Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Side 33
32 He / Q o r b la ú 1DV LAUGARDAGUR IO. ÁGÚST 2002 Geiri er fæddur árið 1950 og er fimmta og yngsta barn foreldra sinna sem skildu stuttu eftir fæð- ingu lians. Þegar hann var tíu ára lést nióðir hans. „Ég fór í skóla á Laugarvatni og svo á sjó á sumrin þegar ég var þrettán ára. Þeir hlýddu mér yfir kverið á sjónum áður en ég fermdist, Guðinundur Frímannsson stýrimaður og raf- virkinn um borð.“ DV-myndir E.Ól. Ég fékk náttúruna Ásqeir Davíðsson er jafnan nefndur Geiri á Maxim’s. Hann hefur verið kallað- ur klámkónqur veqna nektardansstaðanna sinna. Geiri talar um sveindóms- missinn, vændið, kqnlífið, móðurmissinn oq hverniq börnin hans sjö líta á at- vinnu föður síns. Aðalbækistöðvar Geira eru viö Smiðjuveg í Kópavogi, rauðri götu, nánar tiltekið á panilklæddri skrifstofu á nektardansstaðnum Goldfínger sem hann hefur rekið um skeið. Fyrir utan stendur glæsilegur gulur blæjubíll sem Geiri keypti fyrir nokkrum árum. Á stæðinu er einnig að finna glæsilegan Lexus-jeppa. Geiri er þéttur á velli og greinilega glysgjam ef marka má guilhrmgana á fingrum hans og gullkeðjuna sem hann ber um hálsinn. Hann býður mér inn á skrifstofuna og spyr mig hvort ég vilji kaffi. Ég afþakka og hann fær sér sjálfur. „Ertu al- veg viss?“ spyr hann aftur en ég segist vel mettur af kafti þann daginn. Þú ert kominn hingað í Kópavoginn með meirihlutann af starfseminni: „Já,“ svarar Geiri, „eiginlega alla starfsemina." Hvemig leggst það í þig? „Ég skal segja þér það að Maxim’s hefur alltaf verið staður sem hefur gengið fljúgandi vel. Þetta leggst því ekkert sérlega vel í mig. En mér hefur alltaf verið hlýtt til Kópavogs, ég er alinn upp hér og hef búið hér meira og minna alla mína ævi. Kópavogur hefur ekki haft þá forræðishyggju sem ríkir i Reykjavík. Fyrir mörgum ámm var það þannig að Reykvikingar fóm upp á Geit- háls til að kaupa kók og Prins Póló því reykvískir kaup- menn máttu ekki selja það og urðu að smygla því út um bakdymar." Hvað ertu gamall? „Ég er fæddur 1950.“ Og alinn upp í Kópavogi? „Já, ég flutti hingað í Kópavog þegar ég var fimm ára. Ég er fimmta bam foreldra minna sem skildu skömmu eftir fæðingu mína. Ég fylgdi móður minni. Hún giftist síðan Helga Ólafssyni sem var lengi hjá Sambandinu og seinna Tímanum. Móðir min dó þegar ég var tíu ára og þá kom upplausn í þetta allt saman. Ég var að hluta hjá Helga en lika hjá systkinum móður minnar. Ég fór í skóla á Laugarvatni og svo á sjó á sumrin þegar ég var þrettán ára. Þeir hlýddu mér yfir kverið á sjónum áður en ég fermdist, Guðmundur Frímannsson stýrimaður og rafvirkinn um borð.“ Þú hefur verið einn á Laugarvatni, ekki með neinu af systkinum þínum: „Ég var einn. Systir mín var alin upp hjá dóttur móð- ursystur minnar, eldri bræður mínir fóru í sveit og hálf- bróðir minn bjó áfram hjá pabba sinum." Þú fórst á sjó þrettán ára! „Ég fór fyrst á Skjaldbreiðina í gamla daga - sigldi í kringum landið. Þá var ekki eins mikið flogið og nú og fólk ferðaöist með skipum milli hafha. Það var þrætt hvert ein- asta krummaskuð á landinu. Þaðan fór ég á Litlafellið hjá Sambandinu, síðan á Amarfellið og svo á varðskipin." Það hefúr verið mikið ævintýri að fara á sjóinn svona ungur: „Já, það var það. Maður var búinn að láta tattóvera sig og allan pakkann þegar maður var fermdur. Maður þótti sérstakur í þá daga.“ Þú hefur kannski misst sveindóminn um borð? „Það held ég, jájá, ég missti hann allavega snemma eins og gengur og gerist.