Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 DV 7 Fréttir Hverjir tapa og hverjir græða á stækkun Evrópusambandsins? Framlög ríkra þjóða aukast - efasamdaraddir að heyrast vegna stækkunar ESB Ríkistjómir Evrópusambandslanda eru farnar að fá eftirþanka vegna hins mikla kostnaðar sem fylgir þvi að taka tíu þjóðir til viðbótar inn i sam- tökin. Ákvörðun um þá miklu stækk- un verður tekin á fundi æðstu manna ESB sem haldinn verður í Kaup- mannahöfn í desember. Hin mikla hægri sveifla sem er að verða í mörg- um aðildarríkjana þykir benda til aukinnar varúðar gegn afnámi landamæra og blöndun þjóða. Hins vegar halda talsmenn stækkunar því fram að bandalagið hafl ekki efni á fresta eða neita fyrrum austantjalds- þjóðum um aðiid þar sem mikilvægir framtíðarmarkaðir séu í húfi. Þótt út- gjöld aukist með inngöngu fátækari þjóða skapar fjölgunin fyrirtækjum og fjárfestum aukið svigrúm og tekju- möguleika þegar fram líða stundir. Mikilvægi stækkunar Stjómarformaður Þróunarbanka Evrópu, Frakkinn Jean Lemierre, heldur því fram í blaðaviðtali að veita beri þeim þjóðum sem æskja inn- göngu í ESB aðild hvað sem það kost- ar. Hann álitur að verði ekki af stækk- un sambandsins muni það hafa mikl- ar og óæskilegar pólitískar og fjár- hagslegar afleiðingar. Lemierre stendur á því fastar en fótunum að ekki sé spuming um að umsóknarþjóðimar verði að fá inn- göngu 2004. Evrópusambandið hljóti að ná samkomulagi um aukna greiðslubyrði og megi stundarhags- munir einstakra ríkisstjórna ekki ráða ferð og koma í veg fyrir pólitíska þróun Evrópu. Úr 15 í 25 ríki Umsóknarþjóðirnar þurfa að fá svör við spumingum sem þeim eru mikilvægar. Það eru samningar um landbúnaðamálin, fjárhagsstuöningur ESB til einstakra svæða og hvert framlag einstakra þjóða til sameigin- legs sjóðs aðildarríkjanna verður. Allt em þetta málefni sem bæði að- ildarríkin og þau sem sækja um aðild verða að koma sér saman um áður en Talsmaöur stækkunar Frakkinn Jean Lemierre, stjórnarformaöur Þróunarbanka Evrópu, er ákafur taismaöur stækkunar ESB og segir aö efekki veröi af stækkun sambandsins muni þaö hafa óæskilegar afleiöingar, jafnt pólitískar sem fjárhagslegar. Óleyst vandamál Stækkun ESB kailar á margar úrtausnir, ekki síst á sviöi iandbúnaöarmáta. Hér minnir evrópskur bóndi á kröfur sínar framan viö fána sambandsins. ESB stækkar úr 15 þjóða samtökum í 25 þjóða samband. Efasemdaraddir Það em ekki síst stjómmálamenn í Frakklandi og Þýskalandi sem famir em að fá bakþanka vegna stækkunar sambandsins. Það eru ekki allir reiðu- búnir að greiða þann mikla kostnað sem stækkunin hefur í fór með sér. Eins og málin standa núna er til dæmis gert ráð fyrir að bændur í umsóknarlöndunum fái sem svarar fjórðungi styrks frá ESB miðað við það sem bændur í Þýskalandi og Frakklandi fá. Þetta hefur að vonum vakið mikil mótmæli i þeim löndum sem hyggjast setjast að kjötkötlum land- búnaðarstyrkja ESB. Sé litið á málin í heild vaknar spum- ingin um hver borgar hvað fyrir hvem. Þar hangir fleira á spýtunni en landbún- aðarpólitíkin ein. Það er mikilvægt fyr- ir lýðræðisþróun í Mið- og Austur-Evr- ópu að markaðshyggjan nái fótfestu þar og að þar skapist markaðir og tækifæri til fjárfestinga fyrir þær þjóðir sem þeg- ar era fyrir í Evrópusambandinu. Þau lönd sem æskja inngöngu í ESB hafa lagt sig í líma við að bæta efnahag sinn og standast þau skilyrði sem sett em til að eiga von um að vera gjaldgeng sem fullgildir