Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Side 6
6
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002
Fréttir
DV
Skuldamál Norðurljósa valda áhyggjum í bankakerfinu:
Þolir sáralitlar skuldir
- eign Kaupþings í Norðurljósum á afskriftareikning
Hreggviöur
Jónsson.
Jón
Ólafsson.
Tveir bankar hafa stefnt fjöl-
miðlafyrirtækinu Norðurljósum
vegna skulda sem taldar eru vera i
vanskilum.
Landsbankinn
reið á vaðið og
stefndi fyrirtæk-
inu til greiðslu á
300 milljóna
króna yfirdrætti
í vor en i kjölfar-
ið kom Búnaðar-
bankinn sem
þann 26. júní
stefndi Norður-
ljósum vegna 350
milljóna króna
skuldar. Lögmað-
ur Norðurljósa
samdi um frest
vegna Búnaðar-
bankamálsins og
hefur lofað að
skila greinargerð
í september. Mál-
ið sem Lands-
bankinn höfðaði
í vor er enn í
óvissu en réttar-
hlé er hjá Héraðs-
dómi Reykjavík-
ur og dómurinn
hálflamaður.
Erfitt er að fá
upplýsingar um
stöðu mála þar
sem stjórnendur
Landsbanka og
Búnaðarbanka bera við bankaleynd
og neita að tjá sig um málin.
Stefna Landsbankans á hendur
Norðurljósum er nokkuð undarleg í
því ljósi að Landsbankinn á aö auki
um milljarð króna hjá Norðurljós-
um sem er að nokkru leyti í vanskil-
um. Þar er um að ræða um fimmt-
ung af sambankaláni sem veitt var
við stofnun Norðurljósa á sínum
tíma. En þetta er þó lýsandi fyrir
málið allt því milljarður Lands-
bankans í Norðurljósum er ósnert-
anlegur á meðan aðrir eigendur
sambankalánsins vilja ekkert gera.
Algjört aðgerðarleysi hefur ríkt í
málefnum Norðurljósa allt frá því
kyrrstöðusamningur sem gerði ráð
fyrir enduríjármögnun fyrirtækis-
ins brast með brottför Hreggviðs
Jónssonar forstjóra í febrúar síðast-
liðnum.
Bankamenn órólegir
Innan bankakerfisins eru margir
skjálfandi vegna stöðu fyrirtækisins
sem skuldar langt yflr þeim mörk-
Sigurður G.
Guöjónsson.
um sem talið er að það þoli. Fjöldi
funda hefur verið haldinn meðal
bankanna sem standa að sambanka-
láni sem Norðurljós fengu i ársbyrj-
un árið 2000 en hafa lítið greitt af.
Chase Manhattanbankinn hefur
staðið gegn þvi að gengið yrði að
fyrirtækinu og aðrir bankar eru því
í pattstöðu. „Bankamennirnir óttast
það hvað gæti gerst ef gengið yrði
að fyrirtækinu,“ segir heimildar-
maður DV innan bankakerfisins um
aðgerðarleysið og bendir á að í lífl
bankamanna sé ekkert verra en
óvissa þar sem debit og kredit
stemma ekki.
En það eru fleiri i vanda vegna
Norðurljósa. Kaupþing hf. er meðal
eigenda fyrirtækisins þar sem fyrir-
tækið fer með um 15 prósenta hlut.
Að auki skulda Norðurljós Kaup-
þingi nokkrar upphæðir.
Kaupþing sá á sinum tima um að
verðmeta fyrirtæki Jóns Ólafssonar.
Óstaðfestar heimildir DV segja að
hagsmunir Kaupþings í fyrirtækinu
nemi á bilinu 750 milljónir króna til
einn milljarður. Heimildir DV
herma að fyrirtækið hafi þegar sett
á afskriftareikning stóran hluta
eignar sinnar og skulda í Norður-
ljósum. Ekki náðist í Sigurð Einars-
son, forstjóra Kaupþings.
