Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 Neytendur ÐV Nýtt afl á smásölumarkaði lyfja: Aukin samkeppni boð- uð á lyfsölumarkaði veita lífeyrisþegum og barnafólki sérstaka athygli Ný lágvöruverðskeðja á smá- sölumarkaði lyfja, Apótekið, var opnuð í gær. Slagorð Apó- tekarans er „Lyf á lægra verði“. Ingólfur Garðarsson, talsmaður Apótekarans, sagði í viðtali við DV að fyrirtækið, sem er í eigu LyQa og heilsu, muni leita margvíslegra leiða til að ná nið- ur lyfjaverði, m.a. með því að minnka rekstrarkostnað með hagstæðum innkaupum, samn- Starfsfólk Apótekarans í Nóatúni. ingum við birgja, markvissu vöruvali, afgreiðslutímum og einfaldari lausnum i umgjörð búðanna. Þá mun Apótekarinn veita líf- eyrisþegum og barnafólki sér- staka athygli og er mikið lagt upp úr að taka vel á móti hópum sem og öðrum sem vilja auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Apótekarinn mun einnig reglulega bjóða upp á hagstæð tilboð í ölium helstu vöruflokkum. Sem stendur er Apótekarinn með of- næmislyf á 70% afslætti og sagði Ingólfur að fólk ætti ekki að verða fyrir vonbrigðum með verðið þegar það kæmi í Apótekarann. Apótekarinn óskar eftir aðstoð fólks við að fylgjast með almennu lyfjaverði og aðstoða hann þannig við að standa við sitt yfirlýsta markmið sem er að bjóða lyf á lægra verði. -ss Nýtt debetkort fyrir grunnskólanemendur: Foreldravænt greiðslukort - takmarkanir á neyslu Skólakort er nýtt debetkort sem komiö er á markað og er það einung- is ætlað grunnskólanemendum landsins. Frosti Heimisson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins vefsmidjan.com, sem er framleiðandi greiðslukerfisins, sagði í viðtali við DV að greiðslukerfið hafi eins og er einungis verið hannað og þróað fyr- ir mötuneyti og aðra gjaldskylda starfsemi í grunnskólum en unnið sé að því að setja upp kerfið í sundlaug- um, félagsmiðstöðvum og íþrótta- miðstöðvum. Frosti sagði jafnframt að verið sé að skoða möguleika á tengingu kerfisins við önnur greiðslukerfi til að einfalda viðskipti nemenda enn fremur, t.a.m. í stræt- isvögnum. „Hver og einn forráða- maður ákveður þó sjálfur viðskipti síns barns og hvar það getur verslað með kortinu. Forráðamaður getur t.d. heimilað viðskipti í félagsmið- stöðvum en ekki í sundlaugum o.s.frv. Einnig getur forráðamaður ráðið hámarksúttekt hvern dag fyrir sig,“ sagði Frosti. Þá geta forráða- menn látið koma fram við notkun kortsins ef barnið er með ofnæmi fyrir ákveðinni vöru. „Nemendur fá greiðslukort með strikamerki, mynd af viðkomandi og nánari upplýsingum. Þegar nem- andi verslar, t.a.m. í mötuneyti, skráir kerfið hverja færslu í gagna- grunn og dregur upphæðina af inn- stæðu viðkomandi,“ sagði Frosti. Frosti sagði einnig að með þessu móti væri innistæða kortsins ekki geymd í kortinu sjálfu heldur gagnagrunni og þ.a.l. yrði kortið ekki verðlaust ef það týndist eða skemmdist. „Nemandi tapar m.