Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 2
2 Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 x>v DV-MYND BÞ I lausu lofti Unniö er að breyttri ásýnd miöbæjar- ins á Akureyri og eru ný útilistaverk aö líta dagsins Ijós. Þessir teningar voru settir upp í gær og viröast þeir svífa um í lausu lofti. Gengi deCODE: Örlítill bati í gærdag Gengi hlutabréfa í deCODE náði enn eina ferðina sögulegu lágmarki á fóstu- daginn, en rétti örlítið við i viðskiptum gærdagsins. Við lokun markaða á fóstu- dag var gengið skráð á 3,72 dollara á hlut og hafði þá aldrei verið lægra. Við opnun markaða í gærmorgun var nokk- ur spenna um hver þróunin yrði í kjöl- far frétta af nýju fullkomnu erfðameng- iskorti sem fyrirtækið kynnti um helg- ina. Höfðu þær fregnir þó minni áhrif en margir bjuggust við og steig gengið aðeins upp í 3,76 dollara í gær í viðskipt- um með 276.800 hluti. Þrátt fyrir að gengi hlutabréfa í deCODE sé mjög lágt halda stofnanir á borð við Bloomberg enn við spá sína um að eftir næsta ár fari gengi bréfa í deCODE ört vaxandi. Þannig megi vænta verulegra umskipta hjá fyrirtæk- inu á næstu fimm árum og mun meiri en hjá öðrum fyrirtækjum í þessari grein. Erlendir fiárfestingarbankar s.s. Lehman Brothers og WestLB Panmure eru á sama máli um að deCODE sé áhugavert fyrirtæki og sérstaklega nú, eftir að bréfm hafa fallið svo ört, sé rétt að kaupa í fyrirtækinu. WestLB Pan- mure segir að gengi deCODE ætti að vera 6,5 en Lehman Brothers segja að gengið ætti að vera 12,5, en það skal tek- ið fram að Lehman Brothers sá um út- boð fyrirtækisins. Samkvæmt heimildum DV af fjár- málamarkaðinum er talið að verðmynd- un myndist af einstökum atburðum frekar en væntingum um sjóðstreymi til skemmri tíma og hafi sterk áhrif á gengi fyrirtækja. Þá er því haldið fram að gengi eins fyrirtækis hafi áhrif á önnur fyrirtæki f sama geira. Lyfia- og líftæknifyrirtækið ImClone þurfti að innkalla iyf af markaðinum og ósjálfrátt er það talið hafa, á neikvæðan hátt, haft áhrif á gengi deCODE, sem og annarra líftæknifyrirtækja. -HKr./SS Bílvelta í Grímsnesi: Þrennt mikið slasað Bifreið keyrði út af Laugarvatns- vegi í Grímsnesi kl. hálfeitt í nótt. Tvær stúlkur og einn piltur voru í bifreiðinni og eru þau öll á aldrin- um 19-22 ára. Kalla þurfti á tækjabíl slökkviliðsins til að klippa einn út úr bílnum og kom þyrla Landhelgis- gæslunnar á staðinn fljótlega og flutti hún einn af þeim slösuðu á Landspítalann við Hringbraut. Hin- ir tveir voru fluttir með sjúkrabif- reið. Bíllinn, sem fór margar veltur, er talinn gjörónýtur. Ekki fengust upplýsingar frá gjör- gæsludeild Landspítalans við Hring- braut um líðan fólksins en sam- kvæmt upplýsingum frá fögreglunni á Selfossi var fólkið talið alvarlega slasað. -Vig Viðbrögð varaformanns Byggðastofnunar komu í bakið á ráðherra: Valgerður for- viða á Guðjóni - kannast ekki við að hann hafi talað á þessum nótum í samtölum Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segist afar undrandi á þeirri gagnrýni sem fram hefur komið hjá Guðjóni Guðmunds- syni, varaformanni stjórnar Byggða- stofnunar, á afskipti hennar af Byggðastofnunardeilunni. „Ég undr- ast þessi viðbrögð varaformannsins. Við höfðum átt samtöl um þessi mál og þessi afstaða hans kom ekki fram í þeim viðræðum. Þess vegna kemur mér þetta á óvart,“ sagði Valgerður í samtali við