Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Blaðsíða 33
LAUCARDAGUR 20. JÚLf 2002 Helgorblaö I>V „Ég lít nú fyrst og fremst á míii einkenni sem grín og held að flestir séu með þau upp að vissu marki. Ég meina, þetta eru bara kækir. Og stundum eru þetta stórskemmtilegir kækir, eins og að bíta í tærnar á sér,“ segir Ugla um Tourette-heilkennið. DV-mynd E.ÓL bær aö ég fæ fyrir hjartað þegar einhver talar illa um hann.“ En vœrir þú til í að leika vonda karakterinn ein- hvern tímann? „Já, það væri frábært. Ég væri mjög til í að leika Mr. Burns," svarar hún hlæjandi. Ég myndi nú frekar láta þig leika Lisu Simpson, ef ég mætti ráða, segi ég við hana því ég á mjög erfitt með að sjá hana fyrir mér leika illmenni sem er fætt einhvern tímann fyrir fyrra stríð. Hún kinkar kolli til samþykkis og segir „hún er skemmtileg líka.“ Læt lyfin í friði Það tekur ekki langan tíma að átta sig á því að Ugla hefur gríðarlega jákvætt viðhorf til lífsins og tilver- unnar. Hún virðist hafa gaman af öllu. Þegar hún var um fimm ára gömul var hún greind með Tourette- heilkenni en þessi röskun er líklega ein sú algengasta og ein sú vangreindasta. Sjúkdómurinn kemur yfir- leitt fram á unga aldri og sumar rannsóknir sýna að tvö til þrjú af hverjum hundrað bömum eru haldin honum. Ugla tekur þessu ótrúlega létt og einkennin hafa minnkað mikið á undanfómum árum. „Ég finn ekki mikið fyrir einkennunum og held að þau séu alveg að hverfa," segir Ugla. „Ég lít nú fyrst og fremst á mín einkenni sem grín og held að flestir séu með þau upp að vissu marki. Ég meina, þetta eru bara kækir. Og stundum eru þetta stórskemmtilegir kækir eins og að bíta í tærnar á sér (hlær). Þar fyrir utan finnst mér þetta óskaplega gott umræðuefni og það gerir Tourette svo skemmtilegt. Mér finnst alltaf gaman að segja fólki frá þessu og útskýra fyrir því hvað Tourette-heilkennið er.“ Það er greinilegt að Ugla hefur aldrei litið á sjúk- dóminn sem vandamál og fjölskyldan hefur ekki gert það heldur. Hún hefur sagt opinberlega að fjölskylda hennar hafi aldrei veitt sjúkdómnum neina athygli og að sumir í fjölskyldunni hafi jafnvel óskað henni til hamingju með Tourettinn. „Ég held að fjölskylda mín sé nú raunsærri en það að hafa áhyggjur af þessu. Einkennin eru væg og ég lít frekar á þau sem hluta af persónuleika mínum en eitthvað sem er mér til trafala. Ég er ekki einu sinni með gleraugu," segir Ugla og lýsir viðhorfi og viðbrögðum hennar nánustu. Sennilega hefur þetta viðhorf hjálpað henni að halda einkennunum niðri. „Ég hef aldrei litið á mig sem einhvem sjúkling," segir Ugla. „Það væri eins og að leggjast inn á sjúkrahús vegna forvitni. Auðvitað væri þetta annað mál ef einkennin væru mikil og þá gæti þetta verið mjög slæmt." Hvenœr byrjuðu einkennin aó koma fram? „Ég hef bara enga hugmynd um það.“ En hvernig kækir voru þetta? „Eins og svona,“ útskýrir Ugla og lemur lófunum niður á borðið og klappar síðan tvisvar. „Eða t.d. að ■ fara í handahlaup. Þetta er allt eitthvað sem manni finnst að maður verði að gera. Og svo vill maður gera það strax aftur.“ Og þínir kœkir hafa aldrei skaóaó þig? „Nei, eða jú, það hefur reyndar gerst einu sinni. Ég eyðilagði skóna mína af því að ég þurfti alltaf að renna fætinum eftir gangstéttinni og vegna þess að ég skipti aldrei um skó var komið gat á skósólana og þar af leiðandi fékk ég sár á iljarnar." Og þér var aldrei strítt þegar þú varst lítil? „Nei, ekki nema kannski góðlátlega." Ugla tekur engin lyf við sjúkdómnum og hefur aldrei gert. Sjúkdómurinn er líka það fjölþættur og vegna þess er ekki til neitt Tourette-lyf. Ugla segir að það hafi aldrei komið til greina að nota lyf. „Það hefði nú bara gert illt verra held ég. Mín einkenni voru svo saklaus að lyfjagjöf kom aldrei til greina. Ef kækirn- ir eru farnir að skaða þig þá er auðvitað lyfjagjöf nauðsynleg en annars lætur maður hana vera.