Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Blaðsíða 24
24 HelQorbloö 33"V LAUGARDAGUR 20. JÚUf 2002 Matur og vín Umsjón Gunnþóra Gunnarsdóttir Svínakjöt Svín hafa verið alin til manneldis um þúsundir ára. Grikkir oq Rómverjar höfðu sér- stakt dálæti á svínakjöti en hvorki gyðingar né múslímar mega borða það sam- kvæmt sínum lögmálum, þeir telja það óhreint. Svínakjöt er hins vegar langalgeng- asta kjötið íKína. Hér á Islandi voru svín alin framan af öldum og bera mörg ör- nefni á landinu vitni um það, svo sem Svínadalur, Svínavatn og Svtnafell. Hins veg- ar dóu þau út á 16. öld og var landið án svína í fjórar aldir. Svínakjöt er Ijóst og fínqert. Það hefur fremur lítið geymsluþol og geymist verr í frosti en lamba- og nautakjöt. Það er matreitt eins og það kemur fyrir afskepn- unni en líka saltað og reykt, auk þess sem það er notað ípylsur og kæfu. Svínakjöt er hátíðamatur og hefð er fyrir þvíá mörgum íslenskum heimilum að snæða reyktan svínahrygg á jólum. Best bleikt í miðju Björn Bragi Bragason, matreiðslumaður í Perlunni, er aðdáandi fersks svínakjöts. Hann segir útbreiddan misskilning að það þurfi að vera gegn- umsteikt og grátt. „Ég vil hafa það bleikt í miðj- unni, annars verður það of þurrt,“ segir hann og tel- ur enga áhættu að matreiða kjötið þannig hér á landi þar sem hráefni og meðhöndlun sé í háum gæðaflokki. Steiktur grísahryggur að hætti Búrgundar-búa með gulrótarmauki og basilkartöflum Fvrir fimm manns. 2 stórar orisalundir ítsyi * nvmulinn pipar 2 matsk. aóð ólífuolía 2-3 areinar ferskt timian Grísalundin er snyrt og allar sinar skornar í burtu. Gott er að binda hana upp til að hún haldi betur lög- un og tapi minni safa. Lundin er brúnuð vel á pönnu, sett í ofnskúffu og kryddi og olíu nuddað vel í kjötið. Bakað í ofni við 160" þar til kjarnhiti verður 60” eða ca 7-10 mínútur í blástursofni. Fyrir þá sem vilja hafa kjötið gegnumsteikt er betra að miða við 70" kjarnhita. Gulrótamauk 4-5 meðalstórar aulrætur ca 1/2 I matreiðsluriómi 1 msk. smiör salt oa ca 1/2 tesk. svkur. Gulræturnar eru skrældar og skornar í bita, settar i pott og matreiðslurjómi látinn fljóta yfir. Soðnar rólega þar til þær veröa meyrar. Settar í mat- vinnsluvél með smáhluta af rjóm- anum. Kryddaðar með salti, sykurögn og smjöri. Búrgundarsósa 5 skalottlaukar 1 askia kiörsveppir 1/2 bréf beikon 1 lárviðarlauf 1 orein ferskt timian (eða burrkað) 1/3 fl. rauðvín 3 dl kjötsoð (vatn og kraftur ef ekkert annað er við höndina) 2 msk. svkur 2 msk. kalt smiör Beikon, sveppir og laukur er skorið smátt. Beikon- ið sett í pott og látið steikjast aðeins, sveppum og lauk bætt út í og steikt i beikonfeitinni. Þá er sykrin- um stráð yfir og látinn brúnast í ljósa karamellu. Rauðvín og krydd sett út i pottinn og soðið niður þar til ca 1/3 er eftir. Þá er kjötsoöinu bætt út í og þegar suðan kemur upp er smjörið hrært út í með pískara en sósan ekki látin sjóða eftir það. Bragðbætt með salti og pipar. Stöldct steikt beikon Beikoni er raðað á smjörpappír þannig að sneið- arnar liggi ekki saman. Annað lag af smjörpappír lagt ofan á og farg þar ofan á, t.d. pottur eða ofnskúffa. Bakað við 100"C i miðjum ofni í ca 30-40 mínútur eða þar til það verður stökkt. Tekið af og lagt ofan á papp- ír (eldhúsrúllu). Basilkar töflur 4 stórar bökunarkartöflur 150 a smiör 1 bréf ferskt basil salt oa nvmulinn pjpar safi úr 1/2 sítrónu Smjörið brætt í potti, laufin af basilikum tekin af stönglinum og sett út í smjörið, ásamt salti, pipar og sítrónusafa. Kartöflurnar skrældar, skornar í þunnar skífur og blandað saman við. Raðað saman með basillaufi á milli og tannstöngli stungið í. Raðað á smjörpappír eða smurða ofnskúffu og bakað í ofni við 160"C i 20 mínútur eða þar til þær eru meyrar. Þá er tannstöngullinn dreginn úr. Einnig má skera kartöfl- urnar í grófari sneiðar og skella í eldfast mót með basil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.