Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 27 Sport DV Úrslit og staða: A-riðill: Senegal-Úrúgvæ............3-3 1-0 Fatiga (20., vsp.), 2-0 Boupa Dioud (26.), 3-0 Boupa Dioup (38.), 3-1 Mora- les (46.), 3-2 Forlan (69.), 3-3 Recoba (88., vsp.) Danmörk-Frakkland.........2-0 1-0 Rommedahl (23.), 2-0 Tomasson (67.) Danmörk 3 2 1 0 5-2 7 Senegal 3 1 2 0 5-4 5 Úrúgvæ 3 0 2 1 4-5 2 Frakkland 3 0 1 2 0-3 1 Danir mæta í 16-liða úrslitum liðinu sem verður í ööru sæti í F-riðli og Senegalar mæta sigurliöinu í riðlin- um. Englendingar, Argentínumenn og Svíar beijast þar um tvö laus sæti í 16-liöa úrslitum og ráðast úrslitin í þeim riðli á morgun. Zinedine Zidane og Fabien Barthez skiptast hér á kveöjum eftir ósigurinn gegn Dönum og er augljóst aö þeir eru ekki kátir meö gang máia. Þaö er enda ekki skrýtiö, Frakkar eru úr leik í keppninni og þaö án þess aö skora mark. Reuters Háöuleg frammistaða heimsmeistaranna á HM í Japan og Suður-Kóreu: Frakkar heim - lágu fyrir Dönum í lokaleiknum og skoruðu ekki mark í keppninni Heims- og Evrópumeistarar Frakka í knattspymu hafa lokið þátttöku sinni á heimsmeistaramót- inu í S-Kóreu og Japan en í morgun töpuðu þeir fyrir Dönum, 2-0, í loka- leik A-riðilis í borginni Incheon. Þetta er mikiö áfall fyrir Frakka en eftir tapið fyrir Senegal í opnunar- leik keppninnar lá leiðin niður á við. Það er ótrúleg staðreynd samt sem áður að stjömum prýtt lið Frakka skuli nú vera á heimleið og leikmenn þess á leið í sumarfrí þeg- ar heimsmeistaramótið er hálfnað. Það sem gerir líka árangur Frakka enn merkilegri er að liðið leikur þrjá leiki í riðlinum, tapar tveimur, gerir eitt jfntefli og skorar ekki eitt eitt einasta mark í keppninni. 270 mínútur nægðu ekki einu mark- sæknasta liði heims til að skora á heimsmeistaramótinu. Þessi árangur verður örugglega til þess að landsliðið fer í nafla- skoðun og uppstokkun á liðinu blasir við. Ljóst er að margar stjörnur liðsins leika ekki framar með landsliðinu. Þjálfarinn, Roger Lemerre, gerði tveggja ára samn- ing skömmu fyrir keppnina og í kjölfar þessa árangurs er ekki vist hvað hann gerir. Frábær leikur Dana Dönum til hróss léku þeir þenn- an leik af mikilli skynsemi og upp- skáru frábæran sigur. Þeir voru frískari í fyrri hálfleik, vel skipu- lagðir og öryggir í aðgerðum sín- um. Dannis Rommendahl kom Dönum yfir á 22. minútu eftir góða fyrirgjöf Stigs Töftings og var þetta 4. mark Rommendahls í þremur leikjum. Frakkar mættu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og ljóst að þeir ætluðu að leggja allt í sölurnar. Þeir höfðu ekki er- indi sem erfiði en nokrum sinnum skall hurð nærri hælum upp við danska markið. Allt kom fyrir ekki. Frökkum var fyrirmunað að skora, en tvívegis hafnaði boltinn í slá danska marksins. Danir hafa geysilega öflugu liði á að skipa og eru í raun líklegir til alls í keppn- inni eftir þetta. Sjálfstraustið skín úr andlitum þeirra og verður spennandi að fylgjast meö frænd- um og vinum vorum í framhald- inu. -JKS l^AREAjAPAN Alvarlegt slys átti sér stað undir lok leiks Portúgals og Póllands í gær. Ung- ur skoskur knattspymuáhugamaður féll um 3,5 metra á milli stúkuhæða á leikvanginum í Jeonju. Hann var sam- stundis fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hann átti að gangast undir aðgerð í gærkvöld en ekki er vitaö með hvaða hætti slysiö varð. Breskir Jjölmiölar sögðu frá því i gær að Japaninn Junichi Inamoto myndi yfirgefa herbúðir Arsenal þegar heims- meistaramótinu lýkur. Arsenal keypti Inamoto fyrir 11 mánuðum fyrir um 700 milljónir króna. Hann hefur slegið í gegn með japanska landsliðinu