Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Side 2
2 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 Fréttir I Hálft ár á Kanaríeyjum vegna rannsóknar á láti sambýliskonu: Erfiðustu mánuðir lífsins * - segir Bæringur Guðvarðarson, sem kom til Islands í gær DV-MYND: E.ÓL Stund feginleikans „Ég held þó að ég geti sagt að þetta hafi veriö erfiðustu mánuðir lífs míns, “ segir Bæringur Guðvarðarson. Ættingjar hans og ástvinir fögnuöu honum innilega þegar hann kom heim til íslands síðdegis í gær. „Ég er stressaður og treysti mér ekki til að segja mikið við þig á þess- ari stundu," sagði Bæringur Guðvarð- arson, íslendingurinn sem hefur verið i fangelsi og síðar í farbanni á Kanarí- eyjum síðustu sex mánuði vegna grunsemda um að hann hefði átt þátt í láti sambýliskonu sinnar. Bæringur kom heim til íslands sið- degis í gær og tók fjöldi ættingja á móti honum í Leifsstöð við það tilefni. Tár sáust blika á hvarmi þegar hann kom í gegnum landgönguhlið flug- stöðvarinnar; þetta var greinilega stund feginleikans í fjölskyldunni og fólk var sýnilega hrært. Heldur fram sakleysi Bæringur var hnepptur í varðhald eftir að sambýliskona hcms féll fram af svölum Aíoe-hótelsins á eyjunum aðfaranótt 6. janúar síðastliðinn. Fyrsta mánuðinn eftir þann atburð dvaldist hann á sjúkradeild fangelsis- ins en var síðan sleppt úr haldi með þeim skilyrðum að hann færi ekki frá eyjunum. Grunur spænskra yfirvalda var sá að maðurinn hafi ráðið sambýlis- konu sinni bana en hann hefur æv- inlega haldið sakleysi sínu fram og sagt að um slys hafi verið að ræða. Vitnisburður íslensks vitnis er á sömu lund og styður þar með fram- burð Bærings. Slarkfær líöan Utanrikisráðuneytið hefur í sam- starfi við ræðismann sinn á eyjunum gætt hagsmuna Bærings svo sem hægt er - og hefur jafnframt unnið að því að fá farbanni yfir honum aflétt. Það hafðist í gegn fyrr í vikunni þeg- ar rannsóknardómari kvað upp þann úrskurð sinn að Bæringur mætti halda heim til islands. Heimfararleyf- ið er þó skilyrt því að hann mæti út til Las Palmas í haust þegar málið verður tekið fyrir í dómi. „Líðan mín er svona slarkfær," sagði Bæringur við blaðamann DV. Hann segist alls ekki hafa mætt harð- ræði yfirvalda á Spáni. „Það voru all- ir góðir við mig. Ég held að ég geti þó sagt að þetta hafi verið erfiðustu mán- uðir lífs mins. Þetta hefur verið mikil lífsreynsla sem mig langar ekki til að ganga í gegnum aftur,“ sagði Bæring- ur. -sbs Fjármálaeftirlitið: Ekkert bann- ar yfirtöku áSPRON Mengunarreglur hvað varðar kjúklinga hérlendis þær ströngustu í heimi: Innfluttar kjúklingabringur mengaðar camphylobacter - segir gæðastjóri Móa - Haglcaup hafa tekið kjúklinginn úr sölu Innfluttur, danskur, frosinn kjúklingur í Hagkaupum Athugun dýralæknis og gæðastjóra Móa sýnir að hann er mengaður afcamp- hylobacter. Hagkaup bíða niðurstöðu Hollustuverndar en hefur tekið kjúklinginn úr sölu. „Þetta er sérkennileg áfangaaf- greiðsla,“ sagöi Jón Steinar Gunn- laugsson um viðamikla greinargerð sem Fjármálaeft- irlitið sendi í gær frá sér vegna fyr- irspurnar fimm- menninga um lög- mæti yfirtökutil- boðs á stofnf]ár- hlutum í Spari- sjóði Reykjavikur uuiniidugasuii. greiðsla Fjármala- eftirlitsins sé ekki endanlegur úr- skurður á erindinu lítur Jón Steinar Gunnlaugsson, lögfræðingur funm- menningana, svo á að þetta sé sigur fyrir umbjóðendur sína. „Það skiptir þó mestu máli að fallist er á málflutning umbjóðenda minna um að það sé ekkert í lögum sem bann- ar mönnum að eiga viðskipti með stofnfjárhluti sparisjóða á hærra verði heldur en framreiknað stofnverð er.