Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Side 10
10 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og! gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fýrir viötöl við þá eöa fýrir myndbirtingar af þeim. Skattar á einstaklinga íslendingar hafa ágæta reynslu af því aö lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Ein skynsamlegasta aðgerö ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks var að lækka tekjuskatt á fyrirtæki í þrepum sem leiddi til þess að tekjur ríkissjóðs hækkuðu en lækkuðu ekki eins og andstæðingar lágskattastefnu halda gjarnan fram. Því miður hefur ekki tekist að gera raunhæfar og nauðsynlegar breytingar á tekjuskattskerfi einstak- linga. Vegna þessa hefur skattkerfið snúist upp í and- hverfu sína eins og Hagfræðistofnun Háskólans hefur sýnt fram á og margir hafa áður haldið fram. Skatt- kerfið er orðið að fátæktargildru. Enn er mikið ranglæti látið viðgangast - ranglæti sem hefur farið vaxandi á undanförnum árum þrátt fyrir lækkandi skatthlutfall. Skattkerfið hefur brugðist millistéttinni, barnafjölskyldum og ungu fólki sem er að taka sín fyrstu skref í atvinnulífinu. Og þrátt fyrir siendurtekin loforð hafa þingmenn og ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins ekki staðið við að afnema hátekju- skattinn, sem átti að vera tímabundinn skattur. (Reynslan sýnir að auðvelt er að leggja á skatt en nær útilokað að leggja hann niður.) Þannig lifir einhver ranglátasti skattur sem lagður er á íslenska skattgreið- endur ágætu ltfl í skjóli og með stuðningi Sjálfstæðis- flokksins, sem eitt sinn vildi afnema tekjuskatt af al- mennum launatekjum. Álagðir tekjuskattar og útsvar á einstaklinga hefur meira en tvöfaldast á núvirði síðasta áratug. Þannig hafa opinberir aðilar notið hækkandi launa einstak- linga. Miklu nær hefði verið fyrir ríki og sveitarfélög að halda að sér höndum og halda tekjunum að raun- gildi þeim sömu sem aftur hefði þýtt að fleiri krónur hefðu orðið eftir í vasa launamanna. Engin skynsemi er í því að ríkissjóður hirði hluta af öllum launahækk- unum sem launþegar ná fram. í frétt DV fyrir nokkrum dögum var bent á að ef tek- inn yrði upp flatur tekjuskattur yrði skatthlutfallið 26,2% til þess að tryggja ríki og sveitarfélögum sömu tekjur. Skatthlutfallið væri helmingi lægra en opinber- ir aðilar gætu sætt sig við að afla sömu tekna af tekju- skatti og útsvari og gert var fyrir áratug. Ríkisstjórninni hefur tekist að sýna fyrirhyggju með lækkun tekjuskatts fyrirtækja. Enn bíða hins vegar einstaklingar auk þess sem róttækur uppskurður á skattakerfinu í heild verður nauðsynlegur innan fárra ára. í leiðara DV í júní á liðnu ári sagði meðal annars um þetta atriði: „Raunar eigum við íslendingar að hugsa enn stærra og róttækara; við eigum að stefna að því að gera ísland eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki og einstaklinga - griðastað sem byggist á skynsamlegri stefnu í skattamálum. Með markvissum hætti getum við laðað að erlent fjármagn og fyrirtæki. Slíkt gerist ekki á einni nóttu heldur á mörgum árum... Markviss uppbygging atvinnulífs með lágum skött- um á fyrirtæki og einstaklinga skýtur styrkari stoðum undir íslenskt efnahagslíf og þá ekki síst undir velferð- arkerfið. Og með tímanum gætu sjálfstæðismenn stað- ið við gamalt kosningaloforð, sem ekki hefur farið hátt í undanfórnum kosningum; að afnema tekjuskatt á al- mennar launatekjur.