ö.o ekki innistæðu sinni glatist kortið,“ sagði Frosti. Frosti sagði að ólíkt hefðbundn- um debetkortum fari fram nákvæm skráning á hverjum viðskiptum í kerfi Skólakortsins. „Þar sem hver færsla er skráð fær forráðamaður barnsins nákvæmt yfirlit yflr við- skipti þess í enda hvers mánaðar. Þar er að finna sundurliðaðan reikning upp á hvern dag. Þetta er gert með þvi að senda tölvupóst á skráða forráðamenn eða með bréfi, hafi forráðamaður ekki aðgang að Netinu," sagði Frosti. Einnig sagði Frosti að varmörk í kerfinu yrðu skráð sem myndi láta viðkomandi forráðamann vita með tölvupósti eða SMS-skeyti ef innistæða nem- anda færi niður fyrir t.d. 500 kr. „Kerfið er þegar komið í Valhúsa- skóla á Seltjamamesi og hefur gefið góða raun,“ sagði Frosti. Frosti sagði jafnframt að foreldrafélag skólans hafi lagt mikið upp úr því að kerfið yrði sett upp sem allra fyrst til að einfalda viðskipti nem- anda í mötuneyti skólans. „Fjöldi skóla hefur sýnt Skólakortinu áhuga og er að kynna sér kosti kortsins og notkunarmöguleika. Kerfið er hannað að þörfum grunn- skóla en mjög auðvelt er að aðlaga kerflð að nýjum og breyttum að- stæðum," sagði Frosti. Hægt er að kynna sér kerfið nánar á www.vefsmidjan.com -ss Halló með eigið símkerfi - getum því boðið viðskiptavinum meiri afslætti, segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins Símafyrirtækið Halló hefur nú boðið almenningi aðgang að nýrri simstöð í Hafnarfirði og er þar með fyrsta símafyrirtækið sem býður upp á það i sam- keppni við Landssimann. Eins er fyrirtækið komið með heimtaug í Múlastöð sem er stærsta símstöðin í Reykjavík og í gömlu stöð- ina i Kópavogi sem þjónar Ingvar Garðarsson um helmingi bæjarbúa þar. Reikn- að er með að Halló verði komið með 14 símstöðvar sem þjóna öllu höfuð- borgarsvæðinu í júlí. En hvaða breytingar hefur þetta í for með sér fyrir þá símnotendur sem kjósa að eiga viðskipti við Halló? Ingvar Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Halló, segir að með því að búa til sitt eigið símkerfi geti Halló gefið viðskiptavinum aukinn afslátt af simgjöldum. „Fastagjaldið lækkar úr 1.111 kr. hjá einstaklingum i 1.090 kr. á mán- uði en elli- og örorkulífeyrisþegar greiða 889 kr. Mínútugjald- ið á símtölum er hins veg- ar það sem mestu máli skiptir og við erum að taka upp nýja þjónustuleið sem kallast Halló - Jörð og geta þeir sem skrá sig í hana fengið 30% lægra mínútu- verð þegar þeir hringja í önnur númer innan Halló- kerfisins. Eins geta þeir hringt í önnur númer sem eru i Halló - Jörð án nokkurs mín- útugjalds út þetta ár.“ Ingvar segir að nú þegar séu mörg þúsund númer í kerfi Halló og að reikna megi með því að 70-80% þeirra séu hér á höfuðborg- arsvæðinu, eða að lágmarki 7000 númer. „Ég gef mér að þessir notendur vilji geta hringt fritt út þetta ár og með 30% afslætti eftir það og þvi muni margir skrá sig í þessa þjón- ustu. Eins höfum við lækkað seðil- gjaldið um rúm 6% og fær fólk að- eins einn reikning. Hingað til hefur fólk fengið einn reikning frá Lands- símanum fyrir fastagjaldinu og einn frá Halló fyrir notkunina. Hef- ur fólki fundist það óþægilegt og því hefur það virkað markaðs- hamlandi fyrir Halló.“ Hann segir að með tilkomu sam- keppni á símamarkaðinn hafi verð símtala lækkað mjög þótt raunin sé sú að landsmenn greiöi margir hverjir mun meira fyrir símaþjón- ustu nú en áður. „Má þar helst um kenna aukinni intemet- og gsm-notkun. Við þá sem vOja spara í þessum lið heimil- isútgjaldanna segi ég bara: Notið ekki farsima. Hringingar úr heimil- issíma i farsíma eru í kringum 40% af reikningnum en minútugjald í farsíma er nær jafn dýrt og það kostar að hringja til Danmerkur, svo dæmi sé tekið.