“ Jón Steinar segir að næsta skref verði að ræða málið við umbjóðendur sina en hann reiknar með að haldið verði áfram að vinna að málinu á grundvelli tilboðsins ef samband næst við stjóm SPRON. Samkvæmt lögum um viðskipta- banka og sparisjóði þarf sá er vill eign- ast virkan hlut í slikri stofnun að fá samþykki Fjármálaeftirlitsins fyrir þvi fyrir fram. Á grundvelli þessa ákvæðis sendu fnnmenningamir erindi til Fjár- málaeftirlitsins og fyrirspum um hvort eftirlitið samþykkti yfirtöku þeirra sam- kvæmt greinargerð eða ekki. Fjármálaeftirlitið tók hins vegar þann kost að senda frá sér ítarlega greinargerð sem sögð er liður í athugun- um eftirlitsins á framkominni umsókn fimmmenningana. Kallað verður eftir frekari gögnum eftir því sem þurfa þyki. Sem sagt þrátt fyrir lagaákvæði hyggst Fjármálaeftirlitiö taka endanlega af- stöðu seinna. -HKr. Frosnar innfluttar kjúklingabringur sem Hagkaup flytja inn frá Danmörku eru mengaðar camphylobacter. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem dýralækn- ir og gæðastjóri Móa lét gera á innflutt- um frosnum dönskum kjúklingum í Hagkaupum vegna umræðunnar að undanfömu. Finnur Ámason, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segist gera allar sömu kröf- ur til innlendra og erlendra framleið- enda kjúklinga. „Það er ekki komin niðurstaða úr rannsókn Hollustuvemd- ar á sýnum úr innfluttu Kjúklingunum hjá okkur. Niðurstaða þeirra liggur ekki fyrir fyrr en eftir helgi. Það liggur aðeins fyrir niðurstaða úr þessu hrað- prófi Móa. Eigi að síður höfum við gert þá varúðarráðstöfun að taka þá kjúklinga sem eftir voru af þessari sendingu úr sölu.“ Skortur á kjúklingum Skortur hefur verið á kjúklingakjöti í verslunum síðustu vikurnar og fréttir hafa verið af óskum fyrirtækja eins og Hagkaupa um aukinn innflutnings- kvóta fýrir kjúklinga. Engin trygging virðist þó fyrir því að innfluttur fros- inn kjúklingur sé laus við camp- hylobacter sem fluttur er inn frá Dan- mörku. Þeim fylgir ekki reKjanleika- merking eins og krafa er um varðandi íslenska framleiðslu. Dönsku kjúkling- unum fylgir aðeins vottorð um að vera laus við salmonellu eins og krafa er um við innflutning. Ekki er hægt að rekja frá hvaða framleiðanda hann kemur. Að sögn Sigurborgar Davíðsdóttur, dýralæknis og gæðastjóra hjá Móastöð- inni, era engar opinberar kröfur um sýnatöku annars staðar á Norðurlönd- um eins og gilda hérlendis. „ísland er eina landið í heiminum sem gerir ein- hveijar kröfúr um rannsóknir á camp- hylobacter og grípur til aðgerða þegar um slíkt er að ræða.“ Um ástæður rannsóknar sinnar sagði hún: „Mér lék bara forvitni á að vita hvort Hagkaup gerðu sömu kröfúr til erlendra viðskiptavina sinna og inn- lendra. Niðurstaðan var sú að sá inn- flutti er camphylobacter-mengaður. Samt gera Hagkaup þær kröfur til Reykjagarðs að þeirra vara sé laus við camphylobacter." Gerum strangari kröfur „Mér er sagt núna að vottorð vegna camphylobacter-mengunar hafi ekki komið með sendingunni, þrátt fyrir að búið væri að segja okkur í þrígang að vottorðin fylgdu,“ segir Finnur Áma- son. „Við höfum því tekið hann úr sölu þó heimilt sé að selja hann samkvæmt íslenskum reglum. Ég óskaði eftir því persónulega í þrigang að við værum með staðfestingu á því að vera með salmonelluvottorð og camphylobacter- vottorð. í þrígang fékk ég staðfestingu á að svo væri. Það er því alveg ljóst að við flytjum ekki inn meira af fugli nema að þeim fylgi þessi vottorð. Hag- kaup em þvi í raun að setja sér strang- ari kröfur heldur en embætti yfirdýra- læknis gerir,“ sagði Finnur Ámason. Anna Margrét Jónsdóttir hefúr með höndum gæðaeftirlit á matvöm í Hag- kaupum og er sérmenntuð í þeim fræð- um. Hún