“ Óli Björn Kárason LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 DV Kamar á sjöfíu LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 Laugardagspistill Jónas Haraldsson abstobarritstjóri Jt* „Það er gott og gilt,“ sagði kon- an þegar til greina kom að halda mikla ættarsamkomu í sælu sveitarinnar. ,-,Þið getið tjaldað eins stóru tjaldi og þið viljið ef hann rignir,“ hélt hún áfram og beindi orðum sínum til mín þótt ávæ*pið væri i fleirtölu. „Munið bara,“ sagði hún og horfði enn til mín, „að þaö þarf klósett líka til þess að hægt sé að sinna brýn- ustu þörfum fólks. „Klósett," át ég upp eftir henni. „Meinarðu kamar, útikamar? Hvar í ósköpunum fær maður slíkt apparat?" Satt best að segja hafði mér ekki dottið þetta smáat- riði í hug. Ég studdi mjög þær hugmyndir að safna saman fólki í stórt tjald, halda ærlegt partí fyr- ir fjölda manns, syngja og djamma. í þvi sambandi hugsaði ég ekki um klósett. Þann búnað setti ég fráleitt i samband við há- tíð úti í guðs grænni nátt- úrunni. Án þess að hafa kannað undirmeð- vitundina rækilega Æ. ‘4fl geng ég Gætt að hallanum Ættarmótið gekk að óskum. Þar ríkti glaumur og gleði. Stóra tjald- ið reyndist þarfaþing þótt veð- urguðirnir héldu að mestu aftur af sér. Sama má segja um þann mórauða. Hann stóðst álagið með prýði. Konur jafnt sem karlar dá- sömuðu þau þægindi sem fylgdu útisalerninu. „Hverjum datt þetta í hug?“ spurði eldri frænka á peysufötum. Hún hafði stytt sig þar sem hún tiplaði í votu gras- inu. „Það hlýtur að hafa verið þú, elskan mín,“ sagði hún við eldri son minn. „Þú ert svo hugmynda- ríkur.“ Strákurinn var mættur i matinn. Önnur frænka klappaði honum á öxlina. „Þú ert alltaf svo indæll." Hann var um- vafinn töntum. Það var handtak að ganga frá eftir mótið en margar hendur unnu létt verk. Þegar tjaldið var fallið beið kamarinn heimferðar. Ég rétti stráknum bíllyklana. „Ég kom með hann, nú ferð þú með apparatið í hæinn. Ég fæ að sitja í hjá mömmu þinni.“ Strákurinn horfði á mig skelfingu lostinn. „Æi, pabbi, láttu ekki svona. Mér kom þetta mót ekkert við, mætti bara fyrir siðasakir. Svo er hann fuiiur af ógeði. Ég læt ekki sjá mig með þetta í eftirdragi. Hvað ef þetta lekur úr á leiðinni?" „Ekkert æi, pabbi hér. Ég er bú- inn með minn skammt. Nú er komið að þér. Vertu bara með sól- gleraugu," sagði ég. „Gættu þess að ekki líði yfir þig þótt þú sjáir gump í afturglugga eða bam híi á þig. Láttu það samt vera að stoppa í Hveragerði. Þú passar bara að kamarinn hallist ekki um of í Kömbunum, hann tekur nefnilega á sig vind.“ út frá því að mér hafi þótt sjálfsagt að gestir léttu á sér bak við stein eða runna. Konan kom mér í skilning um að þannig gengi þetta ekki fyrir sig. er.“ „Þá sérð þú um það, sonur minn,“ sagði ég. „Hver maður þarf að gera skyldu sína svo mót- ið verði haldið með sóma. Þú ert lika af ættinni.“ Strákurinn horföi á fööur sinn með svip sem ekki varð misskilinn. „Mér kem- ur þetta mót ekkert við,“ sagði hann. „Það getur vel verið að ég kíki þangað ef þaö verður gott að éta. Annars gef ég ekkert fyrir þessi ættarmót þar sem gamlar töntur spyrja mann spjörunum úr, hverra manna maður sé og Ég var einn i bílnum um morguninn. Fjöl- skylda mín ákvað, einhverra hluta vegna, að koma sér með öörum hætti í sveitina. Það var flautað á mig strax í Lögbergs- brekkunni. Tveir bílar þutu fram úr mér. Ég var á ytri akrein brekkunnar svo þeir áttu greiða leið. Ég sá ekki betur en ungling- ar væru í þeim báðum. Eitthvaö folt birtist skyndilega í glugga þegs aftari. Það fór ekki á milli mála hvað þar var á seyði. Ung- lingspiltur „moonaði". Ber botn- inn blasti viö, svona rétt til þess að gleðja kamarfarann. Kamar á sjötíu hafði vakið þessar kenndir. Félagar múnarans hlógu ógurlega um leið og ökumaðurinn gaf í. Bíllinn hvarf i jóreyk. Rétt ofan Litlu kaffistofunnar var ég farinn að safna bUum fyrir aftan mig. Ég hélt tæpast umferð- hnokka ís við næsta stand. „Hvað er þetta brúna, rnarnma?" spurði drengurinn og benti á kamarinn. „Þetta er svona ferðaklósett," svaraði móðirin. „TU hvers?