Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 12
12 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 DV Jean-Pierre Raffarin Franski forsætisráðherrann hugsar sérgott til glóöarinnar að verða laus við vinstrimenn úr stjórn iandsins. Franskir hægri- menn ætla að láta verkin tala Hægrimenn í Frakklandi hétu því i gær aö hafa hraðar hendur við að hrinda í framkvæmd mikilvægum umbótum sem lofað var í kosninga- baráttunni, eftir yfirburðasigur á vinstriflokkunum í fyrri umferð þingkosninganna á sunnudag. Ekki er búist við öðru en að bandamenn Jacques Chiracs forseta leiki sama leikinn í síðari umferð- inni næstkomandi sunnudag og að þá Ijúki svokallaðri sambúðarstjórn hægri- og vinstrimanna sem mörg- um hefur þótt hafa lamandi áhrif á allar umbætur undanfarin fimm ár. „Tímabili sambúðarinnar, enda- lauss pólitísks argaþrass og getu- leysis er lokið,“ sagði Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra við upp- haf barátttunnar fyrir síðari um- ferðina í borginni Limoges í gær. Meðlimir al-Qa- eda handteknir Yfirvöld í Marokkó létu í gær handtaka þrjá Sádi-Araba sem eru grunaðir um að vera meðlimir al- Qaeda-samtaka Osama bin Ladens. Talið var að þeir væru að undirbúa hryðjuverkaárás á bandarísk og bresk herskip á Gíbraltarsundi. Ætluöu mennimir að róa litlum árabáti, fullum af sprengiefnum, inn í sundið í þeim tilgangi að vinna skaða á skipunum, svipaðan þeim sem unninn var á herskipinu Cole árið 2000 en al-Qaeda- samtökunum var eignuð sú árás. Mennimir voru handteknir í síðasta mánuði og eru þeir á aldrinum 25-35 ára. Yfirvöld vildu ekki gefa upp nöfn þeirra. Mohammed Zahir Shah. Zahir Shah vill ekki valdastöðu Fyrrum konungur Afganistans, Mohammed Zahir Shah, vill ekki vera hæstráðandi í tímabundinni rikisstjórn Afganistans sem leiðtog- ar þar í landi munu kjósa í dag. Þess í stað mun hann styðja fram- boð bráðabirgðaleiðtogans, Hamids Karzai. Um 1500 fyrirmenn afgönsku þjóðarinnar munu sækja samkund- una sem haldin er í risatjaldi í út- jaðri höfuðborgarinnar, Kabúl. Yfirlýsing Zahirs Shah mun sjálfsagt róa alþjóðasamfélagið sem hefur studd Afgana dyggiiega á leið sinni til að koma á stöðugleika á ný. Heimsókn Sharons til Washington lýkur í dag: Bush styður rétt- inn til sjálfsvarnar Ariel Sharon, forsætisráðherra Israels, heldur heim frá Washington í dag eftir vel heppnaða heimsókn. Hann hefur með sér í farteskinu ít- rekaðan stuðning Georges W. Bush Bandaríkjaforseta við rétt ísraela til sjálfsvarnar gegn sjálfsmorðsárás- um Palestínumanna. „Ég held að við höfum fengið það sem við vildum í þessari ferð,“ sagði háttsettur ísraelskur embætt- ismaður í foruneyti Sharons eftir sjöttu heimsókn forsætisráðherrans í Hvíta húsið á fimmtán mánuðum. Bush tók greinilega afstöðu meö ísraaelum þegar þeir Sharon hittu blaðamenn í gær. Bandaríkjaforseti gerði lítið úr því þótt ísraelski her- inn hefði enn einu sinni umkringt höfuðstöðvar Yassers Arafats i Ramallah í gær og krafðist þess að forseti Palestínumanna gerði frek- ari umbætur á heimastjóminni. Sharon hafði mikinn meðbyr þeg- ar hann kom til Washington á sunnudag. Bush var þá nýbúinn að hafna tillögum sem Hosni Mubarak REUTERSMYND Sharon í Washington Ariel Sharon, forsætisráðherra ísra- els, gerði góöa ferð tii Washington þar sem hann ræddi við Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu. Egyptalandsforseti lagði fyrir hann í viðræðum í Camp David, sveitar- setri Bush, um helgina. Mubarak lagði til að gengið yrði frá stofnun palestínsks ríkis áður en gerðir yrðu endanlegir friðarsamningar við ísraela. Saeb Erekat, ráðherra í palest- ínsku heimastjóminni, sagði að orð Bush væru „vonbrigði öllum þeim sem vinna að friði og þeim sem eru að reyna að koma friðarferlinu aft- ur af stað“. Palestínskir byssumenn skutu tvo landa sina til bana í borginni Hebron á Vesturbakkanum í morg- un fyrir meinta samvinnu við ísra- ela, að því er sjónarvottar sögðu. Fréttamaður Reuters sagði að líki annars mannsins hefði verið kastað fyrir framan mosku og bílflak. Lík hins mannsins var skilið eftir í há- skólanum í Hebron þar sem hann starfaði. ísraelar hafa fordæmt af- tökur án dóms og laga á samstarfs- mönnum sínum úr röðum Palest- ínumanna. REUTERSMYND HStaira Þjóöhátíöardagur Filippseyja Á morgun verður haldinn hátíðlegur 104. þjóöhátíðardagur Filippseyja og fór þessi ágæti maður með eðlu sína á markaðinn í Baguio, ef til vill til að verða sér úti um þaö sem þarf til þess aö halda daginn hátíðlegan. Indverjar aflétta flugbanni og friðarvonir glæðast: Viljinn er mikill 8 manns létust í átökum Pakistana og Indverja i Kasmir-héraðinu í nótt, skömmu áður en Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandarikjanna, kemur til Nýju-Delhi í dag til að miðla málum i deilunni. 