Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Page 12
Erlendar fréttir vikunn;
Erlent fréttaljós
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002
Helgarblað
DV
Ófremdarástand í efnahagsmálum breiðist út um Suður-Ameríku:
Alþ j óðastof nanir
koma til bjargar
Lítið gert úr Saddam
Bandarlsk stjórn-
völd gerðu lítið úr
ávarpi sem Saddam
Hussein íraiksforseti
flutti þjóð sinni á
fimmtudag þar sem
hann hvatti meðal
annars til viðræðna
á jafnréttisgrund-
velli við Sameinuðu
þjóðirnar um vopnaeftirlit. Saddam
lagði hins vegar ekkert nýtt fram.
Þá sagði hann að allar árásir á land-
ið væru dæmdar til að mistakast.
Vestan hafs lýstu menn ávarpi
Saddams sem ofstopa af hálfu ein-
angraðs harðstjóra, eins og það var
kaliað, sem hefði enn einu sinni
sýnt að stjóm hans ætlaði sér ekki
að standa við skuldbindingar sínar,
eins og þær væru settar fram í
ályktunum Öryggisráðs SÞ.
Bændur bregða búi
Hundruð hvítra bænda í
Simbabve yfirgáfu jarðir sínar fyrir
miðnahti á funmtu- <
dagskvöid þegarj
frestur stjómvalda
tii að gera þaö rann
út. Margir þeirraf
sögðust ætla að bíðaj
átekta og sjá hvort |
'þeir gætu ekki snúið
aftur Jieim síðar. I
Þúsundir bænda fóm hins vegar
ekki að fyrirmælum um að bregða
búi oé kusu að bíða eftir viðbrögð-
um yfirvalda. Ríkisstjóm Roberts
Mugabes forseta vill losna við hvítu
bændurna svo hægt sé að skipta
jörðum þeirra upp og afhenda svört-
um bændum.
Ekki þjóðaratkvæði
Stjórnvöld á Taívan tilkynntu
undir vikulok að þau ætluðu ekki
að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu
um formlegt sjálfstæði eyjarinnar.
Stuðningsyfirlýsingar Chens Shuis-
bians forseta við slíka atkvæða-
greiðslu um síðustu helgi ollu miklu
fjaðrafoki í Peking þar sem Chen
var sakaður um að stefna eyjunni í
glötun. Taívanar tilkynntu einnig
að þeir hefðu hætt við fyrirhugaðar
heræfmgar, ef það mætti draga enn
frekar úr spennunni í samskiptun-
um við Kína.
Cherie Blair missti fóstur
Cherie Blair, eiginkona Tonys
Blairs, forsætisráðherra Bretlands,
var flutt á sjúkrahús í London í upp-
hafi vikunni eftir að hafa misst fóst-
ur. Cherie var útskrifuð af sjúkra-
húsinu daginn eftir og að sögn
lækna heilsast henni vel.
Cherie, sem er 47
ára gömul, og hinn
unglegi 49 ára gamli
forsætisráðherra
eiga fjögur börn.
Yngstur er Leo,
tveggja ára, fyrsta
barn sem fæðist
starfandi forsætis-
ráðherra Bretlands á síðari tímum.
Blair-fjölskyldan dvelur þessa
dagana í lúxusvillu í suðvestan-
verðu Frakklandi, í kærkomnu fríi.
Sofnaö á verðinum
Stjómvöld vestanhafs hafa vísað
á bug ásökunum um að hafa hunsað
áætlanir stjómar Bills Clintons,
fyrrum forseta, um að ráðast gegn
al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum í
byijun síðasta árs og ekkert aðhafst
fyrr en átta mánuðum síðar. Upp-
lýsingar þessar koma fram í síðasta
hefti tímaritsins Time. Þar segir
einnig að nákvæmt mat á samtök-
unum og áætlanir um aðgerðir hafi
verið kynntar fyrir Condoleezzu
Rice, þjóðaröryggisráögjafa Bush
forseta. Hafa ráðamenn veriö sakað-
ir um að hafa sofið á hryðjuverka-
verðinum.
Báknið burt
Grænlendingar þurfa að draga úr
umsvifum stjómsýslunnar, sameina
sveitarfélög og leggja önnur niður
ætli þeir sér að geta komist af án
beinna fjárstyrkja frá ríkissjóði
Danmerkur. Þetta kemur meðal
annars fram í nýrri skýrslu græn-
lensku sjálfstæðisnefndarinnar sem
gerð var opinber í vikunni.