“ hélt bamið áfram, „þarf bUstjórinn að kúka á leiðinni?" Um leið ská- skaut sveinninn augunum á mig. Pylsan stóð í mér, kókið freyddi. Roði hljóp fram í kinnar móður- innar. Hún greip bamið undir handlegginn og strunsaði út. Umferðin var rólegri austan Hveragerðis. Mér gekk því betur og augnagotumar voru færri. Þar kann og að ráða nokkru að Ámes- ingar kippa sér síður upp við þarfaþing á ferö en þeir sem aka eftir þjóðvegum nær höfuðborg- inni. Tjaldið var risið á mótsstað þegar ég birtist með kamarinn. Ég sótti kamarínn að kvöldlagi. Það var rétt hjá stráknum að hann var á hjólum en smáfríður gat hann ekki talist, hábyggð- ur úr brúnu plasti. Ég fann það strax að náðhús þetta tók á sig talsverðan vind, þótt aðeins væri ekið innanbœjar. hvort manni lítist ekki vel á ætt- ingjana. Auk þess vU ég minna þig á það, minn elskulegi faðir,“ sagði strákurinn og gerði sig syk- ursætan i framan, „að þú ert sá eini af okkur sem átt bU með kúlu. Þú verður því að draga kamarinn í sveitina." Fölt í glugga Ég sótti kamarinn að kvöld- lagi. Það var rétt hjá stráknum að hann var á hjólum en smá- fríður gat hann ekki talist, há- byggður úr brúnu plasti. Ég fann það strax að náðhús þetta tók á sig talsverðan vind þótt aðeins væri ekið innanbæjar. Ég lagði bílnum nokkuð frá heimUi minu. Meiningin var að halda af stað árla næsta morgun. Ástæöulaust var að auglýsa ferðalagið meira en nauðsyn krafði. Nefndur son- ur minn stóðst þó ekki freist- inguna og kikti fyrir hornið. „Flottur litur,“ sagði | hann og glotti. Hulinn heimur „Þama verður prúðbúið fólk, konur jafnt sem karlar," sagði eiginkona mín. „Það verður engin samkoma nema boðið verði upp á snyrtingu. Þú sendir ekki, góði minn,“ sagði hún og leit djúpt í augu mér, „virðulegar konur bak við þúfu tU að pissa, svo ekki sé minnst á annað.“ „Það er nefnilega það, mín kæra,“ sagði ég. „Kannt þú ein- hver ráð? Ég get leigt samkomu- Mér var fagnað við komuna sem var léttir miðað við það sem á undan var gengið. Ég bakkaði þeim brúna inn í rjóður, aftan við tjaldið, og krækti honum aftan úr bílnum. „Hann er bara hugguleg- ur þama,“ sagði konan mín sem þegar var mætt á staðinn, „gekk ekki vel að koma honum hingað, elskan?“ tjald en farandklósett eru mér hulinn heimur. Ég hef að vísu séð svona á Þingvallahátíðum en aldrei talið að þau kæmu mér sér- staklega við. Ég vil heldur, ef ég má segja mína skoðun, pissa und- ir beru lofti en heimsækja svona þing.“ „Þú verður að finna út úr þessu,“ sagði konan. „Ég veit ekki hvar maður nálgast útiklósett en það verður engin tjaldveisla án þess. „Þið eruð alveg úti á þekju,“ sagði eldri sonur okkar,“ sem nú kaus að blanda sér í umræðuna. „Það er ekkert mál að redda þessu, maður getur auðveldlega leigt kamra. Þeir eru meira að segja á hjólum svo það er hægt að hengja þá aftan í bíla og fara með þá hvert á land sem arhraða með þann brúna í eftir- dragi. Mér fannst hann valtur og vindgangur óneitanlega kringum náðhúsið. Þétt umferð var á móti og því erfitt að komast fram úr. Á næsta beina kafla reyndi ég að víkja. BOamir fóru með freti fram hjá, svínuðu fyrir kamarinn og sýndu honum litla virðingu. Bam híaði á mig gegnum hliðarglugga. Foreldramir sátu spenntir fyrir framan það. Hnúar föðurins hvítnuðu á stýrinu við