Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 18
18 ^ Tilvera ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 DV Enginn dans á rós- um hjá Jennifer Jennifer Lopez og Cris Judd giftu sig 29. september síðastliðinn og komu um leið mörgum í opna skjöldu. Tiltölulega skammur tími hafði liðið frá hinu mjög svo áber- andi sambandssliti við rapparann P. Diddy, áður Puff Daddy, áður Sean Combs. En nú virðist sem hjónabandinu sé lokið og þó að hveitibrauðsdag- arnir séu aðeins nýliðnir. Ekki mun hún víst syngja lengur til hans né hann dansa fyrir hana en þannig kynntust þau upphaflega - hann var dansari og kynntust þau við gerð eins myndbands hennar. Fréttastofan AP greindi frá því að þau væru nú skilin að borði og sæng og samkvæmt þeim sem þekkja til eru þau enn prýðisvinir og liggur ekkert á að ganga frá skilnaðinum í snari. Cris var til að mynda nú fyrir skömmu viðstaddur REUTERSMYND Úti er ævintýri Eftir aöeins átta mánuöi hefur Jennifer Lopez slitiö hjónabandi sínu og dansarans Cris Judds. opnun veitingarstaðar í Los Angeles sem Jennifer hafði fest kaup á. Tals- maður söng- og leikkonunnar vildi þó hvorki játa né neita þessum fregnum um hjónabandslokin. Þetta er ekki fyrsta sinn sem Jennifer, einnig þekkt sem J. Lo, gengur í gegnum skilnað. Árið 1997 giftist hún fyrirsætunni Ojani Noa en því hjónabandi laukinnan árs. Það virðist því sem að hún eigi, eins og svo margir kollegar hennar sem prýða stjörnuhimin banda- rískrar poppmenningar, ansi erfitt með að tolla í sambandi. Það að hún er einungis 31 árs gömul gerir það að verkum að ferill hennar í þessum efnum er þó með þeim skrautlegri. Tveir hjónaskilnaðir, sem og nokk- urra ára afar stormasamt samband við vandræðagemlinginn P. Diddy. Geri aðrir betur. Biógagnrýni Kylie hrifin af Svíunum Leikur kattar- ^ ■- ■ um kvikmyndir. Kylie Minogue ' Söng fyrir frændur okkar Svía um daginn og er stórhrifin af þeim. Smárabíó/Regnboginn/Laugarásbíó - Panic Room: Smávaxna ástralska söngstjarnan Kylie Minogue gat ekki leynt hrifn- ingu sinni þegar hún kom til Sviþjóð- ar um daginn að syngja þar á tónleik- um. „Ég elska Svíþjóð," lýsti popp- stjaman yfir þegar hún var rétt lent. Það voru þó ekki bara innantóm orð, ef marka má orð umboðsmanns Kylie, Terrys Blameys. Hann sagði aö Sví- þjóð ætti hug hennar og hjarta. „Hún lagði mikla áherslu á að koma hingað,“ sagði Terry. Systkini Kylie, listakonan Danni og bróðirinn Brendan, eiga sænska vini sem að sjálfsögðu fengu boðsmiða á tónleikana. Kylie hitti Sviana tvo eftir tónleik- ana og er ekki að efa að vel fór á með þeim. ins að músinni Orugg í öryggisklefanum Jodie Foster í hlutverki Meg Altman sem þarf aö verja sig og dóttur sína fyrir þremur kaldrifjuöum innbrotsþjófum. að hann geti fengið foræði yfir böm- um sínum. Mæðgurnar sem leita skjóls í öryggisherberginu, þangað sem enginn kemst inn, era eins og fangar í eigin rými því að það hafði gleymst að tengja símkerfið inn í klef- ann. Allt frá því innbrots- þjófamir birtast er Pan- ic Room mikill tryllir. Hvert atriðið af öðru skapar mikla spennu og snilld Finchers felst í því að gera mikið úr litlu. Við erum nánast allan timann með fimm persónur í einni íbúð þar sem tvær þeirra era að verjast inngöngu þriggja. Ekkert er um aukasöguþráð sem tekur athyglina ffá því sem er að gerast. Panic Room er einfóld að