Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 ^ Islendingaþættir I>V Unisjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 80 ára___________ Erna Árnadóttlr, Skipasundi 92, Reykjavík. Hún er stödd á Akureyri á afmælisdaginn. 75 ára___________ Almar Jónsson, Karlsrauöatorgi 12, Dalvík. Hörður Sigurjónsson, Hverfisgötu 42, Reykjavík. Jóhanna Sigurjónsdóttir, Grænatúni 20, Kópavogi. Ragnhildur Steingrímsdóttir, Hjallalundi 20, Akureyri. 70 ára Jón Öskarsson, Laufskálum 6, Hellu. Jón Sigurösson, Sólbakka, Borgarfiröi eystri. Njáll Þórðarson, Hólabraut 3, Blönduósi. Unnur Ólafsdóttlr, Ástjörn 7, Selfossi. 60 ára___________ Krlstinn Antonsson, bóndi í Fellskoti II, Biskupstungnahreppi. Hann tekur á móti gestum f Aratungu laugardaginn 15.6. frá kl, 20.00. Björn Ólafsson, Hofgöröum 1, Seltjarnarnesi. Erla M. Frederiksen, Brautarási 14, Reykjavík. Ingveldur Guöbjörnsdóttir, Grashaga 14, Selfossi. 50 ára_____________ Agnes Sigríour Agnarsdóttir, Helguvík, Bessastaðahreppi. Auðbjörg Þorsteinsdóttlr, Borg, Austur-Skaftafellssýslu. Eyþór Vilhjálmsson, Logafold 175, Reykjavík. Guðlaugur T. Óskarsson, Borgarholtsbraut 53, Kópavogi. Guðmundur Ólafur Ingvarsson, Miklubraut 48, Reykjavík. Helga Gísladóttir, Hlíöarhjalla 76, Kópavogi. Jóhanna Llnnet, Hæöarbyggö 21, Garöabæ. Páll Stefánsson, Frostaskjóli 77, Reykjavík. Tamara Soutourina, Fífuhvammi 27, Kópavogi. Þuríður Yngvadóttir, Suðurreykjum 1, Mosfellsbæ. 40ára______________ Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Ljósvallagótu 14, Reykjavík. Auðunn Hermannsson, Reyrhaga 20, Selfossi. Ágústa Kristín Bragadóttir, Reykjabraut 5, Króksfjarðarnesi. Ásgeir Þór Tómasson, Tindaseli 1, Reykjavík. Guðmundur Guðlaugsson, Furubyggð 34, Mosfellsbæ. Gunnar Stefán Jónasson, Reykási 33, Reykjavík. Jóhanna Hrund Hrelnsdóttlr, Hveramörk 19a, Hverageröi. Jóna BJörg Jónsdóttlr, Eyjahrauni 35, Þorlákshöfn. Klrsten Ruhl, Arnarhrauni 35, Hafnarfiröi. Margrét Gunnlaugsdóttir, Nökkvavogi 4, Reykjavlk. Oddný Vala KJartansdóttlr, Álakvísl 22, Reykjavlk. Sigurlaug Grétarsdóttlr, IJIugagötu 52a, Vestmannaeyjum. Öm Pálmason, Vesturvallagötu 3, Reykjavík. Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Jón Kristjánsson, heilbrigöis- og tryggingamalaráðherra, Selási 12, Egilsstöðum, er sextugur í dag. Starfsferill Jón fæddist að Stóragerði í Skagaflrði og ólst þar upp og að Ós- landi í Skagafirði frá 1946. Hann lauk landsprófi frá Héraðsskólanum í Reykholti í Borgarfirði 1959 og prófi frá Samvinnuskólanum að Bif- röst 1963. Jón stundaði verkamannavinnu hjá Vegagerðinni og Síldarverk- smiðjum ríkisins 1959-60, verslun- arstörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga 1960-63, var verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöð- um 1963-78, félagsmálafulltrúi hjá Kaupfélagi Héraðsbúa 1978-84, al- þingismaður fyrir Framsóknar- flokkinn í Austurlandskjördæmi frá 1985, var ritstjóri Tímans 1992-93 og 1994-95 og er heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra frá 14.4. 