Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Side 39
LAUGARDAGUR 20. JÚLf 2002 HelQCtrblaö H>”V” 47 S. ætluðu að koma saman aftur á Tónlistarhátíðinni í Reykjavík. Þetta voru fyrstu tónleikar hljómsveit- arinnar í átta ár en hún hafði komið saman til að heiðra minningu látins félaga, Karls Sighvatssonar orgelleikara, í júní 1992. Aðspurður hvort áfram- hald yrði á samstarfinu sagði Egill í viðtali við þetta blað nokkrum dögum fyrir tónleikana að ekki myndi svo verða „nema eitthvað sérstakt ger- ist“. Á tónleikunum stóð ávallt til að byggja á nýj- um lögum eftir Egil ásamt gömlu Þursaefni. Á með- al þeirra var lagið Þórdís af „týndu“ plötunni. Eftirvæntingin var gríðarleg. Þegar Þursaflokk- urinn gekk á sviðið brutust fram gríðarleg fagnað- arlæti og var engu líkara en troðfull Laugardals- höllin væri einvörðungu að bíða eftir honum. Eftir góða byrjun seig á ógæfuhliðina og meirihluti áhorfenda vildi greinilega meira stuð, þ.e. fleiri „standarda“. Gagnrýnendur voru margir á sama máli og sagði einn þeirra í þessu blaði að sam- heldnin hefði greinilega tapast i gegnum árin því „þeir náðu sér aldrei almennilega á skrið". Tón- leikarnir lifa sjálfsagt í huga margra sem eitt mesta „anti-climax“ íslenskrar poppsögu. Egill minnist tónleikanna sem fremur dapurlegr- ar uppákomu. „Ég held að gagnrýnin sem við feng- um hafi oft verið ósanngjörn. Menn mega auðvitað segja það sem þeir vilja og eðlilega eru alltaf skipt- ar skoðanir en viö vorum að koma saman eftir mörg ár og þar fyrir utan virtist allt vinna gegn okkur. Hljómurinn á sviðinu var hræðilegur og það tekur auðvitað enginn eftir því nema hljóm- sveitin sjálf.“ Þetta „sérstaka" sem Egill talaði um við blaða- mann DV gerðist því miður aldrei og ekki eru nein áform um að gefa fimmtu Þursaplötuna út. Að vísu segir Egill að leiðinlegt sé að vita af lögunum óút- gefnum eða eins og hann segir: „Þetta pirrar mig alltaf örlítið.“ Tónleikarnir í Laugardalshöll breyttu hins vegar engu og staða Þursaflokksins er enn þá óbreytt. Út- gáfa fimmtu plötunnar myndi sennilega ekki breyta neinu heldur, hún er vafalaust góð en lík- lega yrði ekki um neina sprengingu að ræða. Samt er óhætt að taka undir með Agli. Það er pirrandi að vita af henni rykfallinni í pappakassa einhvers staðar úti í bæ. -JKÁ Myndin er tekin rétt áður en Þursaflokkurinn hélt í hljómleikareisu til Evrópu vorið 1979. Túrinn geklt vel, í það minnsta mættu fleiri á tónleika þeirra erlendis en hér heima á Fróni. Einn gagnrýnandi ytra líkti þeirn meira að segja við Jethro Tull. Á myndinni eru (frá vinstri); Ásgeir Ósltarsson, Karl Sighvatsson, Egill Ólafsson, Lárus Grímsson, Þórður Árnason og Tómas M. Tómasson. KLIKKAÐ TILBQÐ!!! Efþú safnarfimm nýjum áskrífendum mt færð þú gefins Aiwa TVC-140014” sjónvarp ísl. textavarp - A/V-tengi Euro scart-tengi -fulikomin fjarstýring. Áskriftarskuldbinding ere mánuðir* 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.