„Efnahagsmódelið virkar ekki.
Ég veit ekki hvernig á að kippa
þessu í lag en fólk vill fá vinnu. Við
viljum betra líf.“
Ætli megi ekki segja að þessi orð
| hins 46 ára gamla Matiásar Lopez
frá Argentínu endurspegli vel
\ ástandið sem ríkir viða í löndum
I ' Suður-Ameríku um þessar mundir,
þar ,‘sem efnahagslífið rambar á
| barmi hengiflugsins.
Þegar Lopez var sagt upp störfum
[ hjáland8símæ Argentínu fyrir gllefu
| árum vár honum tjáð að það væri
landinu fyrir iDestu. Starísnienn
f símafélagSins voru *éfniléga allt óf
K margir og skilvirknin var lítií.
► „Stjórnvöld sögðu að ef*við færð-
; um fórnir myndi ástandið batna,“
j segir Lopez.
t Ekki sannspáir
i Ekki reyndust ráðamenn sann-
í spáir að þessu sinni. í stað batnandi
tíðar með blómum í hága fengu
Argentínubúar að kenna á verstu
efiiahagskreppu sem þeir hafa
nokkru sinni upplifað, í kjölfar tíu.
ára tímabils þar sem stjómvöld
gripu oft til sársaukafullra umbóía
á efnahagslífi landsins.
Matias Lopez selur nú papparifr-
ildi til að hafa í sig og á óg ásamt
þúsundum annarra fer hann i
kröfugöngur á hverjum einasta degi
! til krefjast breytinga.
Á móti einkavæðingu
Svipað er uppi á teningnum víðs
vegar um Rómönsku Ameríku þar
sem uppþot, íjármálaöngþveiti og
vaxandi fátækt setja æ sterkari svip
sinn á þjóðlífið. Af þeim sökum hafa
margir nú lýst andstöðu sinni við
einkavæðingar- og fríverslunar-
stefnu undangenginna tíu ára.
Skyndileg uppþot almennings í
Argentínu í desember í fyrra, fall
lýðræðislega kjörinnar stjórnar
Fernandos de la Rua í kjölfarið, svo
og harkidegar aðgerðir lögreglu sem
urðu um þrjátíu manns að bana, eru
orðin að tákngervingi fyrir þær
ógöngur sem frjálshyggjustefna
undanfarinna ára í Rómönsku Am-
eríku þykir hafa ratað í.
Gera ekki neitt
Öngþveitið í Argentínu, sem fram
að því hafði verið talið besti læri-
sveinn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,
varð bara til þess að auka vanda ná-
grannaríkja á borð við Úrúgvæ,
Paragvæ og Brasilíu. Þar mun vera
á ferðinni fyrirbæri sem hagfræð-
ingar kalla „smit“ og skýrir það að
hluta ríkjandi ófremdarástand.
Útbreidd óánægja almennings
hefur lamað ríkisstjómir viðkom-
andi landa og fælt fjárfesta frá, og
þar með gert þennan vítahring enn
erfiðari viðureignar.
„Margir eru fátækari en þeir
voru fyrir tíu árum og nú krefjast
þeir með réttu að gripið verði til
annars konar aðgerða," segir
Nicolas Shumway, forstöðumaður
deildar um málefni Rómönsku Am-
! eríku við Texasháskóla í Austin.
„En þessi félagslega ólga grefur
! sjálf undan stöðugleikanum af því
j að enginn þeirra sem sitja við völd
veit hvað gera skal. Það endar þess
vegna með því að þeir gera ekki
neitt. Þetta aðgerðarleysi gerir að-
eins illt verra og dregur enn frekar
úr hagvexti. Gríöarleg vandamál
þessa heimshluta nú eru að stórum
hluta þessu að kenna," segir
Shumway enn fremur.
