Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Blaðsíða 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 Tn-fy lært mikið af Shakespeare og Walter Scott. Hann sagði: „í hvert sinn sem ég hitti Englend- ing lít ég á það sem skyldu mína að vera vin- gjamlegur við hann því að það er hluti af skuld minni við Shakespeare og Walter Scott.“ Fáir rithöfundar hafa verið afkastameiri en Dumas og hann hafði góðar tekjur af verkum sínum en hann var síblankur. Samt lifði hann ekki hátt. Hann drakk hvorki né reykti og stundaði ekki fjárhættuspil en var mikill mat- maður. Óreiða var á fjármálum hans og hann lenti í því að borga sömu reikningana allt að sex sinnum vegna þess að hann hafði ekkert eftirlit með þeim. Menn lágu yflr honum með sníkjum og örtröð var iðulega á heimili hans. Stundum þekkti hann ekkert til fólksins sem borðaði með honum kvöldmat heima hjá hon- um. Barist í anda Dumas Alexandre Dumas lést árið 1870 og hvílir i heimabæ sínum. Villers-Cotterets. íbúar þar láta nú i sér heyra vegna áætlunar um að flytja líkamsleifar Dumas til Parísar. Þeir segja þetta hrokafulla og stórborgaralega áætlun og kenna Chirac forseta um en hann undirritaði tilskip- unina. „Þetta er lítilsvirðing við ibúa bæjarins. Forsetinn hefur niðurlægt okkur,“ segir Francois Angot, forseti Dumas-félagsins i bæn- um. Angot vísar í orð Dumas sjáifs en skömmu fyrir dauða sinn árið 1870 sagðist rithöfundur- inn vilja hljóta hinstu hvílu í heimabæ sínum. Eins og hann orðaði það þá vildi hann vera graflnn „í hinum töfrandi kirkjugarði sem lík- ist fremur blómagarði þar sem börn eru á leik en kirkjugarði sem geymir lík“. í dag hvílir Dumas við hlið foreldra sinna í litla blómakirkjugarðinum. Bærinn hefur nokkrar tekjur af starfsemi sem tengist nafni rithöfundarins. Krukkur með Dumas-kexi eru í gluggum bakarísins og lítið safn geymir nokkra hluti úr eigum Dumas. Margir íbúa Villers-Cotterets hafa skrifað undir mótmælaskjal og bæjarstjórnin reyndi að bregða fyrir sig lögum frá 1887 sem veita mönn- um leyfi til að velja sér eigin greftrunarstað. Bæjarstjórnin gafst hins vegar upp þegar franska stjórnin lofaði henni bronsstyttu af Dumas í staðinn fyrir líkið. Tilboð sem var ekki hægt að hafna, fannst bæjarastjórninni. Bæjarstjórinn, Renaud Belliere, lýsir þó yfir vonbrigðum með að lík Dumas skuli vera flutt til Parísar. „Þetta eru vonbrigði. Það hefur tek- ið okkur meira en öld til að fá Dumas viður- kenndan og nú á að taka hann frá okkur,“ seg- ir hann. Það er hins vegar ekkert uppgjafahljóð í bar- áttumanninum Angot sem segir: „Bæjarstjór- inn getur gefist upp en baráttan mun halda áfram í anda Dumas.“ Andi Dumas er, eins og þeir vita sem lesið hafa Skytturnar þrjár, „allir fyrir einn og einn fyrir alla“. Hótelstýra staðar- ins segir: „Panthéon er of lítið fyrir Dumas. Mesti heiður sem við getum veitt honum er að virða óskir hans og hann vildi vera graflnn hér.