Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 16
16 ÞREÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 17 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðatritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Abstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Ritsfjórn: ritstjorn@dv.ls - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Stefna ESB í þrot íslendingar hafa alltaf haft hom í síöu þeirra þjóöa sem reka sjávarútveg með opinberum styrkjum. Fyrir íslendinga er ekki aðeins eölilegt heldur nauösynlegt að berjast gegn hvers konar ríkisstyrkjum til sjávarútvegs enda slík útgerö bein árás á lífsafkomu þjóðarinnar sem á allt sitt undir vinnslu og veiði. Þrátt fyrir ýmsa ágalla, eins og á öðrum mannanna verk- um, hefur tekist vel til í íslenskum sjávarútvegi sem er fyrir- mynd annarra þjóða. Útgerð er arðbær atvinnugrein - rekin af skynsemi og út frá viðskiptalegum forsendum. Andstætt ríkjum Evrópusambandsins (ESB) hafa íslendingar aldrei gert sjómenn og útgerðarmenn að þurfalingum hins opinbera. Sjávarútvegsstefha ESB er fyrir löngu gjaldþrota, líkt og Franz Fischler, sem fer með sjávarútvegsmál innan fram- kvæmdastjórnar sambandsins, hefur gefið í skyn. Fischler hélt því fram þegar hann kynnti tillögur að endurskoðaðri sjávarútvegsstefnu fyrir tæpum tveimur vikum að fiskveiði- stefnan væri misheppnuð: „Hrun blasir við æ fleiri fiskistofn- um. Sóknargeta flotans er ekki að minnka heldur þvert á móti að aukast. Eftirlit og viðurlög eru misjöfn og þess vegna órétt- lát. Æ meiri sókn í stofnana skilar æ minni afla. Hagur sjó- manna versnar og þrátt fyrir háa opinbera styrki neyðast sí- fellt fleiri til að gefa sjómennskuna upp á bátinn.“ Þetta er harður dómur en ætti ekki að koma neinum á óvart. Evrópusambandið hefur aldrei litið á sjávarútveg sem „alvöru“ atvinnugrein heldur sem þurfaling sem nauðsynlegt sé að halda á lífi. Alls er áætlað að Evrópusambandið veiti 45 milljörðum króna árlega í styrki til sjávarútvegs eða ríflega 120 milljónum króna á dag. Spánverjar fá liðlega helming allra sjávarútvegsstyrkja enda með stærsta flotann innan sam- bandsins. Aflaverðmæti á hvern spænskan sjómann, sam- kvæmt hagtölum Evrópusambandsins, er hins vegar ótrúlega lágt eða aðeins 2 milljónir íslenskra króna á ári. í DV siðastliðinn fóstudag bendir Kristján Ragnarsson, for- maöur Landssambands íslenskra útvegsmanna, réttilega á að Evrópusambandið hefði ekki horfst í augu við vandann í mörg ár: „Maður upplifir hvergi meira ábyrgðarleysi en í samskiptum við Evrópusambandið." Hvort tillögur framkvæmdastjómar ESB nú eiga eftir að ná fram að ganga á eftir að koma í ljós en þær miða að nokkurri fækkun í fiskveiðiflotanum um leið og styrkjakerfi til sjávar- útvegs verði breytt. í þessu sambandi er vert að hafa í huga að innan Evrópusambandsins hafa lengið verið í gildi áætlan- ir um að fækka í flotanum. Þær hafa ekki gengið eftir vegna pólitískra átaka og hrossakaupa sem líkja má við gamla ís- lenska hreppapólitík. Þvert á móti hefur fiskiskipum fjölgað eftir því sem aflinn hefur minnkað. Sjávarútvegsráðherra Spánar viðurkenndi opinberlega að fulltrúum Spánverja í framkvæmdastjóminni