Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 Landið DV 110 nemendur útskrifast frá Fjölbrautaskóla Suðurlands: Frábær árangur fang- anna á Litla-Hrauni 110 nemendur, þar af 64 stúdent- ar, voru útskrifaðir af vorönn hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel- fossi nýlega. Athygli vekur ágæt frammistaða fanga á Litla-Hrauni í prófum frá skólanum. Á Litla- Hrauni innrituðust 28 nemendur í allt. Af þeim fóru 14 í próf. 136 ein- ingar voru lagðar undir en af þeim voru 117 einingar staðnar, eða 86%. 10 kennarar kenndu á Litla-Hrauni þessa önn. I upphafi vorannar voru 754 nem- endur skráðir í skólann sem er fjöldamet - áður voru flestir á vor- önn 1999, 686. í máli Örlygs Karls- Frábær árangur Fangarnir á Litla-Hrauni luku prófum meö sóma. Fallprósenta meöal þeirra væri lægri en hjá hinum frjálsu borgurum. sonar aðstoðarskólameistara kom fram að af 12.997 einingum sem lagðar voru undir stóðust 81,4% en 18,9% stóðust ekki. Þetta var lakari árangur en á haustönn en þá stóð- ust 82,5% eininganna. 30 nemendur féllu á önn eins og það er orðað og er það óvenju margt. Bestum heildarárangri braut- skráðra náði Sigríður Erla Óskars- dóttir, stúdent af náttúrufræði- braut. Hún hlaut sérstaka viður- kenningu skólanefndar af því til- efni, auk námsstyrks frá Hollvarða- samtökum skólans. Þá fékk Sigríður sex verðlaun önnur fyrir námsár- angur í einstökum námsgreinum. í áfangaskólum er ekki vaninn að reikna meðaleinkunnir en námsár- angur Sigríðar Erlu er líklega sá besti sem náðst hefur í sögu skól- ans, auk þess sem hún lauk náminu á aðeins sex önnum, þremur árum, sem er fátítt. „Ég þakka þennan árangur góð- um kennurum við skólann og því kerfi sem kennt er eftir. Fjölbrauta- kerfið býður upp á að geta farið hraðar í gegnum skólann,“ sagði Sigriður. -NH Sunnlenskir stúdentar Myndarlegur útskriftarhópur Fjöibrautaskóia Suöurlands þetta voríö. DVJHYND NJORÐUR HELGASON Sparisjóðurinn í Ólafsvík með styrkveitingar: Tólf hundruð þús- und í menninguna Sparisjóðurinn í Ólafsvík hefur það fyrir sið að styrkja einstaklinga og fe- lagasamtök í Snæfellsbæ. I kaffisam- sæti, sem stjóm Sparisjóðsins hélt á Hótel Höfða í Ólafsvík á dögunum, kom fram hjá Helga Kristjánssyni, formanni stjómar sjóðsins, að þetta væri í 6. skipti sem Sparisjóður Ólafsvíkur veitti þessa styrki en Sparisjóðurinn á 110 ára afmæli á þessu ári. Helgi sagði að marg- ir hefðu sótt um styrki eins og áður. Alls var úthlutað 1,2 milljónum króna og er það helmingshækkun í tilefni af- mælisins. Sagði hann að stjóm Spari- sjóðsins væri mjög ánægð með hve góð- ar hugmyndir hefðu komið fram. Ánægjulegt væri að fá að taka þátt í að gera góðar hugmyndir að veruleika. Helgi tilkynnti hverjir hefðu hlotið styrki og era þeir eftirtaldir: Framfara- félag Ólafsvíkur, Flygilsjóður, Lýsuhóls- skóli v/komu nemenda frá Færeyjum, Sigurður Höskuldsson tónlistamaður, hópur um gerð styttu af Jóhanni Jóns- syni skáldi, Kirkjukór Ólafsvikur vegna Færeyjaferðar, Sjómannadagsráð Ólafs- víkur v/ ljósmyndasýningar, Pakkhúsið í Ólafsvík, Sóknamefnd Ólafsvíkur- kirkju v/ minningarreits og að lokum stúkan Ennisfjóla. Styrkþegar gerðu síðan grein fyrir hvemig styrkimir yrðu notaðir og Kirkjukór Ólafsvíkur tók nokkur lög af efnisskránni sem fór með til Færeyja. DVWND GH. Fyrsta flugtakiö Þaö gengur ekki alltafsem best fyrsta flugtak skógarþrastarunganna. Þessi ungi nauölenti á reiöhjóli skólastjóra Tónlistarskóla Stöövarfjaröar til aö hvíla sig um stund og söng þar lítiö eitt áöur en næsta tilraun yröi gerö. Þetta er erfitt, en hefst. Það kom fram hjá viðtakendum að þeir mætu mikils þetta góða framtak stjóm- ar Sparisjóðs Ólafsvíkur og það sem vel er gert í Snæfellsbæ og vom henni færð- ar bestu þakkir. -PSJ. Styrktir til góðra verka. Hér er myndarlegur hópur styrkþega Sparisjóös Ótafsvíkur en hann styður áríega list og menningu í Snæfellsbæ. Önfirðingafélagið með sterk menningartengsl við Norðmenn: Kvikmyndin í Faðmi hafsins til Noregs - leikurum og lækni stefnt