Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Side 10
10
DV
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002
DV
Útgáfufélag: ÚtgáfufélagiB DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aftalritstjórl: Óli Bjðrn Kárason
Ritstjórl: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Absto&arritstjóri; Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvik, siml: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerb og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Álver í sjónmáli
John Pizzey, aðstoðarforstjóri bandaríska álfyrirtækis-
ins Alcoa, sagði eftir undirritun viljayfirlýsingar um upp-
byggingu álvers á Austurlandi í gærdag að þar væri ekki
á ferðinni „enn eitt plaggið“. Hann kvaðst ætla að yfirlýs-
ingin markaði upphaf framkvæmda. Vonandi er að orð
Pizzeys gangi eftir. Bygging álvers i Reyðarfirði og stór-
framkvæmdir sem tengjast þeim verkefnum eru stærsta
og markverðasta aðgerð í byggðamálum frá því Háskólinn
á Akureyri var stofnaður fyrir góðum áratug.
Löngu er orðið tímabært að leggja frá sér skýrslur um
framkvæmdir á þessu sviði og hefjast handa. Ekkert
byggðaverkefni hefur verið undirbúið með viðlika hætti
og uppbygging álverksmiðju austur á landi. Þar hefur nán-
ast öllum steinum i fjórðungnum verið velt við. Og bið-
lund Austfirðinga í þessum efnum hefur verið með ólík-
indum. Stjórnvöld lofuðu þeim fyrir margt löngu að ráðast
í framkvæmdir af þessu tagi og allar áætlanir i fjórðungn-
um hafa tekið mið af því. Það verður ekki lengur beðið.
Fleiri aðgerða en orða er þörf í byggðamálum. Enda
þótt heldur hafi hægt á búferlaflutningum af landsbyggð-
inni á allra síðustu mánuðum verða stjórnvöld og bæjar-
yfirvöld um allt land að halda vöku sinni. Eitt meginat-
riða í íslensku efnahagslífi er að halda úti öflugri byggð í
hverjum fjórðungi landsins. Það verður ekki gert með því
að tína ber, þó það sé ágæt dægradvöl í sjálfu sér. Upp-
byggingu lítilla atvinnufyrirtækja verða að fylgja afger-
andi lausnir í atvinnumálum sem duga til langs tíma.
Umræðan um álver á íslandi hefur oft á tíðum verið
heit. Einhverra hluta vegna hefur ekki mátt minnast á ál-
ver í eyru margra málsmetandi landsmanna, rétt eins og
frá álverksmiðjum stafi illir andar. Álver hafa reynst vel
á íslandi. Sambúð þeirra og íbúðabyggðar hefur verið með
ágætum. Fyrirtækin sem reka álbræðslur hér á landi hafa
staðið í fremstu röð í umhverfismálum og hafa að mörgu
leyti verið fyrirmyndir annarra fyrirtækja á því sviði. Því
er tímabært að álversgrýlan hverfi til fjalla.
Allt eins geta íslendingar staðið sem einn maður á móti
fiskiskipaflota landsmanna eins og því að finna álverum
allt til foráttu. Fiskiskipaflotinn blæs frá sér margfalt
meiri mengun en álver munu nokkru sinni gera á íslandi.
Það er hins vegar ekki til siðs að halda þessum staðreynd-
um á lofti enda leikur ljómi um íslenska útgerð og hún er
sögð vera sú best rekna í heiminum. Ólíkt skipunum eru
álverksmiðjur knúðar af endurnýtanlegri orku hér á
landi, vatnsorku sem nóg er af.
Það er nægt landrými á íslandi fyrir stóriðjur. Vitaskuld
eru aðstæður á landinu misjafnar og mikilvægt að velja ál-
verum stað sem hæfir eðli starfseminnar. Náttúruvernd
ríkisins hefur bent á þrengslin í Reyðarfirði en á móti kem-
ur að þeim mun meiri kröfur verða gerðar til mengunar-
varna á staðnum. Eins verður fylgst afar náið með verk-
lagi Landsvirkjunar á heiðum uppi. Ekkert bendir til ann-
ars en að Landsvirkjun standist það umhverfispróf, enda er
stefna fyrirtækisins í umhverfismálum skýr.
