Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Qupperneq 20
20 He/ga rb la cf DV I-AUGARDAGIJU 24. ÁGÚST 2002 Ásgeir Óskarsson hefursetið bak við trommusettið í Stuðmönnum si/o lengi sem mið- aldra menn muna. Hann er fluttur í sveitina með konu sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur, en Guðrún tók i/ið bústjórn á kjúklingabúi Móa á Þórustöðum II í Ölfusi. Þar sitja Asgeirog Guðrún nú með tveimur dætrum sínum, átta hestum, tfk- inni Táthildi Thoroddsen, 9.500 hænum og 500 hönum. Kjúklingabústjórinn Guðrún Guðmundsdóttir ásamt sínu fólki. Margréti, Ásgeiri og Karítas. „Ef fólk hlýðir bú- stjóranum þá er allt í lagi.“ segir Guðrún. Erfiðast að þekkja hænuraar í sundur Ásgeir og Guðrún hafa síðasta áratuginn búið í Hafnarfirði þar sem þau hafa stundað sína vinnu; Guðrún unnið í banka, Ásgeir í tónlist og hljóðfæra- verslun og svo hafa þau riðið út þegar tækifæri hef- ur gefist. Þau hafa alla sína ævi búið í bænum, fyrst í Reykjavík og síðan í Hafnarfirði. í sumar ákváðu þau hins vegar að skipta um umhverfi og fara í sveit- ina. „Það var ekki langur aðdragandi að þessum flutn- ingi,“ segir Guðrún. „Ég var í girðingavinnu með Móabóndanum sem hýr uppi á Kjalarnesi og vinkonu minni sem er gæðastjóri hjá Móum. Það bar á góma að bústjóra vantaði á Þórustöðum og vinkona min sagði við mig að þetta væri eitthvað fyrir okkur. Ég sagði nei þá en klukkan fjögur um nóttina vaknaði ég og þeirri hugsun laust niður í mig að þetta væri góð hugmynd. Ég beið til sjö með að vekja Ásgeir og sagði honum frá þessu. Eftir því sem við hugsuðum meira um þetta leist okkur betur á það. Það hefur verið draumur minn frá því ég var barn að flytja í sveit.“ Eruð þið ekki bæði úr bænum? „Jú,“ segir Ásgeir, „en ég var í sveit þegar ég var krakki.“ Og svo mikið á sueitaböllum, náttúrlega? „Já, og svo sveitaböllin,“ svarar hann. „En það er svo stutt í bæinn að þetta breytir engu í sambandi við mitt spilirí. Það er ekkert mál að skjótast." En hvernig varð þér við þegar Guðrún vakti þig klukkan sjö og sagði þér hugmyndina? „Ég er alltaf með hugmyndir!" segir Guðrún og Ás- geir tekur undir: „Við spáðum í þetta i örfáa daga, leist alltaf betur og betur á þetta og ákváðum að slá til.“ Stórt stökk „Ég er bústjórinn," tekur Guðrún fram og hlær, „Ásgeir er í vinnu hjá mér. Okkur líkar vel hérna. Þetta kemur eiginlega á óvart. Ég bjóst við að það yrði mikil lykt, skepnuhald er oft þannig, en þetta er mjög þrifalegt. Það er lögð mikil áhersla á þrifnað og ég held að ég hafi á síðustu tveimur mánuðum þrifið meira en ég gerði síðustu tíu árin. Við erum með 10.000 hænur. Þetta eru hamingju- samar hænur því við erum með 500 hana. Þetta er svokallað stofnbú, við erum með hænur sem verpa frjóvguðum eggjum sem síðan fara á útungunar- stöðvar og þaðan koma kjúklingarnir. Héma er grunnurinn." Vannst þú ekki í banka? spyr ég Guðrúnu. „Jú, ég vann í banka í tuttugu ár. En við höfum verið með hesta og höfum því nokkra reynslu af skepnuhaldi. Kjúklingabú em búskapur þó að sumu leyti sé verksmiðjubragur yfir þeim.“ Ætlið þið að vera lengi hérna? „Það verður að koma í ljós,“ segir Guðrún. „Mað- ur tekur sig ekki svona upp fyrir minna en tvö ár.“ „Við getum droppað út þegar við viljum," segir Ás- geir. „Hér er uppsagnarfrestur eins og í annarri vinnu.