hefði verið skipað að reyna að stoppa tillögurnar. Slík hagsmunagæsla fyrir þjóðríki er bönnuð samkvæmt reglum ESB. Gjaldþrot sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sést kannski best á þeirri einfóldu staðreynd að áriö 1997 veiddi hver sjómaður innan sambandsins að meðaltali 24 tonn. Hver íslenskur sjómaður var með 15 sinnum meiri afla. Miðað við þau hrossakaup sem hafa viðgengist innan Evr- ópusambandsins og erfiðleika við að koma á skynsamlegri stefnu í sjávarútvegsmálum, verður dregið alvarlega í efa að íslendingum standi til boða sérstök undanþága frá sjávarút- vegsstefnunni líkt og íslenskir Evrópusinnar hafa gefið í skyn. í besta falli geta íslendingar komist undan sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins i nokkur ár í eins konar aðlögun- arferli verði gengið til liðs við sambandið. Síðan tekur bullið og vitleysan við sem stjómað er í Bmssel þar sem allt önnur sjónarmið ríkja en að reka sjávarútveg eins og hverja aðra arðbæra atvinnugrein. Óli Bjöm Kárason 33 V Framboðið klofið eða fram boðið klofið? Á tímum Kvennalistans urðu eitt sinn ýfingar í hópnum og varð að sjálfsögðu fréttaefni um gjörvalla heims- byggðina. Ungur blaðamaður á Tímanum og seinna frambjóðandi Framsóknar- flokksins steig um þær mundir sín fyrstu skref sem þingfréttaritari blaðsins og skrifaði frétt um Kvennalistanij undir magnaðri fyr- irsögn sem varð landsfræg á svip- stundu: „Býður Kvennalistinn fram klofið?" Ljónynjur Kvennó undu ekki fyr- irsögninni enda hafa þær aldrei þjáðst af eðlilegum húmor og helstu Gilitruttir listans helltu sér urrandi yfir sveininn á kaffistofu Alþingis. Ekki bætti úr skák þegar stráksi mætti á ritstjóm Tímans og beið hans sjálfur ritstjórinn sem frétt hafði af trakteringum Gilitrutta í kaffistofunni. Blaðamannsefnið sá þama sína sæng uppreidda og um það bil sem honum féllust hendur í skaut greip gamalreyndur ritstjór- inn fram í fyrir stráksa og sagði hinn hressasti: „Ef þessar helvítis mellur eru með etnhvem kjaft, þá segðu þeim bara að bíta í punginn á sér!“ Axir og axarsköft En því er stórbrotin lífsreynslu- saga ungs blaðamanns rifjuð upp hér í kjallaranum að bæði konur og karlar halda áfram að bjóða fram klofið í kosningum og við önnur tækifæri eins og ekkert hafi ískorist. Enn og aftur tala kleyfhug- ar um að flokkar klofni og meiri- hlutar falli eins og þessi hugtök séu af massífum efnisheimi jarðar og umlyktum þyngdarafli gufuhvolfs- ins. Aðdráttaraíl flokka og framboða ræðst eingöngu af því hvort þeim tekst að ganga í augun á kjósendum eða ekki. Svo einfalt er það mál og reyndar á allra vitorði. Flokkar verða nefnilega ekki klofnir með exi eins og árhringamir í stofni trjáviðarins. Menn koma ekki við öxum gegn sjálfu aðdráttar- afltnu þó rembist þeir eins og rjúp- an við staurinn. Flokkar geta eðli málsins samkvæmt ekki klofnað. Annaðhvort fjölgar fólktnu í flokk- unum eða fækkar. Hins vegar hefur bæði flokkum og framboðum orðið á axarsköft sem bundið hafa enda á bæði vonir og drauma. En það er nú önnur saga og öxin og jörðtn geyma best glappaskottn. Framboð og ofboð Ólafur Friðrik Magnússon, heim- ilislæknir í Reykjavík, klauf ekki Sjálfstæðisflokkinn í eldtnn á kjör- „Ólafur Friðrik Magnús- son, heimilislœknir í Reykjavík, klauf ekki Sjálfstœðisflokkinn í eld- inn á kjördag eins og hvem annan rekaviðar- drumb. Ekki frekar en við Albert heitinn Guðmunds- son og félagar klufum flokkinn í herðar niður í þingkosningunum 1987.