Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR IO. AGÚST 2002
Helcjarblað I>V
21
Á Tofana-tindi (3.250 m), frá vinstri: Orri, Ari
Trausti, Árni og Kurt.
Minningarskildir neðan við norðurvegg Ortlers minna
á að leiðin er hættuleg.
Árni býr sig undir næstu atrennu á
klettahrygg Ortlers.
Úr lilíðum Ortlers.
þurftum aldrei mannbrodda í mjúkan snjóinn, þar
sem við fikruðum okkur framhjá sprungum, upp
brattan jökulskallann á fjallinu. Við leituðum að brún
til hægri til þess að leiða okkur eftir á tindinn. Það
tókst og Slóvakarnir tveir sem eltu okkur gripu óðar
farsimana til að segja fréttirnar heim til Brno og
Bratislava. Til suðurs sáum við aðeins hamraflug
hverfa ofan í þokusúpuna en ekkert af frábæru útsýn-
inu. í norðri rann jökullinn saman við skýjabakkana.
Hvað um það, ég hafði náð takmarkinu: Að standa í
sömu sporum og sá gamli. Hinir áttu sér sínar ástæð-
ur.
1 skálanum, þremur stundum síðar, var okkur tek-
ið með kostum og kynjum og við spurðir spjörunum
úr. Ánægjan leyndi sér ekki á andlitum okkar. Næstu
tvo daga var ekki farið á Ortler en við snerum heim
á leið snemma morguns, eftir tindadaginn.
Neðri hluti klifurleiðarinnar
á Tofana-tindinn.
Jánileið á stríðsslóðum
Ferðin hófst í Múnchen og fyrri hluta timans höfð-
um við eytt í að ganga á Drei Zinnen-svæðinu (Tre
Croci di Lavaredo) og klífa fallegan, 3.250 metra háan
Dólómítatind nokkru vestar; tind sem heitir Tofana
di Rozes eða Tofanaspitze; í S-Týról eru öll örnefni
höfð bæði á týrólsku og ítölsku og nær allir eru tví-
tyngdir. Við kynntum okkur þar klifurtækni sem
kennd er við „járnleið“ það er via ferrata eða Klett-
ersteig. Þá er komið fyrir litlum járnfleygum með
stálkapli við leiðina og menn klífa án línu á milli sin,
með tvo stutta spotta í klifurbeltinu sem tengdir eru
í kapalinn en leika þó lausir í linulás (karabínu). Fall
er í mesta lagi einn til fjórir metrar. Klifrað er til
hliðar við kapalinn. Hallist kletturinn yfir sig eru
víða hafðir járnstigar. Leiðin okkar - G. Lipella - er
gráðuð II til IV+ sem klifurleið (af X) en meðalerfið í
heild sem járnleið. Hún er nokkuð strembin enda
nærri sjö hundruð hæðarmetrar (fjögurra til sex
klukkustunda klifur) og mjög löng vegna þess að hún
■er afar hlykkjótt. Menn þræða sig eftir láréttum
bergsyllum til þess að krækja fyrir erfiða klettaveggi.
Fyrst þurftum við að fara um gamalt, lítið virki úr
fyrri heimsstyrjöldinni og fimm hundruð metra löng
göng sem hermenn höfðu sprengt og grafið í fjallið.
Fúnar mannvistarleifar, saggalykt og dauðaþögn
minnti óþyrmilega á hin hræðilegu átök Austurríkis-
manna og ítala sem litlu þokuðu þótt S-Týról hafi að
lokum verið úthlutað Ítalíu 1922 til 1923. Þetta voru
daprir dagar þegar vinir börðust og fleiri hermenn
dóu úr vosbúð, hröpuðu eöa fórust í snjóflóðum en
þeir sem féllu fyrir stríðstólum.
Hjá Drei Zinnen í
Dólómítafjöllunum.
Payer-skálinn gnæfir
eins og kastali yfir umhverfið.
Línionaði og púðluhundar
Klettarnir reyndust erfiðastir þar sem leysingalæk-
ir gerðu bergið sleipt. Við skröngluðumst áfram á
stífu klifurskónum sem henta á hina hærri tinda. Upp
komumst við loks á fortindinn og gengum svo sveitt-
ir og móðir brattann upp að krossinum á hátindinum,
heila tvö hundruð hæðarmetra í viðbót. Útsýnið var
frábært, meðal annars yfir hina Tofana-tindana, Cort-
ina d’Ampezzo, Cima di Civetta, Marmolada, hæsta
tind Dólómíta; Sellaturnana og margt fleira. Hvassir
tindar og djúpir dalir Dólómítana eiga fáa ef nokkra
sína líka. „Gimsteinar Ítalíu", hafði Guðmundur
skrifað í bókina sína Fjallamenn, sem kom út árið
1946.
Við klöppuðum hver öðrum á bakið, karlarnir, og
sögðum bergheil og svo var myndað. Þriggja klukku-
stunda löng niðurferð eftir léttri aðalleiðinni á fjallið
var eftir. Hún gekk að óskum og nokkrum tugum
manna, sem á móti komu, þurfti að heilsa með virkt-
um. í lúnum en stórum skálanum, sem er kenndur
viö Locatelli, ítalskan flugforingja frá um 1930, kostar
límonaðiglas álíka mikið og meðalmáltíð i dalnum -
fimm evrur, og þarna uppi voru tveir púðluhundar
með vel klæddum eiganda á sextugsaldri.
Þá þegar var hugurinn bundinn við Ortler.
Ari Trausti Guðmundsson
Myndir eru eftir Árna Áriiason