Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Side 2
2 LAUGAKDAGUR 24. ÁGÚST 2002 DV Fréttir íslandsbanki keypti sleginn bústað á Suðurlandi á uppboði: Sýslumaður bauð upp rangan bústað - á meðan biðu menn eftir uppboði á rétta sumarbústaðnum Flugleiðabréf hækka: Markaðsvirðið hækka um tvo milljarða Markaðsvirði hlutabréfa í Flug- leiðum hækkaði í gær um nærfellt tvo milljarða og var við lok mark- aða komið í um átta milljarða króna. Meta má virði félagsins nú á um hálfan níunda milljarð króna. Gengi bréfa félags- ins er nú 3,7 en alls hækkaði gengið í gær um 30% í við- skiptum sem námu alls 750 milijónum króna. Á miðviku- dag og fimmtudag hatði gengið hækk- að um 14%. Þetta gerist í kjölfar þess að Flugleiðir birtu á mið- vikudag tölur sem sýna algjöran um- snúning í rekstri félagsins, eða sem nemur 2,7 milljörðum króna, miðað við fyrri helming ársins í fyrra. Nú er út- koman hins vegar 50 milljónir króna í plús og blaðafulltrúi félagsins, Guðjón Amgrímsson, segir útlit fyrir góðan hagnaö þegar árið verður gert upp í heild sinni. Almar Guðmundsson hjá greiningardeild íslandsbanka segir að óvarlegt sé að reikna með miklu meiri hækkun á Flugleiðabréfum en nú séu orðnar. Hins vegar hafi verið full inn- stæða fyrir hinum miklu hækkunum síðustu daga, enda endurspegli þær góð- an rekstrarbata. Reikna megi með að þeir fjárfestar sem eigi stóra hluti í félag- inu muni líta á þessar hækkanir síðustu daga sem ágætt tækifæri til að losa um eign sína og innleysa hagnað. -sbs Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, bauð i gærmorg- un upp sumarbústað í landi Þóru- staða undir Mosfelli í Grímsnesi, sem væri ekki í frásögur færandi ef ekki hefði verið um rangan bú- stað að ræða. Kaupandi var ís- landsbanki. í gær reyndi Sýslu- mannsembættið á Selfossi í ofboði að leiðrétta gjörninginn. Jón Hlíð- ar Unnarsson sagðist hafa mætt í landi Þórustaða i gærmorgun þar sem meiningin var að fram færi uppboð á sumarbústað sem faðir hans hafi átt fyrir fjórum árum. Ástæöa uppboðsins voru vanskil seinni eiganda. Sagður á leiðinni „Ég mætti þarna tH að bjóða í bústaðinn fyrir hönd foður míns og var eigandinn líka á staðnum. Við mættum þama klukkan hálf- ellefu en uppboðið átti að vera klukkan ellefu. Við skildum ekk- ert í því að sýslumaður var ekki kominn kortér yfir ellefu og hringdum því niður á Selfoss til að kanna málið. Var þá sagt að hann væri á leiðinni. Þegar klukk- una vantaði kortér í tólf og sýslu- maður var enn ekki kominn hringdum við aftur. Er þá sagt að sýslumaður sé bara rétt ókominn. Um tólfleytið fáum við uppgef- ið símanúmerið hjá sýslumann- inum. Við náð- um ekki sam- bandi við hann fyrr en um 20 mínútur yfir tólf. Þá segir hann: „Já, það er búið að selja bústaðinn, hann var seldur þarna klukkan eHefu.“ Ekki vildum við kannast við það en hann svarar: - „Jú, jú, hann var seldur og ís- landsbanki keypti hann. Við lét- um opna og fórum þama inn og seldum bústaðinn," sagði sýslu- maður. - Ég fór þá að spyrja hann nánar út í þetta. Kom þá í ljós að hann hafði selt snarvitlausan bú- stað. Hann var í aUt öðru landi í hlíðum MosfeUs og það fór allt í panik. Sýslumaður fór að reyna að ná í lögmann íslandsbanka en tókst það ekki.