Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Side 25
 t'ÁUCAR'DA'CUR Vó'. ÁcflÓSt'ic/o2 u H c? Iq ( i r k> l ct ö 33 V' PtfiÉ tll- ■ DV-nivndir Hari DV-myndir Hari Eftir að deigið hefur lyft sér í klukkutíma skiptir Sigurður Már því í átta jafna hluta og mótar bollur með báðum hönd- um. Betra er að þrýsta létt ofan á bollurnar í forminu áður en þær eru látnar lyfta sér í hæfi- lega stærð undir dúk í klukku- tíma. Sigurður stráir möndlum og perlusykri vfir bollurnar eftir að hafa penslað þær með hrærðu eggi. Einnig má skreyta Brioche-brauð með því að taka bita af deiginu, áður en því er skipt, bæta aðeins hveiti út í hann og móta átta litlar kúlur úr honum. Búa til lítið hreiður í hverja bollu ineð því að þrýsta á liana fingri og leggja litlu kúluna í hreiðrið. Ilmur af plómum, kirsuberjum og kryddi Ef eitthvað skapar notalega stemningu á síð- sumarkvöldunum þá er það gott brauð, ostur og rauðvín. Ekki spillir ef kertaljós eða jafnvel útiar- inn fylíir upp í myndina! Með franskættuðu brauði, eins og því sem fjallað er um á síðunni á móti, fer vel á að dreypa á frönsku víni við slík tækifæri. Þá kemur Beau-Rivage frá Bordeaux sterklega til greina, að mati Ingibjargar Eiríks- dóttur hjá K. Karlssyni. Beau-Rivage er ávaxta- ríkt vín með plómu- og kirsuberjailmi. Litur þess er dökkur, bæöi brúnleitur og fjólublár. Bragðið er stutt en eftirbragðið þægilegt og í mjög góðu jafnvægi. Ingibjörg segir Beau-Rivage vera tilbúið til drykkju í dag en þoli líka geymslu í 3-5 ár. Borie Manoux vínfabrikkan er með þeim stærstu í Bordeaux og er í eigu einnar fjölskyldu en í Bordeaux eru 60 tegundir af Medoc-vínum sem eru talin þau bestu. Fyrir þá sem eru að leita sér að óhefðbundnara víni til að drekka með brioche-brauðinu mælir Ingibjörg með nýjung sem kemur fólki skemmti- lega á óvart; rauðvíninu Grao Vasco frá Portúgal. Portúgal er eitt af þessum löndum sem gleymst hefur talsvert í vínumræðunni en Portúgalar hafa á síðasta áratug bætt vínframleiðslu sína til muna. Það eina sem Spánverjamir hafa í raun umfram Portúgalana er að þeir hafa markaðssett sig betur. „Grao Vasco er alveg sérstaklega gott vín til hversdagsdrykkju," segir Ingibjörg og bætir við. „Það er gert úr mörgum tegundum af þrúgum þótt torriga nacional sé þar í aðalhlut- verki." Grao Vasco er rúbínrautt á lit en þó glampar á appelsínugult í ákveðnu ljósi. Þetta er ungt vín og einkar aðlaðandi. Ilmurinn er mettaður bláberjum og kryddi með blöndu af karamellu en plómur og spræk sýra er áberandi í bragðinu. Ingibjörg segir Grao Vasco eftir- læti Portúgala þegar kemur að borðvínum enda einfalt og ferskt í bragði. „Það er gott með ítölskum pastaréttum, þar sem matar- afgöngum, s.s. lambakjöti og sterkum pyls- um, er hent saman í tómatsósu, og líka með alls konar smáréttum, svo sem brauði og osti,“ eru hennar lokaorð. Grao Vasco fæst i ÁTVR og kostar ein- ungis 990 krónur. Umsjón Haukur Lárus llauksson +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.