Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 DV 19 Tilvera • L eik hús ■gíkmýgnr í PprfiprieikhMgmu Halldóra Geirharðsdóttir, Jó- hanna Vigdís Arnardóttir og Sóley Elíasdóttir fara með að- alhlutverkin í þessari sýningu sem sett verður upp í kvöld kl. 20 í Borgarleikhúsinu. Píku- sögur er eftir bandariska leik- skáidið Evu Ensler og er byggt á viðtölum leikskáldsins við konur, gamlar konur og ungar, um þeirra leyndustu parta, píkuna. Viðfangsefnið er óvenjulegt en höfundur setur hugsanir viðmælenda sinna fram á einstakan hátt og lýsir með þessu safni eintala lífi og lífsviðhorfum ólíkra kvenna. Miðapantanir eru í síma 568 8000. •Sýningar ■Sumsryýntng Kiaryalg»tgða Nú stendur yfir Sumarsýning Kjarvalsstaða sem saman- stendur af fígúratífum verkum í ýmsum miðlum úr eigu safnsins þar sem viðfangsefnið er maðurinn í borginni og ö upplifun hans á borgarlandslaginu; götum og húsum og borgarlífinu; sambýlinu við annað fólk, samkennd, einmanaleika, hópkennd og einstaklingshyggju. Sýningin ber yfirskriftina Maður og borg. B Mark í Gallerí Sku^ga Bandariski listamaðurinn Mark Norman Brosseau sýnir verk sín í Galleri Skugga á Hverfisgötu um þessar mund- ir. Sýningin ber yfirskriftina Space Project. Mark hefur verið við störf hér á landi í eitt ár og stendur sýning hans til 23. júní. Gallerí Skuggi er opið frá 13-17 alla daga nema mánudaga. ■ Elnnak li«t í IuB Finnska listakonan Tea Jaskelainen sýnir verk sín í Gallerí Tukt í Hinu húsinu frá 9-18 í dag eins og aðra virka daga fram til 23. júní. • S v e i t i n ■Óoera é Auaturlandi Þriðja sýning á óperunni Cosi fan tutte á Eiðum á Austur- landi kl. 17. Miðasala í síma 4711444. •Fyrirlestrar ■Fvrlrleetur í HÍ Cornel Ofwona flytur í dag fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í stofu 158 í VR- II klukkan 15.15. Fyrirlestur- inn er öllum opinn en hann fjallar um forðafræði Olkaria- jarðhitasvæðisins í Keníu. Leiðbeinandi er Jónas Elías- son prófessor. Krossgáta Lárétt: 1 smyrsl, 4 skipti, 7 trippi, 8 aðsjáll, 10 karlmannsnafn, 12 víntegund, 13 skort, 14 einkenni, 15 skagi, 16 fljótfæmi, 18 dingul, 21 skynsamt, 22 spírar, 23 svein. Lóðrétt: 1 hrúga, 2 vafa, 3 dögun, 4 einfeldni, 5 vökva, 6 starf, 9 saltlög, 11 afréttur, 16 fölsk, 17 bleytu, 19 ólmi, 20 klæðnaður. Lausn neðst á síöunni. Umsjón: Sævar BJarnason stórmeistari (karla?!). Og 12 ára geml- ingur í Úkraínu blöur eftir titlinum, ætli hann fái hann ekki í sumargjöf? En Radjabov sá aldrei til sólar í þess- ari skák, eftir að hafa gert jafntefli i fyrri skákinni með hvitu. Hér er stað- an erfið og eftir 21. Hc8 eða 21. De6 kemur 22. f3. Og eftir að Kasparov hafði tínt peðin á drottningarvæng sá unglingurinn sitt óvænna og gaf. En það gengur bara betur næst. Hvítt: Gary Kasparov (2838) Svart: Teimour Radjabov (2610) Pirc vörn. 2. Heimsbikarmót FIDE, Moskvu (2), 5.6.2002 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 c6 4. Rf3 d6 5. Be3 Rd7 6. Dd2 Rgf6 7. Bh6 Bxh6 8. Dxh6 e5 9. 