Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 21
21 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 PV_____________________________________________________________________________________________________________________Tilvera Hugh Laurie 43 ára Hinn vinsæli breski gamanleikari Hugh Laurie á afmæli í dag. Hann fæddist i Oxford og er faðir hans ólymp- íuguUverðlaunahafi í róðri. Laurie fylgdi í fótspor fóðurins og keppti fyrir há- skólann í Cambridge. Skólafélagi hans þar var Emma Thompson og stofiiuðu þau saman leikhóp ásamt fleirum sem áttu eftir aö koma við sögu í ensku leikhúslífi. Þar kynntist hann Stephen Fry og saman áttu þeir eftir að gera garðinn frægan, meðal annars í hinni vinsælu sjónvarpsser- íu Jeeves and Wooster. Gildir fyrir miðvikudaginn 12. júní Vatnsberínn 120. ian.-i8. febr.i: . Einhver reynir að ' sverta mannorð þitt með einiun eða öðrum hætti þótt þér verði þáð ekki ljóst strax. Láttu ekki troða þér um tær. Rskarnlr (19. febr.-20. marsl: Þú átt í vændum Iskemmtilegan morgun ; þar sem þú tekur þátt í í athyglisverðurm samræöum. Vinur þinn segir þér merkilegar fréttir. Hrúturlnn (21. mars- 19- aprii); . Varastu að trúa lorðrómi sem þú j heyrir um aðra. _ Dagurinn einkennist af togstreitu milli aðila sem þú umgengst mikið. Nautið (20. april-20. maí): Þér standa til boða góð tækifæri og þú þarft kannski að neita þér rnn að hitta félagana til að koma málunum á hreint. Tvíburarnir (21. maí-21. iúnii: V Forðastu að vera ná- i^^’læyl fólki sem lætur _ / i allt fara í taugamar á sér. Þú gætir lent í deilum við starfsfélaga. Happatölur þínar eru 5,17 og 38. Krabbinn (22. iúní-22. iúií): Þú átt góðan dag i I vændum bæði heima og í vinnunni. Þú lýkur verkefni sem þú hefur verið að vinna að lengi og er þvi ástæða til að gera sér glaðan dag. Uónid (23. iúií- 22. áeúst): , Þér verður ekki tekið 1 jafnvel og þú vonaðist til einhvers staðar þar sem þú kemin- í dag. Ekki hafa áhyggjur, þetta á eftir að breytast. Mevian (23. áeúst-22. sept.t: A. Vinur þinn sækist eftir félagsskap þinum í dag. Ef þú ert mjög ^ I upptekinn skaltu láta hann vita af þvi í stað þess að láta bíða eftir þér. Vogin (23. sept.-23. okt.l: J Þú átt auðvelt með samskipti í dag. \ Æ Streita er ríkjandi r f hjá þeim sem þú umgengst mest en þú gætir fundið ráð til að bæta úr því. Sporðdrekinn (24. okt.-2l. nóv.i: Það verður ekki auð- \ velt að sannfæra fólk \\\jjum að styðja við þig í * framkvæmdum þínum. Imyndimarafl þitt er virkt en hugmyndir þinar fá litla áheym. Boemaðurinn (22. nóv.-2l. des.): |Núna er góður tími til Pað bæta fyrir eitthvað sem aflaga fór fyrir stuttu. Komdu tilfinn- ingamálunum í lag. Happatölur þinar em 4,11 og 25. Steingeltln (22. des.-19. ian.l: Þú verður að vera á varðbergi gagnvart fólki sem vill hagnast á þér. Það gæti eyðilagt vinnu sem þú ert búinn að leggja á þig. Maöur lifandi Sullumbull: Rangstæöir snillingar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar. DV-MYNDIR HH Mála í sólinni Haraldur Harrysson og Helgi Hallgrímsson notuöu góöa veöriö til aö mála bát viö Reykjavíkurhöfn. Veðurblíðan kemur öllum í gott skap Frumsamin lög barna m Brekkuskóli á Akureyri hefur unnið að nýstárlegu verkefni í tón- menntakennslu síðari hluta vetrar. AUar deildir 3.