“ dag eins og hvern annan rekaviðar- drumb. Ekki frekar en við Albert heitinn Guðmundsson og félagar klufum flokkinn í herðar niður í þingkosningunum 1987. Sjallinn skrapp þá saman í venjulega alþýðu- flokksstærð af því hann fékk ekki fleiri atkvæði en kjósendur vildu greiða honum þann daginn. Og ekki nóg með það: Stjórnmálaflokkar klofna ekki þegar flokksmönnum ofbýður vistin og þeir taka hatt sinn og staf. Eru hraktir á annan vettvang, gamlan eða nýjan, vilji þeir halda áfram að tjá sig í pólitísku starfi. Að ganga í stjómmálaflokk er ekki að gangast undir herskyldu og kjósendum er heimilt að bjóða fram sjáffir hvenær sem þeim sýnist án meðalgöngu stjómmálaflokka. Nýjum framboð- um er alls ekki beint gegn öðrum Qokkum eða framboðum heldur beitt fyrir þá sem að þeim standa. Menn kjósa ekki gegn öðrum listum heldur fyrir sjálfa sig. Aö grípa fram í Flokksskírteini stjórnmálaQokka eru ekki æðstu máldagar kjósenda á borð við trúarjátningar og hjúskap- arheit. Aðrir svardagar standa venjulegu fólki nær en inntöku- beiðnir Qokkanna þó ótrúlegt megi virðast. Flokkunum væri nær að hætta að grípa stöðugt fram í fyrir kjósendum sínum og aðgátar er þörf 1 nærveru atkvæðis. Smærri framboð sönnuðu gildi sitt á kjördag og Ólafs læknis býður það hlutverk að standa upp í hverju máli og spyrja forseta borgarstjóm- ar: Hvað kostar það, hver á að borga það og hvar fást peningamir? Kjallari Siðmenningargrímunni kastað „Fólk varð vitni að því í kosningunum í Danmörku á síðasta ári þar sem sjálfur forsœtsráðherrann og foringi jafnaðarmanna gekk fram fyrir skjöldu og kallaði múslíma rottur.“- Múslimsk mótmœli á götu íKaupmannahöfn. hefðu sungið sitt síðasta i rústum kanslarahallarinnar í Berlín árið 1945. Nú er það svo að hver etnasti mað- ur með snefQ af siðferðiskennd fyllist viðbjóði yfir framferði stríðs- glæpamannanna Sharons og Peresar og legáta þeirra. En fólk sem telur sér trú um að framferði slíkra manna, sem í raun eiga hvergi heima annars staðar en á lokaðri réttargeðdeild, rétQæti að hellt sé fúkyrðum og óhróöri yfir heilan trúQokk og jafnvel ráðast á bænahús þeirra og fyrirtæki er ekki hótinu betra en þeir. Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart að þeir sem verst láta hafa aldrei sýnt mannrétt- indum eða réttindabaráttu Palestínu- manna minnsta áhuga og sumir höfðu uppi ámóta orðbragð um araba eftir 11. september og gyðinga nú. Af einhverjum undarlegum ástæðum sér svo Qest af þessu fólki sig knúið tU að hreyta etnhverjum ónotum í sígauna í leiðinni þótt það hafi senni- lega aldrei séð þá nema i bíó. Yfirboð í kynþáttafordómum Ósvífnir stjómmálamenn hafa not- fært sér þessi viðhorf og fiskað eftir fylgi meðal þeirra sem svona hugsa. Fólk varð vitni að því í kosningun- um í Danmörku á síðasta ári þar sem sjálfur forsætsráðherrann og foringi jafnaðarmanna gekk fram fyrir skjöldu og kaUaði múslima rottur. Ekki dugði honum