Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Page 35
LAUGARDAGUR IO. ÁGÚST 2002 Helgctrblaö DV •4-3 Kurteisi s tj órnleysinginn Bjartmar Guðlaugsson gaf mjlega út plötuna Vor. Hún táknar ngtt upphaf ílífi tónlistarmannsins en hann hefur oft lent í lausamöl á lífsbrautinni. Hann ræddi um ngju plötuna og bar- áttuna við sjálfan sig íviðtali við DV. ► Bjartmar er miðbæjarrotta alin upp á Fáskrúðsfirði. Hann fluttist frá heimabæ sínum til Vestmannaeyja þeg- ar hann var sjö ára og tvitugur var hann kominn til höf- uðborgarinnar. Hann sló í gegn á fyrri hluta níunda ára- tugarins fyrir lipurlega orta texta, en alveg einstaklega kaldhæðna. Oft er sagt að hann sé raunsæisrokkari. „Það hrjárir mig mest, þetta húmorsleysi og ofurraun- sæi,“ segir Bjartmar þegar ég spyr hann hvort hann sé sammála þessari skilgreiningu. „Þegar ég var að semja texta á árunum 1984 til 1990 var mikið um að listamenn væru að semja textajum heimsins vandamál, hvort sem þaö var kjarnorkuvá, kalda stríðið eöa eitthvað annað. Ég var miklú frekar að fjalla um hinar daglegu kjam- orkusprengjur sem eru beint fyrir framan okkur. Fyrir vikið hef ég karinski stundum yerið álitjnn nöidrari. En ég var og er bara að vinna yið það senuGuö gaf mér í vöggugjöf. Ég'getekkért aö þessu gert.“ ? ' ' Vinsældasól Bjartmars stóð ef til vijl' hæst i lok ní- unda áratugsins þegar bann gaf út trílogíuna I fylgd mgð fullorðnum, Með vottorð í leikfimi og Þaö er puð að vera strákur. Plöturnar seldust vel, sérstáklega sú fyrsta. „Við vörum svo mikið notaðir, við vorum fjölmiðla- skáld,“ segir Bjartmar um sjálfan sig, Bubba, Hörð Torfa, ..Megas og fteiri trúbadora sem voru yinsælir á þessum tíma. „Ef-það var verið að fjalla um einhver vandamél í samfélaginu voru okkar lög notuð, við vor- um miklu néer þéssum málum heldur en aðrir þopparar og erum það enn þá. í dag ríkir ekkert samræmi.jnilli lagavals og þess sem verið er að fjalla um í þáttum." Þetía er kannski eölilegra ástand sem rikir.í dag, þ.e. aö vinsœldirnar Séu minni? »- „Miklu eðlilegra. Þegar Bruce Springsteen spilaði með Jójó á strikinu í Xaupmannahöfn neitaði hann að gefa eiginhandaráritun sem er auðvitað í anda götusþilar- ans.“ Hvaö fannst þér um þessar miklu vinsœldir sem þú naust,fyrir kannski fimmtán árum? „Þær trufluðu mig ekki neitt. Ég hafði mjög gaman af þessu enda voru þær mikil viðurkenning en ég var aldrei ástfanginn af frægðinni og gat ekki hugsað mér að lifa í henni, þess þá síður að deyja i henni. Og ég gat auð- veldlega farið eins og ég síðan gerði.“ Flúði sjálfan sig Bjartmar fór til Danmerkur árið 1992 í nám. Þar lifði hann, eins og hann kemst sjálfur að orði, „lífi lista- mannsins" sem felst fyrst og fremst í því að vinna mik- ið en Bjartmar hélt margar sýnkigar ytra. „Ég vildi fara eitthvert annað með þetta,“ segir Bjartmar um ástæður þess að hann fór út. „Það hefði aldrei komið heil mynd frá mér hefði ég reynt að gera þetta hér. Ég vildi ekki hafa neitt orðspor sem poppari. Kannski var ég að ein- hverju leyti að flýja sjálfan mig.“ Hvaöa áhrif helduröu að námið hafi haft á þig? „Þetta var í fyrsta skipti sem ég var stilltur í skóla (hlær). Ég var svo villtur, bæði í tón- og myndlistinni, og í náminu læröi ég að gera hlutina eftir reglum og eftir einhverri formúlu. Það má kannski segja að stjórnleys- inginn í mér sé orðinn svolitið kurteis." Mér finnst eins og málverkin þín séu ekki eins húmor- ísk og tónlistin? „Já, það er alveg rétt. Mér tókst einhvern veginn að aðskilja þessa síamstvíbura. Þegar ég er að mála þá fest- ist ég í ástandi sem ég kalla sæluþunglyndi. Ég er einn inni í málverkinu, þetta er mjög sjálfhverft ástand. En þegar ég er að spila þá miðla ég til annarra og lögin verða kannski meira til í sambandi viö aðra.