Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Blaðsíða 23
LAUGAROAGUR 20. JÚLÍ 2002 HelQarblað 3DTV 23 ...vandamál vikunnar Þú ert úti í banka í hádegishléinu þínu og ert á hraðferð. Eftir að hafa beðið í röð í 10 mínútur er röðin loksins kom- in að þér. Þá kemur eldri kona með staf inn í bankann, gengur beint að gjaldkeranum og hann byrjar að afgreiða hana. Hvað gerir þú? Þrír möguleikar í stöðunni „Viö svona aðstæður koma þrjár leiðir til greina. I fyrsta lagi að kalla til öryggis- verði bankans og láta þá fjarlægja konuna, svona hegðun er ekki mönnum bjóðandi. í öðru mundi ég koma mér aftur í vinnuna og reyna að ganga frá þessum málum með hjálp heimabankans og farsímans. Og í þriðja og síðasta lagi er möguleikinn sem maður velur vafalaust við svona aðstæður, láta sem ekkert sé og bíða eftir því að sú gamla fái ellilifeyrinn sinn. Og treysta á það að æðri máttarvöld séu að fylgjast með og ég skori stig á þeim bænum.“ Jón Þór Þorleifsson, pródúsent á Skjá einum Myndi hrósa gjaldkeranum „Ég brosi til hennar og gleðst yfir því innra með mér að enn sé til gamalt fólk sem geri ráð fyrir því að þeir yngri séu kurteisir við það. Þegar hún er farin hrósa ég svo gjaldkeranum fyrir að hafa ekki rekið hana aftast. Ef þetta væri hins vegar einhver ungur durtur myndi ég gefa honum vænt spark í rassinn, segja honum að lufsast í röð- ina og velta fyrir sér mannaslðum meðan hann bíði.“ Þóra Arnórsdóttir, fréttakona á RÚV Góðverk dagsins „í strætó í gamla daga voru myndir sem sýndu tvær gerðir af drengjum. Þeim sem stóðu upp fyrir gömlum konum með bros á vör og þeim sem sátu sem fastast í sætinu með fýlusvip. Þetta vandamál hér er í rauninni það sama og þá; hvor drengurinn er ég? Algjör grundavallarspurning i lifi sérhvers manns. Ef maður sýnir ekki gömlum konum með staf smá tillitssemi þá finnst mér nú manndómurinn vera ansi lítill. Þess vegna myndi ég bara bíða örlítið lengur í biðröðinni með bros á vör og hreinsa sálina með því að hugsa með mér: Nú hef ég gert góðverk dagsins! Svo myndi ég náttúrlega nöldra í bankastarfsmanninum þegar konan væri á bak og burt. „ Freyr Eyjólfsson tónlistarmaður ...eítthvað fyrir þig? Burt með brjóstahaldarasárin Konur með þung bijóst kannast vel við það vandamál að fá sár á öxlum eftir brjóstahaldara. Aðrar þekkja vel það vandamál að bönd á brjóstahöldurnum eiga það til að renna út fyrir axl- irnar. Blaðamaður sá nýlega í Lyfju lausn á báðum þessum vandamálum á 713 krónur. Lausn- in felst í gúmmístykkjum sem kallast Comft straps. Stykkjunum er komið fyrir á öxlunum og böndunum á brjóstahaldaranum er smeygt í þau. Stykkin eru einungis til í einni stærð og er hvert par margnota. Skýrari og stilltari hugsun Þegar vinnuálag og stress er alveg að fara með mann er ágætt að eiga eitt glas af Peach of mind-olíunni frá Organic. Með því að bera 2 dropa af olíunni á hnakka, gagnauga og eyrna- snepla á álagstímum finnur maður hvernig hugurinn stillist og skýrist og stressið minnkar. Frá- bært að eiga glas af þessari olíu í vinnunni þegar verkefnin virðast vera óyfirstíganleg og mað- ur veit ekkert hvar maður á að byija. Glasið kostar 1.440 krónur í Lyfju. Taktu ákvöróun Þaö getur oft verið erfitt að taka ákvarðanir í þessu lifi, hvort sem þær eru stórar eða smáar. Þá er ekki óvitlaust að eiga „ákvörðunarteninga“ í fórum sér til þess að létta manni lífið og ákvarðan- imar. í versluninni Fóu feykirófú á Skólavörðustígnum fást slíkir teningar á 210 krónur stykkið. Teningamir em til í mismunandi útgáfúm. T.d getur maður kastað einum af þeim upp til þess að fmna út hvað maður á að hafa í matinn. Annar hjálpar pörum að frnna út hvað þau eigi að finna sér til dundurs og býöur hann t.d upp á möguleika eins og: horfa á video, rífast eða borða á sig gat. Svona teningar ættu svo sannarlega að vera til á hveiju heimili á erfiðum ákvörðunarstundum. SMÁAU5- LÝSINGAR Á NETINU! ► www.dv.is DV NYJARVORUR DAGLEGA! opið alla daga ki. 12 POPP-ROCK og HEIMSTÓNLIST - fjölbreytt flóra \ TÖLVULEIKIR í Úrvali - Dreamcast, Playstation, Gameboy ofl. DVD mVndir °9 myndbönd - kvikmyndir og tónlist SOMET \e\Ktr a 999'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.