“ Varstu lengi á varðskipum? „Ég byijaði 1965 en 1966 byijaði ég að vinna á Hótel Borg og lærði til kokks. Ég fór svo aftur á varðskip 1972 og var til 1982“ Bágur búðarrekstur Hvenær fórstu aö reyna fyrir þér í viðskiptum? „Það var árið 1982. Þá keypti ég Næturgrillið með Við- ari Guðlaugssyni júdókappa og var meö það í sex ár. Þá fór ég út í búðarrekstur sem gekk ekki vel, skal ég segja þér. Ég fór út í rekstur á sama tíma og aðrar búðir voru að fara á hausinn, þegar Vörumarkaðurinn og kaupfélög- in voru að hrynja." Hvar var sú verslun? „Hún var uppi í Breiöholti og hét Gæöakjör. Síðan var ég á Spáni í tvö ár og kom svo hingað heim og fékk mér vinnu. Keypti Skipperinn í kringum 1992, seldi hann svo og keypti Hafnarkrána sem ég breytti seinna í Maxim’s." Hvemig kom það til að þú fórst að gera út á nektar- dans? „Það kom þannig til aö ég var í vandræðum út af lát- um á Hafnarkránni. Mönnum fannst þetta ekki vera rétti staðurinn fyrir slíka krá. Ég fékk leyfi fyrir helmings- stækkun svo ég gæti verið með rekstur sem truflaði ekki gangandi umferð aö deginum. Strippið var alveg kjörið og ég fékk leyfi fyrir því. Ég skal segja þér eitt: Það vom tíu strippstaðir á land- inu þegar mest var en það má ekki gleyma því aö fyrst komu stelpumar til landsins sem listamenn og dvöldu í mánuð í senn. Þess vegna var mikið að gera á klúbbun- um fyrst i stað og allir staðir meira og minna pakkfullir. Síðan er búin til löggjöf til að þrengja að okkur. Þá vora strippstaðimir skilgreindir sem næturklúbbar og á þeim máttu ekki starfa listamenn. Dansaramir þurftu því að fá atvinnuleyfi. 1 fyrstu fengu allir klúbbamir atvinnu- leyfi og það hef ég enn þann dag í dag.“ Vændi verður alltaf til á íslandi Þegar þú breyttir Haftiarkránni í Maxim’s var það þá ekkert mál fyrir þig, til dæmis siðferðislega? „Ég veit ekki hvort það var meira siðgæði á Haftiar- kránni en á Maxim’s,” segir Geiri og hlær. „Ég held að það verði að horfa öðravísi á málið. Siðferðislega sé ég ekkert að því að strippa. Auðvitað era stelpumar eins misjafnar og þær eru margar. Megnið af þessum stelpum er ekki að selja líkama sinn. Það getur vel verið að inni í prívatherbergjun- um, sem allir era að brjálast yfir, hafi einhver fengið aö kyssa stelpu. Það er eins og með mann sem fer á dansleik - hann fær kannski að dansa við dömu en það er ekki víst að hann fái að fara heim með henni. Þvi hefur veriö haldið fram að það sé hvergi stripp nema hér og að kvennaráðstefnan í Eistlandi hafi bara snúist um ísland. Bæði Norðmenn og Finnar eru með stripp og Norð- menn hafa verið að taka upp kerfið sem var hér þannig að þar þurfa dansarar að fá atvinnuleyfi til að komast inn í landið. 1 þeirri umræðu sem hefur verið hér hefúr aldrei verið talað við stelpumar en ef þær væru spurðar hvar þær vildu vinna myndu þær neftia ísland og Noreg. Þau lönd sem þær vilja síst fara til era lönd eins og Danmörk þar sem allt er bannað. Margir klúbbar í Danmörku heita kampa- vínsklúbbar og þar drekka menn kampavín með dömunum áður en þeir fara með þeim upp á herbergi. Það sem mun gerast og er þegar byijað er aö í blöðum erlendis era birtar auglýsingar þar sem stelpum er boðið að koma til íslands og vinna við fylgdarþjónustu og meira að segja leika í klám- myndum, þetta sögðu stelpumar mér að þær hefðu séð. Komi þessar stúlkur til landsins eru þær án atvinnuleyfis og hvað ætlar lögreglan að gera í því? Hver getur tryggt að LAUGARDAGUR IO. ÁGÚST 2002 H&lcjarblac) DV 41 sig að fiflurn, það er enginn vafi á því. En það eru líka margir venjulegir menn sem koma hingað og vita alveg hvað þeir ætla að eyða miklu. Þeir sitja með erlendu stelpunum sem þekkja þá ekki neitt og þá geta þeir verið orðnir læknar. Þeim er sýnd virðing og það er hlúð að þeim og þetta eru kannski menn sem em ekki vanir slíku. Svo fara þeir heim með góðar minningar." Er kúnnahópurinn fjölbreyttur? „Hann er 70% íslendingar en eyðslan á staðnum er 80% út- lendinga - Bandaríkjamenn og Norðmenn og svo einhverjir Englendingar." Eru einhverjir stjómmálamenn fastir kúnnar? „Nei, ég get sagt þér það að nokkrir alþingismenn sem ég þekki áttu það til að koma á Hafnarkrána en þeir sögðu við mig: Geiri minn, við getum ekki komið inn á þennan stað. Þeim finnst það ekki passa.