“ En er Halló ekki á leið inn á far- simamarkaðinn? „Auðvitað erum við alltaf að líta í kringum okkur og skoða hvaða kostir eru í boði. En þar sem núm- eraskipti eru ekki leyfð sjáum við okkur ekki fært að fara inn á gsm- markaðinn að svo stöddu." -ÓSB Húsráð 1 þurrkarann í hillum verslana má nú sjá blöð sem ætluð eru í þurrkara og inni- halda mýkingarefni. Slík þurrkara- blöð (dryer sheets) eru algeng í Bandaríkjunum og virðast vera að hefja innreið sína hér. En þau eru dýr, um 7-800 kr. kassinn. En hægt er að ná sömu áhrifum með því að nota gamalt þvottastykki og úða það með 1 hluta af mýkingarefni á móti 2 hlutum af vatni. Klútnum er síðan skellt í þurrkarann með fötunum. Úðið klútinn í hvert skipti en gæta þarf þess að þvo hann af og til. Gott er að setja um 1/3 bolla af mýking- arefninu og 2/3 bolla af vatni í úða- brúsa og hafa tilbúið við þurrkar- ann. Illgresiseyöir Leysið upp hálft kg af borðsalti í 4 1 af 5% ediki. Bætið 8 dropum af uppþvottalegi saman við. Merkið og geymið þar sem börn ná ekki til. Setjið blönduna á úðabrúsa og úðið yfir illgresi á stéttum, göngustígum og bílastæðum. Gætið þess að úða ekki nálægt rótum trjáa og runna eða plöntum sem mega lifa. Virkar vel þar sem enginn gróður má þríf- ast. Niðurfallið Hellið hálfum bolla af matarsóda I niðurfallið og strax á eftir hálfan bolla af ediki. Gerið þetta einu sinni í mánuði, að kvöldi til, svo blandan sitji í pípunum yfir nótt. Að morgni er síðan fullum katli af sjóðandi vatni hellt í niðurfallið. Gerið þetta einu sinni í mánuði og niðurfollin munu aldrei stiflast. Skínandi leirtau í stað þess að kaupa rándýran uppþvottagljáa fyllið þá hólfið í upp- þvottavélinni af ediki. Það er mun ódýrara og virkar mjög vel. Fyllið á reglulega. Erlend símanúmer á Netinu Það kostar sitt að hringja til út- landa. En ef rétta númerið er ekki við höndina og leita þarf upplýs- inga í 1811, upplýsingum og aðstoð vegna símtala til útlanda, getur kostnaður verið allnokkur. Til dæmis er upphafsgjald símtala í þetta númer 60 kr. og mínútugjald 150 kr. Ekki er þó tekið gjald fyrir meira en þrjár mínútur. En til eru fleiri leiðir þegar finna þarf númer erlendis. Á vef Símans er t.d. að finna símaskrár flestra landa i heiminum og tengingar inn á vefsíður þar sem hægt er að fmna heimasímanúmer, farsímanúmer og númer fyrirtækja. Dæmi um slíkar síður eru www.teldir.com, www.telephoneno.com, www.in- foUSA.com og www.phonenet.uk. Eins má finna tengingu við „allar heimsins símaskrár" á torg.is, en hvort þar sé staðið við stóru orðin skal ósagt látið. Til að geta nýtt sér þessar leitar- vélar þarf að hafa við höndina greinargóðar upplýsingar um þann sem skráður er fyrir númerinu. Til dæmis þarf upplýsingar um bæði eftimafn og fornafn, heimilisfang, annaðhvort nákvæmt eða a.m.k. hverfi eða landsvæði. Dæmi um góða leitarvél er danska heimasíð- an www.krak.dk, þar sem hægt er að fá upplýsingar um símanúmer i Danmörku. Á þeirri heimasíðu er einnig að fmna ýmiss konar landa- kort þannig að hægt er að fá ná- kvæmar upplýsingar um staðsetn- ingu sem getur verið hentugt ef fólk vill ferðast sjálft um Dan- mörku og heimsækja ættingja eða vini. Mikilvægt er að hafa í huga að leitarsíðumar em misgóðar og oft þarf þolinmæði til að fmna rétt númer. Ef einhver vandamál koma upp er best að skoða ráðleggingar sem eru á öllum siðunum um hvemig best sé að leita til að finna viðkomandi símanúmer. Ef númer- ið finnst hins vegar alls ekki getur einfaldlega verið að það sé ekki skráð í viðkomandi skrám og þá þarf að leita annað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.