það þó tU sigurs því hægri Qokkamir yfirbuðu hann í kynþáttafordómum og sitja nú við völd. Það þarf engum að koma á óvart þó einhverjir íslenskir stjóm- málamenn slái á þessa strengi í kom- andi kosningiun. Aldrei mikilvægara en nú Því miður er svo komið að þeir sem halda fram viðhorfunum af þessu tagi eru ekki lengur örlítUl jað- arhópur sem hægt er að afgreiða með glotti út í annað. Það er engu líkara en að einhverjar félags- og sið- ferðislegar hömlur á hegðun fólks hafi brostið við þá atburði sem við höfum orðið vitni að á undafómum misserum. AUt of margir hafa kastað siðferðisgrímunni. Það hefur því aldrei verið mikU- vægara en einmitt nú að þeir sem raunverulega láta sig mannréttindi einhverju varða haldi vöku sinni og láti fólk ekki komast upp með það átölulaust að blása í glæður kyn- þáttahaturs og fordóma, hvort sem er á opinberum vettvangi, í kaffistof- unni eða annars staðar. Það er engin ástæða tU að sitja með kurteisissvip í kaffiboðinu hjá Gunnu frænku ef einhver af gestunum setur á tölu sem vel gæti verið tekin orðrétt upp úr Mein Kampf. Guðmundur J, Guðmundsson sagnfræöingur Neikvæðu viðbrögðin hafa svo komið fram í því að fjölmargir Bandaríkjamenn virðast telja að eft- ir 11. september hafi jafnt alþjóðalög sem almennar siðferðisreglur verið feUdar úr gUdi og nú sé þeim sem „fómarlömbum" heimUt að haga sér eins og þeim dettur í hug gagnvart raunverulegum eða ímynduðum and- stæðingum. Hatursáróður gegn múslímum og aröbum hefur Qætt yfir í fjölmiðlum en einkum þó í netheimum og stöku menn hafa jafn- vel gengið svo langt að fara út á göt- ur og drepa næsta mann sem þeir telja hafa Miðausturlanda-úQit. Það sem verra er, bandaríska lögreglan hefur hreint ekki ofreynt sig við að leysa slík mál. Kemur engum á óvart Svipaða sögu má segja um það sem hefur verið að gerast í Palestínu síð- ustu vikumar. Fólk sem maður hafði hingað til talið skikkelsis manneskj- ur opnar nú rotþrær sálar sinnar og heUir yfir viðmælendur sína með tU- heyrandi orðbragði viðhorfum sem maður safi best að segja hélt aö Voveiflegir atburöir kalla annaðhvort það versta eða það besta fram í fólki. Það hefur sýnt sig hvað varðar atburðina 11. sept- ember sl. þar sem björg- unarmenn lögðu sig hvað eftir annað í lífshættu við að bjarga fólki úr rústun- um og týndu sumir hverjir lífi. Sandkom Hcettuleg leikfvmi Óhætt er að segja að sú ákvörðun íslenskra stjómvalda að meina meðlimum Falun Gong inngöngu í landið sé um- deUd. Menn hafa á oröi að í fyrsta sinn i sögu landsins hafi fimleikafiokki veriö meinuð landvist. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þessa ákvörðun stjórnvalda er Bjöm Bjarna- son, fyrrum menntamálaráðherra. Ekkert er undarlegt við að gagnrýni skuli koma frá Bimi sem árum saman hefur stundað sömu leikfimiæfingar og félagar i Falun Gong. Björn stundar þessar æfingar undir dugmikiUi stjórn Gunnars Eyjólfssonar leikara. FuUyrt er að annar þjóðþekktur maður leggi sömuleiðis mikla rækt við þessa leikfimi en sá er Georg Kr. Lárusson, for- stjóri ÚQendingaeftirlitsins ... Ummæli Himinn og haf - og virðing fyrir einstaklingum „Stríð kínverskra valdamanna við félaga í Falun Gong er ekki háð innan landamæra