-6. bekkjar hafa með aðstoð Amórs Vilbergssonar tón- menntakennara samið lög og ljóð sem nú hafa verið gefin út á geisla- diski. „Hér er um að ræða verkefni þar sem sköpunargleði og kraftur barnanna fær að njóta sin til fulls,“ segir Björn Þórleifsson, skólastjóri Brekkuskóla. Tildrögin að verkefninu var um- ræða um skapandi starf með böm- um og með hvaða hætti væri auð- ^ veldast að virkja þá orku sem býr í börnum á þessum aldri, að sögn Bjöms. Einnig hvemig mætti sam- þætta ýmsar námsgreinar, eins og t.d. tónlist og íslensku, með texta- gerðinni og tónlist og myndlist með því að efna til samkeppni um bestu myndina á umslagiö með diskinum. Þá kemur hér einnig til samstarf við hóp foreldra. Feður nokkurra bama, sem öll eru í hópi flytjenda, mynda ásamt Arnóri hljómsveitina sem spilar undir. „Allt þetta starf tókst með mikl- um ágætum og hefur þegar vakið mikla athygli fyrir frumleika og sköpunargleði barnanna," segir Bjöm. -BÞ < Um helgina var mikið blíðskapar- veður á höfuðborgarsvæðinu sem og um allt land. Landsmenn streymdu út á götur og torg til að sýna sig og sjá aðra og sala hjá ísbúðum tók mikinn kipp. Eldri kynslóð námsmanna strit- ar í margvíslegri vinnu til að afla sér fjár fyrir komandi skólaár en yngri kynslóðin gerir það sem ímyndunar- aflinu dettur i hug. Ekki er þvi samt að leyna að báðar kynslóðimar njóta lífsins hvor á sinn hátt í allri þessari sól og sumaryl eins og sjá má á þess- um myndum. Stefnir á þann stóra Þórdís Ása Dungal var í veiöihug í Reykjavíkurhöfn í vikunni. Þegar ijósmyndari DV kom auga á hana var hún aöeins búin aö landa ein- um litlum en þaö er bara tíma- spursmál hvenær sá stóri bítur á. Berglind Hannesdóttir, 3. bekk Brekkuskóla, teiknaði myndlna sem prýöir geisladiskinn Sull- umbull. Ég hafði ekki fyrr auglýst eftir Kim dómara í pistli hér í DV en hann birtist á vellinum. Ég veit að sumum fmnst ekki við hæfi að heill knattspymuleik- ur fari í gláp á dómarann en hvemig á annað að vera þegar hann er athyglis- verðasti karl- maðurinn á vell- inum? Sýnist vel lesinn og gáfaður en helst til mag- ur. Fæðið í Asíu fer sennilega ekki vel í hann. En það var gott að sjá hann aft- ur. Og svo mætti Colina dómari líka til leiks. Al- veg eins og hann var fyrir fjórum árum. Ég finn fyrir öryggistilfmn- ingu núna þegar mínir menn hafa snúið aftur til mín. Ég er ekki að kenna Kim og Col- ina um en allir þessir rangstöðu- dómar em orðnir ansi þreytandi. Hver fann eiginlega upp á þessari vitleysu? Ef ég skil knattspymu rétt snýst hún um að ná boltanum og hlaupa með hann að marki. En það er verið að gera þessi hlaup að engu með því að segja leikmenn vera rangstæða. Það þarf að breyta regl- unum og gera leikmenn frjálsari. En þrátt fyrir að sífellt sé verið að hindra leikmenn í einkaframtaki er keppnin ákaflega skemmtileg. Ég verð þó að viðurkenna að þegar kom að leik Túnis og Belgiu fann ég ekki fyrir neinu nema hlutleysi. Ekki nógu in- tressant þjóðir. Ég verð líka að segja eins og er að ég furða mig á víðtækum stuðningi íslend- inga við Svía í þessari keppni. Það er nú ekki eins og sú þjóð hafi verið okkur til mikillar gleði í gegnum aldim- ar. Stundum fmnst mér að ís- lendingar hafi enga sjálfsvirð- ingu. Ég er búin að finna Evrópu- þjóð sem ég get haldið með. írar. Mínir menn. Leika alltaf eins og þeir séu i frelsisbaráttu gegn stór- veldi. Snertir mann djúpt. Mér líst líka vel á þjálfarann þeirra. Hann setti upp svo sjarmerandi undmnar- svip þegar leikmenn hans jöfnuðu gegn Þjóðverjum. írar komast vitaskuld ekki í úr- slit en einhver óvænt úrslit verða þó að vera á þessu móti. Það gengur ekki að eina ferðina enn berjist Brasilía, Frakkland, Ítalía og Arg- entína um heimsmeistaratitilinn. Það þarf meiri fjölbreytni í þetta. Einhverjar þjóðir verða aö víkja. Ég held að viö Brasilíumenn séum þó ekki reiðubúnir til þess. Við beij- umst til þrautar. Þetta er barátta sem tekur á og því eiga menn ekki að furða sig á því að við skulum grípa um höfuðið þegar staðan er erfið. "the p£ :rfect pizza" John Baker 2^ 520 3500 520 3500 Gnoðavogur Brekkuhús „Það gengur ekki að elna ferðlna enn berjist Brasilía, Frakkland, Ítalía og Argentína um heimsmeistaratitilinn. Það þarf meiri Qölbreytnl í þetta. Eln- hverjar þjóðir verða að víkja. Ég held að við Brasllíumenn séum þó ekkl reiðubúnlr til þess.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.