segir að Hagkaup hafi þá stefnu að selja fólki ómengaða vöra. Það hafi enginn sýnt ffarn á það svo óyggjandi sé að mengaður kjúklingur sé í lagi bara af því að hann er frystur. Framleiösluaukning Þrátt fyrir skort á markaði hér er ljóst að talsverð ffamleiðsluaukning hefur verið siðustu tólf mánuði, þó það hafi ekki náð að halda í við söluna sem er stöðugt vaxandi. Þó 1,8% samdráttur hafi orðið í framleiðslunni í júní þá nemur framleiðsluaukningin á alifugl- um siðastliðna 12 mánuði samtals 16,9%. Söluaukningin á markaðnum síðastliðna 12 mánuði er þó öllu meiri, eða 18,8%, og í júni var hún 5,8%. Þetta skýrir trúlega þann skort á kjúklingum sem verið hefur hjá verslunum að und- anfómu. -HKr. Eins og að láta refinn gæta hænsnahússins Erlent fréttaljós Selur ekki rúm heldur stemningu Viktor Helödal Svelnsson Baráttan um brauðið Innlent fréttaljós Skemmtilegri skapahár Nýjung í hársnyrtingu HHHI 32 Frægðin er auðgleymd w 1: Ugla Egilsdóttir Kosin til að taka slaginn Sólveig Pétursdóttir Verst að það hlakki í Islendingum Valgerður Bjamadóttir Fordæma virkjun Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun þar sem for- dæmd er sú ákvörð- un stjórnar íslenskr- ar stjómvalda að heíja framkvæmdir vegna Kárahnjúka- virkjunar þrátt fyrir að samningar við Alcoa séu enn ekki að fullu frágengnir. Fjórir sækja um Fjórir guðfræðingar sækja um emb- ætti prests i Vestmannaeyjaprestakalli. Þeir era: Helga Helena Sturlaugsdóttir, Sigfús Kristjánsson, Stefán Már Gunn- laugsson og Þorvaldur Víðisson. Emb- ættið er veitt frá 1. september næst- komandi. Opnar samgöngusýningu Nýtt sýningarhús verður vígt við Byggðasafnið í Skóg- um og sýningin Sam- göngur á íslandi verður opnuö í dag af Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra. Þar verða sýnd ýmis samgöngutæki og tækniminjar ffá ár- dögum vélaaldar á íslandi og fram yfir miðja 20. öld. Lyfjarisar að sameinast Lyfjafyrirtækið Pharmaco hefur keypt 51% hlut í Delta fyrir 8,5 millj- arða króna. Kaupgengi bréfanna í Delta er 77. Pharmaco greiðir fyrir bréfin með eigin hlut að nafnverði 116 miljónir króna sem jafngildir genginu 73 í Pharmaco. Stefnt er að samruna fyrirtækjanna. Kátína hjá skátum Um fimm þúsund manns vom í gær á Landsmóti skáta sem nú er haldið í Kjamaskógi við Akureyri. í dag er op- inn dagur á mótssvæðinu og þangað em allir velkomnir til að kynna sér þá fjölbreyttu dagskrá sem skátar efna til á þessari höfuðhátíð sinni. Samið viö iðnnema Ríkisstjómin hefur veitt íbúðalána- sjóöi heimild til að ganga til nauða- samninga við Félagsíbúðir iðnnema svo tryggja megi áframhaldandi rekst- ur þeirra. Til að lækka greiðslubyrði verða skuldir við sjóðinn afskrifaðar að hluta til. RÍTV greindi ffá. Farþegum fækkar Farþegum sem komu til eða frá land- inu fjölgaði um 9,3% í júní en þeim sem fljúga yfir Atlantshafið um ísland fækkaði um rúman fjórðung. Farþeg- um i millilandaflugi Flugleiða fækkaði í heild um 7,6% í júní, borið saman við sama mánuð á síðasta ári. Frakkar leigja skip Frakkar hafa tekið hafrannsókna- skipið Bjama Sæmundsson á leigu til næstu þriggja vikna til að fylgjast með veiðum skipa frá þjóðum ESB á Reykjaneshrygg. RÚV segir að Frakkar hafi fram til þessa notað herskip úr eig- in flota til að sinna þessu verkefhi. Alsírskur þjófur á ferð Alsírskur maður með norskt vegabréf, búsettur hér á landi, var handtekinn fyrir þjófnað á Akur- eyri i gær. Hann var staðinn að því að stela myndavél. Honum var veitt eftirfór og náöist á Ráðhústorgi. Þar handtók lögregla manninn. Hann hefur fleira á samviskunni, sem nú er rannsakað. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.