en hann hefur ekki leikið mikið fyrir ensku meistarana. Arsene Wenger, knattspymustjóri Arsenal, vildi sem minnst gera úr þessum fréttum af Inamoto og sagði of snemmt að segja hvað gerðist í málum hans. Wenger sagði að Ina- moto hefði sýnt umheiminum að hann gæti sómt sér hjá mörgum sterkum liðum í Evrópu. ítalir urðu fýrir áfalli í gær þegar miðjumaðurinn Luigi di Biagio meiddist á kálfa á æfingu. Hann fer í myndatöku í dag og eftir hana kemur í ljós hvort hann getur verið með gegn Mexikó I lokaleik ítala í G-riðli á fimmtudag. Alessandro Nesta og Christiano Zanetti eiga einnig við meiðsli að stríða en Nesta segist bjartsýnn á að hann geti verið með á fimmtudag. Enn er ekki ljóst hversu alvarleg meiðsli Englendingsins Owen Hargreaves eru en hann haltraði af leikvelli eftir 19 minútna leik gegn Argentinu á fóstudag. Hann fór í myndatöku 1 gær en hún sýndi ekki nægilega hversu alvarleg meiðslin eru. Það er því ekki ljóst hvort hann mun leika gegn Nígeríu á morgun en Englendingum nægir jafntefli í þeim leik til aö komast áfram í keppninni. Raddir hafa reyndar heyrst um að Brasilíumenn muni líklega gera Kostaríkumönnum frekar auðvelt fyrir að ná í það stig sem þeir þurfa til að komast áfram. Brasilíumenn eru þegar búnir að tryggja sig sjálf- ir og þurfa því ekki að hafa miklar áhyggjur af leiknum. Þessu hafa Brasilíumenn neitað og segjast of miklir atvinnumenn til þess að gera nokkuð þessu líkt. Þeir muni fara í leikinn með þvi hugarfari að sigra. Heimasíða mótsins er að slá öll aö- sóknarmet og á fóstudaginn voru sóknir, þ.e. síöur sem sóttar voru, meira en 106 milljónir. Alls hafa rúm- lega 464 milljón sóknir verið á síðuna og er þetta hvort tveggja met. Fyrra metið átti heimasiða vetrarólympíu- leikanna í Salt Lake City. -JKS/HI Papa Boupa Dioup og Khaliou Fatiga, markaskorarar Senegals, fallast hér í faðma. Senegal missti miður þriggja marka forskot en komst samt f 16-liða úrslit. Reuters Senegal áfram - missti þó niður þriggja marka forskot gegn Úrúgvæ Senegalar tryggðu sér sæti í 16- liða úrslitum þegar þeir gerðu jafn- tefli við Úrúgvæ, 3-3, í hörkuleik þar sem 12 gul spjöld litu dagsins ljós. Senegal hafði 3-0 forystu i leikhléi og leit allt út fyrir að þeir myndu valta yfir Úrúgvæ en þeir síðar- nefndu komu sterkir til leiks í seinni hálfleik og voru ekki langt frá því að stela sigrinum undir lokin. Senegalar byijuðu leikinn betur og komust yfir á 20. mínútu. Þeir fengu þá vítaspymu eftir að mark- vörður Úrúgvæ braut á E1 Hadji Diouf og skoraði Khalilou Fatiga af öryggi úr spymunni. Sex mínútum síðar kom Papa Boupa Dioup Senegölum í 2-0 eftir frábæra hraða sókn þar sem þeir unnu boltann á miðjum eigin vallarhelmingi og blésu strax til leiftursóknar. Og á 38. mínútu kom Boupa Diouf Senegal i 3-0 með skoti í slá og inn eftir fyrirgjöf. Úrúgvæ byrjaði seinni hálfleik- inn með látum og Ricardo Morales skoraði eftir aðeins nokkurra sek- úndna leik í seinni hálfleik þegar hann fylgdi eftir skoti Dario Silca sem var varið. Morales hafði komið inn á sem varamaður í leikhléi ásamt Diego Forlan og þeir hleyptu miklu lífi í sóknarleik Úrúgvæs. Forlan bætti öðru markið við á 69. mínútu meö glæsilegu skoti utan teigs og við þetta var komin mikil spenna i þennan leik. Og á 88. min- útu fiskaði Morales vítaspymu sem Recoba skoraði úr af öryggi. Á lokamínútum leiksins fékk Morales svo kjörið tækifæri tO aö vinna leik- inn en skaOaði fram hjá fyrir opnu marki. Skömmu síðar var flautað tO leiksloka og þar með fengu Senegalar það stig sem þeir þurftu tO að komast áfram. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.