Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Side 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 DV George W. Bush Bush Bandaríkjaforseti náöi gríöar- legum vinsældum eftir 11. septem- ber sem eru aö dala í lognmollunni. Stuðningur við Bush minnkar Ný skoðanakönnun sýnir að stuðningur bandarísku þjóðarinnar við George W. Bush forseta minnk- aði um 11 prósent frá júní fram í ágúst. Fyrir tveimur mánuðum var forsetinn með stuðning 76 prósent þjóðarinnar en nú er hann 65 pró- sent, sem samt sem áður þykir nokkuð vel af sér vikið. Könnunin leiðir einnig í ljós að bandaríska þjóðin er klofin í af- stöðu sinni gagnvart fyrirhugaðri árás á írak. 45 prósent studdu árás- ina en 45 prósent voru á móti. Að- eins einn af hverjum fimm taldi Bandaríkjamenn eiga að ráðast á írak án stuðnings bandamanna þeirra. Hvatt til að snið- ganga Mugabe Robert Mugabe, forseti Simb- abve, rak í gær allt ráðheralið sitt án þess að gefa nokkra ástæðu fyrir því. Búist var við því að hann kynnti nýja stjóm á mánudag. Stjómarandstæðingar í Bretlandi hafa skorað á Tony Blair forsætis- ráðherra að sniðganga ræðu Muga- bes á umhverfisráðstefnunni í Jó- hannesarborg sem hefst á mánudag. Margaret Beckett umhverfisráð- herra hafnar þessum áskomnum og segir fundinn verða að snúast um baráttuna gegn fátækt og mengun í heiminum. Hins vegar taldi hún af- ar ólíklegt aö Blair myndi taka í höndina á Mugabe, sem kallað hef- ur breska forsætisráðherrann illum nöfnum vegna andstöðu hans við landtökustefnu svartra i Simbabve. Iain Duncan Smith, leiðtogi íhaldsmanna, segir ráðstefnuna vera farsa ef ekkert verði gert til að mótmæla Mugabe, sem hann segir leiða hungursneyð og kynþáttamis- rétti yfir þjóðina með landtökunum. Hetjuskapur í fyr- irrúmi við flóðin Kinverjar vinna nú að því allan sólarhringinn að styrkja flóðavam- ir við Dongting-vatn i Hunan-hér- aði, en talið er að vatnsmagnið muni ná hámarki á sunnudags- morgun. Myndir frá flóðabaráttunni eru sýndar í kínverska ríkissjónvarp- inu og er flóðabaráttan sýnd í ljóma foðurlandsástar í ríkisfjölmiðlun- um. Flóðavaktin íhugar nú að sleppa vatni á láglendi þaðan sem 10 þús- und manns hafa verið flutt, í þeim tilgangi að bjarga fjölmennari svæð- um. Skólastúlkurnar tvær í Soham: Voru þeim Ekki hefur tekist að skera úr um hvemig bresku 10 ára stúlkumar Jessica Chapman og Holly Wells voru myrtar vegna þess að líkin höfðu orðið fyrir verulegri rotnun þegar þau fundust. Stúlkurnar týnd- ust þann 4. ágúst og fundust lík þeirra í skurði í skóglendi um 16 kílómetra frá heimabæ þeirra, So- ham í Camebridgeskíri. Niðurstöður réttarrannsóknar gáfu til kynna að líkin höfðu „rotn- að verulega og að hluta til í ástandi beinagrindar". Ljóst þykir að stúlk- umar vora ekki myrtar þar sem lík- in fundust, en ekki er vitað hvar eða hvemig glæpurinn fór fram. Mikil reiði ríkir hjá Bretum vegna morðanna og hafa margir oröiö til þess aö kalla á endurupp- vakningu henginga vegna málsins en dauðarefsingin var afnumin í Bretlandi fyrir rúmum fjórum ára- myrtar og komið fyrir Á vettvangi Maöur hylur andlit sitt eftir aö hafa lagt blóm viö staðinn þar sem lík Jessicu og Holly fundust. tugum. Skólahúsvörðurinn Ian Huntley hefur verið rekinn úr starfi, en hann hefur verið lagður inn á rammvígt geðsjúkrahús, ákærður fyrir morðið á stelpuhnátunum. Hugsanlegt er að Maxine Cam, kærasta Huntleys, sem ákærð er fyrir tilraun til að hindra framgang réttvísinnar, verði fyrir frekari ákærum vegna málsins. Einnar mínútu þögn var viðhöfð fyrir leik knattspyrnuliðanna Manchester United og Chelsea í gær, en stúlkumar höfðu mikið dá- læti á fyrmefnda liðinu og voru báðar íklæddar treyju með nafni Davids Beckhams þegar þær hurfu. Fram undan er að lik stúlknanna verði rannsökuð enn frekar og jarð- arför þeirra haldin næstkomandi þriðjudag. Baskar mótmæla Þúsundir Baska streymdu út á götur í gær þegar saksóknari spænska ríkisins gafgrænt ijós á bann hins þjóöernis- sinnaöa Baskaflokks