“ Sjö bama faðir Hlutverk þitt breyttist mikið þegar þú hættir aö vera bara veitingamaður og þurftir að fara að velja inn konur. Hvemig fórstu að því að velja fyrstu stelpumar sem dönsuðu á Max- im’s? „Konan mín var eistnesk og hún hringdi út og hafði samband við konu sem átti strippstað í Eistlandi. Það var erfitt að fá fyrstu stelpumar hingað en þetta hefur orðiö auðveldara. Þess- ar stelpur dansa viða í heiminum og þær tala saman og segja þá gjaman að hér sé gott kaup eða gott að vera.“ Hvemig kynntist þú konunni þinni? „Ég kynntist henni úti í Eistlandi árið 1998 en þá var hún að vinna á bar í miðborg Tallinn. Við fórum að kjafta og ég bauð henni út að borða. Þetta endaði svo með því að hún kom til ís- lands og líkaði ágætlega." Ertu fjölskyldumaður? „Ég er ffáskilinn, reyndar stutt síðan, mánuður. En það er búið ... En ég á fullt af bömum. Sjö böm.“ Sjö böm! Með hvað mörgum konum? (Geiri telur á fmgrum sér, ég glotti og hann skellir upp úr, hlær hrossahlátri). „Með fjórum konum," segir hann og hlær meira. Fjögur með einni? Þú hefur verið í hjónabandi nokkuð lengi: „Já, já, og ég hef verið í slatta af sambúðum." Á hvaða aldri eru bömin þín? „Það elsta er nítján ára þannig að þú sérð að ég fékk náttúr- una seint," segir hann og hlær. En yngsta bamið? „Það er tveggja ára. En fyrstu tvö bömin eignaðist ég með ell- efu mánaða millibili." Það hefúr komið einhver kippur í karlinn? „Ætli það ekki.“ Hvemig þeldiirðu Geira? Ertu í samskiptum við öll bömin þín? „Já, reyndar er ég einmitt á leiðinni til London að hitta eina dóttur mína. Já, ég er í sambandi við þau öll en mismiklu." Og þeim finnst í lagi að þú starfir í þessum bransa? „Já, ég held það. Þú veist hvemig krakkar eru, þeim finnst allt í lagi það sem pabbi gerir. Annars veit ég ekki hvort böm- in hafa verið frædd mikið um það.“ Eru ekki miklir peningar í þessu? Þú ert alla vega vel gyllt- ur? „Jújú, enda borgaði ég 100 milljónir króna í staðgreiðslu og virðisaukaskatt á síðasta ári. Þú sérð því að ef þetta fer í hend- umar á undirheimamönnum þá eru þeir búnir að ná sér í tals- vert fé því ekki borga þeir skatta. Menn hafa haldið því fram að ef ekki hefði verið vínbann í Bandaríkjunum þá hefði Mafían aldrei náð þeim undirtökum sem hún náði. Allt sem er ólöglegt býður upp á svarta peninga. Og því miður veita peningar mönn- um völd, sérstaklega svartir peningar." Þú hefur ekki misst neina vini þegar þú fórst í þennan bransa? „Nei, ég hef enga vini misst en maður verður að venja sig á það að heilsa ekki hveijum sem er því þá segja konumar þeirra: Hvemig þekkirðu Geira?" -sm „Siðferðislega sé ég ekkert að því að strippa. Auðvitað eru stelpurnar eins misjafnar og þær eru inargar. Megnið af þessum stelpum er ekki að selja líkama sinn. Það getur vel verið að inni í prívatherbergjunum, sem allir eru að brjálast yfir, hafi einhver fengið að kyssa stelpu. Það er eins og með mann sem fer á dansleik - hann fær kannski að dansa við dömu en það er ekki víst að hann fái að fara heim með lienni." „Það sem mun gerast og er þegar byrjað er að í blöðum erlendis eru birtar auglýsingar þar sem stelpum er boð- ið að koma til íslands og vinna við fylgdarþjónustu og meira að segja leika í klámmyndum - þetta sögðu stelp- urnar inér að þær liefðu séð. Konii jiessar stúlkur til landsins eru þær án atvinnuleyfis og hvað ætlar lögregl- an að gera í því? Hver getur tryggt að þessir gæjar borgi þeim laun? Hvað munu þeir fara fram á við þær?