2001. Jón er ritstjóri vikublaðsins Austra á Egilsstöðum frá 1974, sat í sýslunefnd Suður-Múlasýslu 1974-87, var stjórnarformaður Hér- aðsskjalasafns Austfirðinga 1975-88, á sæti í miðstjórn Framsóknar- fiokksins og gegnir ýmsum öðrum trúnaðarstöfum fyrir flokkinn, sat í blaðstjórn Tímans frá 1985 og var formaður hennar 1987-91, sat í stjórn Landssambands samvinnu- starfsmanna 1980-83, var forseti neðri deildar Alþingis 1987-88, sat í þingmannasambandi Norður-Atl- antshafsríkja 1985-87 og 1991-2001, sat í Norðurlandaráði sem varamað- ur 1987-90 og aðalmaður 1990-91, sat þing SÞ 1989 og afvopnunarráð- stefnu SÞ 1988, var formaður fjár- laganefhdar Alþingis 1995-2001, var stjórnarformaður Kaupfélags Hér- aðsbúa 1987-95, var formaður Leik- félags Fljótsdalshéraðs í tvö ár, var varaformaður Ferðamálaráðs ís- Sextug lands 1998-2001, sat í Markaðsráði ferðaþjónustunnar 1999-2001, var stjórnarformaður Upplýsingamiðl- unar ferðamála í Reykjavík 1998-2001 og sat í stjórn Náttúru- stofu Austurlands 1994-2001. Jón hefur skrifað fjölda greina i dagblöð um stjórnmál, ritstýrt árs- riti Kaupfélags Héraðsbúa, Sam- herja 1969-85 og tók saman sögu fé- lagsins á árunum 1950-70. Fjölskylda Jón kvæntist 25.12. 1964 Margréti Einarsdóttur, f. 19.11. 1946, þjón- ustufulltrúa í Landsbanka íslands. Hún er dóttir Einars Ólafssonar, rafvirkjameistara á Egilsstöðum, og Ásgerðar Guðjónsdóttur húsmóður. Börn Jóns og Margrétar eru Við- ar Jónsson, f. 30.11. 1964, verkfræð- ingur; Ásgerður Edda Jónsdóttir, f. 10.1. 1968, BA í útgáfu- og fjölmiðla- fræði, búsett í Kanada, gift Kent William Russsel Langworth en börn þeirra eru Mikael Langworfh og Daniel Jón Langworth; Einar Krist- ján Jónsson, f. 23.11. 1973, lögfræð- ingur, í sambúð með Áslaugu Björnsdóttur og er sonur þeirra Björn Orri en sonur Áslaugar er Skúli Ágúst Ámason. Systkini Jóns: Margrét Kristjáns- dóttir, f. 7.8. 1933, húsmóðir á Sauð- árkróki; Þóra Kristjánsdóttir, f. 11.9. 1936, skrifstofumaður á Sauðár- króki; Svava Kristjánsdóttir, f. 9.6. 1947, skrifstofumaður á Hvanneyri. Foreldrar Jóns: Kristján Jónsson, f. 27.12. 1905, bóndi að Óslandi, og Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1.4. 1907, d. 20.10. 1955, húsfreyja. Ætt Kristján er sonur Jóns, smíðs í Stóragerði í Óslandshlíð Sigurðs- sonar, b. í Grímsgerði í Fnjóskadal, Árnasonar, b. á Draflastöðum, Jóns- sonar, ríka á Mýri, Jónssonar, b. Sólveig Stefanía Jónsdóttir húsfreyja í Munaðarnesi í Árneshreppi Sólveig Stefania Jónsdóttir hús- móðir, Munaðarnesi, Árneshreppi, verður sextug á morgun. Starfsferill Sólveig fæddist í Stóru-Ávík í Víkursveit á Ströndum og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf þess tíma. Hún naut almenns barna- skóíalærdóms þar í sveitinni. Sólveig flutti í Munaðarnes 1960 og hefur átt þar heima síðan. Sólveig hefur lengst af verið hús- freyja á barnmörgu heimili. Þá hef- ur hún verið formaður Kvenfélags Árneshrepps nokkur undanfarin ár. FJölskylda Sólveig giftist 15.7. 1961 Guð- mundi Gísla Jónssyni, f. 9.6. 1939, bónda og hreppstjóra í Munaðar- nesi. Hann var sonur Jóns Jens Guðmundssonar, f. 27.5. 1912, og Pálínu Sigurrósar Guðjónsdóttur, f. 13.11. 