“ „Það er auðvitað stórt stökk að segja upp vinnu og taka bömin úr skóla en ég held við eigum alveg aft- urkvæmt," segir Guðrún. Æðislega gaman „Þetta er náttúrlega eins og hver önnur vinna,“ segir Guðrún, „aðalviðbrigðin eru að núna vinnum við saman.“ Og hvernig gengur það? „Það gengur ágætlega, enn þá,“ segir Guðrún og hlær. „Ef fólk hlýðir bústjóranum þá er allt í lagi.“ Er þetta kannski enginn munur frá því var með heimilisstörfm? spyr ég Ásgeir sem gefur lítið út á það: „Við skiptum okkur á hús og ef annað er búið á undan kemur það til hins. Þegar hinum reglubundnu bústörfum lýkur höfum við tint rusl og lagað í kring- um bæinn og það er nóg eftir af því. Svo þurfum við einnig að fylgjast með því hvort upp komi bilanir og laga það ef eitthvað gerist. Við þurfum líka að taka á móti fóðri, nýjum fugli og svo mætti lengi telja.“ „Þetta er æðislega garnan," segir Guörún. „Og það besta viö þetta er að þetta er eins alla daga og við þurfum aldrei að taka frí. Það er alltaf nóg að gera.“ Hefur gestagangtn: hjá ykkur aukist eða minnkað eftir að þið fluttuð hingað? „Fólk droppar hérna inn og það er notalegt þegar fólk kemur. Maður sér þá hveijir eru vinir manns,“ segir Guörún og hlær. „Hingað kemur dálítið af hestafólkinu og um daginn sturtaðist heil hljómsveit út úr rútu hérna á hlaðinu. Hérna má auðvitað halda útihátíðir, það er nóg pláss og hægt að hafa tjöld á flötunum." Það hefur væntanlega ekki dregið úr hestamennsk- unni þegar þið fluttuð hingað? „Nei, hestamennskan er allt önnur hér. Við forum á hestbak á hverju kvöldi," segir Guðrún. „Hestarn- ir eru hérna úti í garði, við göngum tvö skref, köll- um og þeir koma hlaupandi." Breytíngin gefur innblástur Ég frétti að þú værir að vinna að sólóplötu, segi ég við Ásgeir. „Já, ég er að mixa hana núna,“ segir Ásgeir, „ég geri það í bænum en legg síðustu hönd á hana i Stúd- íó Stöðinni." Eru Þórustaðir II betri staður til að semja lög en Hafnarfjörður? „Ég var búinn að semja allt efni á plötuna áður en við fluttum," segir Ásgeir en Guðrún bendir á að það hljóti að auka innblásturinn að hafa allar þessar hænur. Heldurðu að það sé kannski betra fyrir innblástur- inn að vera í hringiðu borgarlifsins? „Ég hugsa að breytingin muni örugglega hafa heil- mikil áhrif og gefa mér innblástur. Aðstæðumar eru gjörólíkar því sem ég hef búið við.“ Hefurðu orðið var við breytingar í tónsmíðunum eftir að þú fluttir? „Satt að segja hef ég ekki samið eitt lag síðan ég kom hingað," segir Ásgeir, „það hefur ekki verið tími til þess. Ég er nýbyrjaður i þessu starfi og er auk þess að spila á kvöldin og ganga frá plötunni. Vinnudagurinn er því langur flesta daga. Það kvikna hugmyndir en þær gleymast aftur þegar ekki er tími til að setjast niður og koma henni á band eða blað.“ Er fjölskyldan með þér i tónlistinni, Ásgeir? „Margrét, næstelsta dóttir okkar, hefur lært á pí- anó og syngur á plötunni minni. Allar dætur okkar hafa verið í tónlistarnámi, elsta’dóttir okkar, Hrafn- hildur, sem er flutt að heiman, lærði á píanó og líka Margrét, Karítas, yngsta dóttirin, hefur lært á píanó og byrjar í þverflautunámi í Tónlistarskóla Árnes- inga í haust.“ „Ég syng ekki mikið,“ segir Guðrún, „það væri þá helst að ég syngi í hænsnahúsunum." Hænur eru ágætar Það reynist mörgum erfítt að stíga skrefið úr póst- númerum sem eru hundraðogeitthvað yfir í þótt ekki væri nema tvö hundruð. Þið eruð komin i póstnúm-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.