framúr- aksturinn. Munnur móðurinnar var sem strik. Þau vora ekki vön kömmm í Svínahrauni. Bara huggulegur Ég áði í Hveragerði, hvíldi kamarinn og mig. Bílnum lagði ég til hliðar við tanka bensínsjopp- unnar. Hann var þó vel sýnilegur þaðan. Ég fékk mér pylsu viö stand og naut þess um stund að tengjast kamrinum ekki sérstak- lega. Móðir gaf strák- ______U Skoðun Höldum í gróðavonina Algengt er í opinberri umræðu að það sé talið mönnum til minnkunar og jafnvel skammar að bera gróða- von í brjósti. Þetta viðhorf hefur verið óvenjuáberandi undanfarnar vikur í tengslum við átök og umbrot í viðskiptalífinu. Talað hefur verið um „leðjuslag" og „grímulausa græðgi“ (eins og „grimuklædd græðgi" væri skömminni skárri!) í tengslum við keppni tveggja hópa fjárfesta um að gera eigendum stofnfjár í sparisjóði sem hæst til- boð í eign þeirra. Gefið hefur verið í skyn að þeir sem þarna takast á séu að „selja sál sina“ fyrir verald- legan gróða. Kappsemi athafna- manna er fordæmd - og nánast hlakkað yfir örlögum þeirra sem reynast hafa skotið yfir markið - en hófsemin er lofuð í hástert. Að láta gróa Það er engin tilviljun að orðið „græða" hefur fengið það hlutverk í íslenskri tungu að lýsa því sem er meginviðfangsefni viðskiptalífsins. Gróði er vöxtur og viðgangur. Að græða er að rækta; láta gróa. Flest- ir þeirra sem græða i viðskiptalíf- inu eru að uppskera laun fyrir það að hafa sáð fjármagni sinu í frjóan jarðveg; þeir gegna þannig hlið- stæðu hlutverki við þá sem græða uppblásið land. Það er merkilegt hvernig viðtekið gildismat samfélagsins hefur varpað ljótum blæ á orðið þegar það gegnir því hlutverki að lýsa viðfangsefni viðskiptanna. Það er nefnilega svo að á meðan flest ræktunarstarf er jafnan talið göfugt hefur sú iðja at- hafnamannsins gjarnan verið litin hornauga, svo ekki sé kveðið fastar að orði. Það er líklega vegna þess að sá hluti ágóðans af starfi hans sem er sýnilegastur er sá sem rennur í hans eigin vasa. Og það, að vinna að eigin hag, hefur af fæstum siða- postulum veraldarsögunnar verið talið forgangsatriði. Málsvörn Fæðin sem lögð hefur verið á þá sem reyna að hámarka eigin hag styðst við léleg rök. Að hluta til stafar hún af þeim misskilningi, að þessir menn hljóti að hirða gróða sinn á kostnað annarra sem eigi jafnmikið eða meira tilkall til hans en þeir. En hvaðan kemur gróði at- hafnamannsins? Jú, frá þeim sem hann býður einhverja þá þjónustu eða vöru sem þeir kjósa umfram annað sem í boði er. Krónumar fjöl- mörgu í buddu hans eru eins og at- kvæðaseðlar í vinsældakosningu fólksins í kringum hann. Þess vegna er það auðvitað „grímulaus mótsögn", svo notað sé vinsælt orðalag, að hann skuli vera jafn- óvinsæll og raun ber vitni. Sá eini sem tapar þegar þetta dæmi er gert upp er keppinauturinn sem þarf að sjá á eftir viðskiptum. En keppinauturinn er vitanlega líka að reyna að hámarka eigin hag, þannig að ekki ætti hann að njóta mikillar samúðar sem fórnarlamb í málinu! Það er engin tilviljun að orðið „grœða“ hefur fengið það hlutverk í íslenskri tungu að lýsa því sem er meginviðfangsefni við- skiptalífsins. Gróði er vöxtur og viðgangur. Að græða er að rœkta; láta gróa. Flestir þeirra sem græða í viðskiptalífinu eru að uppskera laun fyrir það að hafa sáð fjármagni sínu í frjóan jarðveg; þeir gegna þannig hliðstœðu hlutverki við þá sem græða uppblásið land. Annar algengur misskilningur felst í því að „eiginhagsmunasegg- urinn“ sé sá eini sem græðir. Það er auðvitað ekki rétt. Öllum í kringum hans býðst að kaupa einhverja þá vöru eða þjónustu sem er annað- hvort betri eða ódýrari en