6 þeirra lét- ust í þeim hluta sem Pakistanar ráða yfir, þar á meðal táningsstúlka sem Indverjar skutu frá sínu yfirráða- svæði, þar sem tveir íslamskir and- spyrnumenn voru einnig drepnir af indverskum öryggissveitum. En þrátt fyrir að átökin hætta ekki þótti ástæða til að gleðjast örlítið í gær þegar Indverjar sýndu friðarvilja sinn í verki með því að létta hálfs árs gömlu flugbanni pakistankra flugvéla í indverskri flughelgi. En hersveitir eru enn í viðbragðsstöðu og það er enn mjög raunhæfur möguleiki að mikil átök brjótist út. REUTERSMYND Donald Rumsfeld Varnarmálaráöherra Bandaríkjanna kemur til Indlands í dag. Pervez Musharraf sagði þó að þetta skref sé of lítið. „Ég mun bíða eftir frekari aðgerðum, þetta er mjög hæg byijun.“ Erindreki bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, Richard Armitage, er kominn aftur á heimaslóðir eftir ferð sína til Indlands og Pakistans og sagði hann viö fréttastofu BBC aö bú- ast mætti við frekari aðgerðum af þessum toga á næstu dögum, þar á meðal að Indveijar ætli að draga her- sveitir sínar til baka frá Pakistan. Þrýstingur Bandaríkjastjórnar er sérstaklega mikill á viðkomandi lönd um að hemja sig og ber heim- sókn Rumsfelds vitni um það. Mus- harraf fagnaöi því að hann kæmi og lofaði að pakistönsk yfirvöld mundu vinna með honum að lausn deilunnar. Powell setur skilyrði Colin Powell, utan- ríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í gær að bandarísk stjórn- völd gerðu ráð fyrir að teknar yrðu upp viðræður við Norð- ur-Kóreumenn til að koma á eðlilegum samskiptum landanna. Það yrði þó ekki fyrr en að uppfylltum ákveðn- um skilyrðum. Flóttamenn í Færeyjum Fái albönsku flóttamennimir fimm, sem reknir voru frá íslandi, hæli í danska ríkjasambandinu verða þeir í Færeyjum þar sem þeir hafa beðið um hæli þar, að sögn færeyska útvarpsins. Deild um nýliöastyrki Ósætti innan Evrópusambands- ins um aðstoð við landbúnað land- anna sem hafa sótt um aðild gæti orðið til að tefja fyrir stækkun ESB til austurs. Eldar í nágrenni Denver Líkur vom á því í gær að allt að þrjátíu þúsund manns yröu að yfir- gefa heimili sín vegna skógarelda sem geisuðu við úthverfi Denver í Kólóradó. Eiturefni í fóðri kannað Framkvæmdastjóm Evrópusam- bandsins hefur kallað vísindamenn til neyðarfundar til að kanna hugs- anlegt krabbameinsvaldandi efni sem fannst í dýrafóðri í Þýskalandi. Forseti vottar virðingu Gloria Macapagal Arroyo, forseti Fil- ippseyja, flaug í morgun til suður- hluta landsins þar sem uppreisnar- menn hafa mikið látið að sér kveða. Arroyo sótti þar minningarathöfn um filippseyska hjúknmarkonu sem lét lífið í skot- bardaga íslcunskra mannræningja hennar og stjómarhersins. Rússar stöðvi útflutning Framtíðarsamskipti Rússa og Bandaríkjamanna velta mjög á þvi að Rússar hætti að flytja út hættu- leg efni í vopn til írans og annarra „bófaríkja", að sögn háttsetts emb- ættismanns vestra. Solana bjartsýnn aJavier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambands- ins, sagði í gær að hann ætti von á því að Svartfellingar og Serbar myndu koma sér saman í næstu viku um nýtt og laustengdara samband í stað júgóslavneska sambandsríkisins. Castro boðar risagöngu Fidel Castro Kúbuforseti hvatti landa sina í gær til að fara í risa- göngu gegn íhlutun Bandaríkjanna í kúbversk innanríkismál. Lygari af verstu sort IDonald Rumsfeld, landvamaráð- herra Bandaríkjanna, kallaði Saddam Hussein íraksforseta lygara af verstu sort í gær, eftir að stjóm- völd í Bagdad sögðust ekki vera að smíða gjöreyðingarvopn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.