Kína heldur teygir sig um alla veröldina eins og við íslendingar fáum að reyna núna. Á miUi Kína og Islands er himinn og haf, þegar litið er tU virðingar fyrir einstaklmgnum og rétt- indum hans. Vissulega er nauðsynlegt hér eins og ann- ars staðar að gera ráðstafanir tU að tryggja öryggi op- inberra, erlendra gesta. í þeim efnum verður htns veg- ar að gæta þess meðalhófs, sem á við í öUum samskipt- um manna." Björn Bjarnason á heimasíöu sinni. Starfið og einkalífið „MikU áhersla er ... á að spoma gegn óhófiegu vinnu- álagi og draga úr þeirri vinnudýrkun sem margir telja að hafi ríkt hér á landi. Mikið álag einkennir lífsmynst- ur margra og endurspeglast það í streitu inni á heimU- inu. Fyrirtæki sem hafa rekið sveigjanlega starfs- mannastefnu telja stefnuna bæði bæta hag starfsfólks- ins og fyrirtækisins. Þetta er talið sýnUegt t.d. með auk- Skipulögð sumarfrí? Yfirvöldum mun sennUega enn í fersku minni heimsókn kínverska forsætisráðherrans Li Pengs. Nokkur órói varð meðan á heimsókn hans hingað stóð og munu íslensk stjómvöld hafa litinn áhuga á að sltkt end- urtaki sig. Heimsókn kinverska forsetans er því vel skipulögð og gárungamir segja að tU marks um hið rækUega skipulag sé að Ámi Snævarr, fréttamaður á Stöð 2, og Geir Jón Þórisson lögreglumaður séu í sum- arfríi frá vinnustöðum stnum á sama tíma. Ámi mun því væntanlega ekki kaUa óþægUegar spumingar tU kínverska forsetans og Geir Jón mun ekki vera við tU að blaka við Áma, eins og frægt varð í heimsókn for- sætisráðherra Kina... inni fyrirtækjatryggð, starfsánægju, bættri samkeppnis- stöðu fyrirtækis o.Q. Liklegt má telja að þessi stefna muni aukast tU muna og að hún sé svar við nýjum að- stæðum og kröfum fólks um lífshætti sem einkennast af jafnvægi mUli starfs og einkalífs. Það er mikUvægt að hver og einn leitist við að koma lffi sínu í þann farveg að um hæfilegt álag sé að ræða og verkefnin sem leysa þarf rekist ekki hvert á annað.“ Sigriöur Hulda Jónsdóttir á Femin.is Ásrásir með eindæmum „Það er nokkuð sérstæð nafnaskoðun að kenna öðrum um ófarir sínar. Skammir einstakra stjórnmálamanna og fylgissveina þeirra í garð nafngreindra fjölmiðla- manna og fræðimanna nú að loknum kosningum eru hreint með eindæmum. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að hér er um ekkert annað að ræða en árásir á fólk, sem er að reyna að sinna störfum sínum eftir bestu getu. TUgangur þessara árása virðist vera sá einn að sverta nafn þessa fólks og reyna að koma í veg fyrir að það sé trúverðugt í störfum sínum. Liklega sjáum viö einungis hluta af þessum árásum í opinberri umræðu." Baldur Þórhallsson í Lesbók Mbl. sl. laugardag Flugnaplága „Ég fce mér rafrænan legstein. Þegar tœknifíklamir mæta við leiðið með fjölskylduna og grillið og halda að þeir geti lesið óbirt verk fram eftir degi þá koma aðeins tvö orð upp á legsteinsskjáinn: „Battery low“. “ Nótt. Ég vakna. Viö örlítil neyðaróp af neöri hæðinni. Ég er viss um að Flugan er að kalla á hjálp. Bakka: Hollywood 1958. Vincent Price flappar vörunum í Flugunni. Enginn man hver lék vísinda- manninn sem fann upp frum- eindasplundurvélina. Vélin átti að leysa strætó af hólmi. Fólki splundrað á Hlemmi og