það sem áður stóð til boða eða alveg ný af nálinni. Þetta eru auðvitað verð- mæti í sjálfu sér. Þar fyrir utan fela viðskiptin gjarnan i sér tíma- eða peningasparnað fyrir kaupandann í samanburði við það sem áður stóð til boða. Hvort tveggja eru verð- mæti sem hafa orðið til við viðskipt- in, „gróið“, og þau renna i hans eig- in vasa. Enn má nefna þá staðreynd að hversu illgjarn og vondur „eigin- hagsmunaseggurinn" kann að vera rennur drjúgur hluti gróðans jafnan til samborgara hans. Hann lætur kannski smíða fyrir sig hús, svo dæmi sé tekið, og smiðurinn nýtur góðs af. Að ekki sé minnst á það sem hirt er af honum í skatta; þeir eru jú lagðir á hann af því meiri þunga sem honum hefur vegnað betur. Hvað er heiðarlegt? Þótt flestir þeirra sem hæst láta í gagnrýninni missi jafnan út úr sér - að þvi er virðist í ógáti - orð sem sýna, svo ekki verður um villst, að þeir telja það ósiðlegt í sjálfu sér að keppa að gróða viðurkenna þeir i hinu orðinu réttmæti „heiðarlegra" viðskipta. Og hér stendur einmitt hnifurinn í kúnni. Hvað er heiðarlegt í við- skiptum? Af umræðunni að dæma virðast mörkin því miður vera hreyfanleg. Meginþunginn í gagnrýni á „gróðabralT fimm stofnfjáreigenda í SPRON, sem gerðu tilboð í allt stofnfé sjóðsins til þess að geta end- urselt það með hagnaði, fólst í fyrstu í því að fyrirhuguð viðskipti væru ólögleg. Þegar æ fleiri komust á þá skoðun að þau rúmuðust þrátt fyrir allt i smugu í lögunum tók við málflutningur um að þau væru í það minnsta andstæð „anda lag- anna“ og loks snerist gagnrýnin að mestu um það að um væri að ræða „siðlaust" ráðabrugg þar sem höfð- að væri með ósanngjörnum hætti til þess veikleika væntanlegra seljenda að vilja fá sem hæst verð fyrir eign sína; allt væri þetta gert í þeim til- gangi einum að „græða". Það þótti beitt vopn - þegar baráttan var far- in að snúast í auknum mæli um sið- ferði - að minna á hvað fimmmenn- ingarnir myndu sjálfir hafa upp úr krafsinu. Ja, svei - og þá þarf að breyta lögunum! Von um viðreisn Þegar á hólminn er komið reynist þannig skotmarkið vera sjálf við- leitnin og markmiðið en ekki með- ulin, sem vissulega eru á stundum óvönduð og gefa þá fullt tilefni til gagnrýni. En þrátt fyrir allt á gróðinn sér viðreisnar von. Lítið dæmi um það er hvernig gróðasjónarmið hafa fengið aukiö vægi í umræöu um um- hverfisvernd og virkjanir. í stað þess að lögð sé ofuráhersla á skilyrð- islausa friðun umhverfisins eru jafnvel hörðustu umhverfisvemdar- sinnar farnir að nýta sér rök mark- aðarins; þeir varpa fram efasemdum um að fyrirhugaðar framkvæmdir standist „kröfur um arðsemi" og gagnrýna að í þeim útreikningum skuli ekki hafa verið settur verð- miði á náttúrugæðin sem til stendur að fórna. Það hjálpar eflaust til i þessu samhengi að umræðan snýst jafnan um „gróða samfélagsins" en ekki einstaklinga. (Af sömu ástæðu hafa gagnrýnendur gróðabralls farið mjúkum höndum um gróðavænleg ríkisfyrirtæki á borð við Landssím- ann og raunar hrósað þeim í hástert fyrir gróðann sem þau leggja ríkis- sjóði til.) Það má vera öllum ljóst að hverju samfélagi er nauðsynlegt að til séu menn sem eru ekki nægjusamir heldur leita stöðugt nýrra leiða til að græða. Hinir nægjusömu hafa vitanlega fullan rétt til að láta fara lítið fyrir sér. Og þeir geta auðvitað orðið samborgurum sínum tO ómet- anlegs gagns á margan hátt annan en með gróðastarfsemi. En þeir verða sjálfra sín vegna og annarra að treysta því að þrátt fyrir linnulít- inn áróöur og fordæmingu gefi hin- ir kappsömu ekki upp alla gróða- von.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.