“ Angot segist vongóður um aö hægt sé að koma í veg fyrir flutninginn á líkamsleifum Dumas sem fyrirhugaður er í október. Baráttan heldur því áfram. Baráttatt um Dumas I Frakklandi stendur yfir mikil barátta um llkamsleifar Alexandre Dumas. Franska ríkið vill að hann hvíli í Panthéon en íbúar f heimabæ Dumas vilja hafa sinn mann heima. I næstu viku eru 200 ár frá fæðingu franska rithöfundarins Alexandre Dumas en hann er þekktastur fyrir skáldsögur sínar, Skytturnar þrjár og Greifann af Monte Christo, sem eru enn lesnar upp til agna og hafa verið kvik- myndaðar svo oft að vart verður tölu á komið. Franska ríkisstjómin hyggst halda upp á af- mælið með veglegum hætti og á dagskrá er að arum semna var hann orðinn þekkt- ur leikritahöfund- ur. Hann er einn af- kastamesti höfund- ur sögunnar, skrif- aði hundruð leik- rita, skáldsagna og ferðabóka, auk þess sem hann skrifaði reglulega í tímarit. Frægastur er hann fyrir sögulegar skáldsögur sínar þar sem hann fór iðulega frjálslega með sann- leikann til að gera söguna betri. Hann hafði að- stoðarmenn við skriftimar og í lifanda lífi var mikið um það rætt hversu mikinn hluta bókanna Dumas hefði skrifað og hversu mikið væri verk aðstoðarmanna. Dumas lét sér á sama standa um þær vangaveltur. Söguþráðurinn í verkum Dumas er ekki sér- lega gáfulegur en hann hafði sérstaka hæfileika til að skapa minnisstæðar persónur. Samtöl hans eru lifandi og skemmtileg og hann hafði næmt auga fyrir dramatík. Dumas sagðist hafa Alexandre Dumas. Þessi afkastamikll og stórskemmtllegi höfundur hefðl orðiö 200 ára í næstu viku. Afköst Og aðstoðarmenn Áður en vikið er að baráttunni um líkamsleifar Dumas er rétt að fara nokkrum orðum um höfundinn sjálf- an. Hann er einn vinsælasti rithöf- undur bókmennta- sögunnar, skemmti- lega reyfarakennd- ur sem hefur valdið því að hann þótti áratugum saman ekki nógu „flnn“ til að hvíla í Panthéon. Dumas fæddist árið 1802 í Villers- Cotterets sem er um 40 kílómetra fyrir utan Paris. Hann flutti tvítugur til Parísar og fimm grafa upp líkams- leifar höfundarins, sem hvíla i heima- bæ hans, og koma þeim fyrir í Pant- héon í París. Þar hvíla meðal ann- arra Voltaire, Vict- or Hugo og Marie Curie. Það er því mikill heiður fyrir Dumas að komast í þann friða flokk, sennilega mesti heiður sem franska ríkið getur veitt nokkrum manni. Ákvörðunin hefur þó kallað á mót- mæli. Ljóð vikunnar________ Arafrœdi - eftir Þórarin Eidjérn Hanr Ari var fróður, svo feiknlegur sjóður af frœðum að útyfir tók. Og biskupum þótti hann svo þarfur og góður að þeir fóru að rella um bók. Og Ari greip fjöðrlna og sendl þelm sýni og Sœmundi af spaklegri mennt. Með hávœrum kröfum um heimildarýni var handritið endursent: - Stórvirkur ertu að stela og safna með stálminnl og rúmgóðan haus, en vandinn er mestur að vetja og hafna og vera ekki dómgreindariaus. En Ari hann var ekki öidungis geldur og aðferðin þróaðist hratt: - Það sem sannara reynist það höfum við heldur ef hvorugt er satt. Listamenn orðsins Hallgrimur Thorsteinsson útvarpsmaöur segir frá eftirlætisbókum sínum Uppáhaldsbækumar mínar upp á síðkastið eru eftir skoska rithöfundinn Ian M. Banks. Hann skrifar jöfnum höndum skáldsögur (og sleppir þá M-inu í nafni sínu) og vísindaskáldsögur og það eru frekar þær síðarnefndu sem ég hef verið að týna mér í hin seinni ár. Heimur Banks og fram- tíðarsýnin hjá honum bjóða upp á fullkominn