Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Side 45
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 Helgarblaö 33V 53 Steinar Berg ísleifsson forstjóri Steinsnars ehf. og Langspils ehf verður fimmtugur á morgun Steinar Berg ísleifsson framkvæmdastjóri, Fossa- túni, Borgarfjaröarsveit, verður fimmtugur á morg- un. Starfsferill Steinar fæddist í Keflavík og ólst þar upp fyrstu sjö árin en síðan í Reykjavík. Hann lauk verslunarprófi frá Ví 1971. Steinar var verslunarstjóri í hljómdeild Faco 1972-75, stofnaði fyrirtækið Steinar hf. 1975 og rak það til 1993, stofnaði Spor ehf. og var framkvæmda- stjóri þess til 1998 er hann tók að sér framkvæmda- stjórn tónlistardeildar Skífunnar hf. og síðar Norður- ljósa hf. Hann lét af því starfi sl. vor, stofnaði Stein- snar ehf. og veitir því forstöðu, ásamt Langspili ehf. Steinar hefur starfað að innflutningi og útgáfu tón- listar óslitið í rúm þrjátíu ár, hefur m.a. haft forstöðu um útgáfu á meira en fimm þúsund íslenskum lögum og starfað með flestu af vinsælasta tónlistarfólki landsins. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Samband hljómplötuframleiðenda og Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda, var formaður beggja sambandanna um árabil, gegndi einnig trúnað- arstörfum fyrir Samtök myndabandaútgefenda, þ. á m. formennsku og situr nú í stjórn Bókabúða Máls og menningar hf. Fjölskylda Steinar kvæntist 2.12. 1972 Ingibjörgu Pálsdóttur, f. 1.2.1952. Foreldrar hennar: Páll H. Pálsson, fyrrv. for- stjóri Happdrættis HÍ, og Bryndís Guðmundsdótir. Þau eru búsett í Reykjavík. Börn Steinars og Ingibjargar: Páll Arnar, f. 14.6. 1973; Alma, f. 29.8. 1981; Dagný, f. 25.10. 1987. Systkini Steinars: Ólafur, f. 28.8. 1953, bílamálari í Reykjavík; Alma, f. 21.11. 1954, skrifstofumaður í Reykjavík; Guðbergur, f. 11.11. 1960, verslunarmaður í Reykjavík. Foreldrar Steinars: ísleifur Runólfsson, f. 24.4. 1927, d. 2.9. 1998, verslunarmaður og fyrrv. framkvæmda- stjóri Vöruflutningamiðstöðvarinnar og Iðnverks hf., og k.h., Ólafia Guðbergsdóttir, f. 4.12. 1931. Þau bjuggu í Keflavík til 1959 en síðan í Reykjavík. Ætt ísleifur er sonur Runólfs, b. að Kornsá í Vatnsdal, Björnssonar, alþm. að Kornsá, Sigfússonar, pr. Jóns- sonar. Móðir Runólfs var Ingunn Jónsdóttir, rithöf- undur frá Melum í Hrútafirði. Móðir Björns var Sig- ríður Oddný Björnsdóttir Blöndal, frá Hvammi Björnssonar, ættföður Blöndalsættar, Auðunssonar. Móðir ísleifs var Alma Alvilda Anna Möller, Jó- hanns G. Möllers, kaupmanns á Blönduósi, Christians Ludvigs Möllers, kaupmanns í Reykjavík. Móðir Ölmu var Alvilda M. Thomsen, Williams Thomsens, kaupmanns á Vatnseyri, og Anne Margrethe Knud- sen. Pétur Jónsson fyrrv. vélgæslumaður Pétur Jónsson, fyrrv. vél- gæslumaður, Fljótaseli 34, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára i dag. Starfsferill Pétur fæddist á Hólmavík og ólst þar upp. Hann flutti sextán ára til Akraness, var háseti á báti frá Haraldi Böðvarssyni og var síðan í málningarvinnu hjá Sighvati Bjarnasyni málarameistara. Pétur vann hjá byggingarfyrirtækinu Brú í Reykjavík 1953-55 og var síðan til sjós frá Akranesi á Keili AK og Höfrungi II AK. Hann stofnaði síðan, ásamt fjórum kunningjum sínum, fiskvinnslufyrir- tækið Haförn hf. 1963 og starfaði þar við vélgæslu til 1996 er hann hætti störfum og flutti til Reykjavíkur. Pétur tók matreiðslupróf sem sjókokkur. Hann hef- ur verið félagi í Frímúrarareglunni frá 1981. Fjölskylda Pétur kvæntist 14.5. 