Verðbólgan kveðin niður
Ríkisstjómir í löndum Rómönsku
Ameriku lögðu hart að sér á tíunda
áratug tuttugustu aldarinnar að
kveða niður óðaverðbólgu og ganga
REUTERSMYND
Við viljum peningana okkar
Viðskiptavinir Viðskipta- og verslunarbankans í Úrúgvæ kröfðust þess í höfuðborginni Montevideo á dögunum aö fá
aftur sparifé sitt sem þeir áttu þar á reikningum. Mikill fjármagnsflótti hefur verið úr bönkum í Úrúgvæ að undanförnu.
af óhagkvæmum ríkis- og einkafyr-
irtækjum dauðum, fyrirtækjum sem
höfðu haldið efnahagslíFinu í hlekkj-
um í áratugi. En þrátt fyrir framfar-
ir fjölgaði mjög í rööum fátæklinga
í mörgum landanna og bæði skuldir
og atvinnuleysi jukust til muna.
Gu&laugur
Bergmundsson
biaðamaður
Risanum bjargað
Paul O’Neill, íjármálaráðherra
Bandaríkjanna, fór til nokkurra
rikja Suður-Ameríku í vikunni. Sið-
asti viðkomustaður hans í þeirri
ferð var Buenos Aires, höfuðborg
Argentínu. Hann bauö stjóm Eduar-
dos Duhaldes forseta ekki neina að-
stoð til að vinna bug á efnahags-
kreppunni. Þess í stað lofaði hann
að leggja sitt af mörkum til að jafna
ágreining Argentinumanna og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins til að greiða
fyrir skjótri aðstoð.
Duhalde forseti hafði sagt O’Neill
að Argentínumenn þyrftu bráð-
nauðsynlega á aðstoð að halda.
Áður hafði O’Neill meðal annars
heimsótt ráðamenn í Úrúgvæ þar
sem mikil ólga hefur verið að und-
anfömu.
Úrúgvæ hafði lengi verið líkt við
Sviss vegna velsældar og fjármála-
legs stöðugleika. Landið stendur þó
ekki undir þeirri nafngift lengur og
Jorge Battle forseta hefur ekki tek-
ist að hafa hemil á miklum fjár-
magnsflótta úr bönkum landsins.
En Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og
Alþjóðabankinn komu til bjargar á
flmmtudag þegar þeir samþykktu
nærri átta hundruð milljóna dollara
lán til stjórnvalda.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom
stjórnvöldum í Brasilíu svo til
hjálpar undir vikulok með því að
lána þeim þrjátíu milljarða dollara.
Vonir standa til að með því fé verði
hægt að vinna bug á efnahagskrepp-
unni þar á bæ, svo og í öðrum lönd-
um álfunnar.
Bandaríkjamönnum var mjög í
mun að koma í veg fyrir hrun efna-
hagslífs Brasilíu, risans í Suður-
Ameriku, þar sem slíkt myndi hafa
alvarlegar afleiðingar, ekki bara í
nálægum ríkjum heldur um allan
heim.
Byggt á efni frá Reuters, Le Monde,
Christan Science Monitor og BBC.
REUTERSMYND
Heimsókn O’Neilis mótmælt
Bankastarfsmenn í Buenos Aires í Argentínu hrópuðu slagorð gegn Al-
þjóðagjaldeyrissjóönum þegar þeir mótmæltu komu Pauls O'Neiits, fjár-
málaráðherra Bandaríkjanna, til Argentínu í vikunni.
Þótt hagvöxtur á síðasta áratug
hafi verið tvisvar sinnum meiri en
á áratugnum þar á undan reyndist
hann ekki nægur til að slá á óá-
nægju margra í álfunni þar sem bil-
ið milli ríkra og fátækra er breiðara
en annars staðar i heimi hér.
Ótti við hengiflugið
Alþjóðabankanum og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinum hefur oft verið
kennt um hvemig komið er fyrir
efnahagsmálum í Rómönsku Amer-
íku. Því er haldið fram að stofnanir
þessar mælist til þess að stjómvöld
framfylgi stefnu sem hafi ekki leitt
til meiri hagsældar alls þorra al-
mennings. Enn aðrir skammast út í
bandarísk stjómvöld fyrir að pré-
dika fríverslun en láta svo ekki
verkin tala þegar kemur að því að
opna eigin markaði fyrir erlendum
vörum.
Michael Shifter, sérfræðingur í
málefnum Suður-Ameríku við stofn-
unina Inter-American Dialogue í
Washington, segir að menn fmni
fyrir þreytu og varfærni í garð efna-
hagsumbóta og fríverslunar við
Bandaríkin. „En fólk þarf eitthvað
til aö halda í þegar það óttast hengi-
flugið,“ segir Shifter.