1919, bænda í Munaðarnesi fram til 1980, sem hafa dvalið á Hrafnistu í Hafnarfirði. Börn Sólveigar og Guðmundar Gísla eru Bergvin Sævar Guð- mundsson, f. 18.10. 1961, sjómaður í Grundarflrði, en kona hans er Elín- borg Þorsteinsdóttir, bankastarfs- maður í Grundarfirði, og eiga þau þrjú börn;Birgir Guðmundsson, f. 13.3. 1963, fangavörður i Grundar- firði, en kona hans er Patrica Laugesen, hjúkrunarfræðingur við dvalarheimli aldraðra i Grundar- firði og eiga þau þrjú börn; Unnur Pálína Guðmundsdóttir, f. 22.7.1966, húsmóðir og starfrækir fatahreins- un í Grundarfirði, en maður hennar er Sigurjón Fannar Jakobsson skip- stjóri og eiga þau þrjú börn; Guð- björg Guðmundsdóttir, f. 6.2. 1975, starfsmaður við Álverið í Straums- vík, búsett í Hafnarfirði; Bryndís Guðmundsdóttir, f. 13.4.1978, starfs- maður við Álverið í Straumsvík, bú- sett i Kópavogi, en sambýlismaður hennar er Bjarni Einarsson, starfs- maður við Álveriö í Straumsvík; Hafrún Guðmundsdóttir, f. 7.4.1981, húsmóðir í Grundarfirði, en sam- þar, Halldórssonar, ættföður Mýrar- rættar. Móðir Sigurðar i Gríms- gerði var Kristín, systir Jóns, alþm. á Gautlöndum, afa Steingríms Stein- þórssonar forsætisráðherra og Har- alds Guðmundssonar ráðherra og langafa Jóns Sigurðssonar banka- stjóra. Kristín var dóttir Sigurðar, b. á Gautlöndum, Jónssonar, bróður Jóns ríka. Móðir Kristínar var Bót- hildur Þorkelsdóttir, systir Elinar, ömmu Kristjáns Fjallaskálds. Móðir Jóns í Stóragerði var Friðrika Krist- jánsdóttir, b. í Böðvarsnesi, Guð- laugssonar. Móðir Kristjáns á Óslandi var Ní- elsína Kristjánsdóttir, b. í Krossa- nesi í Eyjafirði, Gislasonar, b. í Pét- ursborg í Glæsibæjarhreppi, býlismaður hennar er Sólberg Ás- geirsson knattspyrnuþjálfari og eiga þau eina dóttur. Sysfkini Sólveigar eru Anna Jónsdóttir, f. 16.10. 1938, búsett á Akranesi, en maður hennar er Karl Hallbertsson, þau eiga tvö börn, Anna átti tvö börn fyrir; Margrét Jónsdóttir, f. 15.11. 1939, verslunar- maður viö Kaupfélagið í Norður- firði, en maður hennar er Gunn- steinn Gíslason og þau eiga fimm börn; Fanney Ágústa Jónsdóttir, f. 15.2. 1941, húsmóðir á Akranesi en maður hennar er Jón Jónsson og Bjarnasonar. Móðir Níelsínu var Margrét Hálfdánardóttir, b. i Krossanesi, Hálfdánarsonar. Ingibjörg var dóttir Jóns, b. í Marbæli í Hofshreppi, Erlendsson- ar, b. i Gröf, Jónssonar, b. að Litlu- Brekku, Þorsteinssonar. Móðir Er- lends var Hólmfríður Erlendsdóttir, b. á Vatni á Höfðaströnd, Jónsson- ar. Móðir Jóns í Marbæli var Ingi- björg Jónsdóttir, b. í Gröf, Jónsson- ar, ríka á Lambanes-Reykjum. Móðir Ingibjargar var Anna Rögnvaldsdóttir, b. í Brekkukoti, Þorleifssonar og Guðrúnar Jóns- dóttur frá Hreppsendaá. Jón og Margrét verða í útlöndum á afmælisdaginn. þau eiga fjögur börn; Hrafnhildur Jónsdóttir, f. 6.9. 1944, húsmóðir á Akranesi, en maður hennar er Elías Magnússon og þau eiga fjögur börn; Guðmundur Jónsson, f. 16.10. 1945, trilluútgerðarmaður í Stóru-Ávík, en kona hans var Hulda Kjörenberg, þau eiga þrjú börn; Jón Jónsson, f. 31.7. 1948, búsettur i Reykjavík, en kona hans er Guðbjörg Elisdóttir og eiga þau þrjár dætur; Kristín Guð- rún Jónsdóttir, f. 27.6. 