“ Engir pólitíkusar í strippinu Hver eru viðhorf þín til kynlífs? „Ég veit ekki hvemig ég á að svara því,“ svarar hann. „Svo lengi sem tveir aðilar eru sammála um það sem þeir eru að gera þá er það í lagi.“ Sóttir þú sjálfur nektardansstaði áður en þú fórst út í rekst- ur? „Jájá, ég hafði náttúrlega gert það, gamall sjómaðurinn.” Heldurðu að menn eigi góðar minningar frá svona stöðum? Átt þú góðar minningar frá strippstöðum? „Ég á mjög góðar minningar frá svona stöðum. Það eru auð- vitað margir sem fara yfir strikið, gera tóma vitleysu og gera „Menn voru bara að horfa á naktar konur - þeir vildu fqlqj- ast með þvíhvað væri að qer- ast á þessum stöðum. Mönn- um fannst spennandi að sjá fullt af átlendum konum, svörtum konum oq öllum fjandanum sem þeir höfðu ekki séð áður. Éq held að það hafi verið aðalspenninqurinn. tq veit ekki betur en íslenska kvenfólkið hafi verið hlaup- andi á eftir dátunum um allan bæ af þvístrenqurinn á dáta- buxunum skarst upp írassqat- ið á þeim.“ þessir gæjar borgi þeim laun? Hvað munu þeir fara fram á við þær? Ef þær eru með kjaft munu þeir hóta þeim lögreglunni þar sem þær hafi komið ólöglega til landsins og þá missa þær Schengen-stimpilinn sinn og þurfa að dúsa í heimalandi sínu í fimm ár. Það kerfi sem búið var að koma upp hér gat spomað við allri þessari vitleysu og ekkert var auðveldara en láta þær borga til ASÍ sem fengi að fylgjast með þeim. Svo eru menn að segja að þessar stúlkur séu neyddar til að dansa og séu seldar mansali. Ef stelpumar hjá mér vilja frekar vinna í fiski en dansa hjá mér þá mega þær það. Ég veit ekki hversu mikinn áhuga þær hefðu á því.“ Þannig að þú neyðir þær ekki til neins: „Ég skal segja þér það að þessar píur eiga sínar íbúðir erlend- is og eru allar með háan lifistandard. Þær strippa flestar hér og í Noregi og það sama gildir um íslensku stelpurnar og á írlandi og Englandi.” Þú segir að stúlkumar þínar séu ekki í vændi - er þá vændi á íslandi utan strippstaðanna? „Auðvitað er vændi á íslandi; það þarf ekki annað en að hringja í ákveðin símanúmer. Nuddstofur auglýsa heilnudd og hálfiiudd. Það er hægt að fara á „nudd“-síðu á Netinu og þar fær maður allan pakkann: hvort maður vill vera nakinn með stúlku í baði, nakinn með henni í sánu og svo framvegis. Á annarri síðu er hægt að finna sex stelpur sem selja sig í Reykjavík. Vændi hefúr alltaf verið til og verður alltaf til á íslandi." „Öfugt ásftuid” Það varð mikil sprenging þegar þessir staðir byrjuðu og mik- il aðsókn. Vora íslendingar kynsveltir fram að þessu? „Nei, þetta er ekki þannig. Menn vom bara að horfa á riakt- ar konur; þeir vildu fylgjast með því hvað væri aö gerast á þess- um stöðum. Mönnum fannst spennandi að sjá fullt af útlendum konum, svörtum konum og öllum Ijandanum sem þeir höfðu ekki séð áður. Ég held að það hafi verið aðalspenningurinn. Ég veit ekki betur en íslenska kvenfólkið hafi verið hlaupandi á eftir dátunum um allan bæ af þvi strengurinn á dátabuxunum skarst upp í rassgatið á þeim.“ Þannig að þetta er „öfúgt ástand": „Ástandið var þannig í gamla daga að Könunum var bannað að koma í bæinn í dátafótunum - urðu að vera í borgaralegum klæðnaði svo kerlingamar væra ekki að eltast við þá. Þá mátti ekki selja áfengi á börum á miðvikudögum og það voru einmitt einu dagamir sem dátamir máttu koma í bæinn. Sjálfsagt höf- um við karlamir ekkert verið skárri þá en þessir femínistar í dag sem vilja banna strippklúbbana.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.