Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 4
4 Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 DV Fjórir í haldi vegna peningafalsana - einn tekinn í gærkvöldi, tveir í fyrrinótt og þrír í síðustu viku Falsaðir peningaseölar Lögreglan hefur á undanförnum dögum tekiö í sína vörslu fjölda falsaöra peningaseöla sem nota átti í viöskiptum og eins seöla sem þegar haföi veriö komiö í umferö í verslunum og á veitingastööum á höfuöborgarsvæöinu. Fjórir menn eru í varðhaldi lög- reglu í Kópavogi og Reykjavík vegna falsaðra peningaseðla, sem reynt hefur verið að koma í umferð á höfuðborgarsvæðinu að undan- fömu. Þá fannst við húsleit í Kópa- vogi í gær búnaður tO peningafram- leiöslu. Handtók lögreglan mann í gærkvöldi vegna þessa máls. Skömmu fyrir miðnætti aðfara- nótt mánudags handtók Reykjavík- urlögregla mann með falsaða pen- ingaseðla í fórum sínum Annar maður var handtekinn skömmu eft- ir miðnætti fyrir sömu sakir. Rétt fyrir klukkan eitt tók lögregla svo í sína vörslu falsaðan peningaseðil sem notaður haföi verið í viðskipt- um, en sá sem framvísaði seðlinum var þá farinn af vettvangi. Samtals er þarna um að ræða 6 falsaða 5.000 króna seðla, en talið er að fleiri seðl- ar séu þegar komnir í umferð. Að sögn lögreglu eru þessi mál nú í rannsókn. í einu tilvikinu mun hafa verið um aö ræða mann á þrí- tugsaldri sem reyndi að versla í Sel- ect í Breiðholti á sunnudagskvöldið með fölsuðum 5.000 króna seöli. Var hann handtekinn nokkru síðar eftir að árvökulir lögreglumenn báru kennsl á hann eftir lýsingum sjón- arvotta og upptökum í öryggis- myndavélum. Talið er að mennimir hafi verið samverkamenn við pen- ingafölsunina og hefur verið kraflst gæsluvarðhalds yfir þeim. Þrír handteknir á fimmtudag Nokkur brögð virðast vera að fölsun peningaseöla um þessar mundir þó lögregla telji ekki meira um það nú en stundum áður. Slík brot komi gjaman í bylgjum. Á Félagsmálaráðherra opnaöi í gær vef Fjölmenningarsetursins á Vest- fjörðum sem er á fimm tungumál- um. Fór athöfnin fram í félagsmála- ráðuneytinu í Reykjavík og er þetta í fyrsta skipti hér á landi sem slík- ur samskiptavefur er opnaður. Til að byrja með verður vefurinn á ensku, pólsku, serbnesku/króat- ísku, taílensku auk íslensku. Á vefnum er að finna á einum stað upplýsingar um öll helstu at- riði íslensks samfélags sem nauð- synlegt er að fólk hafi þegar það sest að í nýju landi. Einnig er vefur sem þessi mikilvægt hjálpartæki fyrir þá aðila sem þurfa að þjónusta og koma upplýsingum til fólks. Mikil áhersla er lögö á að vefurinn sé sem aðgengilegastur fyrir fólk og eru táknmyndir fyrir alla helstu mála- flokka. Veffangið er fjolmenningar- setur.is - og mcc.is. Þá getur fólk sent upplýsingar og fyrirspumir með tölvupósti á netfangið fjol- menningarsetur@fjolmenningar setur.is og info@mcc.is Þróun samskiptaleiöa Elsa Amardóttir, framkvæmda- stjóri Fjölmenningarsetursins á ísa- firði, segir að aðaláherslan sé að finna og þróa leiðir sem gagnast fóllci af erlendum uppruna hvar sem föstudagskvöldi var maður á þrí- tugsaldri úrskurðaður i gæsluvarð- hald til miðvikudags vegna gruns um peningafölsun og fíkniefnabrot. Þá voru 3 menn handteknir á fimmtudag vegna þess máls en að loknum yfirheyrslum var tveimur þeirra sleppt. Rannsókn málsins var gerð í samvinnu rannsóknardeilda lögreglunnar í Reykjavík og Kópa- vogi. í kjölfar þessa lagði lögreglan hald á níu falsaða 5.000 króna seðla frá ýmsum verslunum á höfuðborg- arsvæðinu. Ekki er Ijóst með hvaða er á landinu, en á Vestfjörðum hef- ur um árabil búið mikill fjöldi fólks af erlendum uppruna og þar eru að staðaldri fólk af um 40 þjóðemum. Segir Elsa að samskipti útlendinga og íslendinga í þessum litlu samfé- hætti seðlamir vora falsaðir, en all- ir eru þeir með sama númeri. Það var starfsfólk verslana þar sem reynt var að nota seðlana sem haföi samband við lögreglu. Myndir úr eftirlitsmyndavélum í verslununum komu lögreglumönnum síðan á spor þeirra manna sem handteknir vom. Allt aö 12 ára fangelsi Hjá efnahagsbrotadeild lögregl- unnar fengust þær upplýsingar að falsanir sem þessar kæmu upp ann- að slagið en viðurlög við slíku eru lögum á Vestfjörðum sem og á Aust- fjörðum hafi gengið afskaplega vel. Grunnurinn að Fjölmenningarsetr- inu fyrir vestan hafi í raun verið lagður með starfi Róta sem er áhugamannafélag um menningar- mjög ströng: Varðar fölsun peninga og viðskipti með þá allt að 12 ára fangelsi samkvæmt 150. og 151. gr. almennra hegningarlaga. Gildir þá einu hvort viðkomandi hafi sjálfur falsað peningana eða sé sá sem reynir að nota þá peninga. Eru þetta tvöfalt harðari viðurlög en í „venju- legurn" auðgunarbrotum með þjófn- aði og skjalfalsi. Mun eitt slikt föls- unarmál nú vera í meðferð í dóms- kerfinu. -HKr. lega fjölbreytni á Vestfjörðum. „Með því að hafa höfuðstöðvar Fjölmenningarseturs úti á landi þarf maður að hugsa í öðmm lausn- um. Hvemig best sé að ná sambandi við fólkið sem víðast um landið. Þá getur verið auðveldara að prófa ýmsa hluti í minni samfélögum þar sem nálægð fólksins er meiri.