Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Side 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 DV_______________________________________________ Útlönd Handtekinn fyrir að leggja á ráðin um smíði geislavirkrar sprengju: Talið að gera hafi átt árás á Washington DC Bandarísk yfirvöld tilkynntu í gær að þau hefðu t haldi bandarískan liðs- mann al-Qaeda-hryðjuverkasamtak- anna sem grunaður er um að hafa ver- ið að skipuleggja árás’á Bandaríkin með geislavirkri sprengju. Hinn 31 árs gamli Abdullah al Mujahir, bandarískur ríkisborgari, ættaður frá Puerto Rico, sem hét áður José Padilla, var handtekinn af liðs- mönnum alríkislögreglunnar FBI i Chicago i maíbyrjun þegar hann kom til landsins frá Pakistan. Hann var hnepptur í varðhald án þess að hon- um væri birt ákæra þar til George W. Bush forseti lýsti hann „óvinaher- mann“ á sunnudag. Maðurinn var þá fluttur í fangelsi sjóhersins. Á umræðustiginu „Við höfum hleypt upp samsæri hryðjuverkamanna um að gera árás á Bandaríkin með geislavirkri sprengju," sagði John Ashcroft dóms- málaráðherra þegar hann greindi frá handtökunni í Moskvu, þar sem hann var til að ræða við rússneska embætt- ismenn. Robert Mueller, forstjóri FBI, sagði siðar í Washington að samsærið hefði Óvinur ríkisins Abdullah al Mujahir var handtekinn viö komuna til Chicago frá Pakistan í síöasta mánuði. Honum ergefiö aö sök aö hafa ætlaö aö skipuleggja árás meö geislavirkri sprengju. ekki verið komið lengra en á umræðu- stigið. Geislavirk sprengja, eða „skítum sprengja" eins og Bandaríkjamenn sjálfir kalla hana, er hefðbundin sprengja sem geislavirk efni eru sett í. Ashcroft sagði að slíkar sprengjur gætu valdið dauða fjölda manna. Sér- fræðingar sögðu aftur á móti að þær myndu valda meiri ótta en manntjóni. Bandarískur embættismaður sem ekki vildi láta nafns síns getið sagði að al Mujahir hefði sennilega verið að skipuleggja árás á Washington DC, höfúðborg Bandaríkjanna. Hitti foringja al-Qaeda Embættismenn sögðu að al Mujahir hefði farið til Pakistans og Afganist- ans í fyrra og hitt háttsetta foringja al- Qaeda til að ræða áformin. Ekki vildu þeir segja hvort það var fyrir eða eft- ir árásirnar 11. september sem al-Qa- eda er kennt um. Að sögn lögreglunnar á al Mujahir langan glæpaferil að baki. Á unglings- árunum var José Padilla eins og hann hét þá félagi í glæpagengi í Chicago. Hann var meðal annars dæmdur fyrir morð sem hann framdi aðeins þrettán ára gamall. Talið er að Padilla hafi snúist til ís- lamstrúar á meðan hann sat í fang- elsi. Ljóst er að minnsta kosti að hann hóf að kalla sig Abdullah al Mujahir eftir að hann var handtekinn í Flórída 1991 og ákærður fyrir líkamsárás og ólöglegan vopnaburð. Það mun hafa verið leyniþjónustan CIA sem sagði FBI frá al Mujahir en upplýsingar um hann fengust í yflr- heyrslum al-Qaeda-liða. Þessar stofn- anir hafa sætt harðri gagnrýni að undanfórnu fyrir að bregðast ekki við viðvörunum um hugsanlegar hryðju- verkaárásir á Bandarikin sem bárust nokkru fyrir árásirnar 11. september. A1 Mujahir var síðast i Bandarikj- unum árið 1998. Frá þeim tíma hefur hann aðallega haldið til í Mið-Austur- löndum. „Á meðan al Mujahir var í Pakist- an og Afganistan þjálfaði hann sig með óvininum. Hann lærði meðal annars að tengja sprengjur og rann- sakaði leiðir