Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Page 10
10
Fréttir
MIDVTKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002
DV
Nú eða aldrei!!!!!!
uuiiuui uiaðid
Við bjóðum ótrúlegan afslátt 40 - 45% af 4,0 - 6,0 hö B&S
sláttuvélum með drifi og án drifs sem og hinum ómissandi
bensínhekk-klippum, keðjusögum og orfum.
40% af Flymo rafmagnssláttuvélum, hekkklippum og orfum
____________Aðeins þekkt vörumerki sem tryggja enJingul!!!!
iöJHusqvarna
Dalvegur16a 201 Kópavogur Sími 544 4656 Fax 544 4657 mhg@mhg.is
Leigan i þínu hverfi
FRABÆR MYND FRA LEIKSTJORA TRAFFIC!
f Mix Exotic \
FYLGIR MEÐ
V Occan's Eleven
GEORGE CLOONEY IVIATT ANDY BRAD JUUA DAMON GARCIA PITT ROBERTS
FRÁ STEVEN SODEP.BERGH
OCEANS
'i 1 & jjm ELEVEIM |
11 UÁUNGAR. liUMILUÓN DOILA- AF ^ FRTU TIL&UII !N flp FYRIR GUÍttOIiriNN? iii /
TILKYNNING
Hér meö tilkynnist að frá og meö
fimmtudeginum 1. ágúst 2002 veröa
umboðin í Hafnarfiröi, á Álftanesi og í
Mosfellsbæ sameinuö afgreiðslu DV,
Skaftahlíö 24 Reykjavík.
Umboðsmenn í Hafnarfiröi, Álftanesi
og Mosfellsbæ vilja þakka blaöberum
og áskrifendum gott samstarf.
Vertu í beinu sambandi
við þjónustudeildir DV
sso sooo
ER AÐALNUMERIÐ
Smáauglýsingar Auglýsingadeild Drei/ing Pjónustudeild Ljósmyndadeild íþróttadeild
5505700 550 5720 550 5740 550 5780 550 5840 5505880
Allt stefnir í mjög gott berjaár á Suður- og Vesturlandi:
Berin eru langt
á undan áætlun
- segir prófessor. Hægt er að fara í berjamó í Breiðholtinu
Snemma á ferð
Sveinn Rúnar Hauksson meö fullt afbláberjum. Hann segir aö ekki þurfi aö
fara lengra en í Elliöaárdal til aö fara í berjamó.
„Það hefur áður verið hægt að
tina í byrjun ágúst og þá helst fyrir
norðan en þetta er óvenjusnemmt í
ár,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson,
læknir og mikill áhugamaður um
berjatínslu, um berjavöxt á landinu
sem virðist vera óvenjugóður i ár og
fyrr á ferðinni en venja er.
„Ég var nú bara á gangi í Elliða-
árdalnum í vikunni og sá hversu
vænleg sprettan var orðin þar. Þar
er mikið um bláberjagrænjaxla og
sumir þeirra eru þegar orðnir bláir.
Það þarf sem sagt ekki að fara
lengra en í Breiðholtið til að fara í
berjamó," segir Sveinn Rúnar.
Bjarni Guðmundsson prófessor
hefur stundað rannsóknir á aðalblá-
berjum í gegnum árin og lagt fram
kenningar um berjasprettu sem
byggðar voru á þeim. Hann segir
það vegna vorgæskunnar og mjög
góðrar sprettutíðar það sem af er
sumri að allur gróður sé snemma á
ferðinni og þar séu berin engin und-
antekning. Ástandið kemur honum
því ekki á óvart. „Rannsóknimar
sýna að það er veðurfarið í kringum
blómgun, þ.e. þegar plantan leggur
grunn að berjum, vanalega um mán-
aðamótin maí/júní, sem skiptir
langmestu máli og ef hún sleppur
við frost þá boðar það berjaár," seg-
ir Bjami en ítrekar að þetta eigi að-
eins við í nágrenni hans við Borgar-
fjörðinn.
Bjarni segir erfitt að tala um með-
altíma í þessum efnum en telur að
berin séu a.m.k. hálfum mánuði á
undan áætlun. „Að vísu hefur
maðkur valdið miklum spjöllum í
berjalöndum og hefur m.a. raskað
mínum rannsóknum töluvert. Hann
getur gert góðar horfur að engu,“
segir Bjami.
