Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Qupperneq 8
8
Útlönd
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002
Allt á flotl í Suöur-Tékklandi.
Mannskæð flóð
víða í Evrópu
Óttast er að allt að þrjátíu manns
hafi látið lífið í miklum flóðum sem
fylgt hafa geysilegri úrkomu víða um
Evrópu á síðustu dögum. Verst mun
ástandið á Svartahafsströnd Rúss-
lands en þar var tala látinna komin í
tuttugu þegar síðast fréttist. Þar gekk
öflugur hvirfilbylur yfir fjölmennt
svæði ferðamanna í gær og reif hann
upp heilu trén með rótum auk þess
sem hann feykti bilum og hjólhýsum
og öðru lauslegu á haf út.
Mikil flóð og skriðufóll fylgdu í
kjölfarið og var óttast að tala látinna
ætti eftir að hækka verulega, þar sem
margra er saknað.
í Tékklandi urðu einnig mannskæð
flóð og þurftu um 2000 manns að yfir-
gefa heimili sín í suðurhluta landsins
þegar ár flutu yfir bakka sína.
Þá hefur fólk í Króatíu, Búlgaríu,
Rúmeníu, Austurríki, Krímskaga, It-
alíu og Spáni einnig mátt þola mikil
rigningarveður og flóð.
Gaf móðir unga-
barni eiturlyf?
Lögreglan í Buskerud-fyiki í Noregi
rannsakar nú hvemig átta mánaða
gamalt bam gat orðið meðvitundar-
laust eftir eiturlyfjaneyslu. Málsatvik
eru þau að í síðasta mánuði kom móð-
ir með meðvitundarlaust ungabam á
fylkissjúkrahúsið í Buskerud eftir að
hafa sótt það úr pössun, en við rann-
sókn kom í ljós að barnið hafði neytt
eiturlyfs.
Lögreglan bíður nú niðurstöðu
frekari rannsókna, en vitað er að
bæði móðirin og hamapían neyta eit-
urlyfja, en ekki vitað hvor þeirra hef-
ur gefið baminu lyfið þar sem báðar
neita. Lögreglan útilokar þó ekki að
barnið, sem nú braggast með hverjum
deginum, hafi getað komist í efnið
sjálft og sett það upp í sig.
Talsmaður bamavemdaryfirvalda
í Buskerud segir að í Buskerudfylki
einu séu yfir 20 börn sem fæðst hafi
síðustu 18 mánuðina sem ekki fái
nægilega umönnun vegna eiturlyfja-
neyslu foreldranna.
Tveir menn myrt-
ir í Stavanger
Tvö morð voru framin í norska
bænum Stavanger í vikunni. í fyrra
tilvikinu, í byrjun vikunnar, var um
að ræða leigubílstjóra af írönskum
uppmna sem hafði verið stunginn
banastungu aftan í hálsinn, en ráðist
hafði verið á hann þar sem hann sat í
leigubíl sínum á bilastæði í bænum.
Fleiri stungusár vom á líkinu og því
telur lögreglan að komið hafi til heift-
arlegra átaka þar sem bílstjórinn hafi
þurft að berjast fyrir lífi sínu síðustu
mínútumar sem hann lifði. Lögreglan
í Stavanger stendur ráðþrota, en segir
að augljóslega hafi ekki verið um rán-
morð að ræða því fleiri þúsund krón-
ur hafi fundist í leigubílnum eftir
morðið.
Þá var tuttugu og fjögura ára list-
málari drepinn í bænum aðfaranótt
þriðjudags, en samkvæmt upplýsing-
um lögreglu er talið líklegt að morðið
á honum tengist fikniefnum, hugsan-
lega vegna óuppgerðra skulda. Málar-
inn var skotinn i höfuðið á vinnu-
stofu sinni þar sem hann fannst
skömmu síöar. Sá sem fann listmálar-
ann segist hafa séð fjóra menn hlaupa
frá morðstaðnum. Tveir menn hafa
þegar verið handteknir vegna málsins
grunaðir um aðild að því. -GÞÖ
Tugir Afgana farast
í öflugri sprengingu
- ólíklegt að um sprengjuárás hafi verið að ræða
„Það eina sem við vitum er að
sprengingin varð innan athafna-
svæðis ACLA.
Hún var svo öflug að það hefur
þurft meira en lítið magn sprengi-
efnis til að valda slíkum skemmd-
um og því ólíklegt að um bil-
sprengju hafi verið að ræða,“ sagði
talsmaðurinn.