til að dreifa geislavirk- um efnum,“ sagði Ashcroft dómsmála- ráðherra. Þar sem al Mujahir er skilgreindur sem „óvinahermaður" nýtur hann ekki sömu vemdar og aðrir sakborn- ingar í bandarískum fangelsum, eins og að fá að hafa lögmann sér til að- stoðar við allar yflrheyrslur. REUTERSMYND John Gotti Gotti lést í fangelsi, 61 árs aö aldri Mafíuforinginn John Gotti látinn John Gotti, öðru nafni „Teflon Don“, er látinn, 61 árs að aldri. Banamein hans var krabbamein í hálsi en hann hefur eytt undanforn- um áratug í fangelsi. Áður fyrr var hann þekktur sem „Dapper Don“ en hann öðlaðist hitt nafnið vegna þrálátra árangurs- lausra tilrauna yflrvalda til að reyna að sakfella hann fyrir meinta glæpi sína. En hann náði alltaf að hreinsa sig. Það var svo árið 1992 sem hann var loksins fangelsaður fyrir morð og mútur og hlaut hann 100 ára lífstíðardóm. Það var mað- urinn sem kom honum til metorða innan mafíunnar og nánasti sam- starfsmaður hans, Sammy „The BulT Gravano, sem vitnaði gegn honum. Hann var talinn vera mikilvæg- asti „gangsterinn“ síðan A1 Capone var og hét. REUTERSMYND Sir Paul McCartney fær á sig hnapphelduna Fyrrum Bítillinn og Sir-inn Paul McCartney mun í dag segja Já“ við spurningunni stóru ef aiit gengur eftir og mun Heather Mills væntanlega leika þann leik eftir en gifting þeirra fer fram í Lesiie-kastatanum í Monaghan-sýsiunni á írlandi. Búist er viö um 300 boösgestum en Ijóst þykir að einhverjir sjái ástæöu til aö komast eins nálægt athöfninni og mögulegt er en mikiö var lagt í hjá bresku pressunni aö komast aö því hvar brúökaupiö yröi haidiö. Deilt um hvernig skuli útrýma hungri Leiðtogar heims eru ekki sam- mála um hvernig skuli takast á við hina mikla hungursneyð í heimin- um þó svo að allir séu viljugir að grípa til aðgerða. Á ráðstefnu í Róm voru menn sammála um og staðfast- ir í að minnka tölu þess fólks sem býr við hungursneyð um helming. Það vakti þó óneitanlega athygli í gær, á fyrsta degi af fjórum, að að- eins tveir leiðtogar vestrænna ríkja, Ítalíu og Spánar, sáu sér fært að mæta á ráðstefnuna sem skipulögð er af Sameinuðu þjóðunum sem hef- ur sagt hana vera homstein í bar- áttunni gegn hungri. Leiðtogar margra þróunarríkja, hins vegar, flykktust til Rómar til að vera viðstaddir fundarhöldin, þar á meðal forseti Zimbabwe, Ro- bert Mugabe, sem tókst þar með að komast hjá því farbanni til landa Evrópusambandsins sem hann var og er í. Framkvæmdastjóri SÞ, Kofi Annan, sagði í setningu ráðstefn- unnar að það væri skammarlegt að búa við hungursneyð í heiminum. OKU $KOUNN ‘ MJODD Þarabakka 3 109 Reykjavík Nú lokum við ekki vegna sumarleyfa !!! Aukin ökuréttindi Hægt er að hefja nám alla miðvikudaga (áfangakerfi)! Kennum á leigu-, vöru- og hópbifreið, einnig eftirvagn ! Alvöru-kennslubílar og aldeilis frábærir kennarar ! Gæði og fagmennska tryggð, kennslugögn verða eign nemenda ! Greiðsluskilmálar við allra hæfi! Athugið að flest verkalýðsfélög styrkja félagsmenn sína í námi til aukinna ökuréttinda ! Hringið eða komið, fáið nánari upplýsingar og látið skrá ykkur núna !!! Sími 567-0300 Netfang: mjodd@bilprof.is Veffang: http//:www.bilprof.is MENNTASKOLINN VIÐ SUND NYNEMA I DAG Sérhæfður bóknámsskéli með máiabraut, félagsfræðabraut og náttúrufræðabraut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.