1949 Rögnu Guðmundsdóttur, f. 12.10. 1930, húsmóður. Hún er dóttir Guðmundar Jónatanssonar, vörubílstjóra á Isafirði, og Daðeyjar Guðmundsdóttur húsmóður. Sonur Péturs frá því áður er Garðar, f. 10.10. 1948, sjómaður í Vestmannaeyjum, kvæntur Ragnheiði Víglundsdóttur og eiga þau tvö börn. Börn Péturs og Rögnu eru Daðey María, f. 7.12. 1949, d. 3.9. 1953; Erlingur, f. 22.3. 1952, kvæntur Mar- gréti Sigurlásdóttur og eiga þau þrjú börn; Guðmund- ur Daði, f. 27.9.1955, veitingamaður, kvæntur Herdísi Hrönn Gísladóttur og eiga þau þrjú börn; Viktor, f. 18.9. 1962, flokksstjóri, kvæntur írisi Guðmundsdótt- ur og eiga þau þrjú böm; Bryndís Hulda, f. 3.1. 1969, húsmóðir, gift Ingvari Helga Guðmundssyni og eiga þau fjögur börn. Systkini Péturs: Björgheiður, f. 19.11. 1916; Ása, f. 5.8. 1917, látin; Sigríður, f. 8.12. 1920, látin; Bjarni, f. 19.8. 1922; Sigurbjörg, f. 19.8. 1922; Guðrún, f. 12.3. 1924; Hulda, f. 16.6. 1930, látin; Gylfi, f. 25.5. 1933. Foreldrar Péturs: Jón Ottósson, f. 14.6. 1891, d. 26.5. 1970, sjómaður í Hólmavík, og k.h., María Bjarnadótt- ir, f. 25.5. 1893, d. 7.11. 1971, húsmóðir. Pétur verður að heiman. Halldór K. Jakobsson útgerðarmaður á Raufarhöfn Halldór Karel Jakobsson út- gerðarmaður, Vesturvegi 7, Þórshöfn, er sextugur í dag. Starfsferill Halldór fæddist á Sauðár- króki og ólst þar upp. Hann hóf sjómennsku fimmtán ára og var mest á togurum til 1983 hóf síðan útgerð á eigin bát 1983 og hefur stundað hana síðan. Jafn- framt var hann bóndi um hrið, fyrst á Sveinsstöðum og síðan í Bjarnastaðahlið í Skaga- firði. Halldór er formaður smábátafélagsins Fonts frá 1997. Hann lærði söng á unglingsárum hjá Eyþóri Stefánssyni tónskáldi. Fjölskylda Halldór hóf sambúð með Birnu Guðmundsdóttur, f. 1.7. 1941. Þau skildu. Seinni sambýliskona hans, frá 1983, er Steinunn Björg Björnsdóttir, f. 10.11.1952, starfsmaður á dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn. Foreldrar hennar voru Björn Krist- jánsson, vitavörður og bóndi Skoruvík á Langanesi, og k.h., Steinunn Guðjónsdóttir. Börn Halldórs með fyrri sambýliskonu: Sigurlína Hrönn, f. 18.3.1962, búsett í Nesi í Fnjóskadal, gift Gunn- ari Valtýssyni; Ragnhildur Hulda, f. 9.5. 1965, búsett í Varmahlíð, gift Valdimar Bjarnasyni; Rósa Borg, f. 20.9. 1966, búsett á Húsavik, gift Þorgrími Friðrik Jónssyni; Sigríður Margrét, f. 28.5.1968, búsett á Akureyri, gift Sig- urþergi Konráðssyni; Luðvig Alfreð, f. 19.1. 1973, búsett- ur í Varmahlíð, kvæntur Lindu Reynisdóttur. Hálfsystkini Halldórs, samfeðra: Reynir Jakobsson, f. 22.11. 1936; Gréta Jakobsdóttir, f. 30.1. 1938; Hilmar Jakobsson, f. 18.3. 1940. Hálfbróðir Halldórs, sammæðra: Stefán Pedersen, f. 7.12. 1936, ljósmyndari á Sauðárkróki. Alsystkini Halldórs: Lárus Fjeldsted, f. 5.1.1945, d. 26.6. 1996; Herdís G. Fjeldsted, f. 16.2. 1947; Gréta Fjeldsted, f. 7.6. 1950; Karólína Sigurrós, f. 12.5. 1956, d. 12.3. 2001. Foreldrar Halldórs voru Jakob Líndal Jósefsson, f. 24.4. 1917, d. 27.12. 1993, bifreiðastjóri á Sauðárkróki, og Sigrlður Sigurlína Halldórsdóttir, f. 24.4. 1919, d. 6.10. 