“ Ertu ekki að segja sömu hlutina í myndlistinni og þú gerir í textum, er enginn undirliggjandi boðskapur sem listamaóurinn Bjartmar er aó reyna að koma á framfœri? „Nei, ekki til í dæminu. Kannski er ég að varpa fram vissu áliti á veröldinni en ég er ekki bara að mála fólk eða semja texta um það því ég sem lika um sjálfan mig og mínar upplifanir. Ég hef oft lent í lausamöl á lífs- brautinni og unnið úr mínum málum m.a. með því að skapa. Það sem kannski hefur breyst í minni list er að ég er orðinn ánægðari með sjálfan mig sem persónu. Hitt er svo annað mál að ef fólki finnst vera boðskapur í lög- unum mínum þá má það alveg halda það. Ég hef engan einkarétt á að túlka textana mina eða málverkin mín.“ Þú segist hafa veriö óánœgður með sjálfan þig. Hvað varstu óánœgður meö? „Mér fannst ég kannski ekki vera nógu sjálfstæður." Þaó eru kannski örlög hins kaldhæðna manns aö vera óánœgður með sjálfan sig? „Jú, jú. Þess vegna er hann kaldhæðinn og ekkert nema gott um það að segja. Menn þurfa ekkert alltaf að vera í skýjunum yfir sjálfum sér. Að gagnrýna sjálfan sig er grunnurinn að þvi að ná árangri. En það þýðir ekki að maður þurfi endilega alltaf að vera að tæta sjálfan sig niður. í mörg ár var ég ekki ánægður með neitt sem ég gerði. Þetta gæti tengst þeirri staðreynd að ég kem utan Bjartmar Guölaugsson: „í inörg ár var ég ekki ánægður með neitt sem ég gerði. Þetta gæti tengst þeirri stað- reynd að ég kem utan af landi og Iandsbyggðarinenn eru alltaf feimnir í stórborginni og ég tala nú ekki um ef þeir eru að eiga við listræna hluti.“ ’ ■ ' ■ vi i&Æ'r'- w - *r . ■ . -mf ■' v ■ af landi og landsbyggðarmenn eru alltaf feimnir í stór- borginni og ég tala nú ekki um ef þeir eru að eiga við listræna hluti. Ég fann þetta líka úti í Danmörku. Stór- borgin virðist alltaf hafa álit númer eitt.“ Og er minnimáttarkenndin farin? „Já, en ég er ekkert sá eini sem hef haft efasemdir um sjálfan mig. Ef menn hafa ekki efasemdir um sjálfan sig þá er eitthvað að þeim. Maður á alltaf misjafna daga og við megum ekki lifa í þeirri upphafningu að við gerum ekki mistök. Minnimáttarkenndin fór hjá mér meö auk- inni lífreynslu. Við erum öll breysk, það er enginn dýr- lingur til.“ Bíð eftir veðurskeytinu Nýja platan heitir Vor. Hún táknar nýtt upphaf í lifi listamannsins. Platan líkist að mörgu leyti fyrstu plötum Bjartmars og hann er sáttur við hana. „Hún er svolítið lík mér, svolítið rokkuð og ég hef líka mjög gaman af því að vinna með þessu unga liði,“ segir Bjartmar en upp- tökustjórn plötunnar annaðist Július Guðmundsson sem líklega er þekktastur fyrir störf sín í Deep Jimi and the Zep Creams. „Hún er kannski einlægari að mörgu leyti en fyrri plötur mínar,“ heldur Bjartmar áfram. „Ég er farinn að viðurkenna hluti sem ég gerði ekki áður. Hlutir eins og ást og dauði, ég vildi ekki vita af þessu áður fyrr en þetta er það sem lífið snýst um. Við fæðumst öll með dauða- dóm á bakinu og spurningin er bara hvað við gerum á þessum tíma. Ég reyni aö segja hlutina öðruvisi en ég gerði áður. Áður fyrr notaði ég húmorinn mikið en hann getur líka verið flótti." Eitt af því sem Bjartmar syngur um á nýju plötunni er söknuðurinn eftir heimabyggðinni. „Einsemdin í mið- borg Reykjavíkur getur verið mjög rómantísk og heim- þrá landsbyggðarskálda sést alltaf í verkum þeirra. Við erum alltaf að bíða eftir veðurskeytinu frá Skagatá. Landsbyggðarmaðurinn er alltaf að bíða eftir fregnum að heiman, einhverju sönnu í víðasta skilningi þess orðs." -JKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.