ríkisráöuneytis. er; öll utanríkis- þjónustan er kom- in í málið og útvegar lögfræðing til að vinna aö þvi að drengurinn geti dvalið áfram í miöri styijaldarhætt- unni í Palestínu. Er ekki bara tími til kominn að við íslendingar kom- um sjálfir upp her, svo að við getum gegnt bæði vömum fyrir okkar eig- ið land og svo gripið inn í átök hjá öðrum þjóðum? Hver greiðir þessi sjálfboðaliðastörf erlendis? Erum það við, skattborgaramir? Alla vega er utanríkisþjónustan á fullu í þess- um endemis- og fiarstæðukenndu stríðsátökum ísraela og Palestínu. Með sjómönnum sínum Halldóra ðlafsdóttir hringdi: Ég horfði á sjónvarpsfréttir frá sjómannadeginum á Akureyri sl. sunnudagskvöld. Þar greindi frétta- maður frá helstu viðburðum dags- ins eins og gengur. í lýsingu sinni talaði hann um að þar nyrðra hefðu menn komið saman með „sjómönn- um sínum“. Þetta finnst mér skond- ið orðatiltæki, svo ekki sé meira sagt. Mér flnnst sjómenn, með sinn sérstaka skattaafslátt umfram aðrar launastéttir, ekki vera þeir vor- menn íslands að við hin séum að kalla þá „sjómennina okkar". Ekk- ert frekar en við tækjum upp á því að tala um forstjórana „okkar" eða flugmennina „okkar", svo dæmi sé tekið af handahófl. Sjómenn em ekki lengur þær hetjur sem þeir vom áður fyrr við illan aðbúnað og bág kjör. Nú er öldin önnur, og við erum einfaldlega „stétt með stétt“. Þess vegna skulum við gjöra rétt og )ola ei órétt í neinu formi. Flugvél úti í mýri... - og úti var ævintýri. Línan eða flugvöllur Elli hringdi: Hvemig skyldi standa á því að flugvöllur í einkaeign er útbúinn svo skammt frá raflínum að hætta kunni að myndast við umferð lítilla flugvéla? Spyr sá sem ekki veit. Mér flnnst einkennilegt ef flugvöllurinn er svo skammt frá þessum línum sem einkaflugvél flaug á. Spuming- in hlýtur að snúast um það hvort var sett upp á undan, flugvöllurinn eða raflinumar. Hér er augljóslega handvömm um að ræða, sem eftir á að hyggja hlýtur að vera á ábyrgð hins opinbera því leyfl hlýtur að þurfa til að útbúa flugvöll fyrir al- menna flugumferð og raflínur eru jú á vegum hins opinbera. Líkamsárásum linni Miðborgarbúi skrifar: Það verður ekki liöið lengur að svona atburðir eins og þessar lík- amsárásir og önnur illvirki sem eiga sér stað helgi eftir helgi hér í nágrenninu verði ekki stöðvaðir. Nú verður borgin að ráða sérstaka löggæslumenn í aðalgötur borgar- innar til að vera á ferli allt til morg- uns og þeir séu tveir eða þrír sam- an, í þessum aðalgöhun sem hér er um að ræða, Austurstræti, Hafnar- stræti og við Lækjartorgið. [öV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíö 24, 105 ReyKjavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.