á menningarhátíð í Stokke DV, STOKKE: „Það hefur verið gaman að þess- um samskiptum við Önfirðingafé- lagið og ég vona svo sannarlega að þar geti orðið framhald á. Nú er ver- ið að vinna að þvi að koma á skemmtun í haust, þar sem bíó- myndin í faðmi hafsins verður í að- alhlutverki, og að listafólkið sem kom að gerö myndarinnar geti kom- ið og verið með uppákomu hér í Noregi," sagði Berit Holmen, bæjar- fulltrúi í Stokke kommune, sem jafnframt er formaður menningar- málanefndar bæjarins. Stokke er 10 þúsund manna bær í Vestfoldfylki við Óslóarfjörð vestanverðan. Fyrir dyrum stendur að halda í Noregi hátíð þar sem Lýður Áma- son, héraðslæknir og leikstjóri á Flateyri, mun verða, ásamt félögum, með skemmtun að sínum hætti, auk þess sem hin vinsæla mynd hans verður sýnd þarlendum. Síðustu ár hafa verið mikil sam- skipti milli þessara aðila og má í því sambandi nefna lúðrasveit sem kom frá Stokkebæ í boði Önfirð- ingafélagsins og lék í Reykjavík 17. júní 2000, bæði í ráðhúsinu og í höfninni, við brottför víkingaskips- , DV-MYND GS íslandsvinur Berit Holmen menningarfrömuöur í Stokke viö hvalveiöibyssu á byggöasafni bæjarins. ins íslendings þegar það hélt í vík- ing til Vesturheims. Hljómsveitar- meðlimirnir munu um alla framtíð hafa þann flutning í minnum því að í miðjum klíðum lék jörðin undir þeim á reiðiskjálfi í miklum jarð- skjálfta. „Það eru margir í bæjarstjóm- inni héma búnir að fara til íslands og hafa þá einkum sótt Vestfirði heim. Þetta fólk lýsir Vestfjörðum með þeim hætti að ég er ákveðin í að fara til íslands næst sumar og sjá þetta allt með eigin augum. Svo mun ég nota ferðina til að spila golf,“ segir Berit Holmen. -GS DVA1YND Jl Bjartsýnn bæjarstjóri Albert Eymundsson bæjarstjóri er bjartsýnn á framtíö Hornafjaröar. Hornafjörður: Albert endurráð- inn bæjarstjóri Albert Eymundsson hefur verið endurráðinn bæjarstjóri Hornafjarð- ar. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur hafa myndað meirihluta í bæjarstjóm. Albert tók við starfi bæj- arstjóra á miðju síðasta kjörtímabili og segir að þessi tvö ár hafi á vissan hátt verið óvenjuleg en um leið ánægjuleg: „Við höfum staðið í miklum fram- kvæmdum. í þessu sambandi má nefna byggingu Nýheima sem er stór- hýsi á okkar mælikvarða. Nýheimar verða teknir í notkun snemma í haust og er alit útlit fyrir að þær áætlanir standist. Smábátahöfn var byggð og formlega tekin í notkun um sjó- mannadagshelgina. Á síðasta tímabili var ný slökkvistöð einnig byggð og lokið við byggingu nýs leikskóla," seg- ir Albert. Hann segir að fram undan sé brýn- ast að ljúka frágangi Nýheimabygg- ingarinnar og koma starfsemi þar í gang. Albert minnist einnig á að vinna við stækkun hjúkrunarheimilisins á Höfn sé komin í góðan farveg. Mark- mið heimamanna sé að taka þessa við- bót i notkun fyrir árið 2005 því þörfin sé brýn. Framkvæmdin er að mestu fjármögnuö af ríkinu sem hefur mest að segja um hvemig framvinda máls- ins verður," segir Albert. -JI Höfnin í Gleöivík. Útsýni yfir höfnina og yfir á Beru- fjaröarströndina er sérstaklega fal- legt. Góö aöstaöa veröur fyrir stór skip aö athafna sig í nýju höfninni og gjörbreytir allri hafnaraöstööu á Djúpavogi. Lokafrágangur á Gleðivíkurhöfn Nokkur tilboð bárust í lokafrágang við höfhina í Gleðivík á Djúpavogi og reyndist tilboð frá Austverki á Djúpa- vogi langhagstæðast og var þvi tekið. 1 tilboðinu felst rafmagn, lagnir, steypa, bryggjuplan og klæðning á veg að höfninni. Að sögn Ólafs Ragnarssonar sveit- arstjóra var verið að opna tilboð í lokaáfanga við nýju sundlaugina og einnig þar var Austverk hagstæðast. Þar er um að ræða að reisa límtrés- hús yfir sundlaugina sem stefht er á að opna í sumar. Ólafur sagði frekar rólegt í atvinnu- lífmu á Djúpavogi og minna væri að gera í fiski núna en venjulega á þess- um tíma. Ástæðan fyrir því væri sú að margir eru búnir með kvótann og hafa lagt bátum sínum. JI DV-MYNDIR Jl Ólafur Ftagnarsson, fráfarandi sveitarstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.