Fyrir framhald málsins skiptir sköpum að íslensk
stjórnvöld hafa fengið eitt allra virtasta álfyrirtæki í
heiminum að samningaborði. Alcoa er leiðandi fyrirtæki
í áliðnaði. Það er stærsti framleiðandi á hrááli, áli og ál-
vörum í heiminum. Síðasta vor komst það í hóp 50 bestu
iðnfyrirtækja í heiminum að mati tímaritsins Fortune.
Stjórnendur þess stefna að því að gera það að „besta“ fyr-
irtæki í heimi, með aðaláherslu á gæði, öryggi, heilsu
starfsmanna og umhverfismál. Veri það velkomið.
Sigmundur Ernir
Ráögjafi lofar ríkidæmi
hann hefði þó ekki nýtt sér það.
Eiginkona hans kinkaði kolli til
samþykkis. Hún haföi líka heyrt af
frelsinu.
„Þetta er mjög einfalt. Þið greið-
ið örfá prósent af tekjum ykkar inn
í lífeyrissjóð í vörslu virts fjármála-
fyrirtækis," sagði hún og byrjaði að
reikna af miklum móð.
„Ef þið borgið samfellt í 20 ár þá
eigið þið um það bil 25 milljónir við
starfslok," sagði hún og sannfær-
ingarkraftur hennar var sem raf-
svið í stofunni. Manninum fannst
eitt andartak sem hann sæi norður-
ljósin í loftinu. Heimilishundurinn
sem svaf undir sófa glaðvaknaði,
brölti úr bæli sínu og settist beint
fyrir framan ráðgjafann með sperrt
eyru. Meira að segja dýrið skildi
hve mikið var í húfi.
Maðurinn, sem á skólaárunum
þótti reikningsglöggur með afhrigð-
um, vildi vita hvort engir óvissu-
þættir væru varðandi milljónimar
25. Ráðgjafinn virtist eitt augnablik
verða pirraður á spumingunni.
Síðan opnaði hún eldsnöggt möppu
sem hafði að geyma línurit í
nokkrum litum. Allar línumar vis-
uðu upp á við sem gat ekki þýtt
annað en hagnað samkvæmt
kokkabókum mannsins. „Sérðu
þetta?“ spurði konan. Hann varð að
viðurkenna að linuritin væm svo
sannarlega tignarleg. Til þess að
verða sér ekki frekar til skammar
ákvað maðurinn að láta ljós sitt
skina í takt við ljós ráðgjafans. „Já,
þetta er þama svart á hvítu,“ sagði
hann og vonaði að ráðgjafmn yrði
aftur eins og móðir Teresa.
Konan virtist fyrirgefa hjónun-
um efasemdimar. Hún benti hjón-
unum á að gegn hóflegu gjaldi
til viðbótar við lífeyrisiðgjaldið
gætu þau tryggt sér ham-
ingjusaman dauðdaga.
„Héma er ég með upp-
skrift að líftryggingu sem
kostar smáaura ef miðað
er við að hömin ykkar fá
tugmilljónir ef þið deyið
fljótlega.
Hjónin voru alveg
rasandi. Það virtist vera sama
hvort þau myndu lifa eða deyja.
Gull og grænir skógar blöstu
við hvert sem litið var. „Þvílík
guðsgæfa að ráðgjafmn skyldi
koma í heimsókn," hugsaði
maðurinn með sér.
Hann sló á lær sér
í hrifningu
sinni og
krafð-
ist
Reynir
Traustason
|k ritstjórnarfulltrúi
„Ef .þið verðið gömul bíða ykkar
milljónir króna. Nú og ef þið deyið
koma samt milljónir," sagði ráð-
gjafinn, brosmild kona á óræðum
aldri, og horfði á hjónin sem sátu
þétt saman i stofusófanum og
hlýddu andaktug á boðskapinn.
Konan gestkomandi hafði vikum
saman hringt og óskað eftir því að
fá að koma í heimsókn og sýna
þeim nokkrar valdar leiðir til lífs-
hamingju. Hún kynnti sig í upphafi
sem ráðgjafa líftryggingarfélags og
síðan bættust fleiri ráðgjafatitlar
við eftir því sem samtölunum fjölg-
aði. Henni tókst með seiðandi
röddu að sannfæra manninn um að
hún væri að vinna hugsjónastarf
hans vegna og fjölskyldunnar. Sjálf
sagðist hún lítið hafa upp úr krafs-
inu annað en þá ánægju að gera
samborgurum sínum greiða.
