Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Síða 26
26 Helqarblctcf DV LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 „Ég fékk bæði þrjósku og metnaðargirni í vöggugjiif frá föður mínuni þannig að ég stend mig vfirleitt í því sein ég geri. Ef mér finnst ég ekki standa mig þá legg ég enn harðar að mér.“ DV-mvnd 1>ÖK Valgerður Guðnadóttir er tuttugu og sex ára gömul söng- kona. Hún stóð sig frábærlega í Vildi verða fomleifafræðingur hlutuerki hirðmegjarinnar Belindu íóper- unni Dido og Eneas sem Sumarópera Regkjauíkur setti upp ísumar. Hún segir DV frá ferlinum og togstreitunni á milli framans og fjölskgldunnar. Valgerður er alin upp í Langholtshverfinu og var fjörugt barn að eigin sögn. Hún hafði gaman af því aö gera alls kyns prakkarastrik en „gerði þó aldrei neitt leiðinlegt", eins og hún kemst að orði, „ég var bara lífsglöð og kát“. Æskudraumarnir voru fjölbreytilegir: „Mig langaði alltaf til að verða söngkona, leikkona, dansari eða fornleifafræðingur," segir Valgerður og hlær er hún rifjar þetta upp. „Ég las bækurnar um Beverly Gray eftir Clair Blank, sem voru einu sinni vinsælar, og þar voru einhverjar stelpur í fornleifauppgreftri og mig langaði til að gera slíkt hið sama.“ Stefnan var þó snemma tekin á sönginn sem var engin tilviljun því í fjölskyldu hennar er mikið af söngfólki og skemmtikröftum, þó svo að enginn hafi farið alla leið og lagt leiklist eða söng fyrir sig sem ævistarf. „Það er mikið um það í fjölskyldu minni að klæða sig upp í einhverja búninga eða vera með skemmtiatriði. í fermingarveislum var fólkið mitt alltaf með skemmtiatriði og við höfðum mjög gaman af því að setja upp leikrit heima hjá okkur." En hvenœr náói söngbakterían endanlega tökum á þér? spyr ég. „Líklega þegar ég var í Langholtsskóla. Ég tók þátt í skólaleikritum og síðan gekk ég í kórskóla Lang- holtskirkju hjá Jóni Stefánssyni og upp frá því var þjálfaður lítUl kór. Honum hefur sennUega þótt ég hafa of mikla rödd fyrir barnakór því fljótlega var ég komin í stóra kórinn og þar fékk ég tækifæri tU að syngja mín fyrstu einsöngshlutverk og upp frá þessu fékk ég mikinn áhuga á klassískri tónlist," segir söngkonan, en hún hefur líka rokkað. Hún söng í uppfærslu Verzlunarskólans á rokkóperunni Tommy og síðan söng hún hlutverk Maríu Magdalenu í Jesus Christ Superstar nokkrum árum siðar sem Versló setti líka upp. „Það hringdu einhverjir strákar í mig og vUdu fá mig í rokkhljómsveit og mér leist bara vel á þá hugmynd enda hafði mig aUtaf langað til að vera í hljómsveit. En þegar á hólminn var komið fannst mér þetta lítið spennandi." Þegar hún var átján ára ákvað hún að leiklistin og söngurinn yrði hennar ævistarf. Að vísu fyUtist hún einhverjum efasemdum um hæfUeika sína í Englandi, þar sem hún nam sönglist i hinum virta skóla GuUd- haU School of Music and Drama. „Þetta var mjög erfitt nám. Ég fór utan og var svona stjarna á íslandi ef svo má segja en þarna var standardinn mun hærri og samkeppnin mikil. Það kom einu sinni fyrir að ég var tekin fyrir í tíma af kennaranum. Ég var að syngja lag á frönsku og taldi mig nokkuð sleipa í því tungumáli en þegar laginu lauk vatt söngkennarinn sér að mér og sagði: „Ég skUdi ekki orð í textanum." En mótlætið herti mig bara og kenndi mér mikið. Ég æfði mig dag og nótt því þessi bransi er svo erfiður, ég get ekki búist við því að