Batasuna, sem sakaöur er um tengsl viö hryöjuverkasamtökin ETA. Á mótmælaspjöldum Baskanna stóö „Stööviö fasismann. Frelsi fyrír Baskaland". Búist við ofbeldi í Baskalandi: Stjórnmálaflokkur bannaður Öflug mótmæli voru í borgum og bæjum Baskalands í gær eftir að spænskur saksóknari gaf grænt ljós á bann baskneska stjómmálaflokks- ins Batasuna. Bannið byggir á nýjum spænsk- um lögum um stjórnmálaflokka sem kveða á um að banna megi flokka sem styðja hryðjuverk. Saksóknari spænskra stjómvalda segir Batas- una styðja skæruliðasamtökin ETA fjárhagslega, en bæöi flokkurinn og samtökin eiga sjálfstætt Baskaland sem æðsta markmið. Hæstaréttardómarinn Baltasar Garzón segist munu úrskurða um bann flokksins á mánudag í allt að fimm ár. Hann öðlaðist heimsfrægð þegar hann upplýsti um mannrétt- indabrot í Chile í tíð Pinochets, auk þess sem hann barðist gegn inn- komu ítalska auðkýfingsins og stjómmálamannsins Silvios Berlu- sconis i spænskan sjónvarpsrekst- ur. Þetta er aðeins eitt þeirra laga- ferla sem spænsk yfirvöld setja í gang til aö banna Batasuna. Á mánudag mun Jose Maria Aznar forsætisráðherra að sögn biðja spænska þingið um að byrja réttar- ferli sem bannar Batasuna á grund- velli umdeildra nýrra laga sem gera kleift að banna hvem þann stjóm- málaflokk sem ekki fordæmir hryöjuverk. Leiðtogi Batasuna hefur varað stjóm Baskalands við „ófýsilegum afleiðingum" þess að banna flokk- inn. Búist er viö því að basknesk lögregla mæti á skrifstofur flokks- ins í byrjun næstu viku og loki á starfsemina. Óttast er að upp úr sjóði i Baska- landi í kjölfar þess að Batasuna verði bannaöur. Baskneskir lög- reglumenn hafa verið beðnir að hafa augun hjá sér og beita harka- legum aðferðum tfl að vemda sjálfa sig, en ETA hefur oft beint spjótum sínum að þeim. Gro Harlem hættir í WHO Gro Harlem Brundtland, fyrsti kvenkyns forsætis- ráðherra Norð- manna og núver- andi framkvæmda- stjóri Alþjóðahefl- brigðisstofnunar- innar (WHO), hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á ný þegar kjörtímabfli hennar lýkur í júlí á næsta ári. Heilahimnubólga í Rúanda Faraldur heflahimnubólgu geng- ur nú yfir Afríkuríkið Rúanda. Að minnsta kosti 65 manns hafa látist af völdum sjúkdómsins, en talið er að margir hafi látist án þess að það hafi verið greint sérstaklega. Syndir með tveim limum 52 ára gamall Króati hyggst synda yfir Ermarsund í lok mánaðarins, en hann er hvorki með vinstri hönd né hægri fót. Hann varð fyrir skrið- drekakúlu i borgarastríðinu 1991. Friðarákall hunsað Tveir vopnaðir Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelsher í gær þegar þeir komust yfir landa- mærin til ísraels og stefndu að land- nemabyggð. Samkvæmt samningum eiga Palestínumenn að sjá tfl þess að stöðva hryðjuverkaárásir á ísra- ela og hefur palestínska forystan gert ákall tfl baráttuhópa um að árásir verði stöðvaðar. Sonur Blair í háskóla Euan Blair, elsti sonur breska for- sætisráðherrans Tonys Blair, hefur fengið inni í Bristolháskóla þar sem hann mun leggja stund á nám í fomaldarsögu. Eu- an hefur undanfarið fengið einka- tima í þeim tilgangi að ná inn í Ox- ford-háskólann. Andstæðingar for- sætisráðherrans saka hann um hræsni, þar sem hann treysti ekki menntakerfinu sem hann skapaði. Tonn af kannabis í rútu Eitt tonn af kannabisefnum fannst í rútu á leið frá marokkósku borg- inni Casablanca til Belgíu í gær. Tveir marokkóskir bílstjórar rútunn- ar vora handteknir, en þeir komust aldrei lengra en til hafnarborgarinn- ar Tangiers í heimalandinu. Kúba býður fram hjálp Kúbverjar hafa boðið Bandaríkja- mönnum hjálp sína í baráttunni gegn Vestur-Nílarveirunni sem kom til Bandaríkjanna fyrir þremur ár- um og dreifist nú hratt með moskítóflugum. Kúbverjar hafa staðið að miklum framfómm í bar- áttunni gegn hitabeltisveirum. ORMSSON DEH-P7400 fyrir MP3 Kr.74.900.- Mosfet 4x50W • 3 RCA útgangur • tónjafn; 24 stöðva minni* MP3/OEL skjár • FM/MW,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.