aðilar að sambandinu. Það verða því mikil vonbrigði og jafnframt skaði fyrir sambandið sem slíkt ef um- sóknum þeirra verður hafnað. Víða ótti við stækkun í ESB-löndum er ótti við að inn- streymi útlendinga auki á atvinnuleysi og að ódýrar landbúnaðarvörur muni valda bændum skaða. Því er ávallt nokkur mótstaða gegn stækkuninni í austurveg og þar við bætist óttinn við að skatturinn á ríkari þjóðimar, sem gengur til þeirra nýju og fátæku, muni þrengja fjárhag hinna efnaðri. Hins vegar er óráðið enn hve skatt- heimtan og styrkimir verða háir og að það eru fleiri en oddvitar stjómarflokk- anna á íslandi sem eru ekki með það á hreinu hveijir græða og hveijir tapa á stækkun ESB sem ákveðin verður næsta vetur. (Aóalheimild Politiken) Björn Bjarnason gagnrýnir viðbúnað vegna Falun Gong Björn Bjarnason víkur að þeim öryggisráðstöfunum sem verið er að gera vegna komu Jiangs Zem- ins, forseta Kína, i pistli á vefsíðu sinni í gær. Bjöm segir að undrun veki hve víðtækar öryggisráðstaf- anir þurfi að gera vegna komu for- seta Kína til landsins. Björn segir það harkalega ákvörðun að loka landamærunum fyrir hópi fólks sem leggur stund á Falun Gong, eða Falun Dafa, þær andlegu og líkamlegu æfingar sem Björn Bjamason Hann telur íslensk stjórnvöld ganga of iangt gagnvart Falun Gong. helst eru taldar ógna veldi kín- verska kommún- istaflokksins Björn segir að stríð kínverskra valdamanna við félaga í Falun Gong sé ekki háð innan landa- mæra Kína held- ur teygi það sig um alla veröld- ina, eins og við íslendingar fáum að reyna núna. „Á milli Kína og ís- lands eru himinn og haf þegar litið er til virðingar fyrir einstaklingn- um og réttindum hans. Vissulega er nauðsynlegt hér, eins og annars staðar, að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi opinberra, erlendra gesta. I þeim efnum verður hins vegar að gæta þess meðalhófs sem á við í öllum samskiptum manna," segir Björn Bjamason á vefsíðu sinni. -NH Fífilbrekkan fagra Þeir hafa iöngum veriö óteljandi brekkufíflarnir í Samkomuhússbrekkunni á Akureyri um þetta leyti árs. Hitabylgjan nyröra á síöustu dögum hefur heldur betur teygt á þeim og fyrir vikiö setja þeir svip sinn á götumyndina viö Drottningarþraut. — Blönduós - húsnœði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum eða leigu á einbýlishúsi á Blönduósi, u.þ.b. 170--200 fm að stærð að meðtöldum bílskúr. Tilboð er greini staðsetningu, verðhugmynd og áætlaðan afhendingartíma sendist fjármálaráðuneytinu, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 22. júní nk. Fjármálaráðuneytið, lO.júní 2002 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Orkuveitu Reykjavíkur sem verkkaupa, auglýsir eftir aðilum til að taka þátt í opnu útboði á bílageymslu í nýjum höfuðstöðvum við Réttarháls 1 í Reykjavík. Helstu magntölur eru: Mótafletir Steinsteypa Bendistál Eftirspennt stál Stálvirki Hitalagnir Vatnsúðalögn Strengir Lampar 5.500 m2 180 tn 7.400 m 28 tn 1.300 1.100 m 4.500 m 150 stk Tilboðsgögn fást hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3,101 Reykjavík, frá og með 12. júní 2002, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 1. júlí 2002, kl. 14.00, á skrifstofu Innkaupastofnunar, merktum: Höfuðstöðvar Orkuveftu Reykjavíkur-Útboðsverk 4 - Bflageymsla. POWERMATE MT { Tölvur ) Örgjörvi og stýrikerfi: PIII1 GHz/Windows98SE Verð: 99.900,- m/vsk. TÖLVUR Lágmúla 8 • Simi 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.