“ Ekki þungamiðjan í lífi annarra Ugla hefur álíka afslappað viðhorf gagnvart frægð- inni og hún hefur gagnvart sjúkdómnum. Hún segir hana ekki trufla sig að neinu leyti. „Mér finnst þessi athygli bara skemmtileg," segir hún. „Stundum vill fólk tala við mig og mér finnst það bara gaman.“ En frœgðin hefur ekkert áhrif á samband þitt viö jafnaldrana, áttu enn samleið með þeim? spyr ég. Ugla hlær þegar ég ber upp spuminguna en spyr síðan á móti, alvarleg á svip: „Hvað áttu nú við með því?“ „Þú hefur kannski minni tíma fyrir gömlu félag- ana, “ segi ég. „Nei, reyndar hef ég mjög lítið að gera yfirleitt," segir Ugla og útskýrir síðan fyrir mér eðli hinnar ís- lensku frægðar „Sko, ég held að á íslandi sé batteríið í kringum frægðina svo lítiö að hún er auðgleymd. Mér fmnst óskaplega gaman að fá þessa athygli eins og ég hef sagt en ég er sennilega miklu uppteknari af þessu sjálf heldur en nokkur annar. Ég er ekki þunga- miðjan í lífi annarra þótt fólk gefi mér fallega og já- kvæða athygli." En þú hefur ekki oröið vör við að fólk horfi óeðlilega mikið á þig'! „Ég horfi óeðlilega mikið fólk sjálf þannig að ég lít ekki á það sem vandamál," svarar Ugla um hæl og brosir. Hoppandi kát í vetur „Við erum alltaf að reyna stofna fyrirtæki og núna langar okkur til að stofna hljómsveit, jafnvel tvær, eina rapphljómsveit og aðra þar sem vinkona mín, sem er ótrúlega góð söngkona, fær að njóta sín. Rapp- hljómsveitin á að heita Byssupiss og þetta er nú meira svona grín en rappið er eitthvað svo skemmti- legt. Ég ætla aö kalla mig MC Ugly en vinir mínir kalla mig stundum Dj Ugly og okkur fmnst það svaka fyndið. Síðan er ætlunin að stofna leikfélag en við höfum ekki enn haldið fund. Ég tala oft meira en ég geri og sem betur fer á ég vinkonur sem eru meiri framkvæmdamenn en ég,“ segir Ugla þegar ég spyr hana hvort eitthvaö sé á döfunni hjá henni núna. Er þörfin til aö skapa rík? spyr ég. „Ég held að það hafl meira að gera með vini mína. Yf- irleitt er ég í félagsskap þar sem talað er endalaust og byggðir ótal skýjakastalar. Oft fáum við alveg frábærar hugmyndir sem stundum verða aldrei að veruleika. En við sköpum yfirleitt eitthvað í sameiningu." Ugla er ekki að fara leika í neinni kvikmynd á næst- unni en hún hefur nýlokið við stuttmynd, leikstýrðri af Ágústi Guðmundssyni, en hún er á byggð á Heimsljósi Halldórs Laxness. Þar fyrir utan gerði hún eina stutt- mynd með vinkonu sinni á dögunum. Hún segist ekki hafa áhyggjur af verkefnaskorti. „Það er alltaf nóg af verkefnum ef maður finnur þau sjálf," fullyrðir hún. En hvað á að gera í vetur? „I vetur ætla ég sérstaklega að vinna að tónlist með Diljá vinkonu minni. Við ætlum að reyna að gera eitt- hvað skemmtilegt saman, kannski að gefa út geisladisk eða eitthvað. Svo ætla ég að reyna efla hljóðfærakunnátt- una og reyna læra á gítarinn sem ég keypti mér í Prag. Við fórum í sérferð bara til að kaupa hljóðfæri. Síðan ætla ég að vera dugleg í skólanum, læra vel heima og allt það. Ég hafði líka hugsað mér að læra karate eða.ein- hveija bardaga- eða sjálfsvamaríþrótt. Og anðvitað ef ég fæ að leika eitthvað þá hoppa ég hæð mina af kæti.“ -JKÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.