escape-isma. Öll pólitísk deilumál hafa verið leyst eða leyst af hólmi með tækn- inni og sá hluti mann- kyns sem Banks fjallar býr i anarkiskum vellystingum innan menning- arheildarinnar The Culture, til ei- lífðarnóns þess vegna, ef það vill. Það vantar samt ekk- ert upp á dökku hlið- amar hjá Banks, og skúrkarnir geta ver- ið æði skrautleg- ir, til dæmis valdasjúk geim- skip með ofur- mannlega vit- und sem geta heitið nöfnum eins og: I Thought He Was with You, Honest Mistake og Never Talk to Strangers. Húmorinn er þannig með en aldrei aðalatriðið eins og í sumum öðrum vinsælum en þreytandi geimóperum nútimans. Sá islenski höfundur sem ég les mest og missi aldrei af bók eftir er Ólafur Gunnarsson. Hann og Banks eru reyndar ekki ósvipaðir höfundar: frá- bærir listamenn orðsins og skaparar mannlegra örlaga af guðs náð. Hér kemur svo listi yfir uppáhaldsbækur minar: Mother Night - Kurt Vonnegut Under the Volcano - Malcolm Lowry Catch-22 -Joseph L. Heller Understanding Media: The Extensions of Man - Marshall McLuhan Fear and Loathing in Las Vegas - Hunter S. Thompson The Bridge - Ian M. Banks The Heart of the Matter - Graham Greene Vetrarferðin - Ólafur Gunnarsson Guðbergur Bergsson - Flateyjar- Freyr The Presence of the Past: Morphic Resonance & the Habits of Nature - Rupert Sheldrake Hinn dularfulli Byron Byron lá- varður, eitt fremsta skáld Breta, varð einungis 36 ára gamall. Hann var gallagripur og vart finnst sú synd sem hann ekki drýgði. Hon- um nægir því ekkert minna en rúmlega 700 blað- síðna ævisaga eigi að halda öllu til haga. Ævisaga Benitu Eisler um Byron er einstaklega dramatísk, áhugaverð og skemmtileg lesning þótt hún leysi ekki ráðgátuna um Byron. Sennilega óskiljanlegur mað- ur en stórbrotið viðfangsefni. Skáld gerast ekki meira spennandi. Sá sem elst upp iðjulaus, hann er nœst því að deyja cerulaus. Jón Vfdalfn Allar bækur 1. Islenska vegahandbókin. Bókaútqáfan Stönq. 2. Kortabók Islands. Örn Siqurðsson ritst. 3. Grafarþöqn. Arnaldur Indriðason. 4. Leggðu rækt við sjálfan þig. Anna Valdimarsdóttir. 5. Mýrin. Arnaldur Indriðason. 6. Stangaveiðihandbókin. Eiríkur St. Eiríksson. 7. Hálendishandbókin. Páll Ásqeir Ásqeirsson. 8. Ferðakortabók. Landmælinqar íslands. 9. Ást á rauðu Ijósi. Jóhanna Kristjónsdóttir. 10. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason. Skáldverk 1. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason. 2. Myrin. Arnaldur Indriðason. 3. Ást á rauðu Ijósi. Jóhanna Kristjónsdóttir, 4. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason. 5. Lokavitni. Patricia Cornwell. 6. Réttarkrufninq, Patricia Cornwell. 7. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason. 8. Anna, Hanna & Jóhanna. Marianne Fredriksson. 9. Þjóð bjarnarins mikla. Jaen M. Auel. 10. Mammútaþjóðin. Jean M. Auel. Metsölulisti Eymundsson 04.07.-10.07. Kiljur 1. DIVINE SECRETS OF THE YA-YA SISTERHOOD. Rebecca Wells. 2. A BEND IN THE ROAD. Nicholas Sparks. 3. FACE THE FIRE. Nora Roberts. 4. THE WOMAN NEXT DOOR. Barbara Delinsky. 5. HEMLOCK BAY. Catherine Coulter. Listinn er frá New York Times
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.