Eftir að konan hafði hringt tíu
sinnum lét maðurinn undan og
leyfði ráðgjafanum að koma í heim-
sókn.
Þá hafði hún talið honum trú mn
að hann myndi annaðhvort deyja
fljótlega og skilja stórfjölskylduna
eftir i volæði eða þá að hann myndi
verða bláfátækt gamalmenni og
deyja eftir áralangan sult.
Eftir að þessi niðurstaða blasti
við honum samþykkti hann að
bjargvætturinn kæmi og fyndi
þeim hjónum leiðir framhjá fátækt-
inni. Að kveldi þess dags er fundur-
inn var ákveðinn biðu hjónin á
milli vonar og ótta. „Heldurðu að
hún kom1 ekki örugglega?" spurði
konan og úr svip hennar mátti lesa
ótta i bland við tilhlökkun þess er
vonast til þess að komast af úr
háska.
Þau hrukku bæði við þegar dyra-
bjallan hringdi. „Hún er komin,"
sagði maðurinn og stökk upp úr
stólnum og gekk hratt til dyra.
Konan á stéttinni virtist geðþekk
og hún heilsaði alúðlega. Maðurinn
var í feginleika sínum að hugsa um
að faðma hana en hætti við. Slíkt
hefði ekki verið við hæfi.
„Ég er ráðgjafmn ykkar,“ sagði
hún og það mátti lesa úr röddinni
kærleika. Hún minnti manninn á
móður Teresu eða Díönu prinsessu.
Hún var eins konar bland af þeim
báðum ef litið var framhjá stórri
skjalatösku sem hún hélt á í hægri
hendi.
Út úr frumskóginum
Hjónin voru sem læri-
sveinar við fótskör meistara
síns þegar konan hafði
dreift úr plöggum sínum
sem öll áttu það sameigin-
legt að vera vegvísar
þeirra frá fátækt til
allsnægtalífs.
Það hefði mátt heyra
saumnál detta á meðan
ráðgjafinn flokkaði
skjöl sín og hummaði
góðlátlega.
Loks tók hún til
máls. „Þetta snýst
ekki um peninga
heldur lifshamingju
og ég ætla að hjálpa
ykkur út úr frum-
skóginum sem gæti
annars gert ykkur fá-
tæk,“ sagði hún og
horfði á þau til skiptis.
Hún byrjaði á langri
ræðu um lífeyrissparnað.
Hjónin viðurkenndu
skömmustuleg að þau væru
aðeins aðilar að lögbundnum líf-
eyrissjóðum sem tækju til sin tí-
und af öllum þeirra tekjum.
„Hafið þið aldrei heyrt talað um
frjálsan lífeyrisspamað?" spurði
konan og augu hennar uröu eins og
undirskálar. Niðurlútur maðurinn
játaði að hafa heyrt af frelsinu en
„Þvilík guðsgœfa að ráð-
gjafinn skyldi koma í
heimsókn, “ hugsaði
hann með sér. Hann sló á
lœri sér í hrifningu og
krafðist þess að fá eitt-
hvað til að skrifa undir.
þess að fá eitthvað til að skrifa und-
ir. Honum fannst vissara að gera
samningana sem fyrst. Það var
aldrei að vita hvað gæti gerst í fall-
valtri tilverunni.
Skrifað undir
Ráðgjafmn bað um númerið á
Visakortinu hans og rétti siðan
fram eitt eyðublaðið af öðru sem
hjónin skrifuðu undir. „Það liggur
við að maður fái sinaskeiðabólgu af
öllum þessum skrifum,“ sagði mað-
urinn og það kumraði í honum þeg-
ar hann bætti við að það skipti auð-
vitað ekki máli. „Nú verð ég loks-
ins ríkur hvort sem ég lifi eða dey,“
sagði hann og ráðgjafmn samsinnti
honum mildilega.
Eitt andartak skaut niður þeirri
hugsun að hann þyrfti að vita
hversu háar greiðslur hann þyrfti
að inna af hendi. „Hvað verður
þetta mikið á mánuði?" spurði
hann ráðgjafann.
Augu hennar skutu gneistum
þegar hún leit á hann. „Treystirðu
mér ekki?“ spurði hún og maður-
inn dauð-
skamm-
aðist
sin