Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Síða 29
LAUGARDAGUR IO. ÁGÚST 2002 Helgaröfað HOV 2"3 Ahuga- samir eig- endur þeirra geta roggnir og rökfastir upplýst vini og ættingja um það ef þeir reyna að malda í mó- inn við slíkar aðstæður í framtíðinni. Árni mælir samt sem áður með því að allir slökkvi á bílum sínum annars vegar vegna almennrar mengunar og hins vegar út frá heilsufari sínu og annarra bensínafgreiðslumanna, sem þyrftu að anda að sér eiturgufunum, óháð eld hættu. Dísilbíleigendur ættu því að láta sér nægja að vita af og jafnvel segja frá þessari merkilegu staðreynd en drepa á bílnum engu að síður. Fingrabrestir Margir hafa þann kæk að fetta og bretta fingur sína þannig að braki, bresti og smelli í öllum liðamótum. Gera þeir þetta ósjálfrátt eða finnst þægilegt á einhvern hátt. Flestir sem þetta gera að staðaldri hafa fundið fyrir ákveðn- um pirringi hjá nærstöddum þegar þeir „láta braka“. Fólki finnst hljóðin einhverra hluta vegna óþægileg og þau erta einhvers konar „klígjutaugar" hjá því. Og nákvæmlega allir fingrabrakarar hafa fengið að heyra þennan frasa: „Þú færð liðagigt af ‘essu!“ Svo kemur áhersluþögn og alvöruþrungið augnaráð á meðan sjálfbirg- ingslegum kolli er kinkað. Ef spurt er hvaðan þessar upp- lýsingar eru fengnar er vísað í „einhvern þátt á Discovery" eða einfaldlega sagt að „allir viti þetta“. Gefum Arnóri Víkingssyni, lækni og sérfræðingi í gigtar- sjúkdómum, orðið: „Það er ekkert sem bendir til þess að svona smellir leiöi til gigtar í fingrum. Þetta er ekki sjúkdómur sem slíkt, hvorki orsök né afleiðing, og eykur klárlega ekki líkurnar á liðagigt." Það er sem sagt tóm tjara að brak í liðamótum fingra geti orsakað gigt. Arnór segir fólk af og til spyrjast fyrir um þetta og sumir séu áhyggjufullir en ekkert sé að óttast eins og áður sagði. En hvað veldur smellunum? „Það er ekki vitað og ekkert vísindalega sannað um það. Einhverjir hafa sett fram þá kenningu að þetta stafi af loft- tæmi í liðnum. Hægt er að hugsa sér pumpu, til dæmis þeg- ar losað er um stíflu í niðurfalli með drullusokk. Þegar hann er togaður upp myndast lofttæmi. Sumir vilja meina að þegar liðir eru hreyfðir geti myndast tómarúm þegar bein færast úr stað. Ef ekki er frítt flæði lofts í liðnum get- um myndast augnablikslofttæmi. Smellurinn heyrist þá þeg- ar samgangur kemst á og loftið þýtur inn i tómarúmið á ný. Þetta er ein kenning en ekkert er vitað með vissu um ástæðu smellanna." Bækur blinda Oft gera kerlingar af öllum kynjum athuga- semdir við það ef þeim finnst fólk lesa við of litla birtu og halda því blákalt fram að slíkt geti eyðilagt sjónina. Þetta finnst mörgum fremur djúpt í árinni tekið en standa sturnm - orð- lausir - gegn ofstopa og þrjósku besserviss- eranna. Þórður Sverris- son augnlæknir tekur af skarið: „Það er ekki rétt að lestur við ónógt ljós hafi skaðleg áhrif á sjónina. Hann veldur heldur ekki nærsýni. Nærsýni teng- ist lestri ekki neitt. Rann- sókn- einhver sem gengur vel skóla sé svo klár og mik- ill bókaormur að hann Lhafi bókstaflega lesið á sig gleraugu. Þessu er hins vegar líklega frekar öfugt farið.“ Án þess að vilja fullyrða um ástæðurnar fyrir þessari bá- bilju finnst Þórði sennilegt að hún tengist þeirri staðreynd að sjónin versnar með aldrinum. „Þörfin fyrir birtu eykst mikið með aldri og fer þess að gæta fremur snemma. Sjónin verður háðari birtu. Manni finnst einhvem veginn að aðallega segi eldra fólk þetta við yngra fólk og sé þá væntanlega að miða við eigin sjón, sem er miklu verri í myrkri en hjá yngra fólki.“ 6-pakki eða belgur af bjór Almenn samstaða virðist vera um að bjór sé sér- staklega fitandi drykkur. Talað er um bjór- bumbur, -belgi og -vambir og gjarnan vísað í Hómer Simpson eða Norm í Staupasteini til sönnunar. ‘Ef drekk ur þú bjór, verður bumban stór’ er gjarnan haft á orði. Hér er hins vegar ekki allt sem sýnist og ýmislegt málum blandið. Bjórinn sem slíkur er nefnilega ekki tiltakanlega fitandi, það er misskilningur. Hjá Manneldisráði íslands fengust þær upplýs- ingar að í 100 grömmum af bjór með 5 prósent alkóhólmagni væru 45 hitaeiningar, álíka mikið og í hreinum appelsínusafa og spergilkáli. í sama magni af léttvíni eru 79 hitaeiningar, í vodka 232 og í viskí 250 hitaeiningar. Glöggir - og kannski drykkfelldir - lesendur taka eftir að hitaeiningarnar vaxa