Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Blaðsíða 41
LAUGARDACUR 20. JÚLl 2002 Helcfarblað DV 4-9 < Gunnlaugur Jón Ingason sigraði í ljósmyndakeppni DV og Pepsi: Hlakkar til að æfa með Beckham „Ég hlakka mjög til að hitta Beckham og fá að æfa með honum. Hann er fyrirmyndin mín og ég er með fullt af myndum af honum heima og fleira sem minnir á hann og svo reyni ég alitaf að spila í treyju númer 7 eins og hann,“ sagði Gunnlaugur Jón Ingvason, 10 ára, sem vann í ljósmyndakeppni DV og Pepsi. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, ferð til Manchester í Englandi þar sem Gunnlaugur Jón mun hitta David Beckham, leikmann Manchest- er United og fyr- irliða enska landsliðsins, argentínumann- inn Juan Sehast- ian Veron, sem leikur með sama liði, Danann Peter Smeichel, fyrrum mark- vörð félagsins, og fleiri knattspuyrnu- stjörnur. Ljósmynda- keppni DV og Pepsi var haldin í tengslum við heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu sem fram fór í Suður-Kóreu og Átrúnaðargoðið David Bcckham að hætti Gunnlaugs Jóns. Japan í júní. Þátt- takendur áttu að sýna fram á hve miklir fótbolta- áhugamenn þeir væru og nota til þess myndir. Sumir sendu einnig teikningar og annað sem þeim datt í hug. Gunnlaugur Jón sendi stóra mynd af sér í búningi Manchester United, teikning- ar af Beckham og liði Manchester United ásamt sög- um sem hann hef- ur sjálfur samið. Þá eru ónefndar ljósmyndir af til- þrifum hans sjálfs framan við markið. Val dómnefndar var reyndar ekki svo auðvelt en á annað hundrað áhugasamir krakkar brugðust við áskorun DV og Pepsi og sendu inn efni. En á endan- um þótti Gunnlaugur Jón mesti fótboltaáhugamaður- inn í hópnum. Gunnlaugur spilar fótbolta með 6. flokki FH, er framherji og nokkuð marksækinn. Má segja að líf þessa unga FH-ings snúist um fót- bolta. Gunnlaugur Jón fer utan fimmtudaginn 8. ágúst og kemur heim þann ellefta. Einum degi í ferðinni verður varið á æfinga- svæði Manchester United, Carr- ington, þar sem Gunnlaugur Jón og fleiri krakkar á hans reki frá Mun hitta Beckham Gunnlaugur Jón Ingason, 10 ára Hafnfirðingur, var spenntur af tilhlökkun þegar hann kom á afgreiðslu DV og tók á móti verðlaununt í ljósmyndakeppni DV og Pepsi, ferð til Manchester þar sem liann mun eyða heilunt degi með stjörnum á borð við David Beckham. -u 16tS hina frægu knattspyrnu- snillinga. Valið verður i lið, keppt og teknar æflngar. Sir Alex Fergusson, hinn litríki framkvæmda- stjóri Manchesterliðs- ins, mun mæta á svæöið og jafnvel stjórna léttri æfingu. Þá verður farið _________ ______________________ tölvuleiki og fótboltaspil þar I sem krakkarnir ^ fá að reyna sig með stjörnunum. Þá verður frítími sem má nota til að taka myndir og fá eiginhandarárit- anir. í lok dags verða síðan veittar viðurkenningar fyrir frammistöðuna yfir daginn. Gerir DV ráð fyrir að geta birt ferðasögu Gunnlaugs Jóns í helgarblað- inu 17. ágúst. -hlh Vann í tappaleiknum Viktor Kristjánsson, vann í tappa- leik Pepsi og mun fara í sömu ferð og Gunnlaugur Jón, hitta nokkrar inestu stjörnur nútímaknatt- spyrnu. Á myndinni er hann ásamt Margréti og Braga II. Magnússyni, frá markaðsdeild Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Á heimavelli Það fer ekki á milli niála með hverjum Gunn- laugur Jón heldur í enska fótboltan- um. Allt herbergið er merkt Manchester United og eru myndirnar af David Beckham þar í öndvegi. Þessa mynd sendi Gunnlaugur Jón inn í keppnina ásamt teikningum og sögum eftir sjálfan sig. Knútur Halldórsson ökukennari notar smáauglýsingar DV reglulega: Ánægður með smáauglýsingar DV Knútur Halldórsson segir ökukennara ekki velkjast í vafa um að smáauglýsingar DV skili árangri. DV-mynd ÞÖK „Við sem erum félagar í Ökukennarafélagi íslands höfum notað smáauglýsingar DV í áraraðir. Þetta er okkar leið til að láta vita af okkur og við velkjumst ekki í vafa um að smáauglýsingarnar skila árangri,“ segir Knútur Halldórsson, ökukennari og félagi í Öku- kennarafélagi íslands. Knútur segir Ökukennarafélagið hafa beint sínum viöskiptum til DV. Starfsemi félagsins er jafnan mik- il - um það bil tvö hundruð ökukennarar eru starf- andi hjá félaginu á hverjum tíma. „Félagið notar bara DV og við auglýsum jafnan undir merki félagsins,“ segir Knútur. Ökukennsla er þjónusta sem þarf að veita árið um kring og að sögn Knúts því gott að hafa upplýsingarn- ar ávallt á einum stað. „Það er auðvitað fólk á öllum aldri sem þarf á ökukennslu að halda. Unglingarnir eru duglegir að hafa samband sjálfir og svo hringja auðvitað foreldrar og panta tíma fyrir börn sín,“ seg- ir Knútur og bætir við að á meðan árangurinn sé góður sé ekki ástæða til að skipta um gír í þessum efnum. Þess má geta að ýmsar nýjungar eru að líta dagsins ljós í þjónustu smáauglýs- ingadeildar DV; eins og að bjóða stærri smáauglýsing- ar rrieð skáletruðum fyrir- sögnum, staðlaða ramma, feitletraðar auglýsingar og litmyndir af því sem verið er að auglýsa, t.d. bílum eða öðrum vörum. Þessar nýj- ungar hafa mælst mjög vel fyrir meðal viðskiptavina. -aþ auglýsir hvergi staðar Félagið annars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.