“ Upplýsingasími Auk opnuncU á nýja upplýsinga- vefnum var formlega opnað sl. fimmtudag upplýsingaþjónusta í síma fyrir fólk af erlendum uppruna í samstarfi við Rauða kross íslands. Hvert tungumál fær sitt símanúm- er. Byrjað er á pólsku sem hefur símanúmerið 470 470 8 og serbnesku/króatísku sem hefur númerið 470 470 9. Þessu til viðbótar hefur Fjöl- menningarsetrið hafið útsendingar á textavarpinu í samstarfi við RÚV á pólsku (síða 148) og serbnesku/króatísku á (síðu 149) til að upplýsa fólk um það helsta sem er á döfinni. Markmiðið með þessu starfi er að allir þekki rétt sinn og skyldur og geti þannig verið virkir þegnar í íslensku samfélagi. -HKr. Ölvunarakstur: Dæmdur fyrir líkamstjón Grenvikingur á tvítugsaldri hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir líkamstjón, auk annarra brota, eftir að hann ók bU ölvaður og olli bUslysi þar sem farþegar slösuðust nokkuð. Maöur- inn ók bifreið á ofsahraða án öku- réttinda í maí í fyrra, án þess að nota öryggisbelti, frá Finnastaða- tjörn í Grýtubakkahreppi suður Grenivíkurveg uns hann missti stjóm á bifreiðinni í námunda við bæinn Ártún. Hún hafnaði utan veg- ar og hlaut farþegi er sat í vinstra framsæti brot á vinstra framhandlegg. Annar sat í aftursæti bifreiðarinnar og hlaut sá brot á vinstri lærlegg og hægra viðbeini. Þá kjálka- og kinn- beinsbrotnaði annar farþeginn í slys- inu og skarst í andliti. Ákærði viðurkenndi brot sín ský- laust fyrir dómi og gerir Héraðs- dómur Norðurlands manninum að greiða kr. 150.000 í sekt, auk fyrr- greindra viðurlaga. -BÞ Sjö mánaða fangelsi: Notaði stol- inn síma í 4 mánuði Reykvíkingur á þrítugsaldri hef- ur verið dæmdur í sjö mánaða fang- elsi fyrir stuld og ölvunarakstur. Maðurinn ók í félagi við unga konu um götur Akureyrar í fyrra á stol- inni bifreið, undir áhrifum áfengis, og einnig var maðurinn dæmdur fyrir að hafa brotist inn í læstan skáp í starfsmannaherbergi Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Þar stal hann tösku sem hafði að geyma GSM-síma og ökuskírteini. Maður- inn notaði simann í heimildarleysi í tæpa fjóra mánuði. Maðurinn viðurkenndi sakargift- ir skýlaust fyrir dómi. Hann hefur hlotið fimm refsidóma frá árinu 1999 og var gerður sérstakur hegn- ingarauki í málinu. 5 mánuðir af fangavistinni eru skilorðsbundnir til þriggja ára. -BÞ Lögbrot bónda: Olli reykmengun við sundlaug Gestir sundlaugarinnar á Þela- mörk, norðan Akureyrar, urðu fyrir heldur óskemmtilegri reynslu sl. föstudag þegar mikinn reyk lagði yfir sundlaugarsvæðið. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins á Akur- eyri var sökudólgurinn bóndi í Am- ameshreppi sem hafði stolist til aö brenna rúllubaggaplasti úti undir bemm himni. Ekki vildi betur til en svo að eldurinn breiddist út í 4-5 bílhræ og mslahaug og var slökkvi- liðið um klukkustund að slökkva bálið. „Það var ekki bara að hann væri að fremja lögbrot með því að kveikja eldinn heldur lagði reykinn af þessu yfir skólabygginguna á Þelamörk og sundlaugina, gestum til ama og leiðinda. Það er afskap- lega hvimleitt að menn séu að kveikja svona elda úti við og strang- lega bannað nema með leyfi sýslu- manns eða slökkviliðsstj óra, “ segir Sigurður Sigurösson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri. -BÞ Innbrot í lyfjaskáp Ólafsfirðingur á þrítugsaldri hef- ur verið dæmdur í sex mánaða skil- orðsbundið fangelsi eftir að hann braust inn í línubát i Hafnarfjarðar- höfn og stal lyfjum úr lyfjaskáp. Innbrotið átti sér stað í júlí í fyrra og hafði maðurinn á brott með sér ýmis deyfi- og verkjastillandi lyf, þar á meðal morfin. Auk þess tók hann ófrjálsri hendi nýlega ferða- tölvu og myndbandstæki. Maðurinn hefur áður komist í kast viö lögin og hlotið nokkra refsi- dóma. Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað upp dóminn. -BÞ Vefsíða Fjölmenningarseturs tekin í gagnið: Samskiptavefur á fimm tungumálum - ætlaður fólki af erlendum uppruna hvar sem er á landinu Páll Pétursson félagsmálaráðherra opnar vef Fjölmennlngarseturs Nýi vefurinn er á mörgum tungumátum og er sérstaklega ætlaöur fólki aferlend- um uppruna til samskipta og upplýsinga um íslenskt þjóöfélag og stjórnkerfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.