Mohammad Asif Qazizada, að-
stoðarhéraðsstjóri í Jalalabad full-
yrti 1 gær að ekki hefði verið um
sprengjuárás að ræða og sagði allt
benda til þess að um slys hefði ver-
ið að ræða.
„Sprengingin varð í byggingu
þar sem sprengiefi til vegagerðar
var geymt og því örugglega ekki
um árás að ræða,“ sagði Qazizada,
en útilokaði ekki að um skemmdar-
verk hefði verið að ræða. Hann
fullyrti einnig að tala látinn ætti
eftir að hækka verulega og giskaði
á að þeir væru að minnsta kosti
fjörutíu, allt afganskir borgarar.
REUTERSMYND
Elnn yflr Atlantsála
Norski ætvintýramaöurinn Stein Hoffer hér á æfmgu fyrir ferö sína yfir Atlantsála, en hann hyggst róa einsamall á þessari
smákænu frá Lissabon í Portúgai til Georgetown í Guyana og hefst feröin, sem áætlað er aö taki ÍOO daga, í dag.
Að minnsta kosti 26 manns munu
hafa látist og tugir slasast þegar öfl-
ug sprengja sprakk á athafnasvæði
ACLA-verktakafyrirtækis í ná-
grenni borgarinnar Jalalabad í
austurhluta Afganistans um hádeg-
isbil í gær. Sprengingin var svo öfl-
ug að hús í hálfs kílómetra fjarlægð
skemmdust og var óttast að fleiri
látnir ættu eftir að finnast í rústun-
um þeirra fjörutíu húsa sem
skemmdust.
Að sögn talsmanns afganska ut-
anríkisráðuneytisins var ekki ljóst
hvað olli sprengingunni, en helst
talið að sprengjugeymsla fyrirtæk-
isins hafi sprungið 1 loft upp frekar
en að um bílsprengju hafi verið að
ræða.
Að sögn talsmanns alþjóðlegu ör-
yggissveitanna í Jalalabad varð
sprengingin rétt eftir hádegið í um
10 kílómerta fjarlægð frá Jalalabad í
nágrenni Darunta-stíflunnar, sem
er nálægt þjóðveginum til Kabúl, og
Börnin leita skjóls
Óttast er að tala látinna eigi eftir
aö hækka verulega.
var í fyrstu óttast að henni hafi ver-
ið ætlað að granda stíflunni.
Lögreglan telur að
telpurnar séu enn á lífi
Lögregluyfirvöld í Cambridge-hér-
aði í Englandi, sem fara með rann-
sóknina á hvarfi telpnanna tveggja,
þeirra Holly Wells og Jessicu Chap-
man sem hurfu sporlaust í heimabæ
sínum, Soham, á sunnudagskvöldið,
telja fullvíst að telpumar séu enn þá á
lífi og séu hafðar einhvers staðar í
haidi gegn vilja sínum.
Þetta kom fram á blaðamannafundi
sem lögregluyfirvöld boðuðu til í gær
og sagði David Hankin, yfirmaður
rannsóknarlögreglunnar í Cambridge-
héraði sem stjómar rannsókninni, að
stuðst sé við álit glæpasáifræðinga
sem vinni náið með lögreglunni að
rannsókn málsins.
Lögreglan notaði tækifærið til að
dreifa nýjum myndum af Jessicu
Chapman sem teknar vora af henni
fyrir aðeins einni viku þegar hún var
með fjölskyldu sinni í sumarleyfi á
Miðjarðarhafseyjunni Menorcu og
Holly og Jessica.
beindi Hankin máli sínu tii meints
ræningja telpnanna og skoraði á hann
að sleppa þeim þegar lausum. „Láttu
þessar myndir ekki verða síðustu
minningu fjölskyldunnar um
telpuna," sagði Hankin. Hann talaði
einnig um sálarkvölina sem fjölskyld-
ur telpnanna gengju nú í gegnum og
reyndi allt til að höföa til tilfinninga
meints ræningja.
Hankin sagði lögregluna nú vinna
eftir nýjum mikilvægum upplýsing-
um sem fengust við rannsókn tölvu-
fræðinga á heimilistölvu Wells-fjöl-
skyldunnar, en telpurnar munu hafa
verið á Netinu aðeins hálfri kukku-
stund áður en þær hurfu og beinist
rannsóknin nú að því hvort þær hafi
komist í tölvusamband við meinta
ræninga sem hafi tælt þær til sín.