fá aUt upp í hendumar." Valgerður útskrifaðist úr skólanum í fyrra og eignað- ist á sama tíma dóttur sína. Auðvelt að leika Beliudu Þegar hún kom heim síðastliöið vor bauðst henni að taka þátt í óperunni Dido og Eneas sem Sumar- ópera Reykjavíkur setti upp og fékk frábærar móttök- ur eins og kunnugt er. ÖUum kom saman um að hlut- verk Belindu, „hin trúðslega hirðdama", eins og ein- hver gagnrýnandi lýsti hlutverkinu fyrir stuttu, myndi henta Valgerði. Þær eiga ýmislegt sameigin- legt að mati Valgerðar. „Belinda er mjög trygg og trú vinkonu sinni, Dido, og líklega eigum við þetta trygg- lyndi sameiginlegt,“ segir hún. „Við erum líka báðar mjög rómantískar og kátar ef okkur tekst að koma einhverjum saman, nema hvað þetta mistekst alltaf hjá mér. Að vísu mistókst það líka hjá Belindu en það var kannski ekki beint hægt að kenna henni um það, þó svo að Dido hefði gert þaö. Og síðan erum við báð- ar mjög viökvæmar og opnar. Það var mjög auðvelt fyrir mig að leika Belindu en hún er auðvitað mun ýktari persóna en ég.“ Er ekki viðkvœmnin óheppilegur eiginleiki í þessu starfi? spyr ég. „Ég er orðin miklu betri með það. Ég hef upplifað mótlæti og lent í ýmsu. Þegar ég lék Maríu í West Side Story var ég oft tekin í gegn og hélt stundum að leikstjóranum væri illa við mig. Þá var oft erfitt aö vera hörð og stundum fór ég heim og skældi svolítið. En ég fékk bæði þrjósku og metnaðargimi í vöggugjöf § frá fóður mínum þannig að ég stend mig yfirleitt í því sem ég geri. Ef mér Finnst ég ekki standa mig þá legg ég enn harðar að mér. En örlítil minnimáttarkennd sakar ekki og hógværð er nokkuð sem ég met i fari fólks. Hins vegar er nauðsynlegt að trúa á sjálfan sig.“ Starf Valgerðar er þess eðlis að hún þarf að elta verkefnin og hún er ekki enn komin á þann stað að verkefnin komi til hennar. „Auðvitað væri það draumastarfið að vera fastráðin hér heima og geta síðan skroppiö til Þýskalands, Bretlands eða Frakk- , lands og tekið þátt í verkefnum þar. Mig langar samt ekki til að flytja utan. Fjölskylda min er hérna og Is- land á mjög sterk tök í mér. En þetta er það sem ég vil gera,“ segir Valgerður og leggur áherslu á „ég“. Siðan bætir hún við: „Svo verður maður að taka mið af því sem aðrir i lifi manns vilja gera.“ Er þetta líf einmitt ekki eilíf togstreita á milli starfs- frama og fjölskyldulífs? „Jú, það er alveg rétt og það hefur gengið á ýmsu í sambandinu. Þegar ég er að vinna mikið, eins og gerist stundum, þá lendir uppeldið alfarið á Þorsteini, kærasta mínum. Það hefur gerst að ég er að taka þátt í sýningum um hverja helgi og það hefur reynt mikið á sambandið. En það er kannski ekki bara þetta. Ég hef líka verið að fást við vandamál í minni fjölskyldu sem hefur verið mjög erfitt og reynt á mig. En þrátt fyrir að í mér blundi þessi ósk um að allt sé í fóstum skorðum þá yrði ég sennilega leið á slíku lífi til lengdar. Vinnan mín er svo gefandi að ég er tilbúin tO að fórna ýmsu fyrir hana. Að vinna á skrifstofu frá níu til fimm er bara ekki ég. Mér finnst þessi fjölbreytni nauðsynleg og vinnutarnirnar eru óskaplega skemmti- legar. Þær geta reynt á fjölskylduna en ég reyni að hafa það þannig að dóttir mín skynji ekki álagið. En svo kem- ur langur tími sem ég get varið með fjölskyldu minni og það bætir vonandi upp fjarveruna." -JKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.