„Brjálæöisleg hugmynd"
Margir velta fyrir sér ástæðum
þess að Chase Manhattanbankinn
hefur ekkert viljað aðhafast í mál-
efnum Norðurljósa. Meðal skýringa
sem gefnar eru á aðgerðarleysinu
eru þær aö Chase Manhattan var á
meðal eigenda Stöðvar 2 áður en
fyrirtækið rann inn í Norðurljós
ásamt fyrirtækjum Jóns Ólafssonar.
Heimildir DV herma að þegar Norð-
urljós urðu til í júlí 1999 og sam-
bankalánið varð að veruleika hafi
Chase Manhattan selt eign sína í
sjónvarpsstöðinni og lánað hinu
nýja fyrirtæki hluta andvirðisins.
Þannig hafl bankinn grætt mjög á
samrunanum og því séu menn ekk-
ert áfjáðir i að reisa kröfur fyrir
dómstólum og stefna fyrirtækinu í
voða. Aðrar heimildir innan banka-
kerfisins telja að eitthvað allt annað
hangi á spýtunni hjá bankanum.
Tillaga Chase Manhattan um að
breyta sambankaláninu í hlutafé
gegn 40 prósenta eignaraðild vakti
furðu margra: „Þessi hugmynd var
brjálæðisleg," sagði einn heimildar-
manna DV innan Landsbankans en
það var einmitt Landsbankinn sem
stöðvaði þessi áform.
Sviptlngar
/ febrúar 2002 fór fram skattrannsókn hjá Norðurljósum þegar her manna frá
Skattrannsóknarstjóra leitaði að gögnum tengdum Jóni Ólafssyni aðaieig-
anda. Sama dag hætti forstjórinn.
Þola ekki skuldir
Vandi Norðurljósa er sá að fyrir-
tækið er ekki rekstrarhæft með all-
ar þær skuldir sem á því hvíla. Inn-
an viðskiptalífsins er almennt talið
útilokað að hægt sé að reka þesa
einingu með 10,5 milljarða króna
skuld eins og það var um áramót.
Þótt sambankalánið yrði strikað út
með því að breyta kröfunum í hluta-
fé stæðu eftir skuldir upp á 5 millj-
arða króna sem enn er alltof mikið
Noröurljós og ban
Þriðji hluti
að mati manna sem yel þekkja tO
reksturs fyrirtækja. Á síðasta ári
var framlegð Norðurljósa um 405
milljónir króna en áætluð fjárfest-
ing um 360 milljónir króna sem var
svipað og undanfarin ár. Á einfoldu
máli þýðir þetta að lítið sem ekkert
stendur eftir af rekstrarfé til að
greiða af skuldum. Annaðhvort þarf
fyrirtækið að stórauka framlegð
sína eða að fá algjöra útstrikun
skulda.
í þessu er að finna skýringar á
því hver vegna bankamir hafa tví-
stigiö. Verði farið gegn fyrirtækinu
af fullum þunga má allt eins búast
við því að eftir standi rjúkandi rúst
og milljarðatap blasi við bönkunum.
Vandinn er gríðarlegur og eins og
haft er eftir einum af stjómendum
Landsbankans þá- er þetta eitt
stærsta vandamál bankans og önn-
ur mál standast varla samanburð.
„Við höfum ekkert við Lands-
bankann að tala,“ sagði Sigurður G.
Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa
og nánasti samstarfsmaður Jóns
Ólafssonar, í samtali við DV í vik-
unni.
Innan Landsbankans eru menn
undrandi á þessum ummælum og
telja þvert á móti að bankinn eigi
ýmislegt vantalað við Norðurljósa-
menn. Þess vegna hefur dómstóla-
leiðin verið valin en spumingin er
sú hvaða afleiðingar það hafi fyrir
þau hundruð manna sem starfa hjá
Norðurljósum.