1962, húsmóðir. Ólafía er dóttir Guðbergs, sjómanns í Reykjavik, Kristinssonar, steinsmiðs í Reykjavík, Ásgrímssonar, b. og lausamanns, Guðmundssonar, smiðs á Reykjum í Ölfusi, Jakobssonar, smiðs á Húsafelli, Snorrasonar, ættföður Húsafellsættar, Björnssonar. Móðir Guð- bergs var Ólafía S. Jónsdóttir, b. á Bala í Grímsnesi, Oddssonar og Guðbjargar Halldórsdóttur. Móðir Ólafiu var Steinunn, systir Steins Steinarr skálds og Hjartar, skólastjóra Laugarnesskóla. Stein- unn var dóttir Kristmundar, b. á Laugalandi við Djúp, Guðmundssonar, b. í Bessatungu í Saurbæ, Guðmundssonar, b. i Hvítadal, Jónssonar. Móðir Guð- mundar í Bessatungu var Þórunn Ormsdóttir, ættföð- ur Ormsættar, Sigurðssonar. Móðir Kristmundar var Kristín Eggertsdóttir, b. í Sauðhúsum í Laxárdal, Jónssonar. Móðir Steinunnar var Etelrlður Pálsdótt- ir, formanns við Djúp, Andréssonar, járnsmiðs á ísa- firði, Magnússonar, b. í Hvitadal, bróður Sólveigar, móður Páls Jónssonar, skálds og pr. í Viðvík, afa Matthíasar yfirlæknis, föður Louisu listmálara. Páll i Viðvík var einnig afi Páls í Kaupangi og afi Sólveig- ar, móður Einars Olgeirssonar alþm. Þá var Páll í Viðvík, afi Páls Einarssonar, fyrsta borgarstjóra Reykjavíkur. Höfuöstafir Við byrjum í dag á breiðhendu eftir Ólaf Runólfs- son. Hann er farinn að slá sér til rólegheita í lífinu eins og sjá má af vísunni: Vœrö í húsi víst ég lofa, viö að hvílast er ég natinn. Til hádegis ég helst vil sofa og halla mér svo eftir matinn. Ég var um síðustu helgi staddur vestur í Dölum, nánar tiltekið á Eiríksstaðahátíð á Eiríksstöðum í Haukadal. Á laugardagskvöldið var kveikt þar í bál- kesti og safnaðist hópur manna og kvenna saman við eldinn til að syngja og skemmta sér. Út úr háreysti söngs og hlátra barst eftir krókaleiðum til mín vísa, en mér tókst aldrei að finna út hver flutti hana né heldur hver væri höfundurinn. Hún var augsýnilega flutt að gefnu tilefni þarna við bálið: Þetta á ekki að þamba af stút, þetta er sterkur fjandi. þetta á aö þynna út meö þar til geröu blandi. Ef einhver sem þarna var viðstaddur gæti gefið upp- lýsingar um vísuna væri það vel þegið. Auk þess má benda á að vísa þessi er tilvalið stef í samskiptum fólks á komandi útihátíðum. Næst er vísa sem varð til á Akureyri veturinn 1963- 64. Hagyrðingar sátu á kaffihúsi og sömdu svokallað- an lausavísnaþátt fyrir skólablaðið. Kaffidrykkja var mikil og klósettferðir tíðar og að lokum orti Friðrik Guðni Þórleifsson: Kvœöamenn kveöa enn kátt spé. Viröist mér vinsælt hér WC. Bragarháttur þessarar vísu mun ekki eiga sér hlið- stæðu meðal rimnahátta enda er hann að líkindum of knappur til að rímnaskáld hefðu treyst sér til að nota hann. Þar að auki hygg ég að vegna þess að 2. braglið- ur í ójöfnum línum er stýfður sé ekki til neitt rímna- lag sem hentar við þennan hátt. Leiðrétti mig kvæða- menn ef ég fer með rangt mál. Sveinn Björnsson bóndi í Hvammi í Dölum orti nýlega óð til þeirra sem stýra þessu landi og virð- ist ekki vera fyllilega sáttur við stjórnina: Aumt nú gerist aldarfar, einkavæöing hér og þar. Illa þokkuó er og var íhaldsstjórn og framsóknar. Lokavísan er líka eftir Svein í Hvammi. Hún leynir nokkuð á sér og ég bendi lesend- um á að hyggja vel að því hvernig á að lesa úr síðustu braglínunni: Allur þessi asaþys eykur spennu, magnar slys. Látum ekki glaum og glys glepja okkur.is Umsjón

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.