Eitthvað minna er um rannsókn-
ir af þessu tagi fyrir norðan en ljóst
er að þar er annað uppi á teningn-
um þar sem blíðan hefur ekki verið
sú sama og á Suðvesturlandi. Einn
viðmælenda DV á Akureyri sagði
krækiberin komin en ekki eins
þroskuð og fólk vill hafa. Aðalblá-
berin þar hafa ekki náð jafnmiklum
þroska og fyrir sunnan. Berjavöxtur
þar er þannig á hefðbundnum tíma
en engu að siður litur út fyrir að ef
veðurtíðin helst eins og hún hefur
verið undanfarið gæti berjasprettan
orðið örlítið fyrr á ferðinni en
venjulega. -vig
Hálendisframkvæmdir Landsvirkjunar:
Breytingar á svæðisskipu-
lagi hálendis samþykktar
Við Kárahnjúka.
Skipulagsstofnun krafðist þess að
svæðisskipulag miðhálendisins yrði
afgreitt af umhverflsráðherra áður
en sveitarfélögin Norður-Hérað og
Fljótsdalshreppur gæfu út fram-
kvæmdcdeyfi til Landsvirkjunar fyr-
ir vegagerð milli Laugavalla og
Kárahnjúka auk annarra fram-
kvæmda á svæðinu. Þessar fram-
kvæmdir eru hluti af undirbúningi
Landsvirkjunar vegna Kárahnjúka-
virkjunar og eiga þær að hefjast í
sumar.
Svæðisskipulagið er unnið af 18
manna nefnd, skipuð fulltrúum
hlutaðeigandi sveitarfélaga, og búist
er við að hún ljúki verki sinu á
næstunni. Skipulagsstofnun hefur
fyrir sitt leyti gefið leyfi fyrir lagn-
ingu Ijósleiðara og rafstrengs milli
Laugavalla og Kárahnjúka en vildi
fá svæðisskipulagið afgreitt áður en
lagning vegar hæfist.
Nefndin afgreiddi málið frá sinni
hálfu í gær og því er ekkert þvi til
fyrirstöðu að viðkomandi sveitarfé-
lög gefi út framkvæmdaleyfi. Arnór
Benediktsson á Hvanná situr í
nefndinni fyrir Austfirðingatjórð-
ung. Hann segir að breytingar hafi
verið samþykktar á vegtengingum
inn á Vatnajökul en Kárahnjúka-
vegur hafl verið samþykktur
óbreyttur. Óskar Bergsson í Reykja-
vík, formaður nefndarinnar, segir
að svæðisskipulagið hafi gert ráð
fyrir orkuvinnslusvæði bæði við
Kárahnjúka og á Eyjabökkum en
nýja skipulagið geri ráð fyrir nátt-
úruverndarsvæöi á Eyjabökkum en
stærra orkuvinnslusvæði við Eyja-
bakka. Allnokkrar breytingar voru
einnig samþykktar varðandi vega-
lagningar og aðstöðu fyrir ferða-
menn á svæðinu sem ekki var gert
ráð fyrir í fyrra skipulagi.
„Skipulagsnefnd krafðist þess að
nefndin afgreiddi málið og nú liggur
sú ákvörðun fyrir. Við
auglýstum eftir at-
hugasemdum fyrr í
sumar og fengum þær
frá Náttúruvernd rík-
isins og heimamönn-
um i Fljótsdalshreppi
og aðilum í feröaþjón-
ustu. Þær breytingar
sem gerðar voru snúa
fyrst og fremst að sam-
göngumálum. Legan á
Vatnajökulsvegi færist
til og eilítið á Kára-
hnjúkavegi sam-
kvæmt afgreiðslu
nefndarinnar. Náttúruvemd ríkis-
ins gerði athugasemdir um að Háls-
lón gengi inn í friðland hreindýra,
en það er mál sem kemur til kasta
annarra en nefndar um svæðis-
skipulag hálendisins. En við gerum
okkur grein fyrir því að þetta er
mál sem þarf að ganga frá. Lands-
virkjun þarf að sækja um breyting-
ar á friðlandinu ef þessi athuga-
semd verður tekin til greina. Nátt-
úruvernd ríkisins og umhverfis-
ráðuneyti munu þá leggja fram
breytingatillögur að þessu griðar-
svæði hreindýranna," segir Óskar
Bergsson. -GG