1950, búsett á Akranesi, en maður hennar er Hall- dór Jónsson en hún á tvö börn; Hörður Jónsson, f. 8.3. 1953, búsett- ur á Galtavík við Akranes, en kona hans er Guðný Geirsdóttir og þau eiga þrjú bórn; Benedikt Guðfinnur Jónsson, f. 8.9. 1954, d. 9.11. 1974; Ólína Elísabet Jónsdóttir, f. 27.9. 1955, búsett á Akureyri, og hún á tvö börn. Foreldrar Sólveigar voru Jón Guðmundsson, f. 13.10. 1910, d. 25.1. 1974, bóndi, og Unnur Aðalheiður Jónsdóttir, f. 1.8. 1917, d. 8.9. 1991, húsfreyja. Þau bjuggu í Stóru-Ávík í Árneshreppi. Sólveig tekur á móti gestum að heimili sínu fostudagsklvöldið 21.6. Andlát Gerða BJörg Sandholt andaðist fimmtud. 6.6. Guörún Katrín Guðný Gunnarsdóttlr, Skipasundi 28, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtud. 6.6. Valgerður Guðlaugsdóttir frá Vík í Mýr- dal lést á Hrafnistu í Hafnarfiröi fimmtud. 6.6. Andrés Ásmundsson lést á Landspítal- anum við Hringbraut þriðjud. 4.6. sl. Jóhanna Guðmunsdóttir frá Múla lést á -% dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík, þriðjud. 4.6. Helga KrlstJánsdóttir, Silfrastöðum, lést aðfaranótt miðvikud. 5.6. Skúll Helgason, fræðimaður og rithöf- undur, frá Svínavatni, Óðinsgötu 32, Reykjavík, lést 25.5. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hins látna. Merkir Islendingar Guðmundur Vilhjálmsson framkvæmda stjóri fæddist á Undirvegg í Keldu- hverfi, sonur Vilhjálms Guðmundssonar, bónda þar og síðar á Húsavík, og k.h., Helgu ísaksdóttur. Vilhjálmur var bróð- ir Páls, fóður Marseliu, móður Stefáns Jónssonar alþingismanns, fóður Kára hjá íslenskri erfðagreiningu. Helga var hins vegar systir Sigurbjargar, móður Marselíu. Kona Guðmundar var Krist- ín Thors, systir Ólafs Thors forsætis- ráðherra en meðal barna Guðmundar og Kristínar er Thor Vilhjálmsson rit- höfundur. Guðmundur var í unglingaskóla hjá Benedikt Björnssyni á Húsavík, fðður Guð mundar ráðuneytisstjóra. Að öðru leyti var Guðmundur Vilhjálmsson Guðmundur sjálfmenntaður. Hann var korn- ungur er hann hóf verslunarstörf hjá KÞ á Húsavík og starfaði þar í fjórtán ár, var starfsmaður á skrifstofu SÍS í Kaup- mannahöfn 1915-1917, erindreki SÍS i New York 1917-1920, setti þá á stofn skrifstofu SÍS í Leith og veitti henni forstöðu til 1930, og var framkvæmda- stjóri Eimskipafélags íslands 1930-1962, búsettur í Reykjavík. Guðmundur var óperuunnandi, ljóð- elskur með afbrigðum og minnugur á bundið mál. Sagðar hafa verið skemmti- legar sögur af heimsókn Einars Bene- diktssonar til Guðmundar í Leifh en þá mun Thor hafa verið tveggja til þriggja ára. Guðmundur lést 26. september 1965. Jarðarfarir Útför Þórunnar Bjargar Magnúsdóttur, Bjarmasttg 10, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjud. 11.6. kl. 13.30. Ólafur S. Ólafssson kennari, Miðleiti 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriöjud. 11.6. kl. 13.30. Útför Gylfa Þorbergssonar, Blikahólum 4, Reykjavík, fer fram frá Akraneskirkju þriðjud. 11.6. kl. 14.00. Jóhanna Rannveig Skaftadóttir, Engjaseli 85, Reykjavík, veröur jarðsungin frá Seljakirkju t Reykjavík miðvikud. 12.6. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.