með alkóhólmagni og er það engin tilviljun enda er vínand- inn mjög orkuríkur, hvert gramm inniheldur 7 hitaeining- ar á meðan prótín og kolvetni gefa 4 en fitan trónir efst með 9 hitaeiningar úr hverju grammi. Ástæða þess að bjórdrykkjumenn eru oft feitir liggur því ekki í drykknum sem slíkum. Hins vegar er á annað að líta, einkum tvennt: f fyrsta lagi það að ef menn drekka á annað borð bjór drekka þeir hann í nokkru - og oft umtalsverðu - magni. Margfeldisáhrifin segja tU sin og hitaeiningarnar verða því fleiri. Þetta má einnig bera saman við áðurnefnd- ar tölur um hitaeiningar í öðrum áfengum drykkjum og muna að fólk neytir þeirra yfirleitt í minna magni. Neyslu- stærðin af bjór, hálfur lítri, inniheldur því 225 hitaeiningar á meðan neyslustærðin af léttvíni, um 100 mUlUítrar, ekki nema 79. Á stærri skala litur dæmið þannig út að í kippu af bjór eru 1350 hitaeiningar en í flösku af léttvíni ekki nema 790. í öðru lagi og alþekkt er sú staðreynd að bjórdrykkju fylg- ir yfirleitt neysla ruslfæðis af ýmsu tagi, söltu eða MSG- löðrandi snakki, skyndibita, sælgætis og þess háttar. Áhrif þess á brjóst, rass, maga og læri eru væntanlega síst minni en mjaðarins sjálfs. Blettakrabbi Sólar- og ljósalampa- brjálaðir íslendingar standa . í þeirri meiningu að brúnn húð- litur - sem stundum er að vísu alls ekk- ert hrúnn heldur bleikur, rauður, appelsínugulur, rauðflekkóttur eða óskilgreind blanda af þessu - sé eftir- sóknarverðari en næpulúkkið. Á sama hátt eru þeir raunsæismenn og taka sér kannski einum færri túrbó- tíma i viku þegar hin reglulega „þjóðfélagsumræða“ um húðkrabbamein blossar upp. Altalað er að fæðingarblettir geta orðið að krabba- meinsæxlum og mikill forvarna- og hræðsluáróður rekinn. Og það er, i stuttu máli, alveg hárrétt ef eitthvað er að marka Guðmund Má Stefánsson lýtalækni: „Fæðingarblettir geta orðið að æxlum með tímanum, já. Ástæðan er yfirleitt erting af einhverju tagi, til dæmis of mikið sólarljós eða óhófleg ljósbekkjanotkun. Útfjólubláa ljósið í ljósabekkjum er jafnvel enn þá verra því bylgju- lengdin er öðruvísi en hjá sólarljósi. Einnig getur verið hætta meö bletti sem verða fyrir miklum núningi, eins og til dæmis á hálsi undan skyrtukraga. Óreglulegur litur og óreglulegar útlínur geta einnig bent til hættu á æxlisvexti. Reyndar eru sumir fæðingarblettir taldir geta verið erfðafræðilega hættulegir. er sjaldgæft en þekkist þó.“ Með þetta í huga er ekki úr vegi að taka ofan fyrir hug- rökkum stjörnum á borð við Cindy Crawford og Rohert De Niro sem bjóða hættunni heim og flagga stolt og hug- rökk fæðingarblettum sínum. Nema hvað í þeirra tilviki heita þeir auðvitað fegurðarblettir og eru að sögn mikið „karaktereinkenni", hvernig svo sem það er fengið út. Rauða hættan í M&M Sælgætistegundin M&M var bönnuð á íslandi þar til fyr- ir nokkrum árum. Ástæðan fyrir því var fyrst og fremst meint hættuleg efni í sælgætinu, nánar tiltekið áttu að vera krabbameinsvaldandi efni í einu litarefninu. Ekki har öll- um saman um hvaða litur væri hinn hættulegi - ýmist var sagt að það væri hinn blái eða rauði - en fundin var upp mælieiningin „baðkar" til að lýsa banvænum skammti af efninu. Hið rétta er að hinn grunaði litur var sá rauði og sagan um sjúkdómsvaldandi eiginleika hans var misskiln- ingur. Rannsóknir i Bandaríkjunum á áttunda áratugnum bentu til að „rautt #2“ litarefni væri hugsanlega krabbameins- valdandi. Efnið tilheyrir svokölluðum AZO-litarefnum og voru þau bönnuð í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu. Múgæsing og hræðsla greip um sig i bandarísku þjóðfélagi og fljótlega var allt rautt, litað og matarkyns litið tortryggn- um augum. í M&M var að vísu notað „rautt #5“, ólíkt litar- efni sem ekkert benti til að væri hættulegt og var óskylt „rautt #2“ en litlu, saklausu rauðu M&M-in voru stimpluð krabbameinsvaldar. Litahyggjan söm við sig í Bandaríkjun- um! Vegna móðursýkinnar og skaðlegra áhrifa hennar á sölu og ímynd tók framleiðandinn, Mars Inc., þá ákvörðun að sigta rauðu stykkin frá og hætta að framleiða þau. Þetta gerðist árið 1976. Rautt M&M fékk uppreisn æru nokkrum árum síðar þegar fólk áttaði sig á úlfaþytnum og framleiðsla og sala á þeim hófst aftur árið 1987 eftir að Mars Inc. höfðu borist um 100 þúsund áskoranir þess efnis. -fin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.