sameinað i Mjóddinni. í frumeindasamein- ingarvélinni. Allt annað en þessi næðingssömu skýli. Nema hvað, strætó er enn á göt- unum, því með vísindamanninum inn í frumeindasplundurklefann smeygði sér fiuga. Út úr frum- eindasameiningarklefanum komu maður með fluguhöfuð og fluga meö mannshöfuö. Vincent Price leitaði aUa myndina að flugunni með höfuðiö af vísindamanninum svo þau gætu býttað aftur, flugan og vísindamaðurinn. Þegar vís- indamaðurinn var bæði orðinn sturlaður og dáinn gaf flugan sig fram. Vitræn fluga Þegar það gerist situr Vincent á bekk í almenningsgarði með vini sínum að syrgja sniUinginn látna. Þá flýgur fluga í kóngulóarvef við hlið þeim. Kóngulóin, sem hefur lítinn áhuga á vísindum og tekur aldrei strætó, æQar bara að borða fluguna. Hún leggur af stað eftir vefnum. Flugan sér örlög sín í hendi (sogkopp) sér. Hún hrópar: „Help me! Help me!“ Áhrifaríkasta lina kvikmynda- sögunnar. Vincent heyrir neyðaróp fiug- unnar (ofurheym). Hann rís upp, finnur fluguna/vin sinn í vefnum, fær hroU, tekur stóran stein og maskar vef, flugu, vin og kónguló. Auðvitað eru gloppur í sögunni. Fluga með mannshöfúð hefði haft vit á að fljúga ekki í kóngulóarvef. Vincent sýndi líka óþarfa grimmd. Fluga, sem hrópar á hjálp; þaö er vitræn fluga. Enda með höfuð og heUa vísindamanns. Hefði Vincent ekki átt að veiða hana varfæmis- lega úr vefhum og taka hana með sér heim? Halda uppi samræðum við hana. Yfir kvöldverði. Móðurhjartað að finna til Nú er kynblendna flugan stödd á neðri hæðinni hjá mér og hróp- ar á hjálp. Er ég miskunnsamari en Vincent Price? Ég veit að þetta er ekki Flugan. Jafnvel hálfsofandi veit ég að húsaflugur ná ekki fertugsaldri. Ekki einu sinni með höfuð af vís- indamanni. Ég hugsa: Æ, fjandinn, þetta er bara þjófavamakerfi eða verið að nauðga einhverjum - og er að festa svefh þegar liQa neyðarópið hljómar aftiu. Kviknað í, hugsa ég og treð eyrunum ofan í koddann. „Help me?“ æmtir að neöan. Nú er ég vöknuð. Legg við hlust- ir. „Píp?“ Hlé. „Píp píp?“ Litla röddin er orðin veikburða. Sárir stingir tifa í brjóstholinu. Það er móðurhjartað að finna tU. „Píp píp píp píp!“ Ég veit að mér verður ekki svefnsamt á meðan örvæntingarfuU hungurhljóð titra í næturkyrrðinni. Drepstu! hugsa ég. Fimmtán mínútna þögn. Þá: „Píp píp?“ Vonlítið, örmagna. Var þetta dauðakorrið? Nei. „Píp“. Skipulegg hefndina „HELWVVVV..." segi ég við nóttina, rís upp, fer niður og finn væluskjóðuna. Tek ég stóran stein og skelli ofan á hana? Nei. Nítján þúsund og níu hundmð krónur. Húsaflugur era ókeypis. Verðið eflir miskunnsemina og ég sting farsímanum í samband. Hann sýg- ur rafmagnið eins og ungabam á brjósti. Þegjandi. Engin gleðipíp. Eins gott. Þá hefði ég fariö út og sótt steininn. Get ég sofnað þegar síminn er kominn á brjóst? Nei. Ég ligg og legg hatur á talandi tæknibúnað með sérstakri áherzlu á síma sem grætur af rafhungri á nætumar. Og skipulegg hefndina. Ég fæ mér rafrænan legstein. Þegar tæknifiklarnir mæta við leiðið með fjölskylduna og grillið og halda að þeir geti lesið óbirt verk fram eftir degi þá koma að- eins tvö orð upp á legsteinsskjá- inn: „Battery low“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.