Jón Ólafsson, aðaleigandi Norð-
urljósa, hefur lítið viljað segja um
stöðu fyrirtækisins. Auk griðar-
legra skulda bíður Jón nú niður-
stöðu skattrannsóknarstjóra sem
síðan í febrúar hefur verið að skoða
allar hans fjárreiður.
„Ég ætla engu að svara um
þetta," sagði Jón Ólafsson, stjómar-
formaður Norðurljósa í samtali við
DV.
Aðspurður neitaði hann því að
pólitísk fyrirgreiðsla hefði komið til
vegna lánsins sem fyrirtækið fékk á
sínum tíma í Búnaðarbankanum
vegna frágangs Smárabíós. Sagði
hann enn fremur að nægar trygg-
ingar væru fyrir skuldinni.
„Ég vísa þér bara á Sigurð G.
Guðjónsson, hann rekur fyrirtæk-
ið,“ sagði Jón. -rt/sbs
Forstjóri Baugs segir fyrrverandi framkvæmdastjóra Bonus Stores þyrla upp moldviðri:
Tryggingafélagið kann að vera uggandi
Tryggvi Jónsson, forstjóri Baugs
Group og stjórnarformaður Bonus
Stores Inc., segir að hugsanlega sé
tryggingafélag Bonus Stores Inc. í
Bandarikjunum uggandi yfir þeirri
10 milljóna dollara kröfu (840 mUlj-
ónir króna) sem Jim Schaefer, íyrr-
um framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins, fer fram á að fyrirtækið greiði
honum fyrir að hafa verið vísað úr
starfi. Tryggvi segist fyrst hafa séð
efni stefnunnar í Morgunblaðinu í
gær en hún var lögð fram fyrir dóm-
stól í Bandaríkjunum í lok síðustu
viku.
„Ég tel að það moldviöri sem
maðurinn er að slá upp sé tU að
beina athyglinni frá eigin trúnaðar-
brotum. Frásögn hans um að við
séum ekki að gefa fjárfestum réttar
upplýsingar fást ekki staðist," segir
Tryggvi.
Tryggvi
Jónsson.
Léttjr
b
kaidif
mcd kJ|íO Oo c^pPuC^tuO
Hann segir for-
sögu þessa máls
vera að Jim
Schaefer hafi í
vor verið grunað-
ur um að hafa
misnotað aðstöðu
sina í starfi.
Scafer hafl, jafn-
framt því að vera
framkvæmda-
stjóri Bonus Stor-
es Inc. ytra, verið eigandi fyrirtæk-
isins RetaU Stores Services sem hafi
m.a. keypt innréttingar á uppboðum
en selt þær með álagningu tU Bonus
Stores Inc. án þess að stjóm eða
samstarfsmenn hafi vitað af tengsl-
um hans við fyrrnefnda fyrirtækið.
Endurskoðendur og lögfræðingar
hafi rannsakað málið og komist að
þeirri niðurstöðu að Schaefer hefði
framið trúnaðarbrot í starfi.
Tryggvi segir fjárhagslegt tjón þó
ekki hafa hlotist af þessu. Lögmenn
Bonus Stores Inc. í Bandaríkjunum
em engu að síður að vinna að öðm
dómsmáli þar sem fyrirtækið stefn-
ir Schaefer fyrir trúnaðarbrot i
starfi.
Að svo stöddu er óljóst hvort
refsivert athæfi hafi átt sér stað af
hálfu Schafers. Þetta verður rann-
sakað nánar. Á hinn bóginn liggur
fyrir að Schaefer verður gagnstefnt
í einkamáli og hann krafmn um
bætur. Hversu háar er ekki ljóst.