0-0-0 De7 10. h3 a6 11. dxe5 dxe5.12. Bc4 b5 13. Bb3 a5 14. a4 b4 15. Rbl Ba6 16. Rbd2 0-0-0 17. De3 Kb7 18. Bc4 Rc5 19. Bxa6+ Kxa6 20. Rc4 Rfxe4 21.Rfxe5 (Stöðumyndin) 21. -Hd5 22. Rxc6 Dg5 23. Hxd5 Dxd5 24. R4xa5 Kb6 25. Rxb4. 1-0 mmsrmsMami ■}pj 08 ‘109 61 ‘b§b li 9i ‘[IeQ n ‘nnæd 6 ‘uqi 9 ‘bjX g ‘dmjsBiLreq \ ‘jBsunhjoui g ‘Bje z ‘soi[ f ujajgoj 'Htd gz ‘JBJB ZZ ‘QBJB3 iz ‘jjojj 8x ‘sbjj 91 ‘sau si ‘Ibqb n ‘np[a 81 ‘ui§ 51 ‘ujbh oi ‘JBds 8 ‘jbioj l ‘uAq \ ‘utejsi i :jjajBj Skák Svartur á leik! Það fór auðvitað þannig að „nu- mero uno“ vann yngsta stórmeistara heims i úrslitaeinvíginu á Heimsbik- armóti FIDE í Moskvu. Báðir eru þeir frá Bakú og segja má að Radja- bov (15 ára) sé skrefi framar en Kaspi á hans aldri. En framtíðin er óráðin, 15 ára indversk stúika, Humpy Koneru (Jú, hún heitir þetta) vann það afrek í karladeildinni að verða Dagfari Kvenlegir drættir Ég fór í verslunarleiðangur með konu minni á dögunum. Til- gangurinn var að finna gjöf fyrir 40 ára karlmann, karlmannlegan karlmann (macho) en fagurkera. Eins og eðlilegt má teljast lá leið- in f nokkur gallerí borgarinnar í von um að finna eitthvað við hæfi á hóflegu verði. Til að gera langa sögu stutta þá fundum við ekkert í galleríunum sem við töldum að mundi hæfa afmælis- barninu. Gaf sá rýri árangur til- efni til almennra vangaveltna um vöruframboð í galleríum. Áður en lengra er haldið skal tekið fram að ég er ekki að kasta rýrð á listmunina í sjálfu sér heldur undra ég mig á fjarveru karl- mannlegra drátta á hillum og veggjum þessara annars ágætu verslana. Hvert sem litið var eft- ir lítilli mynd eða snotrum hlut var hið kvenlega yfirgnæfandi - kvenlegar verur, andlit, kjólar eða önnur kvenleg minni voru ráðandi. Rollurnar, lóurnar og englarnir höfðu einnig á sér þetta kvenlega yfirbragð. Sama má segja um skúlptúra og marg- víslega nytjahluti. Allt var þetta fallegt, mikil ósköp. En hvar voru hinir karlmannlegu drættir, eitthvað sem okkur fannst hæfa afmælisbaminu? Kunnugir hafa tjáð mér að konur séu ráðandi á þessum markaði. Þarna komi mestanpart konur sem kaupa verk eftir konur fyrir konur. Karlar sinni þessum geira illa, geri aðallega stærri verk og dýr- ari. Kannski. Ég get alla vega tekið undir þetta með verðið þar sem t.d. myndir sem komu til greina í gjafaleit okkar hjóna og voru eftir karla virtust mun dýr- ari en hinar. Hér er efni í langar umræður og heitar en lesendum til upplýsingar endaði gjafaleitin farsællega. Kaldhæðni örlaganna kom því svo fyrir að við gengum með góða gjöf út úr gjafavöru- verslun með glervöru og postu- lín. Haukur L. Hauksson blaöamaöur Myndasögur 1 ‘5 S* Parna er ég aftur! Sjáið mlfl landa ’þeim etoral Allt tllbúlð! Sýnlngln ■» hefet núna! rSJónvarpIiT kynnlr mynd úr Vlllta ^ veetrlnu — Fálð ykkur eastl Nú eýnl ég ykkur magnaðar myndlr úr fríinu! .....—... —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.