DV. Guðjón telur að síðara bréf ráð- herra til Theódórs Bjarnasonar, for- stjóra Byggðastofnunar, hafi verið sérkennilegt í ljósi þess að hans reynsla sé sú að starfsfólkið hafi unn- ið gott starf við erfiðar aðstæður. Und- ir það hafa fleiri stjómarmenn tekið, s.s. Örlygur Hnefill Jónsson sem seg- ist ekki undanskilja neinn þegar hann hæli starfsfólki stofnunarinnar. Valgerður gerir hins vegar alvar- Valgeröur Guðjón Sverrisdóttir. Guömundsson. legar athugasemdir við fyrri svör for- stjórans og telur tilefni til áminninga vegna ýmissa atriða. Hún sakar for- stjórann um vanrækslu í starfi, ófuli- nægjandi árangur og brot gagnvart stjórn svo nokkuð sé nefnt. Er aö sinna skyldu minni Um þetta segir ráðherra: „Ég er að kalla eftir skýringum eins og ég tel að sé skylda min. Ef ég hef efasemdir um embættisfærslur forstjórans ber mér að óska skýringa." í vikulokin mun sjá fyrir endann á þessari deilu því þá rennur út frestur- inn sem Theódór var gefinn til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Kristinn H. Gunnarsson segist hug- leiða að skrifa greinargerð um málið en Valgerður hefur ekki gert honum að svara ávirðingum bréflega. Krist- inn er sammála Valgerði um að við- brögð Guðjóns orki mjög tvímælis. „Hann er trúnaðarmaður ráðherra í stjórninni og það er augljóslega á verksviði ráðherra að leysa málið. Ef hann er ósáttur við umsýslu ráðherra finnst mér að hann eigi að snúa sér þangað og gera grein fyrir athuga- semdunum en fialla ekki um það opin- berlega. Við sem sitjum í stjóminni erum þar í umboði ráðherra og mér finnst að við eigum ekki að deila við hana heldur sinna okkar verkum og hlíta því sem ráðherra mælir um,“ segir Kristinn. -BÞ G.BENDER/DV-MYND ASGEIR HEIÐAR Kjósin - Lax í súpuna ... ,,Þetta er finn lax í súpuna, “ sagöi Siguröur L. Hall viö Laxá í Kjós í gærmorgun, þegar fyrsti lax sumarsins var kominn á land, en þaö voru bræöurnir Gunnar og Magnús Gunnarssynir sem veiddu fiskinn í Laxfossi og á myndinni láta þeir Siguröi kokki eftir laxinn í súpuna. Deilurnar á Sólheimum valda áhyggjum: Aðstandendur skora á stjórn og ráðherra að sættast Sólheimar í Grímsnesi. Fundur aðstandenda heimilis- fólks á Sólheimum sendi Páli Pét- urssyni félagsmálaráðherra hlýjar kveðjur með þakklæti fyrir velvild hans og umhyggju fyrir heimilinu á liðnum árum. Jafnframt hvetja að- standendur ráðherrann til að leyfa Sólheimum og stjóminni að starfa áfram í anda hugsjóna Sesselju Sig- mundsdóttur sem stofnaði Sólheima árið 1930. í samtali við Pál Péturs- son sagði hann að hann vildi endur- skipuleggja stjórnina en ósætti hef- ur komið upp á milli hennar og ráð- herrans um hvernig verja eigi pen- ingunum sem Sólheimar fá frá fé- lagsmálaráðuneytinu. Félagsmála- ráðherra vill að þeir fiármunir sem ríkið úthlutar Sólheimum fari beint til umönnunar við heimilisfólkið og segir hann að peningarnir séu ætl- aðir til að annast fatlaða einstak- linga sem eru lögum samkvæmt skjólstæðingar félagsmálaráðuneyt- isins og að þessir peningar eigi ekki að fara í að efla atvinnustarfsemi staðarins. Félagsmálaráðherra sagði að hann væri alls ekki á móti atvinnustarfsemi á Sólheimum en peningar til þess þyrftu að koma annars staöar frá. Óli Tynes er einn aðstandenda heimilisfólks á Sól- heimum og sagði í viðtali við DV að aðstandendur teldu að sú atvinnu- starfsemi og annað sem