Aðspurður hvort fyrirtækið hafl séð
ástæðu tU að leggja fram kæru á
hendur Schaefer sem krefjist lög-
reglurannsóknar kvaðst Tryggvi
engu svara um slíkt en sagði:
„Hann braut lög um hlutafélðgT'
„Við erum að vinna að því að
leggja lokahönd á stefnu á hendur
manninum sem felst í að hann hafi
framið trúnaðarbrot og hagnast per-
sónulega á viðskiptum við fyrirtæki
sem hann átti og stjómaði sjálfur.
Háttsemin breytir ekki miklu fyrir
okkur. Þetta eru miklu frekar von-
brigði að þessi náni samstarfsmað-
ur skuli hafa brugðist trausti með
þessum hætti. Fjárhagslegt tjón er
ekkert og kaUar ekki á endurskoð-
un á söluáætlun. Við höldum okkar
striki," sagði Tryggvi Jónsson.
DV hefur ekki náð sambandi viö
Jim Schaefer. -ótt
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sólariag i kvöld 23.11 23.51
Sólarupprás á morgun 03.55 03.12
Síðdegisflóö 15.25 19.58
Árdegisflóð á morgun 03.47 08.20
'ÍJllú
15°
'11° ^3W
.1°^
,,w^xí>
12°^© Xa <T&
10°/7Á£.
Skýjað meö köflum
Sunnan 5-10 m/s og rigning eða súld
á vestanverðu landinu í dag og
kvöld, en annars hæg suðvestlæg átt
og skýjað með köflum. Hiti 10 tU 20
stig að deginum, hlýjast á
Norðaustur- og Austurlandi.
Viða bjartviðri
Sunnan og suðvestan 5-10 m/s. Súld
eða lítilsháttar rigning með köflum
um landið vestanvert, en annars
skýjað með köflum. Hiti 12 til 20
stig, hlýjast á Norðaustur- og
Austurlandi.
Veðrið n
Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur
Hiti 10" Hiti 10° nm io°
tíl 18° tif 18° til 18°
Vindur: 5-10'>'» VifKtur: 5-10»«/* Vindur: 5-10 mA
Hæg norölæg eða breytileg átt. Dólrtil súld noröaustantil en annars úrkomulítlö. Hæg austlæg átt, skýjaö meö köflum austanlands en annars bjartara. Stöku skúrir. Áfram hæg austlæg átt og skýjaö meö köflum. Utilsháttar úrkoma.
<■
bwmm'
Logn Andvari Kul Gola Stinnlngsgola Kaldl Stinningskaldi Allhvasst Hvassviðri Stormur Rok Ofsaveður Fárviðri m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7
Veörið kl. 12 í giér /JM
AKUREYRI skýjað 17
BERGSSTAÐIR skýjað 12
BOLUNGARVÍK léttskýjað 16
EGILSSTAÐIR léttskýjað 16
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 14
KEFLAVÍK skýjað 10
RAUFARHÖFN alskýjaö 16
REYKJAVÍK þokumóða 9
STÓRHÖFÐI þokumóða 10
BERGEN skýjað 18
HELSINKI rigning 23
KAUPMANNAHOFN þokumðða 21
OSLO alskýjað 20
STOKKHÓLMUR skýjað 22
ÞÓRSHÓFN léttskýjaö 12
ÞRÁNDHEIMUR hálfskýjað 14
ALGARVE þokumóöa 25
AMSTERDAM skýjaö 17
BARCELONA léttskýjaö 25
BERLÍN sóld 15
CHICAGO alskýjað 23
DUBLIN rigning 15
HALIFAX léttskýjað 18
FRANKFURT léttskýjað 21
HAMBORG súld 17
JAN MAYEN skýjaö 7
LONDON léttskýjaö 22
LÚXEMBORG léttskýjað 20
MALLORCA heiðskírt 27
MONTREAL alskýjaö 16
NARSSARSSUAQ úrkoma 11
NEW YORK mistur 26
ORLANDO þokumóöa 25
PARÍS léttskýjaö 24
VÍN skýjað 23
WASHINGTON mistur 24
WINNIPEG heiöskírt 20