Einnig er verið að rannsaka notkun
Jessicu á farsíma sem hún mun hafa
haft með sér þegar þær hurfu.
Málið hefur valdiö mikilum óhug í
Bretlandi og víðar og hafa ýmsir aðil-
ar þar i landi lofað háum peninga-
greiðslum fyrir upplýsingar sem leitt
gætu til þess að telpurnar fyndust.
Ben-Ami segir af sér
Shlomo Ben-Ami,
fyrrum utanríkisráð-
herra ísraels, hefur
sagt af sér þing-
mennsku vegna óá-
nægju með þátttöku
flokks síns, Verka-
mannaflokksins, í
ríkjandi samsteypu-
stjórn Ariels Sharons. Hann var frá
upphafi mótfallinn þátttöku flokksins
í ríkisstjórninni og segir hana skorta
allan friðarvilja. Ben-Ami tók virkan
þátt í friðarferlinu sem utanríkisráð-
herra í ríkisstjómartíð Ehuds Baraks
og fullyrðir að eina mögulega leiðin
til friðar sé að taka aftur upp þráðinn
þar sem frá var horfið í Camp David-
viðræðunum.
Sádar svara fyrir sig
Dagblöð í Sádi-Arabíu hafa að und-
anfomu ráðist harkalega gegn því
sem þeir kalla kristna öfgastefnu í
Bandaríkjunum og sagði í einu þeirra,
al-Watan, að kristnir öfgamenn væru
alls ekki minni ógnun við heimsfrið-
inn heldur en öfgasinnar annarra trú-
arbragða. Skrifin eru viðbrögð Sádi-
Araba við ummælum sem nýlega láku
út frá Pentagon, þar sem Sádi-Arabíu
er lýst sem vöggu hins illa í Mið-Aust-
urlöndum, en þar mun hafa verið átt
við uppruna bin Ladens og samtaka
hans. Ummælin urðu til þess að for-
ystumenn ríkjanna sáu sig knúna til
að gefa út sameiginlega yfirlýsingu
um að samskiptin hefðu sjaldan verið
betri.
Faðirinn handtekinn
^ Simon Slack, 31
I ’ " I töku alsælu um miðj-
heimili sínu í Galgate á fimmtudag-
inn vegna gruns um að hafa verið eig-
andi efnisins sem dóttir hans komst
yfir og tók inn. Honum var sleppt
gegn tryggingu eftir yfirheyrslur á
meðan málið er í frekari rannsókn.
Jórdanar sármóðgaðir
Utanríkisráðherra Jórdaníu kallaði
í gær sendiherra Qatar á sinn fund til
að lýsa vanþóknun sinni á ummælum
sem fram komu í spjallþætti á al-
Jazeera-sjónvarpsstöðinni, sem aðset-
ur hefur í Qatar, en þar kom fram
gagnrýni á hófsama stefnu Jórdaníu-
konungs í málefnum Mið-Austur-
landa. I kjölfarið bönnuðu Jórdanar
útsendingar stöðvarinnar í Jórdaníu
og sagði utanríkisráðherrann að þjóð
hans væri „sármóðguð“.
Tvíburasysturnar braggast
Að sögn lækna við UCLA-sjúkra-
húsið í Los Angeles, munu lífslíkur
tvíburasystranna frá Mið-Ameríku-
ríkinu Guatemala, sem fæddust sam-
vaxnar á höfði og aðskildar voru með
aðgerð fyrr í vikunni, nú aukast með
hverjum deginum. Þær munu báöar
hafa opnað augun og hreyft handlegg-
ina í gær, í fyrsta skipti eftir aðgerð-
ina, sem að sögn lækna lofar góðu eft-
ir að strangri lyfjagjöf var hætt. Þær
munu þó engan veginn úr lífshættu.
Hryðjuverkahreiður
Sergei Ivanov, vamarmálaráðherra
Rússlands, sagði í gær að Georgía
væri nú orðið annað stærsta hryðju-
verkahreiður i heiminum, á eftir Af-
ganistan. Ivanov lét þessi orð falla
eftir að hafa sakað stjómvöld í Geor-
giu um að styðja í auknum mæli við
bakið á tsjetsjenskum hryðjuverka-
mönnum sem að undanfornu hafa
haldið uppi árásum á hagsmuni Rússa
í Tsjetsjeníu, síðast í gær þegar sex
rússneskir hermenn féllu og fjórir
særðust þegar sprengja sprakk undir
herflutningabifreið þeirra í Tsjetsje-
níu.