því leytinu, hrein og bein sakamálamynd ef hægt er að nota þá líkingu. Og það er nánast ekki neinn galla að finna á myndinni fyrir utan að hún er of löng. Handritið er vel skrifað, leikur mjög góður, kvik- myndataka nánast fullkomin og leik- stjóm Fincher örugg og hugmynda- rík. Hilmar Karlsson Fullkomin saka- málamynd er kvik- mynd sem er 90 mín- útur og heldur áhorf- andanum límdum við sætið með gæsahúð á handleggjum. Slíkar kvikmyndir gerði Al- fred Hitchcock og sumum hefur tekist að komast á hæla hans en þó engin að tánum ef heildar- pakkinn er skoðaður. Sá sem helst gæti fet- að í fótspor hans í dag er David Fincher. Myndir hans hafa allt til að bera til að geta orðið klassískar sakamála- myndir. Það er þó erfitt að bera þær saman við kvik- myndir Hitchcocks þar sem fram- farir í tækni og aukinn hraði í nú- tímanum gerir það að verkum að þær eru útlitslega ööravísi. Eitt er það þó sem Fincher hefur ekki tamið sér en ætti að gera, það er að vera í níutíu mínútna skalanum eða rétt rúmlega það. Góðar sakamála- myndir, sem ná fyrmefndum gæð- um, eiga það til að vera langdregn- ar ef þær fara yfir tvo tímana og þrátt fyrir öll gæðin í Panic Room hefði hún orðið betri ef hún hefði verið styttri. Persónur eru það fáar að styttri hefði hún verið þéttari. Efnislega séð hefði hún þolað það. Panic Room er íjórða sakamála- myndin í röð sem Fincher leikstýr- ir. Áður hafði hann leikstýrt þriðju Alien-myndinni. Hann byrjaði meö Seven sem hann á enn eftir að toppa. í kjölfarið fylgdu The Game og Fight Club. Panic Room er sú fjórða og kannski sú fyrir utan Seven sem er hvað heilsteyptust. Hún gerist á einum sólarhring og segir frá mæðgum sem flytja í stórt hús í flottasta hverfinu á Manhatt- an. Eigandinn hafði verið forríkur sérvitringur sem lét meðal annars byggja öryggisherbergi þar sem hægt var að fylgjast með öllu sem gerðist í íbúðinni án þess að nokkur gæti komist þangað inn. Þetta her- bergi kemur að góðum notum þegar þrír innbrotsþjófar brjótast inn í íbúðina í leit að auðæfum sem hinn látni hafði falið. Þeh- vita nákvæm- lega að auðæfanna er að leita í Ör- yggisherberginu. Þetta gerist allt á fyrstu mínútun- um. Myndin segir síðan frá sam- skiptum innbrotsþjófanna sem eru snarklikkaður ættingi fyrrum eig- anda, morðóður brjálæðingur og fjölskyldufaðir sem tekur þátt í rán- inu til þess eins að ná i peninga svo Leikstjóri: David Fincher. Handrit: David Koepp. Kvlkmyndataka: Conrad W. Hall og Darius Khondji. Tónllst: Howard Shore. Aöalhlutverk: Jodie Foster, Forest Whitaker, Jared Leto, Dwight Yoakam og Kristen Stewart.. Leiörétting í gagnrýni á Curse of Jade Scorpion urðu þau mistök að Hilm- ar Karlsson var sagður hafa skrifað dóminn. Rétt er að Sif Gunnarsdótt- ir gagnrýndi myndina. Bíófréttir Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum: Njósnarinn hélt velli Spennumyndin The Sum of All Fears, þar sem aðal- persónan er njósnarinn Jack Ryan, sem Ben Afleck túlkar að þessu sinni stóðst árásir tveggja gaman- mynda, sem settar voru á markaðinn um helgina. Divine Secret of the Ya-Ya Sisterhood er nafnið á þeirri sem komst alla leið í annað sætiö á listanum. Um sannkallaða konumynd er að ræða. Friður hópur leik- kvenna er í aðalhlutverkum og þar ber helst að telja Söndru Bullock, Ashley Judd, Ellen Burstyn, Maggie Smith og Fionnula Flanagan. Eini