“ - Hver átti bústaðinn sem seld- ur var? „Ég bara veit það ekki og ég held að sýslumaður hafi ekki vit- að það heldur," sagði Jón Hlíðar Unnarsson. Finnst þetta afar leiðinlegt „Mér fmnst þetta mál afar leið- inlegt og ég hef ekki lent í svona löguðu áður,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaöur í samtali við DV. Hann sagðist hafa farið á vettvang eftir ábendingu gerðar- beiðanda en því miður hefðu upp- lýsingar um staðsetningu eignar- innar ekki reynst réttar. Þetta væra einfaldlega mannleg mistök út í gegn. Hann segir að lögmætur eigandi bústaðarins, sem boðinn var upp í misgáningi, engan skaða bera af þessu máli. Uppboðið sem slíkt væri algjörlega marklaust. Segir sýslumaðurinn jafnframt réttan bústað verða auglýstan á nauð- ungarsölu á næstunni og væntan- lega verði hann boðinn upp 12. september næstkomandi. Merkingum ábótavant í gær voru í Árnessýslu, lög- sagnarumdæmi sýslumannsins á Selfossi, boðnar upp sex eignir og sjö í fyrradag. Um réttar eignir mun hafa verið að ræða nema i þessu eina tilviki en sýslumaður getur þess að merkingum á þeim ríUega 5200 sumarbústöðum sem séu í sýslunni, sé ósjaldan ábóta- vant. „Góðar merkingar geta greini- lega haft margvíslega þýðingu, svo sem þegar aðstoð björgunar- liðs og lögreglu er leitað,“ segir sýslumaður. -HKr. / -sbs Almar Guðmundsson. Olafur Helgi Kjartansson. KILJUR SEIVI SLECIÐ HAFA ÖLL MET eltir A METSOLULISTA EYMUNDSSOIU VIKUM SAMAIU Anna Valdimarsdóttir LEGGÐU RÆKT VIÐ SJÁLFAN þlG DÍVE PELZEK Bjinn var lnlliðn Dave Pelzer HANN VAR KALLAÐUR „ÞETTA" Þórunn Stefánsdóttir KONAN í KÖFLÓTTA STÓLNUM Jpb JPV ÚTQAFA Br*íraborg<rst(gur 7 • Slmi 575 5600 www.jpv.is Fornarlamb Skeljagrandafeðganna: Sá sem var í lífs- hættu handtekinn á spítalanum - var staðinn að verki við að stela úr lyfjaskápum 22 ára karlmaður, sem feðgar réð- ust á að morgni föstudagsins 2. ágúst í Grandahverfí og veittu lífshættulega áverka, var handtekinn á Landspítal- anum í Fossvogi íyrir nokkrum dög- um. Hann hafði reynst uppvís að því að vera að stela eða reyna að stela úr lyfjaskápum sjúkrahússins. Lögreglan hafði eftir árásina í Grandahverfí tvisvar reynt að yfir- heyra unga manninn vegna árásar- innar, enda er hann talinn aðalvitnið í málinu. Tveir bræður og faðir þeirra hafa aUan mánuðinn setið í gæslu- varðhaldi. Yfirheyrslumar yfir þolandanum reyndust árangurslausar á sjúkrahús- inu þar sem maðurinn hefur borið við minnisleysi, ekki síst í Ijósi hinna al- varlegu áverka sem honum voru veitt- ir. Hann höfuðkúpubrotnaði og blæddi inn á heUa, auk þess sem fjöldi stungusára var á líkama hans. Lækn- ar telja að aðgerð hafi bjargað lífi hans. Fimm dögum eftir árásina reyndi lögreglan að yfirheyra mann- inn og aftur á miðvikudag í síðustu viku. Um helgina varð starfsfólk sjúkra- Landspítalinn í Fossvogi. hússins vart við að ungi maðurinn, sem er forfaUinn fikiU, var ekki verr á sig kominn en svo að hann var að reyna að stela lyfjum úr skápum sjúkrahússins. Lögreglan var látin vita, maðurinn handtekinn og hann vistaður í fangaklefa eina nótt. Við svo búið var honum sleppt, enda tald- ist hann útskrifaður af sjúkrahúsinu sunnudaginn 18. ágúst, samkvæmt upplýsingum DV. Lögreglan mun væntanlega reyna að hafa samband við unga manninn aftur tU að freista þess að yfirheyra hann i því skyni að varpa skýrara ljósi á árásina í Grandahverfi í upp- hafi verslunarmannahelgarinnar.