Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 27 DV Sport Þaö eru ekki allir á því aö senegalski framherjinn sé á leið- inni til Liverpool þó að hann sjálf- ur segi að allt hafi ver- iö orðið klappað og klárt fyrir Frakkaleik- inn. „Ég samdi við Liverpool fyrir Frakka- leikinn og spila örugg- lega á Anfl- * eld næsta E HaÍd' Dl0Uf- vetur. Ég gat alveg hugsað mér að spila áfram hjá Lens en ég vO leika fyrir stærra félag,“ sagði Diouf en Lens hefur greinOega hug á að fá meira fyrir sinn snúð og félagið lét í gær hafa eftir sér eftirfarandi yfirlýs- ingu. „Lens vill hafa það á hreinu að E1 Hadji Diouf hefur ekki verið seldur tO Liverpool og engir samn- ingar hafa verið undirritaðir". Nú hafa félögin ákveðið að bíða með að ganga frá málunum þar tO riðlakeppninni er lokið en næst verður hann i sviðsljósinu gegn Dönum á flmmtudag. -ÓÓJ Houllier dáist að Diouf Gerard Houllier, framkvæmda- stjóri Liverpool, hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á hinum 21 árs E1 Hajdi Diouf frá Senegal sem lék vöm heimsmeistara Frakka svo grátt í fyrsta leik heimsmeist- arakeppninnar. Allt bendir líka tO þess að kappinn sé á leiðinni á An- field þótt frammistaða hans í leiknum hafi kveikt peninga- glampa í augum Lens-manna þar sem þessi besti knattspymumaður Afríku á síðasta ári lék við góðan orðstir í vetur. Á heimasíðu Liverpool segist Houllier bjóða Diouf velkominn í ensku úrvalsdeOdina og gera það glaður í bragði. „Ég dáðist að leik hans gegn Frökkum þar sem hann gaf skýr dæmi um hæfileOca sína en ég hrífst mest af baráttuanda hans og hve hann heldur uppi sterkum liðsanda. Diouf fómar sér fyrir liðið - það sýndi hann um leið og skOaði þessu erfiða hlut- verki gegn Frökkum," sagði HouOier sem hefur ekki áhyggjur af því hversu oft Diouf var dæmd- ur rangstæður. „Það er góður gaOi og það er aOtaf hægt að kenna mönnum að forðast það að verða rangstæðir." „Spila örugglega á Anfield næsta vetur“ Á myndinni hér að ofan fagna þeir Rivaldo, Edmilson og Denilson sigurmarki Brasilíu- manna gegn Tyrkjum sem Rivaldo skoraöi úr vafsamri vítaspyrnu en á myndinni til vinstri sést snillingurinn Ronaldo í baráttu við tyrk- neska varnarmanninn Alpay Ozalan en hlut- skipti þeirra var ólíkt í leiknum. Ronaldo skoraði en Alpay fékk rauöa spjaldiö. Reuters Iðrast ekki - segir Unsal hafa átt rauða spjaldið skilið BrasOlumaðurinn Rivaldo segist ekki iðrast þess að hafa látið sig detta með tO- þrifum undir lok leiks BrasOiumanna og Tyrkja í gær með þeim afleiðingum að tyrkneski vamarmaðurinn Hakan Unsal fékk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka boltanum í hann. Rivaldo fékk boltann í síðuna en tók um andlit sér þegar hann datt - sérlega lúaleg framkoma hjá nnars frábærum leikmanni. „Ég iðrast ekki. Ásetningurinn skiptir öOu og hann átti spjaldið skOið. Það verður að vemda hæfileikaríka leik- menn og loksins kom dómari sem þorði að taka af skarið. Það er vonandi að fleiri dómarar taki hann tO fyrirmynd- ar,“ sagði Rivaldo og átti við Kóreumanninn Kim Young-joo, sem dæmdi oft á tíðum skrautlega. -ósk Rivaldo umdeildur fyrir leikaraskap: ^^]<^REA)AmN C-riðill Úrslit: Brasilla-Tyrkland ...2-1 0-1 Hasan Sas (45.), 1-1 Ronaldo (50.), 2-1 Rivaldo, víti (87.). Rauö spjöld: Alpay Ozalan, Tyrklandi (87.), Hakan Unsal, Tyrklandi (90.). Brasilía Staða: 110 0 2-1 3 Kína 0 0 0 0 0-0 0 Kosta-Ríka 0 0 0 0 0-0 0 Tyrkland 10 0 1 1-2 0 G-riðill Úrslit: Króatía-Mexíkó..............0-1 0-1 Cuauhtemoc Blanco, víti (60.). Rautt spjald: Boris Zivkovic, Króatíu (60.). Ítalía-Ekvador..............2-0 1-0 Christian Vieri (7.), 2-0 Christian Vieri (27.). Staða: Ítalía 110 0 2-0 3 Mexíkó 110 0 1-0 3 Króatía 10 0 1 0-1 0 Ekvador 10 0 1 0-2 0 HM í dag í dag leika Kina og Kosta-Ríka klukkan 6.30, Japan og Belgía leika klukkan 8.30 og klukkan 11 hefst leikur Suður-Kóreu og Póllands. -ósk Góð byrjun hjá brasilíska liðinu á HM: Sambabolti - Brassar sýndu gamalkunna sóknartakta gegn Tyrkjum Hafi menn haft áhyggjur af því að Luis Felipe Scolari, þjálfari Brasil- íumanna, myndi leggja upp með varnarleik á HM þá hurfu þær áhyggjur eins og dögg fyrir sólu þeg- ar Brasilíumenn mættu Tyrkjum í gær. Strax frá byrjun var blásið til sóknar og var sérstaklega gaman að sjá Ronaldo sem var í frábæru formi og sýndi gamalkunna takta á þeim 70 mínútum sem hann lék. „Ég skipti Ronaldo út af þar sem hann var orðinn þreyttur. Hann var búinn að standa sig vel og mér fannst ekki vera ástæða til að keyra hann út. Hann er ekki enn kominn í sitt besta form en guð hjálpi andstæðingum okkar þegar hann kemst í það,“ sagði Scolari, þjálfari Brasilíumanna, um þá ákvörðun sina að skipta Ronaldo út af. Óréttlæti Tyrkir komust einnig vel frá leiknum og sýndu að þeir geta gert góða hluti í keppninni. Þjálfari Tyrkja, Senol Gunes, var ósáttur við að lið hans skyldi ekki fá eitt stig í leiknum. „Við mættum stoltir til leiks og gengum stoltir af velli. Við gerðum okkar besta en þvi miður uppskár- um við ekki eftir þvi. Þessi úrslit voru mjög óréttlát. Mér fannst við eiga skilið að fá eitt stig út úr leikn- um af ástæðum sem ég ætla ekki að fara út i nánar,“ sagði Gunes og var væntanlega að vitna í frammistöðu dómarans Kim Young-joo sem var oft á tíðum skrautleg. Veröum bara betri Ronaldo var í skýjunum eftir leik- inn enda sýndi hann loks hvers hann er megnugur eftir langa bar- áttu við erfið meiðsli. „Það var gaman að skora markið sem kom okkur aftur inn i leikinn og það gefur mér mikið sjálfstraust fyrir næstu leiki. Ég hef mikla trú á þessu liði. Við eigum eftir að spfia fleiri leiki, skora mikið af mörkum og getum i raun bara orðið betri,“ sagði þessi frábæri knattspymu- maður eftir leikinn. Luis Felipe Scolari, þjálfari Bras- ilíumanna, var ánægður eftir leik- inn. „Þetta var erfiður leikur. Við gerðum þau mistök að láta þá skora rétt fyrir leikhlé og það er sérstak- lega slæmur timi til að fá á sig mark. Við þurftum að sigrast á því og það var hægara sagt en gert því Tyrkir eru með gott lið sem við ber- um virðingu fyrir,“ sagði Scolari. „Við mætum Kínverjum næst og munum ekki vanmeta þá. Þeir eru með góða leikmenn sem geta auð- veldlega valdið usla ef þeir fá tæki- færi tfi þess,“ sagði Scolari eftir leikinn gegn Tyrkjum." -ósk s? *.<4rv .2002 tá Jfij Málið er ekki að vera með, heldurað vinna! Nú geturþú tippað á einn leikl í t>Ú4ttfeí&nn'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.