karlleikar- inn sem eitthvað fær að njóta sín er gamla kempan, James Garner. Leikstjórinn er einnig kvenmaður, Callie Khouri, og er þetta fyrsta myndin sem hún leikstýrir. Bad Company er einnig ný gamanmynd þar sem þeir leiða saman hesta sína, Chris Rock og Anthony Hopkins. Leika Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood Vinkonur hittast til aö ákveöa hvernig á aö hjáipa einni þeirra. þeir tvo CIA-njósnara sem eru i þann veginn að koma upp um svartamarkaðsbrask á kjarnorku- vopnum. Það er Joel Schumacher sem leikstýrir Bad Company. -HK ALLAR UPPHÆÐIR 1 ÞUSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA. FYRRI INNKOMA INNKOMA FJÖLDI SÆTI VIKA TITILL HELGIN: ALLS: BÍOSALA 0 1 The Sum of All Fears 19.230 62.314 3218 o Dlvine Secrets of the Ya-Ya 16.167 16.167 2507 o 2 Star Wars: Episode II 14.011 255.106 3161 o _ Bad Company 11.007 11.007 2944 o 3 Spider-Man 10.311 370.428 3235 o 5 Spirit: Staliion of the Cimarron 9.303 53.648 3362 o 4 Undercover Brother 7.301 23.619 2169 o 6 Insomnia 6.122 52.017 2458 o 7 Enough 3.782 33.813 2388 © 8 About a Boy 2.653 32.448 1619 © 9 Unfaithful 1.761 48.902 1200 © 11 My Big Fat Greek Wedding 1.688 11.002 445 © 12 Importance of Being Earnest 625 2.439 147 © 10 The New Guy 606 28.150 684 © 14 Space Station 532 7.289 52 © 13 The Scorpion King 386 89.541 577 © 18 Monsters, Inc. 272 254.750 263 © 17 Y Tu Mamá Tambien 269 12.031 153 © _ lce Age 250 173.810 330 © 15 Changing Lanes 239 65.673 327 Vinsælustu myndböndin: Bófar og löggur Það eru sakamálamyndir sem eru í þremur efstu sætum mynd- bandalistans þessa vikuna. Train- ing Day, sem fjallar um spilltar löggur, heldur efsta sætinu. Það þarf að fara í fjórða og fimmta sæti listans til að finna nýjar myndir. í fimmta sæti er hin hressilega og frumlega gaman- mynd Zoolander. Ben Stiller leik- ur aðalpersónuna Derek Zooland- er, er eins sjálfumglaður og hægt er að verða, enda vinsælasta karl- módel sinnar kynslóðar og hefur ekki í hyggju að gefa það eftir. Það verða honum mikil von- brigði þegar stjama hins unga og ljós- hærða Hansens fer að skína skærar en hans eigin. Þetta er upp- hafið á heldur ömur- legu ferli fyrir Zoo- lander, því í örvænt- ingu við að ná fyrri vinsældum lendir hann í klónum á CIA- útsendaranum Jeffries, sem lætur heilaþvo hann og hyggst siðan láta hann myrða forseta Malasíu. Zoolander, sem er sér algjörlega ómeðvitandi um þetta heldur að hann sé I þann veginn að komast á toppinn á fyrirsætubransanum á ný. -HK FYRRI VIKUR SÆTI VIKA TITILL (DREIFINGARAÐILI) ÁUSTA O 1 Training Day (sam myndbönd) 2 o 3 Bandits (skífan) 3 1 © 5 The Giass House (skífanj 2 i o 2 Harry Potter.... isam myndbönd) 4 o _ Zoolander (Sam myndböndi 1 o _ Behind Enemy Lines (skífanj 1 o 4 Corky Romano (sam myndböndj 4 Q 6 Jeepers Creepers iháskólabíó) 2 Q 7 Out Cold (MYNDFORM) 3 ; © 8 The Others (bergvIk) 8 ! © 9 Enlgma <sam myndböndi 3 í © 10 Drunken Master (sam myndbönd) 5 ! © 13 The Score (sam myndbönd) 11 í © 11 Animal Factory (skífan) 2 i © 18 The Pledge isam myndbönd) 6 © 12 Evil Woman (skIfani 7 i © 14 3000 Mlles To Graceland isam myndböndi 7 j © 15 The Pledge (sam myndbönd) 4 © _ Fourth Angel (myndtorm) 1 i © 20 Legally Blonde (skIfanj 13 Zoolander Ben Stiller leikur vinsælasta karlmód- el í heimi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.