Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 1
Skoruðu ekki mark Heimsmeistarar Frakka hafa brotiö blaö í knattspyrnusögunni. 1 fyrsta sinn í sögu HM þurfa heimsmeistararnir aö fara heim, án sigurs og án þess aö skora mark. í morgun ráku Danir síöasta nagiann í líkkistu þeirra meö 2-0 sigri í lokaumferð A-riðils og sigr- uöu þeir í honum og Senegatar, sem geröu 3-3 jafntefli gegn Úrúgvæ, fylgia Dönum áfram í 16-iiöa úrslit. Tvisvar áöur hefur þaö gerst að ríkjandi heimsmeistarar þurfa aö snúa heim strax eftir riölakeþþnina. Árið 1950 komust ítalar ekki í uþp úr sínum riöti í úrslitariðilinn, og áriö 1966 fór Brasilía heim eftir að hafa unniö einn leik en tapaö tveimur þar sem besti leikmaöur heims á þeim tíma, Pele, var sparkaður niöur í gríö og erg. Sjálfsagt verður árangur Frakka nú helst kenndur því aö Zinedine Zidane, umdeilan- lega besti leikmaöur heims í dag, lék ekki meö Frökkum fyrstu tvo leiki þeirra á mótinu. Sjá nánar á bls. 27 Tvö lögregluembætti kröfðu gistiheimili svara: Heimtuðu upplýsingar um kínversk eftirnöfn - í skjóli hryðjuverkalaga „í síðustu viku komu menn frá Lögreglunni í Keflavík og heimtuðu upplýsingar um það hvort í gesta- skránni væri að finna kínversk eft- imöfn. Ég var ekki viðstaddur en starfsfólkið lét lögreglu hafa ljósrit," segir Elías Georgsson, fram- kvæmdastjóri Gistiheimilisins Fitja í Keflavík, sem í þrígang hefur feng- ið kröfu lögreglu um að hann upp- lýsi hvor gestir hans beri kínversk eftimöfn. Hann segir að Keflavíkurlögregla hafi þama verið að leita liðsmanna Falun Gong, hreyfingarinnar sem vill koma mótmælum sínum á fram- færi við Jiang Zemin, forseta Kína sem væntanlegur er á morgun. Sjálfur hefur Elías neitað að verða við þessum kröfum lögregl- unnar. Hann segir að í síðustu viku hafi menn frá Lögreglunni í Kefla- vík komið á gistiheimið og spurt spuminga án þess að nefna tilgang eða að þeir væru rannsóknarlög- reglumenn. Seinna hafi þeir hringt með sömu óskir. Síðan hafi steininn tekið úr þegar annað lögregluemb- ætti hafi líka verið komið í málið. „í gær hringdi í mig maður frá lögregluembættinu á Keflavíkur- flugvelli. Hann lét eins og hann væri að spjalla um daginn og veginn og spurði hvort mikið væri um bók- anir hjá mér. Ég brást illa við og bað manninn að kynna sig og segja mér hverju hann væri að slægjast eftir. Þá kom í ljós að hann var að leita að því sama og hinir, kínversk- um nöfnum. Þetta em öfgakenndar aðgerðir," segir Elías. Hann segir lögregluafskiptin í öll- um skilningi óþolandi. „Menn geta ímyndað sér hvað það þýðir að vera stöðugt með lög- regluna inni á gafli. Gestirnir halda þá að ég sé í gruggugum rekstri. Þá er þarna um að ræða viðskiptaupp- lýsingar sem þeir eiga ekkert með að fara í nema hafa ríkar ástæður,“ segir hann. Hann segist hafa haft samband við Persónuvemd vegna þessara mál og þar á bæ hafi honum verið sagt að lögreglu væri heimilt að leita slíkra upplýsinga. Lög sem sett voru til höfuðs hryðjuverkamönn- um um síðustu áramót heimiluðu slíkt. „Það mætti halda að þetta væri brandari en svo er ekki. Þama er á ferð grafalvarleg lögreglurann- sókn,“ segir Elías. -rt ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 6 OG BAKSÍÐU Fótbolta- æði rennur á Dani „Hér talar fólk ekki um annað en fótbolta. Ef menn fá ekki frí í vinnunni er séð til þess að þeir sjái leikina á stór- um skjám í mötuneytum, bör- um, skólum og eiginlega hvar sem er. Hér er mikið fótbolta- æði í gangi," sagði Pálmi Geir Ríkharðsson, námsmaður á Kagsá-stúdentagarðinum í út- jaðri Kaupmannhafnar, við DV í morgun. Pálmi sagði Dani sigurr- reifa eftir leikinn gegn Frökk- um í morgun en þeir hafi ver- ið nokkuð öruggir um að komast áfram á HM. „En það versta fyrir íslendinga hér er að danska sjónvarpið er alltaf að sýna brot úr 6-0 leiknum gegn íslendingum í haust. Það gera þeir i pásum og kynning- um á HM-þáttunum. Það get- ur verið svolítið sárt.“ -hlh JÖFN OG HÖRÐ KEPPNI { TORF/ÍRUNNI Hörku- keppni í götubíla- fiokknum * GARRI í LEIKFIMI OG HUGLEIÐSLU: Hápólitískar nárateygjur www.intersport.is VINTEFtSPORT 100% SPORT BÍLDSHÖFÐA SMÁRALIND SELFOSSI s. 510 8020 s. 510 8030 s. 482 1000 28

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.