byggt hefur verið upp á Sólheimum, eins og verslun, leikhús, íþróttahús, kafii- stofan og þess háttar atvinnustarf- semi hafi verið geysilega mikilvæg í gegnum tíðina. „Fólkið á Sólheimum fær tæki- færi til þess að læra fullt af nýjum hlutum og takast á við nýja hluti og þetta laðar utanaðkomandi fólk til að heimsækja staðinn sem er þrosk- andi og gott fyrir alla,“ sagði Óli. Hann sagði enn fremur að aðstand- endur heimilisfólksins væru ekki að taka afstöðu gegn ráðherranum eða hans skoðunum. „Við vonum bara að stjórn Sólheima og ráðu- neytisins beri gæfu til þess að ná sáttum,“ sagði Óli Tynes. -ss M Hagkaup flytja inn kjúklinga Hagkaup hafa far- ið þess á leit við landbúnaðarráð- herra að fá að flytja inn 20 tonn af frosn- um kjúklingum frá Svíþjóð. Skortur hefur verið á kjúklingum í land- inu og hafa Hagkaup ekki fengið nema um 30% af því magni sem fyr- irtækið þarf til þess að anna eftir- spurn. Óskað er eftir því að landbún- aðarráðuneytið felli niður aðflutn- ingsgjöld. Aukið sætaframboö til Eyja íslandsflug hefm ákveðið að bjóða aftur upp á ATR-46 skrúfuþotu í áætlunarflugi til Eyja og var fyrsta ferðin farin sl. laugardag, þ.e. í morgun- og kvöldferðum. Með end- urkomu ATR-vélarinnar aukast möguleikar íslandsflugs að annast leiguflug jafnframt áætlunarflugi. Flugvöllur ekki fluttur Skipulagsstofnun telur að sveitar- félög á höfuðborgarsvæðinu geti ekki ákveðið að flytja Reykjavíkur- flugvöll í trássi við stefnu stjórn- valda. Stofnunin hefur mælt með því við umhverfisráðherra að hann setji fyrirvara við staðsetningu á Svæðis- skipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, en skipulagið bíðm þar staðfestingar. Vinnuslys viö Borgartún Vinnuslys varð við Borgartún 19 í Reykjavík upp úr klukkan þrjú í gærdag. Maðm var þar að vinna við gluggaþvott á nýbyggingu er hann féll þrjá metra og niðm á næsta vinnupall. Hann hlaut innvortis meiðsl og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítala Háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi. Menn frá Vinnueftirlitinu og slysarannsóknar- deild lögreglunnar rannsaka slysið. Stúdentar styrktir Tómas Ingi 01- rich menntamála- ráðherra afhendir á morgun 15 styrki úr sjóðnum „Þekking stúdenta í þágu þjóðar" til nemenda í Háskóla ís- lands, en styrkirnir renna til verk- efna í 10 sveitarfélögum. Vinsælt hvalaskoöunarland ísland er meðal 10 bestu staða í heiminum til að stunda hvalaskoðun að mati samtakanna World Wildlife Fund. Þar segir aö um 60 þúsund ferðamenn hafi stundað hvalaskoö- un hérlendis og það sé sá geiri ferða- þjónustunnar sem hafl vaxið hvað hraðast hérlendis. WWF segir að ferðamenn megi ekki láta hvalaskoð- un frá Húsavík fram hjá sér fara enda megi þar sjá spennandi hvala- sýningar auk þess sem gaman sé að koma þangað með börn. Munaöi einu atkvæöi Gisli Már Gíslason, formað- ur Þjórsárvera- nefndar, segir rangt sem fram kemur hjá Þor- steini Hilmars- syni, upplýsingafulltrúa Landsvirkj- unar, í DV í gær að tillaga um hvort heimila eigi framkvæmdir við Norð- lingaöldu hafl verið samþykkt með þremur atkvæðum gegn þremur. Hið rétta sé að samþykkið hafi fengist með þremur atkvæðum á móti tveimur. Tillaga minnihlutans, það er fulltrúa Landsvirkjunar, hafi hins vegar verið felld á þessum fundi. -GG/sbs Gísli Már Gíslason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.