-Ótt Blnöiö í dag VUdi verða fomleifa- fræðingur Valgeröur Guönadóttir r Lék * reglulega gegn Platini 2811 Teltur Þóröarson Demantar og blóðbönd endast að eilífu Tilbúnar í saumavélina Kinabuxur Konan sem gerði nasista faUega Karen Franklin Leni Riefenstahl mmmaœ" Framleiðsluslaki Samtök iðnaðar- ins telja að stórlega væri misráðið að hætta nú vaxta- hækkunum tU að sporna gegn þenslu- áhrifum álvers- og virkjanafram- kvæmda. Segja samtökin að þar sem fram- leiðsluslaki sé í hagkerfinu gefi það svigrúm fyrir framkvæmdir án þess að ógna stöðugleika. Jónína samþykkt Kirkjumálaráðuneytið féUst í gær á að Jónína Kristín Berg yrði aUs- herjargoði Ásatrúarfélagsins þar tU nýr goði verður kosinn. Lögsögu- maður félagsins sagði við RÚV í gær að aUsherjargoði yrði kjörinn við fyrsta tækifæri en Jörmundi Inga var vikið úr embætti um sl. helgi. Kannast ekki viö frest Útgerðarmaður Guðrúnar Gisla- dóttur KE-15, sem fórst við Lófót í Norður-Noregi, segist á Mbl.is ekki hafa fengið frest tU 15. október tU þess að fjarlægja Uaks skipsins eins fram hefur komið í fjölmiölum í Noregi. Það hefur ekkert verið haft samband við okkur, segir útgerðar- maðurinn, Nýr jeppavegur Jeppamönnum, sem fara norður á Strandir, gefst nú kostur á að aka nýja leið um hálendið frá Bjamar- fjarðarhálsi í Kaldrananeshreppi og aUt norður i Ingólfsfiörð. Hluti leið- arinnar er línuvegur en það sem á vantaði nyrðra er svokaUaður Smalavegur sem er uml5 kUómetr- ar að lengd. RÚV greindi frá. Gæta herskipa Þrjú bandarísk herskip era vænt- anleg tU Reykjavíkur í dag og munu þau liggja við akkeri á ytri höfninni fram á mánudag. Landhelgisgæslan mun sjá um öryggisgæslu skipanna og verður tU að mynda óheimUt að sigla nær skipunum en sem nemur 100 metrum. Þá ber einnig að tU- kynna um ferðir. Örlygur í baráttuna Örlygur HnefUl Jónsson, héraðs- dómslögmaður á Húsavik og fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra, stefnir að því að fara fyrir lista Uokksins í nýju Norðausúu-- kjördæmi við komandi alþingis- kosningar. Útvarp Norðurland greindi frá. Selfossbíó sýnir Nýstofnað hlutafélag, Selfossbíó ehf., er að ganga frá samningum við Sambíóin um kaup á sýningarvél- um Austurbæjarbíós og Ueiri lausa- fiármunum sem þarf tU bíórekstrar. Skv. Sunnlenska fréttablaðinu er stefnt að frumsýningu í Selfossbíói í nóvember. -sbs Vegna pistilsins Garra í DV sl. miðvikudag er rétt að taka fram að hvorki báturinn Sigmundur frá Stöðvarfirði né neinn í áhöfn hans tengjast málinu eins og mynd með pisfiinum gat gefið tUefiii tU aö ætia. Er beðist velvirðingar á þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.